fbpx Upplifðu Gran Canaria | Vita

Upplifðu Gran Canaria

Fjölbreytt og skemmtileg

Upplýsingar um ferð: 

2. - 6. febrúar - 4 nætur.

Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Los Tilos
Bóka hér

 

23. - 27. febrúar - 4 nætur

Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Bex Holiday Homes, Las Palmas
Bóka hér

 

1. - 5. mars - 4 nætur
Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Bex Holiday Homes, Las Palmas
Bóka hér

Myndagallerí

Sól, strönd og afslöppun

Verðdæmi hér til hliðar.

Gran Canaria er dásamleg eyja en þar má finna fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu. Þá má nefna gott úrval veitingastaða og fjölda verslana, skemmtigarða og skoðunarferða.

Eyjan er vinsæl bæði á veturna og á sumrin. Hún hentar bæði pörum, stórfjölskyldunni, einstaklingum og vinahópum. 
Ástæðan er einföld - njóta lífsins í sól og sælu, klæðast sumarfötum og sandölum allt árið um kring og fá góðan skammt af D-vítamíni. 

Eyjarnar búa yfir töfrandi sjarma og ættu að henta flestum. Þarna er úrval af hótelum, íbúðagistingu, glæsihótelum og sérsniðnum hótelum fyrir fjölskylduna. 

Icelandair VITA býður upp á gistingu á nokkrum mismunandi stöðum á Kanarí: 

Við Ensku ströndina
Á Maspalomas Meloneras 

Playa del Ingels, Maspalomas, Meloneras, Purto Rico og Playa de Mogán.  

Mannlífið er fjölbreytt og gaman að heimsækja róleg fjallaþorp í nágrenninu. Á milli þess er hægt að slaka á, stunda vatnasport eða aðra góða hreyfingu.

Á norður hluta eyjunnar er höfuðborgin, Las Palmas. Hún er sjöunda stærsta borg Spánar. Borgin býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Þarna er hægt að heimsækja söfn, tónlistarhús, versla aðeins og borða á góðum veitingastöðum. Ströndin er falleg og hafnarsvæði mjög skemmtilegt. Þarna geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi!

Fjölmargar góðar gönguleiðir

Eyjan þykir ákjósanlegur áfangastaður fyrir áhugafólk um göngu. Það er ekki amalegt að fara gangandi um náttúru sem ber merki mikillar eldvirkni. Hún er einnig spennandi fyrir hjólreiðafólk auk þess sem hægt er að fara í skipulagðar hesta-, jeppa- og úlfaldaferðir.
Golf á sér að sama skapi langa og góða sögu á Kanarí. Þar er að finna góða golfvelli sem forfallnir golfarar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara.

Önnur afþreying

Skemmti- og fjölskyldustaðurinn HOLIDAY WORLD

Þetta skemmtilega tívolí í Maspalomas er með rússíbana, fallturn, parísarhjól, leiktækjasal, góðan keilusal, bari og veitingastaði. Ýmis afþreying í boði fyrir unga sem aldna. Athugið að tívolíið opnar kl.18:00. Strætisvagnar ganga reglulega til Holiday World.

PALMITOS PARK

Vinsæll dýragarður með ýmsum dýrategundum. Fuglasýningar eru til dæmis haldnar reglulega yfir daginn. Við mælum með að kynna sér tímasetningar á sýningunum þegar komið er í garðinn. Til að komast í Palmitos Park er hægt er að taka strætisvagn frá Ensku ströndinni, Puerto Rico og Meloneras.
Opnunartími er auglýstur á vefsíðu. 

SIOUX CITY  

Þetta er gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir. Hann er staðsettur aðeins fyrir utan San Agustin (Enska ströndin). Þessi skemmtilegi garður býður upp á fjölbreyttar sýningar. Hann er opinn alla daga nema mánudaga. Á föstudagskvöldum er hægt að taka þátt í grillveislu kl. 20:00. Eftir matinn eða um kl. 22:00 hefst síðan sýning, en hana þarf að panta fyrirfram. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá fararstjórum okkar á viðtalstímum.
Þeir sem vilja fara í garðinn á eigin vegum geta tekið strætisvagn. 

AQUALAND

Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas með fjölbreyttum sundlaugum og rennibrautum. Þær eru af öllum stærðum og gerðum auk þess sem þar eru sólbekki til afnota. Einnig er hægt að spila minigolf. Við mælum með að leigja læsanlega skápa meðan á dvöl stendur. Garðurinn er opinn alla daga og hægt er að taka strætisvagn þangað. Hann gengur frá ensku ströndinni, Puerto Rico og Meloneras.

COCODRILO PARK

Krókódílagarðurinn er skemmtilegur dýragarður í nágrenni Arinaga. Þarna er hægt að skoða krókódíla, bengal tígrisdýr, apa og fleiri dýr. Hér er einnig hægt að fara á fuglasýningar, en þær eru nokkrum sinnum yfir daginn. Opnunartími er frá sunnudegi til föstudags.

MUNDO ABORGIEN

Þetta frumbyggjasafn er staðsett í um 6 km fjarlægð frá Ensku ströndinni, í sömu átt og að Fataga. Á þessu safni er að finna styttur af frumbyggjum og skemmtilegar eftirlíkingar af byggð þeirra. Safnið er opið frá kl. 09:00 til 18:00. Allar útskýringar eru í boði á ensku. Strætisvagn stoppar í nágrenni safnsins.

GO-KART

Spennandi Go-Kart brautir eru bæði fyrir utan San Agustin og Maspalomas. Þetta er skemmtileg afþreying fyrir fjölskyldur, vini, pör og bara hverja sem er.

HANGAR 37

Fyrsti garðurinn í Evrópu sem sérhæfir sig í svokölluðum ,,Airsoft" leikjum. Þessi leiktæki eru svipuð og ,,Paintball" þar sem lið keppa og völlurinn er með ýmiss konar felustaði og hindranir. Hann er skreyttur með flugvélapörtum, trukkum og ýmiss konar búnaði. Völlurinn minnir á hernumin svæði. 
Byssurnar eru skyldar loftbyssum. Garðurinn á að vera fyrir flestalla aldurshópa.

ANGRY BIRDS GARÐUR

Þessi skemmilegi garður er með úrval leiktækja fyrir börn, sérstaklega þau yngri. Þarna eru meðal annars klifurgrindur, kassabílar/hjólabílar, risa trampólín, litlir fótboltavellir, ,,ziplines" og möguleiki á að prófa rafdrifnar vespur. Einnig er ágætis veitingaaðstaða þarna. 

GULI KAFBÁTURINN

Guli kafbáturinn liggur við höfnina í Puerto de Mogán. Það er bæði ánægjulegt og fræðandi að fara þangað. Hægt er að skoða hið margbrotna dýralíf neðansjávar. Kafbátafyrirtækið býður uppá rútuferðir, innifaldar í verði, nokkrum sinnum á dag frá San Agustin, Ensku ströndinni, Maspalomas og Meloneras. Nánari upplýsingar um stað og stund er hægt að fá í viðtalstímum hjá fararstjórum eða hjá gestamóttöku hótelsins. Einnig er hægt að taka strætisvagn númer 1 sem gengur til Puerto de Mogán.

KÖFUN

Köfun er í boði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Padi köfunarskólinn býður upp á að sækja viðkomandi á hótelið, köfunarkennslu, allan útbúnað og tryggingar. Í lok dags er fólki síðan ekið aftur upp á hótel. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða í viðtalstímum fararstjóra.

KAYAK, BRIM-OG SELGBRETTI

Fyrir þá sem hafa áhuga á sjósporti. Opið er frá kl. 09:30 til 17:00 en athugið að opnunartíminn getur verið breytilegur og fer það eftir veðri og aðstæðum. Kennsla fyrir byrjendur er á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:00. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða á viðtalstímum fararstjóra.

ÚLFALDAREIÐ

Camello safari á sandöldum Maspalomas er skemmtileg upplifun. Sérstök sæti eru útbúin á hverjum úlfalda og sitja þar tveir farþegar hverju sinni. Opið er frá kl. 09:00 – 16:30 en nánari upplýsingar er hægt að fá hjá gestamóttöku hótelsins eða á viðtalstímum fararstjóra.

FALLHLÍFARSTÖKK

Spennandi kostur fyrir þá sem vilja fá adrenalínið til að flæða um líkamann. Kennsla fer fram á jörðu niðri og að henni lokinni er farið af stað. Hægt er að stökkva alla daga en að sjálfsögðu fer það eftir veðri og vindum. Frekari upplýsingar er hægt að fá í gestamóttöku hótelsins eða hjá fararstjórum.

SJÓSTANGVEIÐI

Öðru nafni (White Marlin) er í boði frá Puerto Rico. Farið er með reyndum fiskimönnum á 12 metra löngum Cata 356 báti. Veiðitíminn er frá kl. 09:00 – 15:00 eða 15:00 – 20:00. Innifalið eru ferðir til og frá hóteli, leiga á veiðarfærum, beita og léttar veitingar. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gestamóttöku hótelsins eða í viðtalstímum fararstjóra

GARBO´S

Skemmtistaður sem býður uppá dans og skemmtisýningu ásamt þriggja rétta kvöldverði. Í þessari skemmtilegu sýningu eru þjónarnir í aðalhlutverki allan tímann og sjá um að syngja, dansa og skemmta sýningargestum auk þess sem þeir þjóna til borðs. Nánari upplýsingar og pantanir eru í viðtalstímum fararstjóra.

Golf

Gran Canaria er draumastaður golfarans. Hér eru margir góðir vellir og eru nokkrir þeirra staðsettir nálægt okkar gististöðum. Hér að neðan er listi yfir nokkra golfvelli. Athugið að yfirleitt þarf að panta rástíma fyrirfram.

Golfvellir sem eru í nágrenni Ensku strandarinnar:

Campo de Golf Maspalomas

Þetta er 18 holu golfvöllur í Maspalomas hverfinu. Völlurinn er par 73 og hægt er að leigja allan búnað sem og kennara á staðnum. Einnig er verslun, veitingastaður og snakk barir á svæðinu.

Meloneras Golf

Nýjasti golfvöllurinn sem var hann opnaður vorið 2006. Þessi 18 holu völlur er staðsettur meðfram sjónum í Meloneras hverfinu og er hann par 71. Hægt er að leigja allan útbúnað og að auki er golfskóli á svæðinu.

Salobre South - Salobre North

Þetta eru tveir 18 holu vellir sem hvor um sig eru par 7. Þeir eru staðsettir í fallegu umhverfi á milli Arguineguin og Maspalomas. Á svæðinu er golfskóli, kylfuleiga, verslun, veitingastaður o.fl.

Anfi Tauro Golf er 9 og 18 holu golfvöllur sem staðsettur er í fallegu umhverfi rétt fyrir utan Puerto Rico (nálægt Playa de Cura). Golfskóli er á staðnum og hægt er að leigja allan útbúnað.

Golfvellir í nágrenni Las Palmas:

Real Club del Golf Las Palmas

Elsti golfvöllur Spánar. Þessi 18 holu völlur er par 71 og er í u.þ.b. 15 mínútna akstursfjarlægð frá Las Palmas. Á svæðinu er golfskóli, kylfuleiga, æfingavöllur, púttvellir og veitingastaður svo eitthvað sé nefnt.

Oasis Golf

Oasis Golf er skemmtilegur par 3, pitch & put völlur í u.þ.b. 10. mínútna akstursfjarlægð frá Las Palmas. Golfvöllurinn er lítill 18 holu, par 54 og er hann sá eini á eyjunni sem er flóðlýstur á kvöldin. Kylfuleiga er á staðnum ásamt verslun og veitingastað.

El Cortijo Club de Campo

Þessi völlur er 18 holu golfvöllur, par 72 í fallegu umhverfi og hafa alþjóðleg golfmót verið haldin þar. Á vellinum er verslun, golfskóli, æfinga- og púttvöllur og hægt er að leigja allan útbúnað.

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí!

Sjá nánar um Kanarí
Upplýsingar um ferð: 

2. - 6. febrúar - 4 nætur.

Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Los Tilos
Bóka hér

 

23. - 27. febrúar - 4 nætur

Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Bex Holiday Homes, Las Palmas
Bóka hér

 

1. - 5. mars - 4 nætur
Verð frá 119.900 á mann m.v 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi án fæðis á Bex Holiday Homes, Las Palmas
Bóka hér

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef LPA

    5

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun