fbpx Almería | Vita

Almería

Frábær fjölskyldustaður

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Almería - Flogið með Icelandair til Malaga

Strönd, slökun og notalegt andrúmsloft.

Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair

Enskumælandi fararstjóri tekur á móti farþegum VITA við komu og fylgir þeim sem eiga bókaðan akstur á hótel. 

Viðkomandi er með þjónustusíma og viðtalstíma á hótelum. Hægt er að bóka skoðunarferðir með enskumælandi fararstjóra.

Almería er borg í Andalúsíu á Spáni en borgin er staðsett í suðausturhluta landsins við Miðjarðarhafið. Þetta er lífleg og falleg hafnarborg með áhugaverða sögu.
Borgin hefur ekki verið mikill ferðamannastaður í gegnum tíðina en fyrir nokkrum árum var ráðist í aðgerðir til að gera hana að meira spennandi áfangastað fyrir ferðamenn og síðan þá hefur þeim fjölgað.


almeria_almennt_gotur.jpg

Aðalaðdráttarafl miðborgarinnar er þó Máravirkið Alcazaba en það eitt er góð ástæða til að heimsækja borgina.
Miðborgin er heillandi með falleg torg, gamlar kirkjur og pálmatré allt um kring. Þar eru nokkur áhugaverð söfn og fullt af frábærum veitingastöðum sem sérhæfa sig í smáréttum eða tapas.

Roquetas de Mar

Strandbærinn Roquetas de Mar er svo í um 15-20 km fjarlægð en þar er úrval af góðum gististöðum sem VITA býður uppá. Þetta er sjarmerandi bær með hina ýmsu afþreyingu. Mario Park Vatnsrennibrautargarðurinn er á svæðinu, sædýrasafnið, falleg smábátahöfn, go-kart braut og margt fleira.
Þar er einnig Gran Plaza, ein stærsta verslunarmiðstöð í Andalúsíu.


almeria_almennt_roquetas_del_mar.jpg

Sagan

Hægt er að rekja sögu Almeríu aftur til ársins 955 en undir stjórn kalífsins Abd ar-Rahman III varð borgin fljótlega stærsta og auðugasta hafnarborg í Máraríki Spánar, ásamt því að vera höfuðstöðvar Umayyad flotans. Götur borgarinnar voru fullar af verslunarfólki frá Egyptalandi, Sýrlandi, Frakklandi og Ítalíu sem komu til að kaupa silki, gler, marmara og keramikvörur.
Þetta viðskiptaveldi hnignaði þó að lokum þar sem það varð fyrir mörgum árásum og féll undir kristin yfirráð árið 1489. Árið 1522 varð Almería illa úti af völdum jarðskjálfta og það var í rauninni ekki fyrr en á 19. öld sem endurbygging borgarinnar fór fram. Á síðari hluta 20. aldar fór staða borgarinnar að batna, ekki síst þar sem landbúnaður og ferðaþjónusta blómstraði á nærliggjandi svæðum. Efnahagslífið fór þá að snúast í kringum grænmetisframleiðslu en þar eru um 100.000 ekrur gróðurhúsa sem sjá mikið af Evrópu fyrir grænmeti.

Menningin

Menningarlíf Almeríu er blómlegt og samanstendur af flamengó dansi, leiksýningum, klassískri tónlist, djassi, rokki og öllu þar á milli. Staðurinn hefur þróast í að vera draumaáfangastaður fjölskyldunnar. Fólkið er vinalegt og bærinn er snyrtilegur. 

Strendurnar

Almería er fræg um allan Spán fyrir glæsilega strandlengjuna en þar eru nokkrar af bestu ströndum landsins. Strandlengjan nær í heildina yfir 217 kílómetra, frá Pulpí til Adra. Þar er hægt að finna ótalmargar litlar stendur þar sem gott er að breiða úr handklæðinu sínu og njóta þess að slaka á í hlýrri sólinni. Úrvalið er gott, þarna eru afskekktar strendur og strendur í þéttbýli, strendur sem hafa hlotið bláa fánann og litlar víkur sem gaman er að kanna. Skemmtilegustu sandstrendurnar er að finna í Cabo de Gata, þar sem landslagið einkennist af kaktusum, sandöldum og fjöllum.


almeria_almennt_borg.jpg

Borgin

Í miðju borgarinnar er yndisleg göngugata, La Rambla - Avenide de Frederico Garcia Lorca. Þar er hægt að fá sér góðan göngutúr niður að höfninni og ströndunum, dást að pálmatrjám og fallegum gosbrunnum, njóta lifandi andrúmsloftsins, kíkja í spennandi búðir eða setjast inn á kaffihúsin sem iða af lífi. Einnig eru þar skemmtileg leiksvæði fyrir börn. Auðvelt er að komast að svæðinu frá hraðbrautinni og í grenndinni er mikið af bílastæðahúsum. Nálægt götunni er Paseo de Almeria, aðalverslunargata borgarinnar en hliðargötur hennar eru stútfullar af heillandi litlum búðum.  Avenida del Mediterraneo er gata sem liggur beint í gegnum miðja borgina og þar er Mediterraneo verslunarkjarninn. Auðvelt er að komast leiðar sinnar í borginni og merkingar fyrir hótel, lestarstöðvar og biðstöðvar fyrir strætisvagna eru góðar.

Alcazaba

Hægt er að sjá Alcazaba virkið frá öllum hlutum borgarinnar en það er stærsta virki sem Arabar byggðu á Spáni. Bygging þess hófst árið 955 af Abderramán III og verkið kláraðist á 11. öld undir stjórn Hayrán, þjóðkonungs Almeríu. Eftir að kristni breiddist út var virkið endurbætt af Carlos I. og kaþólskum konungum sem byggðu meðal annars einn af þremur útveggjum virkisins. Þarna var lengi heimili konungsfjölskyldunnar en virkið nær upp að Al-Mutasim höllinni, sem er með fjölda herbergja og mosku. Það hefur aðeins einn inngang sem er nær ósýnilegur. Það er gaman að ganga um þessar fornminjar og ímynda sér lífið innan hinna gríðarstóru veggja, í stórum herbergjum með fallegum bogaþökum og gotneskum dyrum. Frá kastalanum er stórbrotið útsýni yfir alla borgina og hafnarsvæðið.


almeria_spann.jpg

Gamla borgin

Við rætur Alcazaba liggur Al-medina, gamla borgin sem minnir á eins konar völundarhús og andrúmsloftið er einstakt. Þetta hverfi var hin upprunalega Almería sem stóð innan við borgarmúra og afmarkaðist af Alcazaba í norðri, hafinu í suðri og þeim götum sem nú eru Calle de la Reina og Avenida del Mar til austurs og vesturs. Í miðju borgarinnar var helsta moska hennar og mihrab (bænin sem bendir í átt til Mekka) lifir enn á sama stað inni í Iglesia de San Juan. Allt í kring eru viðskiptasvæði; markaðir og vöruhús. Calle de la Almedina liggur enn á sama stað og gamla aðalgatan, þvert í gegnum alla gömlu borgina.
Góður staður til að staldra við og njóta veitinga er Tetería Almedina sem er afar kósý veitingastaður og tehús. Einnig er vert að skoða Plaza de Pavía markaðinn, sem er vinsæll, sérstaklega á laugardögum. Þar má finna bása sem selja allt frá ódýrum skóm til churros sem eru steiktar, ljúffengar kleinustangir. 


almeria_almennt_cabo_de_gata.jpg

Eyðimörkin

Norðvestur af Almeríu er eina eyðimörk Evrópu, Desierto Tabernas, en hún er um 30 km í burtu. Landslagið þar einkennist af fjöllum, hæðum og sandöldum. Þar rignir afar sjaldan og skapar það kjöraðstæður fyrir ýmsar gróðurtegundir sem eiga erfitt uppdráttar annars staðar á meginlandinu. Meðal dýra sem lifa á þessum slóðum eru gulir sporðdrekar og hin litla, en banvæna, kónguló sem kölluð hefur verið svarta ekkjan (black widow). Því er mikilvægt að gæta að sér þegar gengið er um svæðið.
Nálægðin við eyðimörkina gerir Almeríu að þurrustu borginni á meginlandi Evrópu en úrkoma mælist einungis 200 mm á ári og árlegt hitastig í borginni fer aldrei undir 19°C. Borgin er sú næstheitasta í heimsálfunni á eftir Sevilla sem er annar demantur í Andalúsíu. Aldrei hefur hitastig undir frostmarki verið skráð í Almeríu svo sóldýrkendur og fólk sem elskar að vera í hita ætti að njóta þess að vera í borginni. 

Lesa meira um Almería
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Afþreying

 • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LEI

  4 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun