Aðventuferð til Vínarborgar

Jólamarkaðir og skemmtileg stemning

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  94.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi á IBIS Mariehilf með morgunverði.

 • Flug
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  94.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi á IBIS Mariehilf með morgunverði.

Myndagallerí

Aðventuferð til Vínarborgar.

23. - 26. nóvember 2017

Vínarborg er bæði gömul og ný - og mjög fjölbreytt. Borgin á sér margar hliðar. Þar er meðal annars að finna vinsæla næturklúbba, "ung" gallerý, nýlega byggingarlist og verslanir með nýjustu tísku, en einnig ríkisóperuna, tónleikasali, stór og mikil söfn, mikilfenglegar byggingar og verslanir sem kallast á við gamla tíma.

Hápunktar Vínar eru stórbrotin byggingarlist, frábær söfn, veitingahús og verslanir - það er margt spennandi að skoða í Vín, hvort heldur þú sækist eftir ys miðbæjarins eða rólegheitum

Tónlistarborgin

Vín er tónlistarhöfuðborg heimsins. Þar hafa dvalið fleiri þekkt tónskáld en nokkurri annarri borg - tónlistin er bókstaflega í loftinu! Valsar og óperettur eiga hér lögheimili og söngleikir sem hafa sigrað heiminn.

Í tónleikahöllum borgarinnar er að finna alls kyns tónlist - allt frá klassík til þess nýjasta í deiglunni, og þar eru fjölmargar tónlistarhátíðir árið um kring. Óperuunnendur hitta fyrir alþjóðlegar stjörnur og djassunnendur fá heilmikið fyrir sinn snúð.
Hérna er hægt að panta miða í Óperuhús í Vínarborg.

Vínrækt

Vín er eina stórborg heims þar einhver vínrækt að ráði fer fram, en þar er að finna um 700 hektara af vínekrum.

Þegar sólin sýnir sig halda innfæddir jafnt sem ferðamenn beinustu leið á Schanigarten - útikaffihús. Schanigarten eru sett upp á almenningssvæðum, t.d. torgum eða gangstígum sem liggja að kaffihúsi, og frá marsbyrjun til miðs nóvember eru um 1.800 slík útikaffihús víðs vegar um borgina þegar veður leyfir. Blómapottar þjóna sem grindverk og sólhlífar veita skjól frá sólinni. Það er ljúft að gera smá hlé á dagskránni, tylla sér niður, slaka á og fylgjast með mannlífinu líða hjá.

Fetaðu í fótspor Habsborgaranna með heimsókn í hina dýrðlegu barokkhöll Schönbrunn og Belvedere höllina, eða farðu Hringveginn, Ringstrasse, og sjáðu með eigin augum miðpunkt hins mikla veldis Habsborgara, Hofburg höllina (Imperial Palace). Þú færð tilfinningu fyrir dýrðarljómanum sem umlék keisaraveldið ef þú kíkir í Stefánsdómkirkju, Spænska Reiðskólann, Risa-parísarhjólið í Prater-garði og steinkisturnar í grafhvelfingu Hofburg hallarinnar.

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  94.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi á IBIS Mariehilf með morgunverði.

 • Flug
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  94.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 2 í herbergi á IBIS Mariehilf með morgunverði.

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> VIE

  4 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  Meðalverð 4 EUR

 • Rafmagn

  220 Volt

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði