Ástralía og Nýja Sjáland

Með Celebrity Solstice

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Spennandi ferð og 16 nátta skemmtisigling

Celebrity Solstice
2. – 25. mars 2018
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir 

Perth, Adelaide og Melbourne Ástralíu – Milford,  Doubtful- og Dusky Sound, Dunedin, Akaroa, Wellington og Picton Nýja Sjálandi - Sydney, Ástralíu.

Stutt ferðalýsing

2.mars er flogið Icelandair og Emirates til Perth í Ástralíu. Áætluð lending þar er kl. 17:35 þann 3.mars. Ekið á hótel Mercure Perth þar sem gist verður í 2 nætur. Farið í skoðunarferðir næstu tvo daga áður en stigið er um borð í Celebrity Solstice sem liggur við festar í Freemantle sem er hafnarborg  Perth og þangað er um hálftíma akstur.
Lagt úr höfn 5.mars og siglt með suðurströnd Ástralíu til Adelaide, en þar er dvalið í einn dag.

Eftir einn dag á siglingu er komið til í Melbourne áður en siglt er til Nýja Sjálands. Siglt er um hina tilkomumiklu firði á Suðureyjunni, Milford-, Doubtful- og Dusky Sound þar sem náttúrufegurð er einstök. Við heimsækjum borgirnar Agora og Wellington, sem er syðst á Norðureyjunni. Síðasti áfangastaður Nýja Sjálands er Picton á Suðureyjunni, en síðasti hluti siglingarinnar er milli Picton og Sydney í Ástralíu, en þar er farið frá borði.

Dvalið verður á hótel Rydges Sydney Central í Sydney í 3 nætur og farið í ferðir um og útfyrir borgina. Flogið heim með Emirates og Icelandair og áætlað að lenda síðdegis þann 25.mars í Keflavík.

Um Skipið


solstice.jpg

Celebrity Solstice er lúxus skip í „Solstice“ flokk Celebrity Cruises sem nýjasti og flottasti klassi skipafélagsins. Skipið var smíðað 2008 og endurnýjað 2012.
Klefar eru rúmgóðir og búnir helsu þægindum. Innréttingar skipsins og allur aðbúnaður bera vott um gæði og glæsileika. Skipið 320 metrar á lengd og tekur 2.886 farþega. Barir, veitingasalir, leiksýningar, skemmtanir, falleg heilsulind og ótal aðrir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustu gera siglingu með Celebrity Solstice ógleymanlega.

Flugtafla

Dagur

Flugnúmer

Flugvöllur

Brottför

Flugvöllur

Koma

2. mars FI 204 Keflavík 0800 Kaupmannahöfn 12:00
2. mars EK 152 Kaupmannahöfn 14:20 Dubai 23:45
3. mars EK 420 Dubai 3:00 Perth 17:35
24. mars EK 413 Sydney 21:45 Dubai 5:15+1
25. mars EK 159 Dubai 7:25 Osló 12:30
25. mars FI 319 Osló 14:45 Keflavík 15:25

celebrity_solstice_-_eugene_tan_35.jpg

Siglingatafla

Dagur

Höfn

Koma

Brottför

5. mars Perth (Fremantle), Ástralíu   20:00
9. mars Adelaide, Ástralíu 8:00 17:00
11. mars Melbourne, Ástralíu 7:00 17:00
14. mars Milford Sound, Nýja Sjálandi 8:00 9:00
14. mars Doubtful Sound, Nýja Sjálandi 13:30 14:30
14. mars Dusky Sound, Nýja Sjálandi 16:30 18:00
15. mars Dunedin, Nýja Sjálandi 9:00 19:00
16. mars Akaroa, Nýja Sjálandi 7:00 18:00
17. mars Wellington, Nýja Sjálandi 8:00 17:00
18. mars Picton, Nýja Sjálandi 8:00 17:00
21. mars Sydney, Ástralía 6:30  

Föstudagur 2. mars og laugardagur 3.mars  Keflavík – Kaupmannahöfn - Perth.
Brottför með Icelandair til Kaupmannahafnar kl. 8:00 og lending kl. 12:00 að staðartíma. Flogið er áfram með Emirates kl. 14:20 og áætluð lending í Perth kl. 17:35 þann 3.mars.
Icelandair flugið tekur 3 klst og flugið með Emirates tekur alls 17 klst, en millilent er í Dubai á leiðinni. Tímamismunur á Íslandi og Perth eru 8 klst.


Australia_perth.jpg

Laugardagur 3.mars – Perth
Áætluð lending í Perth er kl. 17:35 þann 3.mars. Ekið á hótel Mercure Perth þar sem gist verður í 2 nætur. Flugvöllurinn er 15km frá miðborginni og reiknað með að aksturinn taki 20 – 30 mínútur. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.


australia_mercure_perth.jpg

Perth (Fremantle), Ástralíu
Fremantle, sem er rík af sögu og full af stemningu, er hafnarborg Perth, höfuðborgar Vestur-Ástralíu. Perth er ört stækkandi borg, þekkt fyrir afslappað andrúmsloft, frábærar strendur og veðursæld en ekki síður menningu, matargerð og annað það sem er heillandi við stórborgir.
Það getur verið erfitt að velja úr því að áhugaverðir staðir til að skoða í Perth eru ótalmargir, en vert er að nefna nokkra sem allir eru heimsóknarinnar virði. Kings Park ætti enginn að láta framhjá sér fara – stórkostlegur almenningsgarður þar sem villt gresjan og vel snyrtur gróður mætast. Í ofanálag er útsýnið þaðan yfir borgina ægifagurt. Dýragarðurinn í Perth hýsir dýr frá öllum heimshornum og er í miklu uppáhaldi meðal heimamanna. Og þá er bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða myntsláttuna sem enn er starfrækt á upprunalegum stað.


australia_zoo_api.jpg

Kætið bragðlaukana / Njótið matargerðar heimamanna
Í borginni er fjöldi fínna veitingastaða og úrval ódýrra staða sem bjóða upp á matargerð frá ýmsum heimshornum og því segja margir að matarmenningin í Perth jafnist fyllilega á við hina vönduðu veitingamenningu í Sydney og Melbourne. Hér er að finna fjölmarga veitingastaði sem sérhæfa sig í Miðjarðarhafsmatargerð, sérstaklega ítalskri og grískri, auk ótal indónesískra og víetnamskra matsölustaða. Það spillir ekki fyrir að nálægð Indlandshafsins gerir það að verkum að ljúffengur ferskur fiskur á viðráðanlegu verði er á matseðlum flestra veitingastaða.


rom_silla_bragdgod_skemmtun_21.jpg

Sunnudagur 4.mars – Perth
Eftir morgunverð er farin dagsferð um borgina til að sjá helstu kennileitin. Þar ber að nefna lystigarðana, WACA gamla krikket leikvanginn, Klukkuturninn o.fl.
Kvöldið frjálst og gist á hótel Mercure Perth.


australia_mercure_perth2.jpg

Mánudagur 5. mars – Perth og siglt af stað.
Eftir morgunverð, er tékkað út af hótelið og siglt til Freemantle. Þar er farin ferð áður en haldið er til skips. Síðdegis er farið um borð. Kvöldverðu um borð í Solstice sem verður heimili hópsins næstu 16 daga.


equinox_skip_vita_10.jpg

Þriðjudagur 6. mars til fimmtudags 8.mars – á siglingu.
Tími til að slaka á og kynnast lystisemdum skipsins. Nóg að borða, drekka skoða og upplifa þessa þrjá daga sem við siglum meðfram suðurströnd Ástralíu.
Það er haust í Ástralíu í mars og veður ætti að vera milt þannig að hægt verði að njóta sólar á sundlaugarþilfarinu.


equinox_skip_vita_9.jpg

Föstudagur 9. mars - Adelaide, Ástralíu
Frá Adelaide, hinni afslöppuðu höfuðborg Suður-Ástralíu, er kjörið að leggja upp í útivistarævintýri. Skoðið heimkynni frumbyggjanna í allri sinni dýrð á göngu um óbyggðirnar. Skotist yfir á Kengúrueyju, því að á fáum stöðum í heiminum er auðveldara að skoða villt dýralíf. Bestu vínekrur landsins eru í kringum Adelaide svo upplagt er að fara á milli nokkurra þeirra og taka bragðprufur. Ef útivist heillar ekki er úr nægu að velja innan borgarmarkanna. Áhugaverður arkitektúr, listasöfn og ljúffengar kræsingar, og ef heppnin er með ykkur gætuð þið hitt á eina af fjölmörgum hátíðum sem haldnar eru í borginni.
Sjötíu prósent af öllum vínútflutningi landsins eru frá Suður-Ástralíu svo að það væri ekki úr vegi að heimsækja nokkrar víngerðir. Svo vel vill til að flestar þeirra eru í kringum Adelaide. Í Barossa-dalnum einum, í næsta nágrenni við borgina, eru 60 víngerðir. Flestar þeirra bjóða upp á vínsmökkun svo að nú er eins gott að vera í formi, hér reynir á getuna í glasalyftingum.


Australia_adelaide.jpg

Laugardagur 10. mars – á siglingu
Kannski á einhver eftir að fara á dansnámskeið, kíkja á Spa-ið, fara í nudd eða nota tækjasalinn – þá er alveg tækifæri til þess.


equinox_skip_vita_3.jpg

Sunnudagur 11. mars –- Melbourne, Ástralíu
Glæsileiki Viktoríutímans heldur sér í fjölmenningarborginni Melbourne þó að nýtískuleg hverfi spretti upp í kringum gömlu höfnina. Kraftmikið iðandi mannlíf, listir, íþróttir, frábærar verslanir og spennandi veitingastaðir einkenna borgarlífið.
Heilsið upp á kengúrurnar og komist að því hvernig vambar líta út í dýragarðinum í Melbourne. Á þremur tímum er hægt að skoða 350 dýrategundir frá öllum heimshornum í sínu náttúrlega umhverfi.


kengura.jpg

Mánudagur 12. mars og þriðjudagur 13.mars – á siglingu
Siglt um Tasmaníuhaf frá Melbourne til Milford Sound á Suðureyju Nýja Sjálands.
Nú má kíkja í búðir, leggjast í sólbað ef veðrið er gott og úrval frískandi drykkja freistar okkar.
Kaffihúsið er ávallt traust með úrvali af kaffi, te og gómsætum kökum.


equinox_skip_vita_5.jpg

Miðvikudagur 14. marsMilford-, Doubtful- og Dusky Sound Nýja-Sjálandi
Maoríarnir trúðu því að Milford Sound væri sköpunarverk himnesks steinsmiðs. Fjörðurinn er sannkallað landfræðilegt ísaldarundur, þar falla fossar fram af snarbröttum hömrum niður í hyldýpið og fjallatindar, þar sem Mitre-tind ber hæst, teygja sig til himins.
Útsýnið á siglingunni um fjörðinn er stórkostlegt, yfir Bowen-fossa, Mitre-tind, Anita-flóa og Elephant- og Stirling-fossana. Ef eitthvað er eftir á minniskortinu í myndavélinni er ráðlagt að nota það á höfrungana, selina og mörgæsirnar sem láta gjarnan sjá sig á fallegum degi í þessum lygna firði.


new_zealand_milford_sound.jpg

Doubtful Sound, Nýja-Sjálandi
Eina leiðin til að njóta tilkomumikils landslagsins og kyrrðarinnar sem ríkir í þessum stórfenglega firði til fulls er frá skipsfjöl. Í Doubtful Sound er villt náttúran og dýralífið ótrúlega fjölbreytt og á regntímabilinu þekja hundruð fossa brattar hlíðarnar.
Fjöllin og fossarnir eru það sem fyrst grípa augað í Doubtful Sound en sjávarlífið er ekki síður fjölbreytt sem gerir sem gerir siglingu um fjörðinn einstaklega skemmtilega. Fylgist með höfrungunum sem synda á eftir skipinu og loðselunum sem liggja í makindum á klettunum við ströndina. Þið gætuð jafnvel komið auga á hina glæsilegu bláleitu Fjarðarlandsmörgæs með kambinn sem á heimkynni í firðinum.  


newzealand_scenicview_1.jpg

Dusky Sound, Nýja-Sjálandi
Maóríar bjuggu sér lengi vel búðir í Fiorland-þjóðgarðinum á Nýja-Sjálandi en fáir höfðu þar búsetu. Landkönnuðurinn James Cook var hér í fimm vikur að kanna þessa mikilfenglegu fjöllóttu og klettaskornu strandlengju óbyggðanna.
Aragrúi eyja um allan fjörðinn gerir það að verkum að skoðunarferð um hann er hreint ógleymanleg, ekki síst hin stórbrotna Resolution-eyja, en Five Fingers skaginn á eyjunni afmarkar norðausturströnd fjarðarins. Selirnir sem liggja í makindum í breiðum á Seal Rock eru fyrirtaks ljósmyndafyrirsætur og það borgar sig að hafa auga með villtum dýrum og fuglum sem eiga sín griðlönd í firðinum. Má þar nefna Curlew, Shag, Petrel og Parrot eyjar, Shag ána, Seal Rock og Goose, Duck og Woodhen hella, sem mætti íslenska sem Fjöruspóa-, Toppskarfs-, Svölu- og Páfagaukseyjar, Toppskarfsá, Selaklett og Gæsa-, Anda- og Relluhella.


newzealand_fiordland_1.jpg

Fimmtudagur 15. mars - Dunedin, Nýja-Sjálandi
Íbúar Dunedin eru stoltir af skoskri arfleifð sinni en glæsibyggingarnar frá Viktoríutímanum og tíð Játvarðar 7. voru reistar fyrir gróðann úr gullæðinu. Héðan er upplagt að fara á Otago-skagann og virða fyrir sér mörgæsanýlendurnar og fegurð strandlengjunnar.
Takið ykkur far með gömlum lestarvagni um austurhluta Otago-hafnar í skoðunarferð sem nefnist Taieri Gorge Train excursion. Stoppað er á tveimur stöðum til að taka myndir og snæddur er léttur hádegisverður. Lagt er á Taieri-sléttuna og síðan upp í klettóttar hæðirnar. Eftir að komið er í gegnum Salisbury-göngin er hægt að njóta útsýnisins yfir fjöllin og Taieri-ána næstu 27 kílómetrana. Þá er áð á Pukerangi-sléttunni. Að lokum liggur leiðin fram hjá gömlu sauðfjárbeitarlöndunum, Mt. Allan og Christmas Creek.


newzealand_dunedin_1.jpg

Föstudagur 16. mars  - Akaroa, Nýja-Sjálandi
Hafnarstæðið í Akaroa er fallegt og bærinn sjálfur skemmtilega gamaldags, enda er söguleg arfleifð hans frönsk. Frá Akaroa opnast leiðin til Christchurch og South Island með sinni einstöku náttúrufegurð, frá eldfjallalandslaginu á Banks Peninsula að fjallatindunum í Suður-Ölpunum.
Banks Peninsula gönguleiðin hefst strandbænum Akaroa. Leiðin er opin yfir vor- og sumartímann, frá 1. október til 30. apríl, og veitir gangan tækifæri til að upplifa vistvæna ferðamennsku á einstakan hátt, hvort sem það snýr að fjölbreyttu dýralífi, landslagi eða gistingu. Gönguleiðin er 35 kílómetrar og liggur yfir beitilendur og Hinewai-friðlandið, eftir stórbrotnum strandlengjum mótuðum af eldsumbrotum, fram hjá fossum, eftir kjarrlendi og sandströndum.


new_zealand_akaroa.jpg

Laugardagur 17. mars   - Wellington, Nýja-Sjálandi
Höfuðborgin Wellington hefur orð á sér fyrir að vera lítil borg með töff hjarta. Miðbærinn er vissulega lítill en menningarlífið eins og í stórborg. Grænar hæðirnar umhverfis borgina eru hrífandi fallegar og stutt er í sveitahéruðin og stórskorna strandlengjuna.
Ef nefna ætti einn atburð sem varð til þess að kalla má Welllington menningarborg með rentu, er það opnun Te Papa Tongarewa, þjóðminjasafns Nýja-Sjálands, árið 1998. Síðan þá hafa tíu milljónir gesta, þar af nær þriðjungur frá öðrum löndum, heimsótt þetta meistaraverk menningar og byggingarlistar sem kostaði fúlgur fjár í byggingu. Safnið, sem stendur á stórfallegu hafnarsvæðinu í Wellington, er þekkt fyrir að sýna sögu og gersemar þjóðarinnar á nýstárlegan og djarfan hátt. Það er ekki síður hressandi og skemmtilegt fyrir börnin en þá fullorðnu að skoða þetta safn því að þar er gegn vægu gjaldi hægt að skoða gagnvirkar sýningar á borð við teygjustökk í sýndarveruleika og sauðfjárrúning og ferðast til Nýja-Sjálands á forsögulegum tíma.


newzealand_wellington_5.jpg

Sunnudagur 18. mars   Picton, Nýja-Sjálandi
Landslagið við Marlborough-sundin er gullfallegt, sjórinn tær og villt dýralífið ótrúlegt og allt þetta er einmitt kjörið að skoða frá strandbænum Picton. Þá er ekki lengi verið að aka til hins sólríka Blenheim, sem er hjarta hins nafntogaða Marlborough-vínhéraðs.
Ef ævintýraþráin tekur völdin er ekki úr vegi að fara í magnaða göngu með leiðsögn eftir Queen Charlotte leiðinni. Á göngunni gefst tækifæri til að skoða stórkostlega náttúruna og einstakt dýralíf Nýja-Sjálands og þar sem veðurfar er temprað í Picton allan ársins hring viðrar alltaf vel til að njóta ómótstæðilegrar fegurðar strandlengjunnar, magnaðra fossanna. 


new_zealand_picton.jpg

Mánudagur 19. mars og þriðjudagur 20.mars – Á siglingu
Síðustu tveggja dagana er notið á skipinu áður en komið er til hafnar í Sydney í Ástralíu. Síðasta tækifærið í þessari siglingu til að njóta alls þess sem er í boði, innandyra eða utan. Liggja í sólbaði, panta nýjan koktail, smá sushi og ganga úr skugga um að enginn staður á skipinu sé ókannaður.


cel_equinox_svalir_preview.jpg

Miðvikudagur 21. mars -  Sydney, Ástralíu
Celebrity Solstice leggur að bryggju í Sydney kl. 06:30 að morgni, eftir morgunmat í skipinu er farið frá borði og farið beint í skoðunarferð um Sydney. Eftir ferðina er farið á hótel Rydges Syndey Central þar sem gist er í 3 nætur. Seinni parturinn og kvöldið frjálst.


Australia_sydney.jpg

Fimmtudagur 22. mars  - Sydney, Ástralíu
Heilsdags ferð í Blue mountain og í Featherdale Wild life park. Featherdale dýragarðurinn er með yfir 1700 tegundir af dýrum öllum Áströlsku dýrunum eins og Kengúrum, Kóalabjörnum, krókudílum svo eitthvað sé nefnt. Bláu fjöllin eða Blue mountain er undurfagurt skógivaxið fjalllendi með skemmtilegum tindum farið er t.d. í kláf til að njóta sem best það sem fyrir augu ber.


australia_sydney.jpg

Föstudagur 23. mars – Sydney, Ástralíu
Hálfs dags ferð. Þar sem farið er í Óperuhúsið í Sydney, um klukkustundar skoðun um þetta fræga óperuhús og síðan er siglt um flóann og höfnina, í siglingunni er boðið upp á mat og drykk. Ekið niður á höfn, en upplagt að dvelja í bænum eftir ferðina og svo fara allir heim á eigin vegum.


australia_sydney.jpg

Laugardagur 24. mars  - Sydney – Dubai – Oslo - Keflavík
Frjáls dagur og herbergi eru bókuð til kl. 19:00, þegar lagt er af stað á flugvöllinn. Brottför með Emirates er kl. 21:45, millilent í Dubai og lending í Oslo er kl. 12:30  


australia_sydney_2.jpg

Sunnudagur 25. mars. Heimkoma.
Flug frá Oslo til Keflavíkur með Icelandair kl. 14:45 og lending kl. 15.25.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél PER

  20

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði