Ástralía og Nýja Sjáland

Með Celebrity Solstice

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Spennandi áfangastaðir og 12 nátta skemmtisigling

Celebrity Solstice
2. - 24. nóvember 2018
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

Sydney og Melbourne, Ástralíu, Milford-, Doubtful- og Dusky Sound, Dunedin, Akaroa, Wellington, Tauranga, Bay of Islands og Auckland, Nýja Sjálandi 

Stutt ferðalýsing

2. nóvember er flogið með Icelandair til Oslo og þaðan með Emirates til Dubai þar sem stoppað verður í um sólarhring og hvílt sig á hóteli áður en haldið verður áfram til Sydney í Ástralíu. Áætluð lending þar er kl. 22:30 þann 4.nóvember. Ekið á hótel Rydges Sydney Central þar sem gist verður í 4 nætur. Farið í skoðunarferðir og svæði kannað áður en stigið er um borð í Celebrity Solstice.
Lagt úr höfn 8. nóvember. Eftir einn dag á siglingu er komið til í Melbourne áður en siglt er til Nýja Sjálands. Siglt er um hina tilkomumiklu firði á Suðureyjunni, Milford-, Doubtful- og Dusky Sound þar sem náttúrufegurð er einstök. Við heimsækjum borgirnar Dunedin, Akaroa og Wellington áður en við siglum til Tauranga á Norðureyjunni. Þaðan er siglt til Bay of Islands, nyrst á eyjunni áður en við siglum til Auckland þar sem farið er frá borði.
Dvalið verður á hótel Adina Apartment studio groups í Auckland í 2 nætur. Flogið frá Auckland með Emirates til Dubai þar sem við gistum eina nótt á Sheraton Grand Hotel. Þaðan er flogið með Emirates og Icelandair heim frá Osló. Áætlað er að lenda seinnipartinn þann 24. nóvember í Keflavík.

Um Skipið


solstice.jpg

Celebrity Solstice er lúxus skip í „Solstice“ flokk Celebrity Cruises sem nýjasti og flottasti klassi skipafélagsins. Skipið var smíðað 2008 og endurnýjað 2012.
Klefar eru rúmgóðir og búnir helsu þægindum. Innréttingar skipsins og allur aðbúnaður bera vott um gæði og glæsileika. Skipið 320 metrar á lengd og tekur 2.886 farþega. Barir, veitingasalir, leiksýningar, skemmtanir, falleg heilsulind og ótal aðrir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustu gera siglingu með Celebrity Solstice ógleymanlega.

Flugtafla

Dagur

Flugnúmer

Flugvöllur

Brottför

Flugvöllur

Koma

 2. nóvember FI 318 Keflavík 07:50 Osló 11:20
 2. nóvember EK 160 Osló 14:10 Dubai 23:55
 4. nóvember EK 414 Dubai 1:55 Sydney 22:30
22. nóvember EK 449 Auckland 21:10 Dubai 5:30+1
24. nóvember EK 159 Dubai 7:25 Osló 12:00
24. nóvember FI 319 Osló 13:25 Keflavík 15:15

celebrity_solstice_-_eugene_tan_35.jpg

Siglingatafla

Dagur

Höfn

Koma

Brottför

 8. nóvember Sydney, Ástralíu   18:30
 9. nóvember Á siglingu    
10. nóvember Melbourne, Ástralíu 8:00 18:00
11.-12. nóvember Á siglingu    
13. nóvember Milford Sound, Nýja Sjálandi 8:00 9:00
13. nóvember Doubtful Sound 13:30 14:30
13. nóvember Dusky Sound 16:30 18:00
14. nóvember Dunedin, Nýja Sjálandi 9:00 19:00
15. nóvember Akaroa, Nýja Sjálandi 7:00 18:00
16. nóvember Wellington, Nýja Sjálandi 8:00 18:00
17. nóvember Á siglingu    
18. nóvember Tauranga, Nýja Sjálandi 8:00 18:00
19. nóvember Bay of Islands, Nýja Sjálandi 8:00 19:00
20. nóvember Auckland, Nýja Sjálandi 6:30  

Ferðatilhögun

Föstudagur 2. nóvember, laugardagur 3. nóvember og sunnudagur 4. nóvember  Keflavík – Osló - Dubai - Sydney
Áætluð brottför með Icelandair til Osló kl. 07:50 og lending kl. 11:20 að staðartíma. Flogið er áfram til Dubai með Emirates. Áætluð brottför er kl.14:10 og lending í Dubai kl. 23:55. 
Farið inn á hótel og hvílt sig fram að fluginu til Sydney, lent þar að staðartíma kl. 22:30 þann 4. nóvember. 


australia_sydney_3.jpg

Sunnudagur 4. nóvember – Sydney
Ekið á hótel Rydges Sydney Central þar sem gist verður í 4 nætur. Flugvöllurinn er í um 10-15km frá miðborginni og reiknað með að aksturinn taki 20 – 30 mínútur. 


australia_sydney_5.jpg

Mánudagur 5. nóvember - Sydney, Ástralíu
Morgunmatur á hótelinu en síðan er dagurinn frjáls. Gott að hvíla sig eftir ferðalagið og venjast nýjum tíma. Sydney er lifandi heimsborg sem stendur við eina af fallegustu höfnum í heimi. Í Rocks, einu elsta hverfi borgarinnar, eru fallegar byggingar í nýlendustíl og steinlögð stræti. Mrs Macquarie’s Chair er bekkur sem höggvinn var í klett snemma á 19. öld fyrir eiginkonu hins framsýna nýlendulandstjóra, Lachlan Macquarie. Þaðan er hægt að njóta útsýnis yfir hafið og helstu kennileiti Sydney, Harbour Bridge og óperuhúsið fræga. Í austurhluta borgarinnar eru nútímaleg úthverfi sem þekkt eru fyrir glæsileg heimili og hafnir. Áhugavert er að fara um þetta svæði á leið sinni að hinni heimsþekktu Bondi Beach – sólarparadís fyrir brimbrettafólk og alla sem elska að skemmta sér.


Australia_sydney_11.jpg

Þriðjudagur 6. nóvember - Sydney, Ástralíu
Skoðunarferð þar sem farið er meðal annars í Óperuhúsið í Sydney þar sem við fáum hálf tíma leiðsögn um húsið. Eftir það er síðan er siglt um flóann og höfnina, í siglingunni er boðið upp á hádegismat og drykk.


australia_sydney.jpg

Miðvikudagur 7. nóvember – Blue Mountains
Farið er í vesturátt frá Sydney í um 90 mínútur en þar er hægt að skoða eitt af stórkostlegustu fyrirbærum Ástralíu. Þetta eru Bláu fjöllin sem eru hressandi, uppörvandi og falleg. Svæðið, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, er vistfræðileg blanda af regnskógi, gljúfrum, sandsteinsklettum og dásamlegum dölum þar sem eucalyptus trén gefa frá sér mistrið sem veldur nafngift fjallanna.
Njóttu þessa ótrúlega umhverfis og náðu tengslum við náttúruna. Hægt er að kanna frumbyggjaþjóðsöguna um hinar þrjár systur – gríðarstórar sandsteinsmyndanir í Jamison Valley eða skoða villta náttúru í Featherdale dýragarðinum.
Einnig er hægt að fljúga yfir gil og gljúfur dalsins og heillandi fossa í Scenic Skyway sem er fyrsti kláfurinn í heimi til að nýta Electro-Scenic gler.
Hádegismatur og 3ja rétta kvöldverður er innifalinn þennan dag.


astralia_scenic_skyway.jpg

Fimmtudagur 8. nóvember – Sydney og siglt af stað.
Eftir morgunverð er frjáls tími þar til haldið er til skips. Síðdegis er farið um borð. Kvöldverður um borð í Solstice sem verður heimili hópsins næstu 11 daga.


equinox_skip_vita_10.jpg

Föstudagur 9. nóvember – Á siglingu.
Tími til að slaka á og kynnast lystisemdum skipsins. Nóg að borða, drekka skoða og upplifa þessa þrjá daga sem við siglum meðfram suðurströnd Ástralíu.
Veður ætti að vera milt þannig að hægt verði að njóta sólar á sundlaugarþilfarinu.


equinox_skip_vita_9.jpg

Laugardagur 10. nóvember - Melbourne, Ástralíu
Glæsileiki Viktoríutímans heldur sér í fjölmenningarborginni Melbourne þó að nýtískuleg hverfi spretti upp í kringum gömlu höfnina. Kraftmikið iðandi mannlíf, listir, íþróttir, frábærar verslanir og spennandi veitingastaðir einkenna borgarlífið.
Heilsið upp á kengúrurnar og komist að því hvernig vambar líta út í dýragarðinum í Melbourne. Á þremur tímum er hægt að skoða 350 dýrategundir frá öllum heimshornum í sínu náttúrlega umhverfi.


kengura.jpg

Sunnudagur 11. nóvember og mánudagur 12. nóvember – á siglingu
Siglt um Tasmaníuhaf frá Melbourne til Milford Sound á Suðureyju Nýja Sjálands. Nú má kíkja í búðir, leggjast í sólbað ef veðrið er gott og úrval frískandi drykkja freistar okkar.
Kaffihúsið er ávallt traust með úrvali af kaffi, te og gómsætum kökum. Kannski á einhver eftir að fara á dansnámskeið, kíkja á Spa-ið, fara í nudd eða nota tækjasalinn – þá er alveg tækifæri til þess.


equinox_skip_vita_3.jpg

Þriðjudagur 13. nóvember - Milford-, Doubtful- og Dusky Sound, Nýja-Sjálandi
Maoríarnir trúðu því að Milford Sound væri sköpunarverk himnesks steinsmiðs. Fjörðurinn er sannkallað landfræðilegt ísaldarundur, þar falla fossar fram af snarbröttum hömrum niður í hyldýpið og fjallatindar, þar sem Mitre-tind ber hæst, teygja sig til himins.
Útsýnið á siglingunni um fjörðinn er stórkostlegt, yfir Bowen-fossa, Mitre-tind, Anita-flóa og Elephant- og Stirling-fossana. Ef eitthvað er eftir á minniskortinu í myndavélinni er ráðlagt að nota það á höfrungana, selina og mörgæsirnar sem láta gjarnan sjá sig á fallegum degi í þessum lygna firði.


new_zealand_milford_sound.jpg

Doubtful Sound, Nýja-Sjálandi
Eina leiðin til að njóta tilkomumikils landslagsins og kyrrðarinnar sem ríkir í þessum stórfenglega firði til fulls er frá skipsfjöl. Í Doubtful Sound er villt náttúran og dýralífið ótrúlega fjölbreytt og á regntímabilinu þekja hundruð fossa brattar hlíðarnar.
Fjöllin og fossarnir eru það sem fyrst grípa augað í Doubtful Sound en sjávarlífið er ekki síður fjölbreytt sem gerir sem gerir siglingu um fjörðinn einstaklega skemmtilega. Fylgist með höfrungunum sem synda á eftir skipinu og loðselunum sem liggja í makindum á klettunum við ströndina. Þið gætuð jafnvel komið auga á hina glæsilegu bláleitu Fjarðarlandsmörgæs með kambinn sem á heimkynni í firðinum.  


newzealand_scenicview_1.jpg

Dusky Sound, Nýja-Sjálandi
Maóríar bjuggu sér lengi vel búðir í Fiorland-þjóðgarðinum á Nýja-Sjálandi en fáir höfðu þar búsetu. Landkönnuðurinn James Cook var hér í fimm vikur að kanna þessa mikilfenglegu fjöllóttu og klettaskornu strandlengju óbyggðanna.
Aragrúi eyja um allan fjörðinn gerir það að verkum að skoðunarferð um hann er hreint ógleymanleg, ekki síst hin stórbrotna Resolution-eyja, en Five Fingers skaginn á eyjunni afmarkar norðausturströnd fjarðarins. Selirnir sem liggja í makindum í breiðum á Seal Rock eru fyrirtaks ljósmyndafyrirsætur og það borgar sig að hafa auga með villtum dýrum og fuglum sem eiga sín griðlönd í firðinum. Má þar nefna Curlew, Shag, Petrel og Parrot eyjar, Shag ána, Seal Rock og Goose, Duck og Woodhen hella, sem mætti íslenska sem Fjöruspóa-, Toppskarfs-, Svölu- og Páfagaukseyjar, Toppskarfsá, Selaklett og Gæsa-, Anda- og Relluhella.


newzealand_fiordland_1.jpg

Miðvikudagur 14. nóvember - Dunedin, Nýja-Sjálandi
Íbúar Dunedin eru stoltir af skoskri arfleifð sinni en glæsibyggingarnar frá Viktoríutímanum og tíð Játvarðar 7. voru reistar fyrir gróðann úr gullæðinu. Héðan er upplagt að fara á Otago-skagann og virða fyrir sér mörgæsanýlendurnar og fegurð strandlengjunnar.
Takið ykkur far með gömlum lestarvagni um austurhluta Otago-hafnar í skoðunarferð sem nefnist Taieri Gorge Train excursion. Stoppað er á tveimur stöðum til að taka myndir og snæddur er léttur hádegisverður. Lagt er á Taieri-sléttuna og síðan upp í klettóttar hæðirnar. Eftir að komið er í gegnum Salisbury-göngin er hægt að njóta útsýnisins yfir fjöllin og Taieri-ána næstu 27 kílómetrana. Þá er áð á Pukerangi-sléttunni. Að lokum liggur leiðin fram hjá gömlu sauðfjárbeitarlöndunum, Mt. Allan og Christmas Creek.


newzealand_dunedin_1.jpg

Fimmtudagur 15. nóvember - Akaroa, Nýja-Sjálandi
Hafnarstæðið í Akaroa er fallegt og bærinn sjálfur skemmtilega gamaldags, enda er söguleg arfleifð hans frönsk. Frá Akaroa opnast leiðin til Christchurch og South Island með sinni einstöku náttúrufegurð, frá eldfjallalandslaginu á Banks Peninsula að fjallatindunum í Suður-Ölpunum.
Banks Peninsula gönguleiðin hefst strandbænum Akaroa. Leiðin er opin yfir vor- og sumartímann, frá 1. október til 30. apríl, og veitir gangan tækifæri til að upplifa vistvæna ferðamennsku á einstakan hátt, hvort sem það snýr að fjölbreyttu dýralífi, landslagi eða gistingu. Gönguleiðin er 35 kílómetrar og liggur yfir beitilendur og Hinewai-friðlandið, eftir stórbrotnum strandlengjum mótuðum af eldsumbrotum, fram hjá fossum, eftir kjarrlendi og sandströndum.


new_zealand_akaroa.jpg

Föstudagur 16. nóvember   - Wellington, Nýja-Sjálandi
Höfuðborgin Wellington hefur orð á sér fyrir að vera lítil borg með töff hjarta. Miðbærinn er vissulega lítill en menningarlífið eins og í stórborg. Grænar hæðirnar umhverfis borgina eru hrífandi fallegar og stutt er í sveitahéruðin og stórskorna strandlengjuna.
Ef nefna ætti einn atburð sem varð til þess að kalla má Welllington menningarborg með rentu, er það opnun Te Papa Tongarewa, þjóðminjasafns Nýja-Sjálands, árið 1998. Síðan þá hafa tíu milljónir gesta, þar af nær þriðjungur frá öðrum löndum, heimsótt þetta meistaraverk menningar og byggingarlistar sem kostaði fúlgur fjár í byggingu. Safnið, sem stendur á stórfallegu hafnarsvæðinu í Wellington, er þekkt fyrir að sýna sögu og gersemar þjóðarinnar á nýstárlegan og djarfan hátt. Það er ekki síður hressandi og skemmtilegt fyrir börnin en þá fullorðnu að skoða þetta safn því að þar er gegn vægu gjaldi hægt að skoða gagnvirkar sýningar á borð við teygjustökk í sýndarveruleika og sauðfjárrúning og ferðast til Nýja-Sjálands á forsögulegum tíma.


newzealand_wellington_5.jpg

Laugardagur 17. nóvember - Á siglingu
Síðasta tækifærið í þessari siglingu til að njóta alls þess sem er í boði, innandyra eða utan. Liggja í sólbaði, panta nýjan koktail, smá sushi og ganga úr skugga um að enginn staður á skipinu sé ókannaður.


cel_equinox_svalir_preview.jpg

Sunnudagur 18. nóvember - Tauranga, Nýja Sjálandi
Vinsælasta borgin á Bay of Plenty svæðinu á Norðureyju Nýja Sjálands. Hún er jafnframt með fimmta stærsta þéttbýli á Nýja Sjálandi. Borgin er á norðvesturhluta Bay of Plenty með iðandi mannlíf og menningu.
Höfnin við Tauranga er sú stærsta á landinu. Fjallið Maunganui og litla eyjan Matakana umlykja höfnina. Eldvirkni er á svæðinu með nokkur fjöll í dvala. Þar má helst nefna Whakaari/White Island og Mauao eða The Mount. 
Fjölbreytt útivist er stunduð í nágrenni borgarinnar og ýmiss konar vatnasport við ströndina. 
Borgin stækkar hratt og íbúafjöldinn hefur aukist til muna seinustu ár. Góðir veitingastaðir, flott hótel og skemmtilegir barir og kaffihús hafa fylgt þessari hröðu uppbyggingu. Einnig er hægt að finna þarna fjöldann af skemmtilegum verslunum og mörkuðum. Andrúmsloftið er líflegt en afslappað í Tauranga. 


tauranga_nyja_sjaland.jpg

 

Mánudagur 19. nóvember - Bay of Islands, Nýja Sjáland
Það var landkönnuðurinn mikli James Cook sem gaf svæðinu sem samanstendur af 144 smáeyjum og strandbæjum nafnið Bay of Islands árið 1769. Umhverfið er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð.
Fyrir þá sem elska gylltar strendur og vatnasport þá er þessi staður paradís á jörðu. Einnig er hægt að finna skóglendi allt um kring og fjölbreytta náttúru. Fiskveiði er einkennandi fyrir svæðið ásamt siglingum. Bay of Islands er vinsæll ferðamannastaður og fjölbreytt afþreying af ýmsum toga til boða. 


bay_of_islands_new_zealand.jpg

 

Þriðjudagur 20. nóvember - Auckland, Nýja Sjáland
Auckland er langstærsta borg Nýja-Sjálands, með 1,3 milljónir íbúa, þar af er stór hluti Pólýnesíumenn og aðfluttir frá öllum heimshornum. Borgin er oft kölluð „City of Sails“, eða Borg seglanna, því að hún er staðsett á milli tveggja stórra siglingahafna og veðurfarið er einstakt. Auckland er stór borg á lítilli eyju og andrúmsloftið einkennist af sannkölluðum heimsborgarbrag.
Hér er farið frá borði og beint í skoðunarferð um Auckland Winter Gardens. Kvöldverður á veitingastað í borginni.
Gist verður á Adina Apartment Studio Groups í 2 nætur. 


auckland_nyja_sjaland2.jpg

 

Miðvikudagur 21. nóvember - Auckland, Nýja Sjáland
Eftir morgunverð á hótelinu er dagurinn frjáls í Auckland. Hægt er að velja úr veitingastöðum og verslunum við fara í skoðunarferð um borgina. Hægt er að velja úr siglingum, fara í hvala- og höfrungaskoðun, fara á kayak eða snorkla.
Einnig er hægt að fara í útsýnisferð með kláfi, heimsækja söfn eða dýragarðinn. Það er yndislegt að komast út úr Auckland og fá að upplifa landsbyggðarlíf Nýja-Sjálands. Í Sheep World er ýmislegt áhugavert að sjá t.d. er hægt að fylgjast með rúningi og hvernig smalahundar ná stjórn á sauðfénu. Hægt er að kaupa sér minjagripi úr ull og halda svo á Puhoi Pub. Þessi líflegi og heillandi bar var stofnaður árið 1879 og er því hluti af viktorískri menningararfleifð. Þar er boðið upp á síðdegiste og bragðgott snarl. Á leiðinni til baka er ekið framhjá ýmsum áhugaverðum svæðum eins og elsta garði borgarinnar Auckland Domain og elsta úthverfi borgarinnar, Parnell Village.
Gist aðra nótt á Adina Apartment Studio Groups. 

 


auckland_nyja_sjaland.jpg

Fimmtudagur 22. nóvember - Dagsferð til Muriwai strandarinna, Auckland, Nýja Sjálandi og brottför til Dubai

Eftir morgunverð er lyklum af herbergjum skilað í móttöku og hópurinn sóttur. Farið verður í dagsferð til Muriwai strandarinnar á vesturströnd Auckland áður en farið er út á flugvöll. 
Þetta er strönd með svartan sand, mjög vinsæl til brimbrettaiðkunar. Svæðið verður skoðað með leiðsögn og tími gefst til að borða í hádegisverð (ekki innifalinn). Um kvöldið er farið í kvöldverð saman áður en farið er út á flugvöll. 
Flogið er frá Auckland kl 21:10. 


murawai_auckland.jpg

Föstudagur 23. nóvember - Dubai
Lent í Dubai kl 5:30 um morguninn og keyrt beint uppá hótel. Gist verður á Sheraton Grand HotelFrjáls dagur í Dubai.
Þeir sem sækja Dubai og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin heim heillast gjarnan af landslaginu, sögu svæðisins og öllu því sem löndin hafa að bjóða, en svæðið verður sífellt vinsælla meðal ferðamanna sem sækja í lúxus. Þar er fjölmargt að skoða. Þar eru yfir 200 verslanir og innanhúss-skíðabrekka, hvort sem þú trúir því eður ei.
Fjölbreytt og merk menning Dubai kemur skemmtilega fram í mat svæðisins, sem er hræringur af því besta frá Persaflóa, Arabalöndum og Mið-Austurlöndum. Hvort sem þú horfir í verðið eður ei finnurðu veitingastaði sem gleðja jafnvel mestu matgæðinga. En hvert sem þú ferð skaltu ekki gleyma að prófa einn vinsælasta rétt Dubai - Shawarma samlokuna. 


dubai_stodmynd_sigling.jpg

Laugardagur 24. nóvember - Dubai - Osló - Keflavík
Brottför með Emirates kl. 07:45. Lending í Oslo er kl. 12:00. Þaðan er svo flogið beint til Íslands.   


icelandair_ri_6523_2.jpg

 

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél PER

  20

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun