Bodrum - Tyrkland

Afslöppun, lúxus og afþreying

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Bodrum, líflegur og skemmtilegur bær. 

Fararstjórar í sumar eru Gunnhildur Gunnarsdóttir frá 2. júní - 22. júlí og Halla Birgisdóttir frá 22. júlí - 23. september. 

Segja má að höfnin sé lífæð bæjarins, þar sem finna má fjölmargar verslanir, veitingastaði og kaffihús undir skugga St.Péturs kastalans glæsilega, sem gnæfir yfir bænum.   
Chumhurriyet Caddesi er ein helsta göngugata bæjarins, þar sem iðulega eru samankomnir færustu götulistamenn Tyrklands. Þeir búa meðal annars til leðurskó- og veski eftir pöntunum. Í Tyrklandi er afskaplega hagstætt að versla og hægt er að kaup gæða tískufatnað og merkjavöru á ótrúlega hagstæðu verði.
Í Bodrum er stór útimarkaður sem er opinn alla daga og einnig er þar að finna fjöldan allan af smærri sérverslunum við allra hæfi.

Tyrkland_Bodrum.jpg 

Fallegar strendur eru á hverju strái. Eftir sólsetur lifnar svo um munar yfir hafnargötunni, neon-ljós og laser-sýningar. Fólk dansar undir taktfastri danstónlistinni.
Skammt frá Bodrum er að finna fjölda töfrandi smábæja og hafnarsvæða, sem flestir eru í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð. Þar er hægt að skyggnast inn í raunverulegan menningarheim Vestur-Tyrkja, upplifa lífshætti þeirra og dagleg störf.
Landslagið og menningarsagan á Bodrum skaganum er engu lík og er það nánast skylda að heimsækja sögufræga staði á borð við Mausoleum, Ephesus and Didyma, sem eru í hópi merkustu borgarrústa heims.
Slíkar minjar eru nánast á hverju strái á svæðinu

voyage_torba.jpg 

Margir telja að enginn staður í heiminum státi af jafnmörgum og merkum minjum og suðvesturströnd Tyrklands. Fyrir sögu- og menningarþyrsta ferðalanga er Tyrkland því sannarlega rétti áfangastaðurinn og má það teljast fullvíst að tignarlegt og töfrandi umhverfið láti engan ósnortin.
Í næsta nágrenni við Bodrum eru síðan tveir stærðarinnar vatnsrennibrautagarðar þar sem öll fjölskyldan ætti að geta svalað adrenalínþörfinni að fullu. Það má því með sanni segja að allir ættu að geta fundið eitthvað sér við hæfi í Bodrum.

Gümbet

Í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Bodrum er að finna smábæinn, Gümbet, sem er orðinn mjög vinsæll áfangastaður, ekki síst vegna frábærra aðstæðna til vatnaíþrótta af öllu tagi.
Á meðal afþreyingar sem hægt er að nálgast með auðveldum hætti á ströndinni eru köfun, brimbretti, fallhlífa-siglingar og fleira.
Næturlífið í bænum nýtur auk þess mikilla vinsælda á meðal unga fólksins og er mikið úrval veitingastaða, bara og næturklúbba á staðnum.

bodrum_beach_7.jpg  

Bitez

Í næsta nágrenni við Gumbet, um 7 kílómetra vestur af Bodrum, liggur lítið þorp, Bitez.
Þorpið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta sólar og slaka á. Sjávarlega þorpsins og aðstæður við ströndina gera það að verkum að aðstaða til brimbrettaiðkunar og skyldra sjávaríþrótta er með besta móti. Ströndin er með góða aðstöðu fyrir sólardýrkendur. Skammt frá ströndinni eru akrar þar sem meðal annars má finna appelsínu- og mandarínutré, en vinsælt er meðal ferðamanna að skoða akrana og smakka á ávöxtunum.

paloma_family_club_bodrum_8.jpg  

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél BJV

  6

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Líra og Evra

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun