Benidorm - með Hjördísi Geirs

Líflegt skemmtiprógramm

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Skemmtiferð með Hjördísi Geirs:

Loksins eru þær tilbúnar, vinsælu ferðirnar í sól og afslöppum á Benidorm með hinni síglöðu og skemmtilegu Hjördísi Geirs. Dagskrá er að venju fjölbreytt. Alls konar hreyfing, gönguferðir og áhersla á liðfimi með slökun og jóga að leiðarljósi. Þá bregður Hjördís á leik með gítar, söng og dansi. Spilagaldrar og spilabingó eru aldrei langt undan sem og mini-golf eða hvað sem í boði er á hverjum stað.
„En eitt er víst að ávallt verður gaman þá“.

Hjördís Geirsdóttir hefur sungið með hinum ýmsu hljómsveitum í liðlega 50 ár, þar af með eigin hljómsveit síðan 1991. Hjördís er gift Þórhalli Geirssyni til 50 ára og saman eiga þau fjölda afkomenda.
Hjördís tróð fyrst upp ung að aldri á Sandvíkurböllum í sveitinni sinni. Hún byrjaði að syngja opinberlega með hljómsveitinni Tónabræðrum árið 1959. Hjördís er Húsóskvísa frá húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, er starfandi sjúkraliði, snyrtifræðingur og skemmtanastjóri heima og erlendis.

Hjördís á einstaklega gott með að umgangast fólk á öllum aldri og mottóið hennar er að hláturinn lengir lífið!

Hótelið: 

Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað skammt frá Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind. Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi, með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).

Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum. Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði.
Greiða þarf 10 Evru tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt þegar hótelgestir skila handklæðum sínum.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ALC

  4,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  íkon mynd af bjór

  2-4 EUR

 • Rafmagn

  íkon mynd af ljósaperu

  220

  Volt

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði