Austur Karíbahaf

Harmony of the Seas

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Austur Karíbahaf með Harmony of the Seas

Harmony of the Seas
2. – 14. nóvember 2017

Fararstjóri: Lára Birgisdóttir 

Orlando og Ft. Lauderdale, USA - Philipsburg, St. Marten - San Juan, Puerto Rico - Labadee, Haiti - Ft. Lauderdale og Orlando, USA

Ferðatilhögun:

Ferðin hefst með flugi til Orlando 2. nóvember  þar sem gist er í tvær nætur á hótel Florida Mall. Síðan er ekið til Ft. Lauderdale, sem tekur um þrjár klst. en þaðan er siglt um austurhluta Karabíahafsins og eftir tvo daga á siglingu er fyrsti viðkomustaður skipsins Philipsburg á St. Maarten, þaðan er haldið til San Juan í Puerto Rico og að lokum er það einkaeyja skipafélagsins Labadee á Haiti. Við fáum annan heilan dag til að njóta skipsins á öldum Karíbahafsins áður en komið er aftur til Ft. Lauderdale í Flórída. Siglingin er í 7 nætur og síðan er aftur gist á hótel Florida Mall í Orlando og nú í þrjár nætur. Flogið til Íslands 14. nóvember og lent í Keflavík snemma morguns 15. nóvember. Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega. Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum. Í Orlando skipuleggur fararstjóri tímann með farþegum.

Um skipið:
Harmony of the Seas er nýjasta og það allra stærsta í flotanum og fór í sína fyrstu ferð 15. maí 2016. Skipið er mikill ævintýraheimur. Í miðju skipinu er lystigarðinn "Central Park", "The Boardwalk", sem er opið afturþilfar með líflegri stemmningu, klifurveggjum og aftast er hið ótrúlega vatnaleikhús þar sem dýfingameistarar og sundfólk sýnir listir á heimsmælikvarða. Göngugatan eða Grand Promenade er yndisleg gata með verslunum, kaffihúsi, pizzastað og börum. Frábær gata þar sem alltaf er líf og fjör. Í þessu ótrúlega skipi eru 25 veitingastaðir allt frá pylsubar og í mjög fína veitingastaði, fyrir utan mikið af börum og öðrum skemmtistöðum. Skipið tekur allt að 6400 farþegum og er með 2394 manns í áhöfn sem stjana við farþegana allan sólarhringinn. Ævintýralegt sundlaugarsvæðið með laugum, heitum pottum og rennibrautum auk rólegra sólaríum fremst á skipinu.
Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar - eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.


harmonyoftheseas.jpg

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689  2. nóvember Keflavík 17:10 Orlando Int. 21:05
FI 688 14. nóvember Orlando Int. 18:00 Keflavík 06:10 +1

 

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður  Koma  Brottför
4.nóvember Fort Lauderdale, Orlando   16:00
5.nóvember Á siglingu    
6.nóvember Á siglingu    
7.nóvember Philipsburg, St. Maarten 08:00 17:00
8.nóvember San Juan, Puerto Rico 07:00  15.00
9.nóvember Labadee, Haití 09:30  18:00
10.nóvember Á siglingu    
11.nóvember Fort Lauderdale, Orlando 06:15  

 

Fimmtudagur 2. nóvember.  Keflavík - Orlando
Flogið frá Keflavík til Orlando. Lending er um 21:05 og við komu er ekið með hópinn á hótel Florida Mall þar sem gist verður í tvær nætur.


Florida Hotel_3.jpg

 

Föstudagur 3. nóvember.   Orlando
Dagskrá í samvinnu við fararstjóra. Hægt að sóla sig, fara í einhverja hinna fjölmörgu verslana sem eru í Florida Mall eða heimsækja einhvern af Disney görðunum vinsælu, Magic Kingdom, Epcot Center, Universal Studios svo einhverjir séu nefndir.
Sameiginlegur kvöldverður á föstudagskvöldinu. (Ekki innifalið í verði, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.)

Laugardagur 4. nóvember.  Orlando – Ft. Lauderdale
Ekið til Ft,. Lauderdale, aksturinn tekur um þrjár klst. Um hádegi er komið um borð í skemmtiferðaskipið Harmony of the Seas þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Gaman er að nota tímann þar til að skipið siglir úr höfn kl. 16:30 til að skoða sig um og njóta þess sem í boði er.


central-park_harmony_of_the_seas.jpg

 

Sunnudagur 5. og mánudagur 6. nóvember.  Á siglingu 
Næstu tvo daga siglum við og gefst gestum því kjörið tækifæri að kynna sér þann ævintýraheim sem fyrsta flokks skemmtiferðaskip eins og Harmony of the Seas hefur upp á að bjóða. Njótið lífsins og upplifið magnað útsýni þar sem hafið nær eins langt og augað eygir. Mikið er um að vera á sundlaugardekkinu þar sem þjónarnir ganga um og bjóða litríka kokteila og hljómsveitin spilar á meðan hægt er að njóta sólarinnar. Mikið er um uppákomur um allt skip, á göngugötunni, sports dekkið sem er aftast á skipinu iðar af lífi. Þar eru meðal annars tvær brimbrettalaugar, minigolf, Zip – line þar sem hægt er að renna á línu hátt yfir Boardwalk götuna, körfuboltavöllur, borðtennis og margt fleira.


st._maarten_beach_karibahaf.jpg

 

Þriðjudagur 7. nóvember.  Philisburg, St Maarten
Árið 1648 ákváðu Spánverjar að yfirgefa virki sitt á eyjunni og þá urðu nokkrir hollenskir og franskir hermenn eftir og ákváðu að dvelja þar áfram. Fljótlega eftir þennan atburð sömdu Hollendingar og Frakkar um að skipta eyjunni í tvo hluta og þannig er það enn í dag. Philipsburg tilheyrir hollenska hlutanum eins og sjá má á ýmsum byggingum bæjarins. Eyjan er einkum þekkt fyrir góðar strendur og verslanir.


san-juan-puerto-rico.jpg

 

Miðvikudagur 8. nóvember.  San Juan, Puerto Rico
Komið til San Juan á Puerto Rico, eyjunnar sem er ein af þeim stærstu í Austur Karíbahafi. Landslag eyjunnar einkennist af fjöllum, neðanjarðarhellum, kóralrifjum, hvítsendnum ströndum og ótrúlega þéttum regnskógi sem sér eyjunni fyrir fersku vatni. San Juan er skemmtileg blanda af nútímalegri borg verslunar og viðskipta með spilavítum, glæsihótelum og gamla bænum með sínu litríka og heillandi mannlífi.


puerto_rico.jpg

 

Fimmtudagur 9. nóvember.   Labadee, Haiti
Síðasti viðkomustaðurinn í þessari siglingu er hin yndislega Labadee. Þessi tangi af Haiti þar sem að skipafélagið hefur búið til Karíbahafs stemmningu af bestu gerð. Gengið um tangann, farið á markað innfæddra, snorklað og buslað í ylvolgum sjónum. Ævintýragjarnir geta þeyst um á sæsleða, svifið í fallhlíf eða tekið sér far með fluglínunni svo fátt eitt sé nefnt. Nóg að borða og drekka allan daginn. 


labadee_zipline_karibahaf.jpg

 

Föstudagur 10. nóvember.  Á siglingu
Síðasti dagur til að njóta skipsins og síðasta daginn eru gjarnan útsölur á ýmsum varningi í hinum fjölmörgu verslunum skipsins.


harmony_of_the_seas_waterslide-overlooking-central-park-studiovald.jpg

 

Laugardagur 11. nóvember.  Ft. Lauderdale – Orlando
Harmony of the Seas leggst að bryggju í Ft. Lauderdale eldsnemma að morgni eða um kl.  06:15. Eftir morgunverð er haldið með rútu frá Ft. Lauderdale til Orlando þar sem komið er rétt eftir hádegi og gist í þrjár nætur á Florida Hotel & Conference Center eins og fyrir siglingu.


florida-hotel-pool-view.jpg

Sunnudagur 12. og mánudagur 13. nóvember.  Orlando
Farið er út að borða, í skemmtigarða o.fl. sem fararstjóri skipuleggur, athugið að þetta er ekki innifalið, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.

Þriðjudagur 14. nóvember.  Orlando - Keflavík
Flogið frá Orlando um kvöldið heim til Keflavíkur og áætluð lending er kl. 6:10 að morgni 15. nóvember.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MCO

  8 klst.

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

 • Rafmagn

  íkon mynd af ljósaperu

  110 og 220 volt

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði