fbpx Adríahaf og Miðjarðarhaf, frá Feneyjum til Barcelona

Adríahaf og Miðjarðarhaf

Frá Feneyjum til Barcelóna

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Króatía, Ítalía og Spánn frá Feneyjum

10. - 24. september 2019
Celebrity Constellation 
Fararstjóri  Kristinn R. Ólafsson

Feneyjar, Ítalíu – Split og Dubrovnik, Króatíu – Catania, Sikiley – Valletta, Möltu  - Palma de Mallorca, Ibiza, Valencia og Barcelóna, Spáni.

Stutt ferðalýsing
Þann 10. september ef flogið í morgunflugi með Icelandair til Amsterdam og eftir stutt stopp er haldið áfram til Feneyja með KLM. Áætluð lending í Feneyjum er kl. 16:10. Ekið beint á hótel í Mestre sem er sá hluti Feneyja sem er á meginlandnu og gist þar tvær nætur. Daginn eftir er farin skoðunarferð um Feneyjar. Þann 12 september er síðan siglt af stað með Celebrity Constellation. Á fyrstu tveimur dögunum er komið til Split og Dubrovnik í Króatíu, eftir það er einn dagur á siglingu suður Adriahaf og komið til Sikileyjar. Næsti áfangastaður er Malta og eftir það er annar dagur á siglingu áður en komið er til Spánar. Fyrstar eru hinar yndislegtu eyjar Mallorca og Ibiza áður en komið er til meginlandsins og síðasta stopp er Valencia áður en við stígum af skipfsfjöl Barcelóna. Gist er tvær nætur í Barcelóna áður en flogið er með sömu leið til baka með KLM um Amsterdam og lending áætluð í Keflavík kl.18:40.

celebrity_constellation-3.jpg  

Celebrity Constellation
Celebrity Constellation er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er annar hæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Constellation fór í sína jómfrúarferð árið 2002, er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Skipið hefur síðan þá verið endurnýjað.
Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolian og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á spariveitingastaðnum, SS United States Restaurant, sem er innréttaður í anda skipanna, sem sigldu yfir Atlantshafið í upphafi farþegasiglinga. Greiða þarf 30 dollara þjónustugjald á mann á SS United States.
Barir eru um allt skip, einn er sérhæfður í kampavíni, annar í martini og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega.

Flugtafla

Dagsetning Flugnúmer Flugvöllur kl. Áfangastaður kl.
10. september FI 500 Keflavík 07:40  Amsterdam 12:40 
10. september KL 1655 Amsterdam 14:25 Feneyjar 16:10 
24.september D85666 Barcelona 06:00 Keflavík 08:30

Siglingatafla

Dagur  Áfangastaður Koma  Brottför
12.september Feneyjar, Ítalíu   16:30
13.september Split, Króatíu 09:00 18:00 
14.september Dubrovnik, Króatíu 10:00 22:00
15.september  Á siglingu    
16.september  Catania, Sikley, Ítalíu 09:00 20:00
17.september Valletta, Möltu 07:00 17:00
18.september  Á siglingu    
19.september  Palma de Mallorca, Spáni 10:00 21:00
20.september Ibiza, Spáni  07:00 23:00
21.september Valencia, Spáni  07:00 19:00
22.september  Barcelóna, Spáni 06:00  

feneyjar_shutter_2.jpg         

Þriðjudagur 10. september Keflavík – Feneyjar
Flogið með morgunflugi Icelndair kl. 07:40 til Amsterdam og eftir stutt stopp er haldið áfram til Feneyja með KLM. Áætluð lending í Feneyjum er kl. 16:10. Ekið beint á hótel Ambasciatori Venice Mestre þar sem gist er í tvær nætur áður en siglt er af stað.

feneyjar_shutter.jpg 

Miðvikudagur 11.september  Mestre – Feneyjar
Eftir morgunverð er farið í ferð til Feneyja. Siglt er frá Tronchetto-bryggju og yfir til Feneyja þar sem gengið er um og farið meðal annars að Rialto-brú og farið í Markúsarkirkjuna. Eftir hádegi er gefin frjáls tími til að skoða sig um áður en haldið er aftur heim á hótel.

italy_feneyjar_sigling_serferð_venice-6.jpg         
Feneyjar
Feneyjar eru einstakt listrænt afrek, reist á 118 litlum eyjum og virðist fljóta á risastóru lóninu, og ótal síki og skurðir eru umferðaræðar hennar. Stofnendur Feneyja fyrir meira en 1.000 árum voru sæfarar og rómverskir flóttamenn og enn slær þar hjarta ítalskrar menningar auk þess sem borgin er pílagrímastaður þeirra sem eru helteknir af rómantík. Það er magnað að anda að sér líflegu andrúmsloftinu á Markúsartorgi og reika um hina heillandi sali Hertogahallarinnar – og enginn má missa af Brú andvarpanna (Ponte dei sospiri).
Líklega er Markúsardómkirkjan frægasta bygging í Feneyjum. Hún var reist á 9. öld til að hýsa jarðneskar leifar Markúsar guðspjallamanns og endurbyggð á 11. öld með miklum glæsibrag. Að innan er hún þakin fögrum mósaíkmyndum auk þess að geyma höggmyndir, helgimyndir og hestana frægu sem fluttir voru þangað eftir fjórðu krossferðina árið 1204.

celebrity_constellation_balcony_1.jpg         
Fimmtudagur  12. september Feneyjar – Celebrity Constellation
Rétt fyrir hádegi er ekið niður á bryggju og farið um borð í Celebrity Constellation sem leggur af stað kl 16:30. Þegar komið Eftir að komið er um borð er um að gera að fá sér síðbúinn hádegisverð og fylgjast síðan með þegar skipið siglir frá Feneyjum.

 

split_kroatia_1.jpg  

Föstudagur  13. september  Split, Króatíu
Split er fallegur bær í Dalmatíuströnd Króatíu og státar af fallegum ströndum og líflegum miðbæ.
Bærinn er þekktastur fyrir hinar miklu hallarrústir í miðbænum sem, hallir Diocletians, sem var reist af samnefndum rómverskum keisara á 4. öld. Þar bjuggu þúsundir til forna og má sjá leifar 200 bygginga,
Innan hvítu steinveggjanna og undir höllunum eru dómkirkjur og fjölmargir verslanir, barir, kaffihús, hótel og veitingastaðir.

dubrovnik_kroatia_2.jpg 

Laugardagur 14.september  Dubrovnik, Króatíu
Borgin, sem var stofnuð fyrir 1.300 árum, liggur á syðsta odda Dalmatíuhéraðs og var um tíma helsti keppinautur Feneyja sem hafnarborg. Upplagt er að fá sér göngutúr að Dóminíska klaustrinu og skoða einstakt safn málverka frá endurreisnartímabilinu, meðal annars eftir listmálarann Titian.

dubrovnik_kroatia_3.jpg 

Sunnudagur 15. september Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 

sikiley_old_town.jpg        

Mánudagur 16.september  Catania, Sikiley, Ítalíu
Catania liggur við rætur Etnu, stærsta eldfjalls í Evrópu, á austurströnd Sikileyjar. Auk þess að vera glæsileg og nútímaleg er borgin ein af miðstöðvum tækniiðnaðar í Evrópu. Barokkstílinn er allsráðandi í byggingarlistinni en hér eru einnig miðaldakastalar, rómversk hringleikahús og lífleg menningar- og listamiðstöð. Fyrsti háskólinn á Sikiley var stofnaður hér árið 1434. Ursino-kastalinn sem byggður var á 13. öld hýsir nú stórt safn. Á dómkirkjutorginu í hjarta borgarinnar stendur helsta og merkilegasta kennileiti Valetta, Fílagosbrunnurinn sem, merkilegt nokk, var byggður árið 1736 úr hraungrýti og fornegypskri broddsúlu. Sjón eru sögu ríkari.

Malta_Valletta_sigling_Miðjarðarhaf.jpg         

Þriðjudagur 17. september  Valletta, Möltu
Í miðju Miðjarðarhafinu er þessi litla eyja sem er á siglingarleið þeirra sem fara í gegn um hafið. Valletta er höfuðborgin þar sem skipið leggst við bryggju kl. 08:00. Árið 1528 afhenti Charles V af Spáni Möltu til Riddarana af St. John. Margar áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir frá riddurunum hafa varðveist vel og gera Valletta einfaldlega stórfenglega að upplifa í dag. Þegar farið er um borgina að aðal torginu er farið fram hjá mörgum fornum byggingum og upp að St. John‘s dómkirkjunni þar sem má sjá minjar um marga af riddurunum.

celebrity_constellation_martini_bar.jpg  

Miðvikudagur  18. september Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til hinnar yndislegu Mallorca. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu fara á málverkauppboð eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru. 


palma mallorca_verslun_vita

Fimmtudagur 19.september Palma de Mallorca, Spáni 
Mallorca hefur lengi vel verið vinsælasta eyja Íslendinga í Miðjarðarhafinu. Nokkrir áhugaverðir staðir eru Playa de Palma, Palma Nova, Santa Ponsa, Sa Coma og Alcudia. Hitastigið er þægilegt, oftast á milli 25-30 stiga hiti og létt golan sem blæs frá hafi sér til þess að hitastigið er alltaf bærilegt.
Mallorca er stærsta eyjan i Balearic eyjaklasanum um 80 km frá austurströnd Spánar í Miðjarðarhafinu. Eyjan er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, fjölbreytilegt landslag og síðast en ekki síst breiðar og fallegar strendur sem gera eyjuna að paradís sóldýrkenda. Síðustu ár hafa sífellt fleiri ferðamenn farið í göngu- og hjólaferðir, enda landslagið og náttúran óviðjafnanleg. Ferðamennska á Mallorca hefur aukist jafnt og þétt frá 1960 og nú er svo komið að yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja eyjuna á ári hverju og margir þeirra koma aftur og aftur. Af þeim mörgu ferðamönnum sem reglulega heimsækja eyjuna er spænska konungs-fjölskyldan líklega þekktust en hún hefur komið sér upp dvalarstað rétt fyrir utan höfuðstað eyjunnar Palma.   

mallorca.jpg  

Föstudagur 20. september Ibiza, Spáni
Ibiza er ein Baleareyjum í Miðjarðarhafi, nokkuð vestur af Majorka. Ibiza tilheyrir Spáni. Ibiza er stundum nefnd „eyjan hvíta“ eftir hvítmáluðu húsunum á eyjunni. Heiti eyjarinnar er er komið úr fönikísku frá Ibossim sem þýðir "eyja Bes" Ibiza er næstminnsta eyjan í Balearic eyjaklasanum sem samanstendur af Ibiza, Mallorca og Formentera.

valencia_borg_1.jpg         

Laugardagur 21. september  Valencia, Spáni
Valenciuborg, sem er höfuðborg Valenciuhéraðs á Spáni, verður vinsælli meðal ferðamanna um allan heim með degi hverjum og skal engan undra því að hún hefur yfir að búa töfrablöndunni borg og sólarströnd á sama stað. Hún er oft kölluð „Litla Barcelona“ en þrátt fyrir að Valencia sé þriðja stærsta borg Spánar þá telst hún eimmitt frekar lítil stórborg og því er auðvelt og gaman að ganga eða hjóla á milli staða og mismunandi hverfa borgarinnar.


sagrada_familia_barcelona.jpg

Sunnudagur 22. september  Barcelóna, Spáni 
Celebrity Constellation leggst við bryggju í Barcelóna kl. 09:00 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og farið í land, þar bíður okkar rúta og farið er í skoðunarferð um borgina þar sem við sjáum marga fallega og merka staði. Við heimsækjun hina  Farið í hina mögnuðu kirkju, La Sagrada Familia. Eftir það er ekið á hótelið okkar sem er rétt við Cataloniu torg og heitir Roger de Lluria. Gistum þar í tvær nætur.

barcelona_3.jpg         

Mánudagur 23. september Barcelóna
Frjáls dagur, en Kristinn fararstjóri mun bjóða upp á göngutúr um Römbluna og Gotneska hverfið.

barcelona_2.jpg         

Þriðjudagur 24. september Barcelóna – Keflavík
Eftir morgunverð er ekið á flugvöllinn og flogið til Íslands með KLM og Icelandair með millilendingu í Amsterdam. Áætluð lending í Keflavík er kl. 16:40.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VCN

  5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun