fbpx Austur Karíbahaf | Vita

Austur Karíbahaf

Symphony of the Seas

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Austur Karíbahaf með Symphony of the Seas

Symphony of the Seas
14. - 26. nóvember 2019
Fararstjóri: Lára Birgisdóttir

Orlando og Miami, Bandaríkjunum - Basseterre, ST. Kitts & Nevis -  Charlotte Amalie, St. Thomas - Cococay, Bahamas - Miami og Orlando, Bandaríkjunum.

Ferðatilhögun:
Ferðin hefst með flugi til Orlando 14. nóvember  þar sem gist er í tvær nætur á hótel Florida Mall. Síðan er ekið til Miami, sem tekur um þrjár klst. en þaðan er siglt um austurhluta Karabíahafsins og eftir tvo daga á siglingu er fyrsti viðkomustaður skipsins Bassererre, St Kitts & Nevis, þaðan er haldið til Charlottie Amalie á ST. Thomas og eftir annan dag á silginu er það einkaeyja skipafélagsins Cococay, Bahamas. eftir eftrminnilean dag á Cococay er komið aftur til Miami í Flórída. Siglingin er í 7 nætur og síðan er aftur gist á hótel Florida Mall í Orlando og nú í þrjár nætur. Flogið til Íslands 26. nóvember og lent í Keflavík snemma morguns 27. nóvember. Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega. Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum. Í Orlando skipuleggur fararstjóri tímann með farþegum.

symphony_of_the_seas_night_ship_5400x2998.jpg 

Um skipið:
Symphony of the Seas er nýjasta og það allra stærsta í flotanum og fór í sína fyrstu ferð 31. Mars 2018. Symphony er  228000 tonn,361meter að lengd og 47meter að breidd.  Skipið er mikill ævintýraheimur. Í miðju skipinu er lystigarðinn "Central Park", "The Boardwak", sem er opið afturþilfar með líflegri stemmningu, klifurveggjum og aftast er hið ótrúlega vatnaleikhús þar sem dýfingameistarar og sundfólk sýnir listir á heimsmælikvarða. Göndugatan eða Grand Promenade er yndisleg gata með verslunum, kaffihúsi, pizzastað og börum. Frábær gata þar sem alltaf er líf og fjör. Í þessu ótrúlega skipi eru 25 veitingastaðir allt frá Pylsubar og í mjög fína veitingastaði, fyrir utan mikið af börum og öðrum skemmtistöðum. Skipið tekur allt að 6680 farþega og er með 2200 manns í áhöfn sem stjana við farþegana allan sólarhringinn. Ævintýralegt sundlaugarsvæðið með laugum, heitum pottum og rennibrautum auk þess rólegra sólaríum fremst á skipinu.
Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar - eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 14. nóvember Keflavík 17:25 Orlando Int. 20:40
FI 688 26. nóvember Orlando Int. 17:55 Keflavík 06:10 +1

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður  Koma  Brottför
16.nóvember Miami, Flórída   16:30
17.nóvember Á siglingu    
18.nóvember Á siglingu    
19.nóvember Basseterre, St. Kitts & Nevis 08:00 17:00
20.nóvember Charlotte Amalie, ST. Thomas 07:00  16:00
21.nóvember Á siglingu    
22.nóvember Cococay, Bahamas 10:00 19:00
11.nóvember Miami, Flórída 06:00  

Fimmtudagur 14. nóvember.  Keflavík - Orlando
Flogið frá Keflavík til Orlando. Lending er um 20:40 og við komu er ekið með hópinn á hótel Florida Mall þar sem gist verður í tvær nætur. 

florida-hotel-pool-view.jpg   

Föstudagur 15. nóvember.   Orlando
Dagskrá í samvinnu við fararstjóra. Hægt að sóla sig, fara í einhverja hinna fjölmörgu verslana sem eru í Florida Mall eða heimsækja einhvern af Disney görðunum vinsælu, Magic Kingdom, Epcot Center, Universal Studios svo einhverjir séu nefndir.
Sameiginlegur kvöldverður á föstudagskvöldinu. (Ekki innifalið í verði, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.)   

symphony_of_the_seas_exterior.jpg         

Laugardagur 16. nóvember.  Orlando – Ft. Lauderdale
Ekið til Miami, aksturinn tekur um þrjár klst. Um hádegi er komið um borð í skemmtiferðaskipið Symphony of the Seas þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Gaman er að nota tímann þar til að skipið siglir úr höfn kl. 16:30 til að skoða sig um og njóta þess sem í boði er.  

symphony_of_the_seas_climb_wall.jpg         

Sunnudagur 17. og mánudagur 18. nóvember.  Á siglingu 
Næstu tvo daga siglum við og gefst gestum því kjörið tækifæri að kynna sér þann ævintýraheim sem fyrsta flokks skemmtiferðaskip eins og Symphony of the Seas hefur upp á að bjóða. Njótið lífsins og upplifið magnað útsýni þar sem hafið nær eins langt og augað eygir. Mikið er um að vera á sundlaugardekkinu þar sem þjónarnir ganga um og bjóða litríka kokteila og hljómsveitin spilar á meðan hægt er að njóta sólarinnar. Mikið er um uppákomur um allt skip, á göngugötunni, sports dekkið sem er aftast á skipinu iðar af lífi. Þar eru meðal annars tvær brimbrettalaugar, minigolf, Zip – line þar sem hægt er að renna á línu hátt yfir Boardwalk götuna, Einnig er rennibraut sem hlykkjst frá sextánda dekki niður á Boardwalk sem er á 6. dekki. á sundlauardekkinu eru einnig vatnsrennibrautir og að auki sundlaugar og fjöldinn allur af heitum pottum.    

 sigling_ny_karibahaf_st_kitts.jpg

Þriðjudagur 19. nóvember.  Basseterre, St. Kitts & Nevis
Sofandi eldfjöll, gullnar sandstrendur og hrífandi skógi vaxnar fjallshlíðar St. Kitts eiga sinn þátt í að gera ferð þína um Karíbahafið ævintýri líkasta. Bretar fundu eyjuna árið 1623 og Frakkar settust þar að árið 1625 og þessi ríka nýlendusaga eyjunnar endurspeglast í yfirgefnum virkjum, skrúðgörðum, torgum borgarinnar og byggingargerðarlistinni.

 

karibahafið_folk_vita         

Miðvikudagur 20. nóvember.  Charlotte Amalie, St. Thomas
St. Thomas er þekkt sem unaðslegur staður til að eyða fríinu sínu á, en saga eyjunnar hefur ekki verið alltaf jafn friðsæl og nú. Á 18. öld var eyjan einn helsti viðkomu og dvalarstaður sjóræningja sem herjuðu í Karíbahafinu.
Eyjan var áður þekkt sem dönsku Vestur-Indíur. Þessi glæsilega eyja hefur í dag að geyma frábærar strendur, litfagran sjó og landslag einnig ótrúlega tollfrjálsa verslun.

symphony_of_the_seas_solarium.jpg         

Fimmtudagur 21. nóvember.  Á siglingu 
Síðasti dagur til að njóta skipsins og slaka á. Á síðasta degi er eru gjarnan útsölur á ýmsum varningi í hinum fjölmörgu verslunum skipsins. 

Cococay          

Föstudagur 22. nóvember.   Cococay, Bahamas 
Cococay er langt í frá hinn dæmigerði ferðamannastaður á Bahamaeyjum því að eyjan er með vistvæna vottun. Sjórinn er kristaltær og dúnmjúkur sandurinn leikur við tærnar á óspilltum ströndum. Hér er svo sannarlega hægt að fá útrás fyrir ævintýraþrána með því að snorkla í sjónum og kanna undraveröldina sem þar birtist, með kóralrifjum, gömlum skipsflökum, stingskötum og skrautlegum fiskum, eða þeysast fram hjá Great Stirrup Cay vitanum og Starfish Alley á vatnaketti. Boðið er upp á gönguferð með leiðsögn um þessa fallegu vistvænu eyju, sem endar á afskekktri strönd, Barefoot Beach, þar sem hægt er að fara á kajak. Þeir sem kjósa að slaka bara á og njóta andartaksins ættu að setjast við fljótandi barinn við ströndina með svalanda Coco Loco kokteil við hönd.  

symphony_of_the_seas_sorrentos.jpg         

Laugardagur 23. nóvember.  Miami – Orlando
symphonyof the Seas leggst að bryggju í Miamie eldsnemma að morgni eða um kl.  06:00. Eftir morgunverð er haldið með rútu frá Miami  til Orlando þar sem komið er rétt eftir hádegi og gist í þrjár nætur á Florida Hotel & Conference Center eins og fyrir siglingu. 

Florida Hotel_3.jpg

Sunnudagur 24. og mánudagur 25. nóvember.  Orlando 
Farið er út að borða, í skemmtigarða o.fl. sem fararstjóri skipuleggur, athugið að þetta er ekki innifalið, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.

florida hotel_ herbergi_z.jpg         

Þriðjudagur 26. nóvember.  Orlando - Keflavík
Flogið frá Orlando um kvöldið heim til Keflavíkur og áætluð lending er kl. 6:10 að morgni 27. nóvember.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef MCO

  8 klst.

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

 • Rafmagn

  110 og 220 volt

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun