Ástralía og Nýja Sjáland 2019

Perth - Auckland

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ástralía og Nýja Sjáland með viðkomu í Dubai

Celebrity Solstice
23. febrúar - 21. mars 2019

Fararstjóri  Héðinn Svarfdal Björnsson

Stutt ferðalýsing
23.febrúar er flogið með Icelandair til Oslo og þaðan með Emirates til Dubai og þar verður gist í 2 nætur á Avani Hotel til að hvíla aðeins áður en haldið er í síðasta legginn til Perth í Ástralíu. Áætluð lending þar er kl. 00:05 þann 26.febrúar. Ekið á hótel Hotel Mercure þar sem gist verður í 3 nætur. Farið í skoðunarferðir og svæði kannað áður en stigið er um borð í Celebrity Solstice.

Lagt úr höfn 28. febrúar. Eftir einn dag á siglingu er komið til í Esperance, Adelaide, Melbourne og Sydney áður en siglt er til Nýja Sjálands. Siglt er um hina tilkomumiklu firði á Suðureyjunni, Milford-, Doubtful- og Dusky Sound þar sem náttúrufegurð er einstök. Við heimsækjum borgirnar Dunedin, áður en við siglum til Tauranga á Norðureyjunni. Þaðan er siglt til Auckland þar sem farið er frá borði.
Dvalið verður á Hotel Pullman í Auckland í 2 nætur. Flogið frá Auckland með Emirates til Dubai þar sem við gistum þrjár nætur á Sheraton Grand Hotel. Þaðan er flogið með Emirates og Icelandair heim frá Stokkhólmi. Áætlað er að lenda seinni partinn þann 21.mars í Keflavík.


celebrity_infinity_ship.jpg

Skipið
Celebrity Solstice er lúxus skip í „Solstice“ flokk Celebrity Cruises sem nýjasti og flottasti klassi skipafélagsins. Skipið var smíðað 2008 og endurnýjað 2012.
Klefar eru rúmgóðir og búnir helsu þægindum. Innréttingar skipsins og allur aðbúnaður bera vott um gæði og glæsileika. Skipið 320 metrar á lengd og tekur 2.886 farþega. Barir, veitingasalir, leiksýningar, skemmtanir, falleg heilsulind og ótal aðrir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustu gera siglingu með Celebrity Solstice ógleymanlega.

Flugtafla

Dagur Flugnúmer Flugvöllur Brottför Flugvöllur Koma
23.febrúar FI 318 Keflavík 07:50 Osló 11:30
23.febrúar EK 160 Osó 14:10 Dubai 23:55
25.febrúar EK 424 Dubai 09:15 Perth 00:05+1
18. mars EK 451 Aukland 14:15 Dubai 01:10+1
21. mars EK 157 Dubai 08:10 Stokkhólmur 11:55
21. mars FI 307 Stokkhólmur 13:20 Keflavík 15:30

Siglingarleiðin.

Dagur Höfn Koma  Brottför
28.febrúar Perth, Ástralíu   20:00
1. mars Á siglingu    
2. mars Esperance, Ástralíu 08:00 17:00
3. mars Á siglingu    
4. mars  Á siglingu    
5. mars Adelaide, Ástralíu 07:00 16:00
6. mars Á siglingu    
7. mars Melbourne, Ástralíu 08:00 19:00
8. mars Á siglingu    
9. mars Sydney, Ástralíu 08:00 18:00
10.mars Á siglingu    
11. mars Á siglingu    
12. mars Milford Sound, Nýja Sjálandi 08:00 09:00
12. mars Doubtful Sound 13:30  14:30
12. mars  Dusky Sound 16:30 18:00
13. mars Dunedin, Nýja Sjálandi 09:00 17:00
14. mars Á siglingu    
15.mars Tauranga, Nýja Sjálandi 09:00 18:00
16.mars Aukland, Nýja Sjálandi  06:30  

Ferðatilhögun

Laugardagur 23. febrúar, Keflavík – Dubai.
Flogið með Icelandair til Oslóar og síðan áfram með Emerates til Dubai lending í Dubai kl. 23:55. Flugið milli Oslóar og Dubai tekur um tæpar 7 klst. Ekið beint á hótel Avani þar sem gist verður 2 nætur áður en haldið er áfram til Perth.


dubai.jpg

Sunnudagur 24. febrúar, Dubai
Einn dagur í Dubai, tökum það rólega og njótum.

Mánudagur 25. febrúar Dubai - Perth, Ástralíu
Farið frá Dubai snemma morguns flugið er kl. 09:15 með Emerates til Perth lending þar er kl. 00:05 rétt eftir miðnætti sama dag. Flugið frá Dubai til Perth tekur um 11 klst. Ekið beint á hótel hótel Mercure þar sem gist verður í 3 nætur þar til farið er í skip.


australia_zoo_api.jpg

Perth (Fremantle), Ástralíu
Fremantle, sem er rík af sögu og full af stemningu, er hafnarborg Perth, höfuðborgar Vestur-Ástralíu. Perth er ört stækkandi borg, þekkt fyrir afslappað andrúmsloft, frábærar strendur og veðursæld en ekki síður menningu, matargerð og annað það sem er heillandi við stórborgir.
Það getur verið erfitt að velja úr því að áhugaverðir staðir til að skoða í Perth eru ótalmargir, en vert er að nefna nokkra sem allir eru heimsóknarinnar virði. Kings Park ætti enginn að láta framhjá sér fara – stórkostlegur almenningsgarður þar sem villt gresjan og vel snyrtur gróður mætast. Í ofanálag er útsýnið þaðan yfir borgina ægifagurt. Dýragarðurinn í Perth hýsir dýr frá öllum heimshornum og er í miklu uppáhaldi meðal heimamanna. Og þá er bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða myntsláttuna sem enn er starfrækt á upprunalegum stað.


Australia_perth.jpg

Kætið bragðlaukana / Njótið matargerðar heimamanna
Í borginni er fjöldi fínna veitingastaða og úrval ódýrra staða sem bjóða upp á matargerð frá ýmsum heimshornum og því segja margir að matarmenningin í Perth jafnist fyllilega á við hina vönduðu veitingamenningu í Sydney og Melbourne. Hér er að finna fjölmarga veitingastaði sem sérhæfa sig í Miðjarðarhafsmatargerð, sérstaklega ítalskri og grískri, auk ótal indónesískra og víetnamskra matsölustaða. Það spillir ekki fyrir að nálægð Indlandshafsins gerir það að verkum að ljúffengur ferskur fiskur á viðráðanlegu verði er á matseðlum flestra veitingastaða.

Þriðjudagur 26. febrúar - Perth
Eftir hádegi er farið í skoðunarferð um borgina. Allar merkustu byggingarnar eins og stjórnarráðið, ráðuneyti, St. George dómkirkjuna ásamt  Bell Elizabeth Quay og Barrack arch.

Miðvikudagur 27. febrúar -  Perth
Skoðunarferð þar sem farið er í  Caversham Wildlife garðinn þar sem skoðum eru Áströlsku dýrin eins og Kóala birni og kengúrunum gefið. Eftir það er farið í Sandalford í vínsmökkun og þaðan er farið í súkkulaðið og svo áfram í góðgætið í House of Nougat &honey. Mondo Nugat og Yahava Kaffi.

Fimmtudagur 28. febrúar, Perth – Fremantle – Celebrity Solstice
Eftir morgunverð, er tékkað út af hótelið og siglt til Freemantle. Þar er farin ferð áður en haldið er til skips. Síðdegis er farið um borð. Kvöldverður um borð í Solstice sem verður heimili hópsins næstu 16 daga.

Föstudagur 1. mars, á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_solstice.jpg

Laugardagur 2. mars -  Esperance, Ástralíu
Það er svo sannarlega þess virði að sigla til Esperance í suðvesturhluta Ástralíu. Bærinn sjálfur er merkilegur út af fyrir sig og allt um kring er stórbrotin náttúra.
Gaman er að skoða lestarsafnið sem er staðsett í og við gömlu lestarstöðina í Esperance. Þar eru til sýnis, auk gamalla lestarvagna, húsgögn, glermunir og fleira frá 19. öld. Hér er einnig hægt að fræðast um sjóferðasöguna við strendur Ástralíu með því að skoða muni úr flaki Sanko Harvest sem þessa dagana heillar einna helst ýmsar tegundir fiska – og kafara.
Lestarsafnið eitt og sér er stórmerkilegt en í safnahverfi bæjarins er margt fleira að sjá. Meðal þess er kirkja sem byggð var árið 1895 en hýsir þessa dagana viðburði af öllu tagi og skóla reistan árið 1916 þar sem hægt er að verða sér úti um allar gerðir ullarvöru. Þar er einnig gömul spítalaheimavist frá 1930 sem í dag er vinsæl til að halda brúðkaupsveislur, heldri manna hús þar hægt er að kaupa konfekt, karamellur og rjómaís og gamalt apótek sem selur nú handverk frumbyggja.
Landslagið í kringum Esperance er einstakt og þar tekur hver þjóðgarðurinn við af öðrum. Sá næsti er Cape Le Grand sem er einn sá stórbrotnasti í vesturhluta Ástralíu. Til sjávar gefur að líta endalausar fallegar víkur og flóa með tærum sjó og fíngerðum sandi þar sem meira að segja kengúrurnar teygja úr sér í sólinni. Og til fjalla er frábær gönguleið upp á Frakkatind, Frenchmans Peak, og meðfram strandlengjunni þar sem útsýnið er óviðjafnanlegt.
Í næsta nágrenni við Esperance eru fleiri áhugaverðir þjóðgarðar, þar á meðal Cape Arid, Fitzgerald River, Peak Charles og Stokes. Ekki má gleyma Recherche-eyjaklasanum sem er sannkölluð paradís fyrir alla þá sem hafa gaman af köfun, veiði, snorkli og siglingum og samanstendur af hundruðum lítilla eyja. Þar er dýralífið einnig stórkostlegt, því að selir, sæljón og mörgæsir eiga þar heimkynni auk svartfættu kengúrunnar sem er í útrýmingarhættu.

Sunnudagur 3. og mánudagur 4. mars. Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.


Australia_adelaide.jpg

Þriðjudagur 5. mars -  Adelaide, Ástralíu
Frá Adelaide, hinni afslöppuðu höfuðborg Suður-Ástralíu, er kjörið að leggja upp í útivistarævintýri. Skoðið heimkynni frumbyggjanna í allri sinni dýrð á göngu um óbyggðirnar. Skottist yfir á Kengúrueyju, því að á fáum stöðum í heiminum er auðveldara að skoða villt dýralíf. Bestu vínekrur landsins eru í kringum Adelaide svo upplagt er að fara á milli nokkurra þeirra og taka bragðprufur. Ef útivist heillar ekki er úr nægu að velja innan borgarmarkanna. Áhugaverður arkitektúr, listasöfn og ljúffengar kræsingar, og ef heppnin er með ykkur gætuð þið hitt á eina af fjölmörgum hátíðum sem haldnar eru í borginni.

Sjötíu prósent af öllum vínútflutningi landsins eru frá Suður-Ástralíu svo að það væri ekki úr vegi að heimsækja nokkrar víngerðir. Svo vel vill til að flestar þeirra eru í kringum Adelaide. Í Barossa-dalnum einum, í næsta nágrenni við borgina, eru 60 víngerðir. Flestar þeirra bjóða upp á vínsmökkun svo að nú er eins gott að vera í formi, hér reynir á getuna í glasalyftingum.


celebrity_reflection_11.jpg

Miðvikudagur 6. mars, á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til Melbourne.


australia_melbourne_1.jpg

Fimmtudagur 7. mars.  Melbourne, Ástralíu
Glæsileiki Viktoríutímans heldur sér í fjölmenningarborginni Melbourne þó að nýtískuleg hverfi spretti upp í kringum gömlu höfnina. Kraftmikið iðandi mannlíf, listir, íþróttir, frábærar verslanir og spennandi veitingastaðir einkenna borgarlífið.
Heilsið upp á kengúrurnar og komist að því hvernig vambar líta út í dýragarðinum í Melbourne. Á þremur tímum er hægt að skoða 350 dýrategundir frá öllum heimshornum í sínu náttúrlega umhverfi.


celebrity_reflection_20.jpg

Föstudagur 8. mars. Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Sydney. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


australia_sydney_3.jpg

Laugardagur 9. mars, Sydney, Ástralía
Sydney er óneitanlega helsta heimsborgin á suðurhveli jarðar enda svo ótalmargt að sjá og skoða. Hver ströndin fegurri annarri, víngerðir kennileiti og verslanir á heimsmælikvarða. Skoðið meistaraverk byggingarlistarinnar eins og Óperuhúsið og Sydney-brúna sem tengir saman tvo borgarhluta. Gægist undir yfirborðið í sjávargöngum sædýrasafnsins og drekkið í ykkur fegurðina úr útsýnisturninum í miðborginni. Náttúran er aldrei langt undan í þessari iðandi stórborg. Hér eru heimsins bestu brimbrettastrendur, dýragarðar, vínekrur, þjóðgarðar og grasagarður með meira en 7.500 tegundum plantna. Hér er hægt að fara í frumskógar- og hvalaskoðunarferðir og njóta gróðurs og dýralífs, sólar og himinblás sjávar allan ársins hring. Sydney er elsta borg Ástralíu og hvergi í heiminum er mannlífið fjölbreyttara og frá fleiri heimshornum. Því skal engan undra að hversu flóran í menningu, matargerð og listum er litrík. Við mælum sérstaklega með því að líta við á veitingastöðunum og börunum í sögulegu byggingunum í The Rocks hverfinu við höfnina.


celebrity_reflection_7.jpg

Sunnudagur 10. og mánudagur 11. mars, á siglingu
Lífsins notið um borð þessa tvo daga meðan siglt er yfir til Nýja Sjálands.

Þriðjudagur 12. mars,  Milford, - Doubtful, og Dusky Sounds

 


new_zealand_milford_sound.jpg

Milford Sound, Nýja-Sjálandi
Maoríarnir trúðu því að Milford Sound væri sköpunarverk himnesks steinsmiðs. Fjörðurinn er sannkallað landfræðilegt ísaldarundur, þar falla fossar fram af snarbröttum hömrum niður í hyldýpið og fjallatindar, þar sem Mitre-tind ber hæst, teygja sig til himins.
Útsýnið á siglingunni um fjörðinn er stórkostlegt, yfir Bowen-fossa, Mitre-tind, Anita-flóa og Elephant- og Stirling-fossana. Ef eitthvað er eftir á minniskortinu í myndavélinni er ráðlagt að nota það á höfrungana, selina og mörgæsirnar sem láta gjarnan sjá sig á fallegum degi í þessum lygna firði.

 


newzealand_scenicview_1.jpg

Doubtful Sound, Nýja-Sjálandi
Eina leiðin til að njóta tilkomumikils landslagsins og kyrrðarinnar sem ríkir í þessum stórfenglega firði til fulls er frá skipsfjöl. Í Doubtful Sound er villt náttúran og dýralífið ótrúlega fjölbreytt og á regntímabilinu þekja hundruð fossa brattar hlíðarnar.
Fjöllin og fossarnir eru það sem fyrst grípa augað í Doubtful Sound en sjávarlífið er ekki síður fjölbreytt sem gerir sem gerir siglingu um fjörðinn einstaklega skemmtilega. Fylgist með höfrungunum sem synda á eftir skipinu og loðselunum sem liggja í makindum á klettunum við ströndina. Þið gætuð jafnvel komið auga á hina glæsilegu bláleitu Fjarðarlandsmörgæs með kambinn sem á heimkynni í firðinum. 


newzealand_fiordland_1.jpg

Dusky Sound, Nýja-Sjálandi
Maóríar bjuggu sér lengi vel búðir í Fiorland-þjóðgarðinum á Nýja-Sjálandi en fáir höfðu þar búsetu. Landkönnuðurinn James Cook var hér í fimm vikur að kanna þessa mikilfenglegu fjöllóttu og klettaskornu strandlengju óbyggðanna.
Aragrúi eyja um allan fjörðinn gerir það að verkum að skoðunarferð um hann er hreint ógleymanleg, ekki síst hin stórbrotna Resolution-eyja, en Five Fingers skaginn á eyjunni afmarkar norðausturströnd fjarðarins. Selirnir sem liggja í makindum í breiðum á Seal Rock eru fyrirtaks ljósmyndafyrirsætur og það borgar sig að hafa auga með villtum dýrum og fuglum sem eiga sín griðlönd í firðinum. Má þar nefna Curlew, Shag, Petrel og Parrot eyjar, Shag ána, Seal Rock og Goose, Duck og Woodhen hella, sem mætti íslenska sem Fjöruspóa-, Toppskarfs-, Svölu- og Páfagaukseyjar, Toppskarfsá, Selaklett og Gæsa-, Anda- og Relluhella.


newzealand_dunedin_2.jpg

Miðvikudagur 13. marsDunedin, Nýja-Sjálandi
Íbúar Dunedin eru stoltir af skoskri arfleifð sinni en glæsibyggingarnar frá Viktoríutímanum og tíð Játvarðar 7. voru reistar fyrir gróðann úr gullæðinu. Héðan er upplagt að fara á Otago-skagann og virða fyrir sér mörgæsanýlendurnar og fegurð strandlengjunnar.
Takið ykkur far með gömlum lestarvagni um austurhluta Otago-hafnar í skoðunarferð sem nefnist Taieri Gorge Train excursion. Stoppað er á tveimur stöðum til að taka myndir og snæddur er léttur hádegisverður. Lagt er á Taieri-sléttuna og síðan upp í klettóttar hæðirnar. Eftir að komið er í gegnum Salisbury-göngin er hægt að njóta útsýnisins yfir fjöllin og Taieri-ána næstu 27 kílómetrana. Þá er áð á Pukerangi-sléttunni. Að lokum liggur leiðin fram hjá gömlu sauðfjárbeitarlöndunum, Mt. Allan og Christmas Creek.

Fimmtudagur 14. mars. Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.

Föstudagur 15. mars  Tauranga, Nýja-Sjálandi
Í þessum flotta strandbæ á Norðurey Nýja-Sjálands, þar sem rætur maóría-frumbyggjanna liggja, er óhætt að segja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem hrífast af hvers kyns afþreyingu sem tengist vatni eru í góðum málum. Hér er hægt að ná fullkominni slökun með því að leggjast í hvítan sandinn og kæla sig af og til í tærum sjónum eða stinga sér á bólakaf í svalan hyl við fallegan foss. Fylgist með höfrungum leika sér úr fjarlægð eða fáið ykkur sundsprett með þessum dásamlegu verum. Reynið ykkur við siglingar, köfun og brimbrettabrun, hressið upp á stangveiðikunnáttuna eða farið í bátsferð um Bay of Plenty flóann. Þeir sem kjósa frekar afþreyingu á þurru landi geta tekið hring á golfvellinum eða rölt eftir strandgötunni og sest niður á skemmtilegu kaffihúsi. Miðbær Tauranga er stundum kallaður nýsjálenska rívíeran enda ríkur af sögu, flottum verslunum, sýningarsölum, veitingastöðum og litríku næturlífi. Sælkerar geta hlakkað til því að matargerðarlistin er ótrúlega fjölbreytt, hér eru ítalskir, indverskir, tyrkneskir, taílenskir og franskir staðir og aðrir þar sem allt fæst í bland. Bragðið á drykkjum brugguðum í næsta nágrenni og njótið ferska sjávarfangsins beint úr Bay of Plenty á afslöppuðum matsölustað eða einum af flottu veitingastöðunum, hér geta allar tegundir bragðlauka tekið gleði sína.


tauranga_nyja_sjaland.jpg

Laugardagur 16. mars Auckland, Nýja-Sjálandi
Celebrity Solstice leggst við bryggju snemma morguns eða um kl. 06:30. Síðasti morgunverðurinn um borð og eftir það er farið í land. Farið í hálfs dags skoðunarferð um Aukland áður en tékkað er inn á hótel. Kvöldverður á veitingastað.
Auckland er langstærsta borg Nýja-Sjálands, með 1,3 milljónir íbúa, þar af er stór hluti Pólýnesíumenn og aðfluttir frá öllum heimshornum. Borgin er oft kölluð „City of Sails“, eða Borg seglanna, því að hún er staðsett á milli tveggja stórra siglingahafna og veðurfarið er einstakt. Auckland er stór borg á lítilli eyju og andrúmsloftið einkennist af sannkölluðum heimsborgarbrag.


auckland_nyja_sjaland2.jpg

Sunnudagur 17. mars  Auckland
Frjáls dagur

Mánudagur 18. mars Aukland – Dubai
Morguninn frjáls og eftir hádegi er flogið áleiðis heim. Flogið kl.  14:15 með Emerates til Dubai lending þar kl.  01:10 eftir miðnætti. Ekið á hótel þar sem gist er í 3 nætur á Sheraton Grand Hotel.
Þeir sem sækja Dubai og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin heim heillast gjarnan af landslaginu, sögu svæðisins og öllu því sem löndin hafa að bjóða, en svæðið verður sífellt vinsælla meðal ferðamanna sem sækja í lúxus. Þar er fjölmargt að skoða. Þar eru yfir 200 verslanir og innanhúss-skíðabrekka, hvort sem þú trúir því eður ei.
Fjölbreytt og merk menning Dubai kemur skemmtilega fram í mat svæðisins, sem er hræringur af því besta frá Persaflóa, Arabalöndum og Mið-Austurlöndum. Hvort sem þú horfir í verðið eður ei finnurðu veitingastaði sem gleðja jafnvel mestu matgæðinga. En hvert sem þú ferð skaltu ekki gleyma að prófa einn vinsælasta rétt Dubai - Shawarma samlokuna. 


dubai_eydimerkurferd.jpg

Þriðjudagur 19. mars. Dubai
Morguninn frjáls, hádegisverður og í eftirmiðdaginn er haldið í eyðimörkina. Þessi ferð gefur þér möguleika á að upplifa gyllta sandhóla í fjórhjóladrifnum bílum og þeysa um sandöldurnar eins og að sitja í rússibana.
Stoppað er á hæsta sandhóli til að dást að sólarlaginu og taka nokkrar stórkostlegar myndir. Síðan er haldið til tjaldbúða hirðingja sem eru staðsettar í miðri eyðimörkinni. Hér getur þú prófað bæði hönnun í náttúrulegum litum sem og annan klæðnað og útbúnað sem notaður er á svæðinu. Þú getur einnig farið á bak á kameldýri og prófað að reykja vatnspípu. Til þess að skapa hið raunverulega arabíska andrúmsloft þá sýnir töfrandi magadansmær listir sínar og endað á að  borðaður er gómsætur BBQ (grillmatur).


Dubai

Miðvikudagur 20. mars. Dubai
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina. Í þessari ferð sérð þú bæði gamla og nýja Dubai. Það verður farið á ýmsa markaði eins og krydd-, fiski-, ávaxta- og grænmetis markaði sem og gull souk (Gull markaður). Á Bastakia svæðinu sjáið þið hina hefðbundnu Wind Towers og hið gamla Rahidi Fort, sem í dag er sögulegt safn í Dubai. Það verður stoppað til að taka myndir af Jumerirah Moskunni, sem byggingalega séð er eitt af undrum veraldrar.


dubai_1000px.jpg

Fimmtudagur 21. mars, heimferð
Flogið áleiðis heim á leið frá Dubai kl. 08:10 til Stokkhólms með Emerates og síðan áfram til Keflavíkur með Icelandair og áætluð lending þar kl.15:30.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél PER

  20

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði