Berlín, kvennaferð

Frábær félagsskapur

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Kvennaferð með Jónu Hrönn og Berlínum

Flogið með Icelandair
18. - 21. október 2018
Fararstjóri: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir

Berlínur byrjuðu upphaflega með það að aðalmarkmiði að bjóða upp á skoðunarferðir fyrir Íslendinga um Berlín.
Starfssviðið hefur þó töluvert víkkað síðustu ár og aðstoða þær nú í raun við allt sem Íslendinga vantar að gera í Berlín hvort sem það er að skipuleggja árshátíðir, heimsóknir í fyrirtæki, túlkanir, viðburði og allt milli himins og jarðar.

Ferðatilhögun.

18. október. Brot af því besta. 
Brottför frá Keflavík kl. 7:40 og lent í Berlín kl. 13:05.
Berlína sækir hóp og fer með rútunni á hótelið.

16:00 Skoðunarferð með Berlínum – Brot af því besta.
Í þessari ferð sem tekur aðeins tvær til tvær og hálfa klukkustund er stiklað á stóru um stórbrotna sögu borgarinnar.
Farið er gangandi frá aðalbrautarstöðinni (Hauptbahnhof) til Potsdamer Platz og er ferðin ekki nema ca. 2,5 km. Efni ferðarinnar er margbrotið og hoppað á milli tímabila um leið og gestir fá innsýn inn í hversdagsleikann í stórborginni.
Þetta er tilvalin ferð þegar ná á yfirsýn yfir sögu borgarinnar á stuttum tíma.
Berlína sækir á hótel og fylgir á upphafsstað, með almenningssamgöngum.

19:00 Kvöldmatur – Ferðin endar við Potsdamer platz þar sem Berlínan skilar hópnum á indverskan veitingastað sem þar er. 
Jóna Hrönn fylgir hópnum á hótel eftir matinn.  

19. október. Verslunarferð.
09:30 Hist í andyri hótelsins og lagt af stað með almenningssamgöngum í verslunarferð dagsins. Möguleiki á að skipta hópnum í tvennt. Berlínur verða með starfsmenn á sínum snærum til aðstoðar t.d. til að fara með innkaupapoka á hótel eftir þörfum.
20:00 Kvöldmatur á skemmtilegum stað. Jóna Hrönn fylgir hópnum.

20. október. Múrtúr skoðunarferð. 
09:30 Skoðunarferð með Berlínum – Múrtúr

Í Múrtúr er gengið meðfram rústum Berlínarmúrsins og fjallað um aðdragandann að skiptingu Þýskalands, hversdaginn í Austurþýskalandi, eftirlitsríkið og hvað varð til þess að múrinn féll.
Berlínur hafa kafað djúpt í söguna og fengið flótta- og reynslusögur upp úr vinum og vandamönnum. Leiðsögnin einkennist því af raunverulegum aðstæðum og endurspeglar hversu átakanlegar aðstæður einkenndu líf allt of margra.  
Öll framsetning er skýr og ferðin hentar því bæði lærðum og leiknum; þeir sem þekkja nú þegar vel til sögunnar fræðast enn meir og þeir sem eiga eftir að kynnast sögunni sem er í senn átakanleg og fræðandi. Berlínur hvetja því alla til að fara með í ferðina og kynnast þessum ótrúlega raunveruleika sem átti sér stað fyrir ekki svo löngu síðan.
Lengd: 3 til 4 klukkustundir

17:00 Hist í anddyri hótelsins og farið út að borða. Notast verður við almenningssamgöngur til að komast á milli staða. Jóna Hrönn fylgir.

17:30 Komnar á veitingastað þannig að borðað ca. kl. 18. Borðum snemma til að vera komnar tímanlega á sýninguna VIVID sem hefst kl. 19:30 í Friedrichstadtpalast.

19:30 Sýning sem er mikið fyrir augað, notast við nútímatækni og mikið lagt í búninga og sviðsmynd og krefst ekki þýskukunnáttu
Friedrichstadtpalast er eitt flottasta sýningahús borgarinnar, stórt og tilkomumikið. Sýningin VIVID byrjar í lok september en sú sem var á undan (The One) er búin að vera í gangi í mörg ár og fær ótrúlega góða dóma. The VIVID ætti því ekki að vera síðri. 

21. október. Brottför
11:00 Rúta fer frá hóteli. Berlína kemur og fylgir hópnum út á flugvöll með rútunni. Hún mun einnig aðstoða hópinn með Tax free á flugvelli.

14:00 Flug til Íslands og áætluð lending í Keflavík kl. 15:40.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél SXF

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði