Berlín, kvennaferð

Frábær félagsskapur

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Kvennaferð með Jónu Hrönn og Berlínum

18. -21. október 2018
Fararstjóri: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir

Berlínur byrjuðu upphaflega með það að aðalmarkmiði að bjóða upp á skoðunarferðir fyrir Íslendinga um Berlín.
Starfssviðið hefur þó töluvert víkkað síðustu ár og aðstoða þær nú í raun við allt sem Íslendinga vantar að gera í Berlín hvort sem það er að skipuleggja árshátíðir, heimsóknir í fyrirtæki, túlkanir, viðburði og allt milli himins og jarðar.

Ferðatilhögun.

18. október. Brot af því besta. 
Brottför frá Keflavík kl. 7:40 og lent í Berlín kl. 13:05.
Berlína sækir hóp og fer með rútunni á hótelið.

16:00 Skoðunarferð með Berlínum – Brot af því besta.
Í þessari ferð sem tekur aðeins tvær til tvær og hálfa klukkustund er stiklað á stóru um stórbrotna sögu borgarinnar.
Farið er gangandi frá aðalbrautarstöðinni (Hauptbahnhof) til Potsdamer Platz og er ferðin ekki nema ca. 2,5 km. Efni ferðarinnar er margbrotið og hoppað á milli tímabila um leið og gestir fá innsýn inn í hversdagsleikann í stórborginni.
Þetta er tilvalin ferð þegar ná á yfirsýn yfir sögu borgarinnar á stuttum tíma.
Berlína sækir á hótel og fylgir á upphafsstað, með almenningssamgöngum.

19:00 Kvöldmatur – Ferðin endar við Potsdamer platz þar sem Berlínan skilar hópnum á indverskan veitingastað sem þar er. 
Jóna Hrönn fylgir hópnum á hótel eftir matinn.  

19. október. Verslunarferð.
09:30 Hist í andyri hótelsins og lagt af stað með almenningssamgöngum í verslunarferð dagsins. Möguleiki á að skipta hópnum í tvennt. Berlínur verða með starfsmenn á sínum snærum til aðstoðar t.d. til að fara með innkaupapoka á hótel eftir þörfum.

20:00 Kvöldmatur á skemmtilegum stað. Jóna Hrönn fylgir hópnum.

20. október. Múrtúr skoðunarferð. 
09:30 Skoðunarferð með Berlínum – Múrtúr
Í Múltíkúltí ferðinni um Kreuzberg verður fjölbreytileiki hverfisins skoðaður en þar er meðal annars iðandi tyrkneskt samfélag, Rómafólk, Afríkubúar og sjaldgæfir innfæddir Berlínarbúar. Yfirleitt býr þetta fólk saman í sátt og samlyndi og Kreuzberg er einmitt frægt fyrir þennan skemmtilega margbreytileika, margar skemmtilegar litlar búðir, kaffi- og veitingahús.

17:00 Hist í anddyri hótelsins og farið út að borða. Notast verður við almenningssamgöngur til að komast á milli staða. Jóna Hrönn fylgir.

17:30 Komnar á veitingastað þannig að borðað ca. kl. 18. Borðum snemma til að vera komnar tímanlega á sýninguna VIVID sem hefst kl. 19:30 í Friedrichstadtpalast.

19:30 Sýning sem er mikið fyrir augað, notast við nútímatækni og mikið lagt í búninga og sviðsmynd og krefst ekki þýskukunnáttu
Friedrichstadtpalast er eitt flottasta sýningahús borgarinnar, stórt og tilkomumikið. Sýningin VIVID byrjar í lok september en sú sem var á undan (The One) er búin að vera í gangi í mörg ár og fær ótrúlega góða dóma. The VIVID ætti því ekki að vera síðri. 

21. október. Brottför
11:00 Rúta fer frá hóteli. Berlína kemur og fylgir hópnum út á flugvöll með rútunni. Hún mun einnig aðstoða hópinn með Tax free á flugvelli.

14:00 Flug til Íslands og áætluð lending í Keflavík kl. 15:40.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél SXF

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði