Bodrum og Marmaris með moggaklúbbnum

Betri ferð fyrir betra verð

Prime Beach★★★★★ - Fyrir 4 -

02. júní, 8 nætur.

129.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi með öllu inniföldu á Ideal Prime Beach. 

Bodrum Holiday Resort★★★★★Fyrir 4

02. júní, 8 nætur.

119.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með öllu inniföldu á Bodrum Holiday Resort. 

Elegance★★★★★Fyrir 3

20. júní, 11 nætur.

165.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi með öllu inniföldu á Elegance

Duja Torba, Bodrum★★★★★Fyrir 4

20. júní, 11 nætur.

147.500

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi með öllu inniföldu á Duja. 

Myndagallerí

Bodrum og Marmaris, líflegir og skemmtilegir bæir

Flogið er á Milas - Bodrum flugvöllinn og tekur aksturinn um 3 klst til Marmaris.
Hægt er að bóka akstur hjá VITA.

Lífæð bæjarins í Bodrum er líklegast höfnin en þar má finna fjölmargar verslanir, veitingastaði og kaffihús. St.Péturs kastalinn gnæfir svo glæsilega yfir bænum.
Ein helsta göngugata bæjarins er Chumhurriyet Caddesi. Þar eru iðulega samankomnir færustu götulistamenn Tyrklands. Þeir búa meðal annars til leðurskó- og veski eftir pöntunum. Í Tyrklandi er afskaplega hagstætt að versla og hægt að kaupa gæða tískufatnað og merkjavöru á ótrúlega hagstæðu verði.
Í Bodrum er stór útimarkaður sem er opinn alla daga. Einnig er þar að finna fjöldan allan af smærri sérverslunum við allra hæfi.
Fallegar strendur eru á hverju strái. Eftir sólsetur lifnar svo um munar yfir hafnargötunni, neon-ljós og laser-sýningar eru á hverju strái og fólk dansar undir taktfastri danstónlistinni.
Skammt frá Bodrum er að finna fjölda töfrandi smábæja og hafnarsvæða. Flestir eru í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð. Þar er hægt að skyggnast inn í raunverulegan menningarheim Vestur-Tyrkja, upplifa lífshætti þeirra og dagleg störf.
Sögufrægir staðir á borð við Mausoleum, Ephesus and Didyma eru í hópi merkustu borgarrústa heims.
Í næsta nágrenni við Bodrum eru síðan tveir stærðarinnar vatnsrennibrautagarðar þar sem öll fjölskyldan ætti að geta svalað adrenalínþörfinni. Það má því með sanni segja að allir ættu að geta fundið eitthvað sér við hæfi í Bodrum.

bodrum_holiday_resort_spa_16.jpg 

Gümbet

Í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Bodrum er að finna heillandi smábæinn, Gümbet Hann er vinsæll áfangastaður, ekki síst vegna frábærra aðstæðna til vatnaíþrótta af öllu tagi. Ströndin við bæinn er ein sú vinsælasta á svæðinu og á meðal afþreyingar sem hægt er að nálgast með auðveldum hætti á ströndinni eru köfun, brimbretti, fallhlífa-siglingar og fleira. Næturlífið í bænum nýtur auk þess mikilla vinsælda á meðal unga fólksins og er mikið úrval veitingastaða, bara og næturklúbba á staðnum.

Bitez

Um 7 kílómetra vestur af Bodrum liggur lítið og og sjarmerandi þorp, Bitez. Þorpið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta sólar og slaka á í fallegu umhverfi. Sjávarlega þorpsins og aðstæður við ströndina gera það að verkum að aðstaða til brimbrettaiðkunar og skyldra sjávaríþrótta er með besta móti. Ströndin er rík af sandi og með góða aðstöðu fyrir sólardýrkendur. Skammt frá ströndinni eru akrar þar sem meðal annars má finna appelsínu- og mandarínutré, en vinsælt er meðal ferðamanna að skoða akrana og smakka á ávöxtunum.

Marmaris, fallegt og skemmtilegt svæði

Draumaáfangastaður við Miðjarðarhafið. Borgin er við tyrknesku strandlengjuna eða „Tyrknesku Rivíeruna“ eins og þetta fallega svæði er stundum kallað. Lífleg steinaströnd og langar og göngugötur með iðandi mannlífi við sjávarsíðuna laða að sér ferðamenn. Borgin er þekkt fyrir lifandi næturlíf, ekki síst á Bar strætinu „Bar Street“, þar sem finna má fjölmarga tónleikastaði og klúbba undir berum himni. 
Marmaris er í dalverpi á milli furuvaxinna fjalla. Landslagið gerir staðinn hentugan fyrir ferðamenn með ólíkar þarfir og hefur allt að bjóða.
Þarna er hægt að stunda jaðaríþróttir eða borða á háklassa veitingahúsum og einnig er gaman að smakka vín sem brugguð eru á staðnum.
Næturlífið er spennandi með diskótekum og næturklúbbum á heimsmælikvarða. Svo má ekki gleyma sólinni og hlýjunni við Miðjarðarhafið.  

Marmaris á sér líka ríkulega sögu. Fáir staðir á jörðinni bjóða upp á jafn mikla sagnfræðilega fegurð. Tilvalið er að skella sér í einhverja af hinum ýmsu dagsferðum sem eru í boði og skoða sögu, menningu og landslag svæðisins.
Það er frábært að fara út að borða á Marmaris og borgin er svo að segja full af veitingahúsum og kaffihúsum. Flestir eru þessir staðir við sjávarsíðuna og í hverfinu við Marmaris kastalann. Þar eru ýmsir valmöguleikar í boði fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem þangað koma. Allir ættu að finna mat og drykki við hæfi.

orsmaris_boutique_marmaris_19.jpg  

Strendur Marmaris 

Strandlengjan er tæplega 10 km löng en við kristalstært hafið eru fjölmargar strendur, hver annarri fallegri. Göngugöturnar meðfram ströndunum bjóða upp á frábæra veitingastaði, kaffihús og bari þar sem notalegt er að tylla sér. Sum svæðin eru tekin frá fyrir hótel, veitingastaði og kaffihús þannig að kaupa þarf veitingar af þeim til að nýta svæðin.

Marmaris flóinn snýr í suðvestur, í áttina að gríðarstóru Miðjarðarhafinu þar sem er fjöldi fallegra lítilla eyja, til dæmis Paradísareyja. Gróðri vaxin fjöllin skýla borginni fyrir vindum frá meginlandinu og sjórinn er volgur og tær.
Marmaris Urban Beach er vinsælasta, líflegasta og litríkasta ströndin á Marmaris. Hún er staðsett miðsvæðis, við miðbæ borgarinnar. Vegna staðsetningar sinnar er ströndin afar vinsæl fyrir ferðamenn.
Uzunyali Beach sem þekkist einnig sem Long Beach er staðsett við hliðina á Marmaris Urban Beach. Long Beach nær yfir hina löngu strandlengju þar sem sandurinn teygir sig yfir um 10 km. svæði til Icmeler. Göngugatan er lokuð fyrir bílaumferð og þar er mikið af kaffihúsum, veitingastöðum, börum og búðum þar sem má kaupa sandala, sólgleraugu og minjagripi.
Icmeler Beach er í um 8 km. fjarlægð frá miðpunkti Marmaris. Icmeler heillar sóldýrkendur með fíngerðum gylltum sandi. Hafið er safírblátt þar sem hægt er að taka þátt í fjölmörgum vatnaíþróttum.

tyrkland_marmaris_almennt_4.jpg  

Vatnsleikjagarðar á Marmaris

Á Marmaris eru vatnagarðar sem eru stútfullir af spennandi vatnaíþróttum, fallhlífum og klessubátum.
Tveir stórir vatnagarðar eru á svæðinu. Annar þeirra, sá stærri og vinsælli er Aqua Dream Water Park og hinn er Atlantis Water Park. 
Eitthvað sem fullorðnir og börn ættu að gera saman.

marmaris_vatnagardur.jpg 

Sjá nánari ferðalýsingu

Prime Beach★★★★★ - Fyrir 4 -

02. júní, 8 nætur.

129.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi með öllu inniföldu á Ideal Prime Beach. 

Bodrum Holiday Resort★★★★★Fyrir 4

02. júní, 8 nætur.

119.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með öllu inniföldu á Bodrum Holiday Resort. 

Elegance★★★★★Fyrir 3

20. júní, 11 nætur.

165.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi með öllu inniföldu á Elegance

Duja Torba, Bodrum★★★★★Fyrir 4

20. júní, 11 nætur.

147.500

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi með öllu inniföldu á Duja. 

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél BJV

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Líra og Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun