Bilbao

Sælkeraborg fyrir Moggaklúbbinn

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  103.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Moggaklúbbsverð. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á hótel Ercilla.

 • Flug

Myndagallerí

Matur, menning og Rioja vínhéruðin innan seilingar.

Helgarferð Moggaklúbbsins 13. - 16.október
Beint flug með Icelandair
Fararstjórar: Kristinn R. Ólafsson og Brynjar Karlsson.

Bilbao er fjölmennasta borg Baskalands og höfuðstaður Biskajahéraðs, á Norður-Spáni, skammt frá landamærum Frakklands. 

Bilbao hefur umbreyst úr einskonar ljótum andarunga í fagran svan síðustu ár. Hún hefur fengið róttæka andlitslyftingu, gengið í gegnum mikla lýtaaðgerð þar sem borgarskipulag hefur verið bætt og ýmiskonar grunnvirki endurnýjuð. Þessar borgarbætur hafa verið drifkraftur endurreisnar og nýs lífs fyrir íbúa og gesti. Ferðaþjónusta hefur blómstrað hin síðari ár af þessum sökum. Í reynd má segja að ný Bilbao hafi þannig risið úr rústum iðnaðarkreppu níunda áratugar síðustu aldar og umbreyst í fallega og mannvæna borg. Þar ber hæst hið útlitsfagra Guggenheim-safn eftir Kanadamanninn Frank O. Gehry. En fleiri byggingarlistardjásn hafa orðið til. Ráðstefnu- og tónlistarhöllin Euskalduna er í þeim hópi. Einnig nýtt jarðlestakerfi sem breski arkitektinn Norman Foster hannaði. Santiago Calatrava, frægasti núlifandi arkitekt Spánverja, teiknaði nýja flugstöð við flugvöllinn skammt utan borgarinnar. Eftir hann er einnig Zubizuri – Hvíta brú – en hún bættist fyrir nokkrum árum við þær brýr sem liggja yfir Nervión-fljót í borginni. Á bökkum þess, skammt frá  Guggenheim og Hvítu brú, gnæfa og ný háhýsi eftir þá Arata Isozaki frá Japan og  César Pelli frá Argentínu. Margt fleira er nýtt af nálinni eða uppgert og endurbætt. 

Bilbao stendur í kvos meðal iðjagrænna hæða. Áðurnefnt Nervión-fljót rennur í gegnum hana. Í  fljótinu í gætir sjávarfalla og skipgengt er upp til borgarinnar. Fyrr á tíð var höfn þar en hún var færð til strandar.

Íbúar og miðborgin

Í Bilbao búa formlega rúmlega 350 þúsund manns en hún er eigi að síður kjarninn í nánast samfelldri byggð þar sem um ein milljón manna býr. Gott net hraðbrauta og annarskonar vega tengja borgina bæði næstu strandbæjum og hinum stórborgunum tveimur í Baskalandi en þær eru Vitoria-Gasteiz í Alavahéraði, innar í landinu, og hinni fögru strandborg San Sebastián í Gípúskóahéraði. Þangað eru um 100 kílómetrar frá Bilbao. 700 ára sögu Bilbao-borgar má lesa út úr byggingum hennar. Miðborgin er glæsilegt dæmi um það besta í byggingarlist 20. aldarinnar á Spáni.

Guggenheim

Gimsteinn borgarinnar er án efa Guggenheim-nýlistasafnið: stór og silfurslegin bygging í geimvísindalegum framtíðarstíl á bökkum Nervión-fljótsins. Húsið fer litförum eftir birtu og skýjafari; er í reynd geislandi sönnun þeirra miklu borgarbóta sem orðið hafa. Tólf metra hár terríerhundur úr blómstrandi gróðri á stálgrind, stendur vörð um safnið. Hann er eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons og nefnist Puppy. Hvutti er í miklu uppáhaldi hjá Bilbæingum. Síðan Guggenheim-safnið var opnað haustið 1997 hafa um 14 milljónir manna sótt sýningar þess.

Gamli bærinn

Öll þessi nýja hönnun og byggingarlist sem hefur blómstrað í Bilbao síðustu ár kallast skemmtilega á við Gamla bæinn, „Casco Viejo“. Á börum og kaffihúsum í steinlögðum öngstrætum hans má njóta bestu rétta baskneskrar matargerðarlistar en Baskar eru m.a. rómaðir fyrir góðan mat og listakokka. Fiskréttir eru í sérflokki. Kóngur þeirra er saltfiskurinn í ýmsum útgáfum. En Baskar eru ekki síðri í að matreiða kjöt. 

Veitingastaðir

Í borginni eru margir virtir veitingastaðir þar sem hægt er að gæða sér á hefðbundnum réttum eða nýjustu uppfinningum matargerðarmeistaranna. Ekki má heldur gleyma að gleðja bragðlaukana með því að smakka á smætlum þeim eða snittum sem Baskar nefna „pintxos„“ (framb. píntsjos) , þ.e. „tapas“ á hvítu brauði. Og ekki er verra að skola þessu góðgæti niður með „txakolí“ (framb. tsjakol-Í) en það er þurrt baskneskt hvítvín sem látið er freyða þegar því er hellt af list í stór og víð glös.   

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  103.900 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Moggaklúbbsverð. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á hótel Ercilla.

 • Flug
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél BIO

  4 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði