Bikeweek á Daytona 12. - 22. mars

Mekka mótorhjólatöffara

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Bikeweek á Daytona 12. - 22. mars

Fararstjóri er Hafsteinn Emilsson.
Flogið með Icelandair. 

Nú gefst hjólafólki kostur að fara á stærstu mótorhjólasamkomu í heimi á Daytona Bike Week í Florida. Þar sýna allir helstu mótorhjólaframleiðendur hjól og aukahluti og allt sem tilheyrir mótorhjólum. Fararstjóri eins og undanfarin ár er Hafsteinn Emilsson, fyrir þá sem vilja leigja hjól eru þau bókuð í gegnum hann, e-mail idda65@hotmail.com.

Gist verður á Rosen Inn Point Orlando. Hótelið er látlaust 3ja stjörnu og vel staðsett. 
Í boði eru dagsferðir til Daytona á Bike Week, einnig eru í boði hjólaferðir, sjá nánar dagskrá.  

Í boði er að kaupa pakka bæði með eða án gistingar. 

Hjólin eru bókuð í gegnum fararstjóra og eru ekki innifalin í verði ferðar.

Nánari upplýsingar fást hjá fararstjóra á netfangið idda65@hotmail.com

Athugið að ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar svo mælt er með að fólk leigi sér bíl. Þú getur smellt hér og kynnt þér bílaleiguverð í Orlando

Hér er hægt að finna almennar upplýsingar um Daytona Beach. 

Ferðatilhögun

12. mars 
Flug FI 689 frá Keflavík brottför kl. 17:15 og lent á MCO flugvelli í Orlando kl. 21:10. Gist á Rosen Inn Point Orlando. Farþegar koma sér á eigin vegum á hótelið.

13. mars 
Frjáls dagur.

14. - 17. mars 
Ýmsar uppákomur á Daytona sjá www.officialbikeweek.com þar sem hægt er að skoða: sýningar, keppnir, reynsluakstur á nýjum hjólum af öllum gerðum og stærðum og margt fleira. 
Athugið: fararstjóri kemur til með að vera með ferðir í boði gegn vægu gjaldi á einhverjar af þessum uppákomum, þær þarf að panta hjá fararstjóra á staðnum.

18. mars 
Frjáls dagur

19. – 21.mars
Hjóladagar með farastjóra, hjólin sótt hjá Orlando Harley Davidson kl 09:00 (leiðir kynntar síðar).

22. mars 
Heimferð. Fólk kemur sér á eigin vegum á flugvöllinn. Flogið er heim með FI 688, brottför frá MCO flugvelli kl. 19:00, lent í Keflavík að morgni 23. mars kl. 06:10.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MCO

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun