fbpx Brussel | Vita

Brussel

Veisla fyrir sælkera

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Brussel er veisla fyrir sælkera

Nokkrir gistimöguleikar í boði, sjá nánar lista undir gististaðir, neðst á síðu. 

Sjarmerandi yfirbragðið sem minnir meira á bæ en borg, nýtískulegir barir og veitingastaðir, góður matur, fjörugt næturlíf, frábærar verslanir, ógrynni safna auk fjölda viðburða og hátíða sem haldnar eru á hverju ári eiga sinn þátt í að laða ferðamenn að borginni.
Hróður Brussel sem einnar af háborgum tísku, lista og hönnunar eykst með ári hverju. Sífellt fleiri alþjóðlegir tískurisar velja að bjóða vörur sínar til sölu í vaxandi verslunarhverfum borgarinnar og belgískir hönnuðir hafa náð að vekja verðskuldaða athygli á alþjóðavísu. Belgíski byggingarstíllinn og listaverkin sem prýða borgina eru einstök í sinni röð. 

Óhætt er að segja að þessi fallega borg sé miðstöð tísku, lista og belgískrar menningar.


brussel_almennt-5.jpg

Bjórinn / Er góður bjór gulli betri? / Hér er bjór um bjór ...

Fyrir Belgum er bjórinn meira en froðan ein því að hér ríkir háþróuð bjórmenning og bruggaðar eru í það minnsta 650 tegundir í landinu. Hefð er fyrir því að framleiða sérstök glös fyrir hverja tegund til að bera bjórinn fram í og á lögunin á glasinu að draga fram sérkenni bjórsins. Sumir myndu kalla þetta að taka hlutina einum of hátíðlega en fyrir Belgum er góður bjór eins og gott vín er fyrir ýmsum öðrum þjóðum og ekki að ástæðulausu. Hvergi í heiminum er hefðin fyrir sérbrugguðum bjór jafn rík og í Belgíu enda nær hún aftur til miðalda. Belgískur bjór er uppáhaldi hjá mörgum fyrir sérkenni sín, bragðið og úrvalið.


brussel_almennt-16.jpg

Súkkulaðið

Belgíska súkkulaðið hefur í gegnum tíðina unnið hjörtu elskenda, kætt konungborna og enn í dag standast fáir freistinguna. Nafnið Belgía og súkkulaði hafa tengst órofa böndum frá því að Jean Neuhaus stofnaði Neuhaus-súkkulaðigerðina og hóf að framleiða konfekt árið 1912. 


brussel_almennt-7.jpg

Maturinn

Matargerðin í Belgíu er list út af fyrir sig. Úrvalið er endalaust, allt frá götumat eins og frönskum kartöflum eða vöfflum með sultu og rjóma upp í hefðbundnari rétti eins og krókettur og kræklinga. 
Belgum leiðist ekki að fara út að borða og þeir gera miklar kröfur um gæði og hugmyndaflug í matargerðinni. Það skiptir engu hvort veitingastaður er nýopnaður eða á sér langa hefð, ef hann stenst ekki kröfurnar eru dagar hans taldir. Kosturinn er að þar af leiðandi er vandfundinn sá staður þar sem ekki er borinn fram góður matur. 
Í Belgíu mætist fjöldi ólíkra menningarheima og það endurspeglast í matargerðinni. Sem dæmi má nefna að í Brussel einni saman eru yfir tvö þúsund veitingastaðir, svo af nægu er að velja. 


brussel_almennt-4.jpg

 

Lesa nánar um Brussel
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Skoðunarferðir

 • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef BRU

  3 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun