Aþena höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof uppi á Akrópólishæð bera vitni um. Fallegar nýklassískar byggingar eru einnig áberandi í borginni og þar er helst að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabygging-arnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum Kallimarmaro sem reistur var fyrir fyrstu ólympíuleika nútímans.
Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á degi sem nóttu. Á nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum og veitingastöðum þar sem má finna allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að geta nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.
Aþena höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof uppi á Akrópólishæð bera vitni um. Fallegar nýklassískar byggingar eru einnig áberandi í borginni og þar er helst að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabygging-arnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum Kallimarmaro sem reistur var fyrir fyrstu ólympíuleika nútímans.
Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á degi sem nóttu. Á nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum og veitingastöðum þar sem má finna allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að geta nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.
Hálfsdagsferð þar sem við byrjum á því að keyra um borgina til að skoða m.a. háskólabyggingarnar, skiptingu varðanna fyrir framan gömlu konungshöllina og fyrsta ólympíuleikvang okkar tíma. Næst höldum við upp á Akrópólis þar sem við skoðum hofin 3 sem þar standa, hof sigurgyðjunnar vængjalausu, Erekþeifshofið og fallega Meyjarhofið sem er þeirra frægast. Eftir góða stund uppi á hæðinni göngum við að Akrópólissafninu sem á hverju ári er kosið eitt af fallegustu söfnum í heimi. Þar skoðum við allt það helsta sem safnið hefur upp á að bjóða.
Verð á mann: 13.900 kr
Innifalið í verði: Rúta, aðgöngumiðar á fornleifar og safn, grískur leiðsögumaður og íslensk fararstjórn.
Delfí
Heilsdagsferð til frægustu véfréttar fornaldar sem er staðsett hátt upp í Parnasoss fjalli norður af Aþenu. Eftir tæplega 3 klst keyrslu og stuttu á stoppi í skíðabænum Arachova komum við til Delfí. Véfréttin er á stórkostlega náttúrufögrum stað og þar eru fornleifarnar og lítið safn skoðað. Þaðan er haldið inn í litla bæinn þar sem borðaður er hádegismatur. Eftir matinn er haldið til baka.
Verð á mann: 15.900 kr
Innifalið í verði: Rúta, aðgöngumiðar á fornleifar og safn, hádegismatur, grískur leiðsögumaður og íslensk fararstjórn.
Argolida
Heilsdagsferð til Argolissýslunnar þar sem best varðveitta útileikhús Grikklands stendur og forna borgin Mýkena gnæfir hátt uppi á kletti. Á leiðinni er stoppað hjá Kórinþuskurðinum og eftir að við erum búin að skoða leikhúsið og Mýkenu sem kom mikið við sögu í Ilionskviðu Hómers, keyrum við til litla bæjarins Nafplion sem er fræg fyrir að vera fyrsta höfuðborg hins frjálsa Grikklands. Þar borðum við hádegisverð og höldum síðan til baka.
Verð á mann: 16.900 kr
nnifalið í verði: Rúta, aðgöngumiðar á fornleifar, hádegismatur, grískur leiðsögumaður og íslensk fararstjórn.
Sigling
Yndisleg heilsdags skemmtisigling til þriggja eyja í Saróníska flóanum. Siglt er til Hydru sem er fræg fyrir litlu fallegu höfnina sína og það að þar eru engir bílar. Eftir gott stopp á þessum demanti, er siglt til Poros í gegnum dásamlegt sund á milli eyjarinnar og meginlands Pelópsskagans. Á Poros er stoppað stutt, en þaðan er siglt til Aeginu sem er stærst þessara þriggja eyja. Aegina er landbúnaðareyja og þaðan koma m.a. bestu pistasíuhnetur Grikklands. Frá Aeginu er svo siglt til baka til Aþenu.
Verð á mann: 15.900 kr
Innifalið í verði: rúta, skip, hádegismatur og íslensk fararstjórn.
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
SAMGÖNGUR:
Hægt er að bóka rútu með VITA til og frá flugvelli.
Leigubílar: Eru þægilegur ferðamáti og þá er oftast auðvelt að finna, en þeir gulir að lit. Þegar um lengri vegalengdir er að ræða er gott að fyrifram semja um ákveðið verð eða fá upplýsingar hjá hóteli hvað verðbilið sé á slíkri ferð. Leigubílstjórar mega taka aðra farþega upp í bílinn.
Strætó: Vagnar í mismunandi litum ganga um bæina og út á strendurnar. Kynnið ykkur áætlun vagnanna í þjónustumöppum Vita sem eru á hótelunum, starfsfólk í gestamóttökum er einnig reiðubúið til aðstoðar.
Bílaleigubílar: Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka.
Sýna þarf vegabréf og ökuskírteini þeirra sem ætlað að aka bílnum. Mikilvægt er að bílaleigusamningurinn sé í bílnum, enda getur lögreglan sektað ökumann bílaleigubíls um allt að 1.500 evrur ef hann er ekki til staðar. Flestar bílaleigur hafa einnig aldurstakmark á leigutaka og er oftast miðað við 21 árs aldur.
Lágmarksupphæð sem þarf að versla fyrir til að fá endurgreiðslu eru 90 evrur og nauðsynlegt að fá tilskilda pappíra merkta Tax Free og kassastrimil þegar varan er keypt. Fyllið í reitina nafn, heimilisfang, númer vegabréfs, bankareiknings eða kreditkortanúmer svo að endurgreiðslan skili sér rétt.
Fyrst þarf að innrita sig í flug. Vöruna þarf svo að hafa með sér til tollvarða á flugvelli auk kvittana, vegabréfs og brottfararspjalds til að fá pappíra stimplaða. Svo má pakka vörunni og fara með töskurnar í innritun. Inní fríhöfninni er svo þjónustuborð sem á stendur tax free. Þangað er farið með stimpluðu kvittunina og þá er hægt að fá endurgreitt. Ef þjónustuborðið er lokað eru pappírar settir í þar til gerðan póstkassa.
TÖLVUR OG INTERNET:
Flest hótel bjóða upp á aðgang að netinu, annaðhvort frítt eða gegn gjaldi. Einnig er frítt Wifi á mörgum börum og skemmtistöðum.
Bankar: Eru opnir frá kl. 08:00 til 14:30 mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 til 14:00 á föstudögum. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru tengd bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar kort eru notuð í verslunum getur komið fyrir að beðið sé um að sýna vegabréf eða ökuskírteini til staðfestingar og þar þarf ávallt að stimpla inn PIN.
GJALDMIÐILL:
Evra
GREIÐSLUKORT:
Tekið er við greiðslukortum víðast hvar en ekki allsstaðar. Ef kort týnist eða er stolið verður að loka því umsvifalaust með því að hringja í neyðarsíma greiðslukortafyrirtækja á Íslandi.
APÓTEK:
Bera nafnið Farmakio á grísku og eru auðþekkt á grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga á sömu tímum og verslanir en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum.
LÆKNISÞJÓNUSTA:
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Ef óskað er eftir aðstoð læknis hringið í þjónustunúmer fararstjóra (eða neyðarsíma utan þjónustutíma). Bendum á starfsfólk í gestamóttöku hótelanna sem ávallt er tilbúið til að aðstoða gesti sína.
Allir sem hafa greitt ferðina með kreditkorti frá Mastercard eða Visa hafa sjúkrahústryggingu sem gild er á öllum einkasjúkrahúsum í Grikklandi, svo framarlega að sjúklingur sé ekki veikur áður en ferðin hefst eða veikindin séu krónísk.
MOSKÍTÓ:
Lifa á Krít og því er skynsamlegt að nota krem til varnar – ekki síst þegar rökkva tekur. Slík krem/úða er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum. Við hvetjum alla til að leita hiklaust til læknis ef um slæm bit er að ræða.
HÓTEL OG UMGENGNI:
Á öllum gististöðum eru ákveðnar reglur um umgengni og mikilvægt að fylgja þeim. Yfirleitt er ætlast til að ró sé komin á um miðnætti. Ef gestir virða þessar reglur að vettugi er hætta á að þeim verði vísað frá gististaðnum. Ákveðnar reglur gilda einnig um umgengni í sundlaug og garði. Mikilvægt er að virða þessar reglur sem eru settar með öryggi gesta í fyrirrúmi.
Húsbúnaður í íbúðum. Hverri íbúð á að fylgja nægilegt magn af eldunaráhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda í gistingunni. Ef eitthvað vantar uppá þá skal gera athugasemdir við starfsfólk í gestamóttöku.
Sum íbúðahótel taka tryggingargjald, 100 til 150 evrur á íbúð sem er svo greitt til baka daginn áður en farið er heim. Þetta er til tryggingar gegn hugsanlegum skemmdum og til að lyklum sé skilað á brottfarardegi.
ÞJÓRFÉ:
Samkvæmt lögum er þjórfé innifalið í verði, en samt er venja að skilja eftir um það bil 5-10% af heildarupphæð til þjóna, hreingerningafólks og bílstjóra, ef ánægja er með þjónustuna.
KRANAVATN:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Mælt er með að nota flöskuvatn til drykkjar og matargerðar.
RAFMAGN:
Er 220 volt. Hægt er að nota öll algengustu rafmagnstæki hér eins og á Íslandi.
Ilissos Hotel er einföld gisting á góðum stað í borginni, um 1,5 km frá Akrópólis.
Á hótelinu er "roof top" bar með frábæru útsýni. Veitingastaður er á hótelinu sem býður upp á fjöldbreyttan mat. Morgunverður er borinn fram af hlaðborði. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn.
Herbergin eru ágætlega vel útbúin, með sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og hárþurrku. Ókeypis þráðlaust internet er um allt hótelið.
Amalia er gott og klassískt 4* hótel staðsett á Syntagma torgi sem þýðir að það er á bestu staðsetningunni í borginni.
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og vel útbúin, með sjónvarpi, loftkælingu/hitun, mini bar, öryggishólfi og hárþurrku. Frítt þráðlaust net er um allt hótelið og herbergisþjónusta í boði allan sólarhringinn.
Góður morgunverður borinn fram af hlaðborði.
Divani Acropolis er klassískt og flott 5 stjörnu hótel staðsett í suðurhlíð Acropolis.
Á hótelinu er falleg og rúmgóð gestamóttaka. Garðurinn er gróinn og þar er sundlaug og sólbekkir. Frítt þrálaust internet er um allt hótelið. Góð líkamsræktaraðstaða. Bar og veitingastaður uppi á þaki.
Herbergin eru rúmgóð og klassísk. Þau eru öll útbúin loftkælingu, sjónvarpi, hárþurrku, minibar og öll með svölum. Hægt að velja um mismunandi kodda.
Fjölbreyttur og góður morgunverður.
Án efa mjög góður kostur.
Coco-Mat BC er hótel sem sameinar sögu, náttúru, hönnun og fágun í glæsilegri byggingu sem staðsett er í hjarta Aþenu.
Listaverkin, forna mosaikgólfið í afgreiðslunni, róandi umhverfið, hlýlegu herbergin, heilsulindin og útsýnið frá veitingahúsinu uppi á þaki gera dvölina á Coco-Mat BC að einstakri reynslu sem endurspeglar gríska gestrisni eins og best verður á kosið.
Hótelið er staðsett við fjölfarna og skemmtilega göngugötu sem er nálægt öllum helstu kennileitum borgarinnar. Í herbergjunum sem eru ekki mjög stór en fallega innréttuð á hlýlegan hátt eru cocomat dýnur á rúmunum. Barinn og veitingastaðurinn við sundlaugina uppi á þaki bjóða upp á snarl og veitingar og ekki skemmir þar stórkostlegt útsýnið yfir á Akrópólis.
Þóra hefur unnið sem fararstjóri um allan heim, m.a. Hong Kong, Singapore, Víetnam, Ítalíu, Egyptalandi, Indlandi, Tyrklandi, Grikklandi, Ísrael og Ástralíu.
Þóra Björk býr yfir gríðarlega mikilli reynslu sem fararstjóri og er óhætt að hún hafi komið víða við á þeim vettvangi. Hún hefur unnið sem fararstjóri um allan heim, m.a. Hong Kong, Singapore, Víetnam, Ítalíu, Slóveníu, Egyptalandi, Indlandi, Tyrklandi, Ísrael og Ástralíu að ógleymdu Grikklandi þar sem hún hefur búið og starfað í yfir 30 ár. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi á Íslandi flutti Þóra til Grikklands þar sem hún festi rætur og býr enn. Þóra er gift og á tvö börn.
Hún lærði grísku við háskólann í Aþenu og lauk síðar kennara- og leiðsögumannaprófi við sama skóla. Þóra fór fljótt að vinna við fararstjórn í Grikklandi og starfaði um árabil sem fararstjóri á skemmtiferðaskipum í Miðjarðarhafi.
Í framhaldi af því hefur Þóra unnið sem fararstjóri fyrir íslenskar ferðaskrifstofur á sólarströndum gríska meginlandsins og á Krít auk þess sem að hún hefur tekið að sér fararstjórn í fjölda sérferða um allan heim. Þóra útskrifaðist sem sagnfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2013.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA