Aðventuferð til Edinborgar

Jólamarkaðir og skemmtileg stemning

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Hagstætt að versla og vinsælir jólamarkaðir. 

Beint flug með Icelandair. 
Fararstjóri: Inga Geirsdóttir. 

Aðventuferð 23. - 27. nóvember

Ekki að undra að það sé vinsælt að heimsækja Edinborg aftur og aftur þar sem einungis tekur um 2 tíma að fljúga, hagstætt er að versla og einstaklega gaman að heimsækja frændur vora Skota. 

Evrópski jólamarkaðurinn

Opinn 20. nóvember 2017 til 4. janúar 2018

Jólamarkaðurinn vinsæli hefur verið haldinn á þessum fallega stað, við rætur Kastalahæðarinnar í hjarta Edinborgar, síðastliðin 20 ár. Markaðurinn mun nú, annað árið í röð, teygja anga sína allt frá Mound-hæðinni, eftir eystri hluta Princess Street-garðsins og kringum minnismerkið um Sir Walter Scott. Gestir þessa hefðbundna jólamarkaðar í hjarta borgarinnar geta upplifað ævintýralega stemninguna sem þar ríkir á meðan þeir rölta á milli sölubása handverksmanna og listamanna, kaupa minjagripi eða láta koma sér á óvart með kræsingum sem kitla bragðlaukana. Það er ekki hægt annað en að komast í jólaskap!

Athugið: Markaðurinn er opinn frá kl. 10 til 22 alla dagana.

Skoski markaðurinn

Opinn 20. nóvember 2017 til 4. janúar 2018

Á Skoska markaðinum á St. Andrew-torgi gefst gestum einstakt tækifæri til að berja augum og bragða á mörgu af því besta sem Skotland hefur upp á að bjóða, í handverki, mat og drykk. Þar gleðja augað og kæta bragðlaukana heimagerðar pylsur, ferskt sjávarfang, unaðslegt súkkulaði, ómótstæðilegar bollakökur, gin, sérbruggaður skoskur bjór, skartgripir og útskornir munir úr smiðju heimamanna, auk bestu hefðbundnu skosku munanna og búnaðarins sem völ er á. Og þá er fátt eitt upp talið.

Athugið: Markaðurinn er opinn frá kl. 10 til 22 alla dagana.

Höfuðborg Skotlands

Edinborg er höfuðborg Skotlands og þar búa um 500 þúsund manns. Edinborg er auðveld borg að heimsækja og hefur hún oft á tíðum verið valin besta borg að búa í. Heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur Edinborgarkastalinn eru stolt borgarbúa. Kastalinn gnæfir einmitt hátt yfir borgina á Castle Rock. Frá kastalanum niður að Holyrood-höll liggur hin fallega gata Royal Mile. Ber gatan nafn með rentu þar sem farið var með meðlimi konungsfjölskyldunnar í hestvögnum míluvegalengd frá kastala að höllinni.

Við götuna eru fallegar byggingar, söfn, verslanir, veitingahús og  bari sem gaman er að kíkja inná. Á milli gamla og nýja bæjarins er Princes Garden sem er iðar af lífi, en þar má sjá hina frægu blómaklukku.

Princes Street er aðal verslunargata bæjarins, þar er að finna allar helstu og vinsælustu verslanir Bretlands og í götunum í kring er mikið úrval af veitingahúsum og börum og þá sérstaklega við Rose Street en þar er að finna um 50 pöbba.

Af nógu er að taka í menningarlífinu enda alltaf eitthvað í gangi í borginni og mikið úrval af söfnum og er ókeypis í flest þeirra.

Í borgarferð í Edinborg ættu finna allir að finna eitthvað við sitt hæfi, enda Skotar einstaklega vingjarnlegir og góðir heim að sækja.

Sjá nánari ferðalýsingu

Uppselt

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél GLA

  2 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  £

  Pund

  Gengi

 • Bjórverð

  íkon mynd af bjór

  Meðalverð 3 GBP

 • Rafmagn

  íkon mynd af ljósaperu

  220 Volt

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði