fbpx Cabo Verde - Grænhöfðaeyjar | Vita

Cabo Verde - Grænhöfðaeyjar

Paradís undan ströndum Afríku

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Cabo Verde - Grænhöfðaeyjar

Sól, strendur og lúxuslíf í beinu flugi með Icelandair. 
4. - 13.nóvember 
Fararstjórar:  Draupnir Rúnar Draupnisson og Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir
Nokkrir gistimöguleikar í boði, sjá nánar lista undir gististaðir, neðst á síðu. 

Grænhöfðaeyjar eru á frummálinu kallaðar Cabo Verde eða Cabe Verde. Þessi heillandi eyjaklasi, út af vesturströnd Afríku, samanstendur af 10 eyjum með hvítum sandströndum og glampandi sól nær allan ársins hring.
Gullfallegar óspilltar strendur, framandi dýralíf og sólin sem skín næstum allt árið valda því að eyjunum er oft líkt við Karíbahafseyjurnar og skal engan undra.
Eins og kristaltær sjórinn og drifhvítar sandöldurnar séu ekki nógu sjarmerandi eru þar einnig eldfjöll með gróðurþaktir dalir í næsta nágrenni.  Einnig er hægt að finna heillandi þorp á stangli sem gaman er að skoða.


cabo_verde_sal_midbaer_30.jpg

Gist verður á eyjunni Sal, Cabo Verde
Eyjan Sal, Saltey, sem dregur nafn sitt af saltnámunum á eyjunni, er hvað þekktust fyrir einstakt veðurfar, gestrisni heimamanna og góðan mat. Veðrið er alltaf gott og hitastigið um eða yfir 25 gráðunum allan ársins hring. Eyjarskeggjar taka á móti gestum með bros á vör og það er ekki annað hægt en að heillast af mannlífinu sem er litríkt og lifandi – en fyrst og fremst einstaklega afslappað. 
Portúgalar, sem gerðu eyjuna að nýlendu sinni, nefndu hana upphaflega Llana, eða Sléttuna, en hún hefur verið kölluð Sal, eða Salteyja, frá því á 16. öld. Eyjan varð til í eldsumbrotum fyrir 50 milljónum ára og landslagið er dæmigert eldfjallalandslag sem einkennist af þurrum sléttum en hæsti tindurinn nær 400 metrum. Gylltar sandstrendurnar eiga þó fáa sína líka.  
Þrír bæir eru á Sal, höfuðstaðurinn Espargos, hafnarbærinn Palmeira og Santa Maria, þar sem sandströndin virðist óendanleg og flestir ferðamenn staldra við.
Það sem helst heillar við þessa einstöku eyju er veðurfarið, sólgylltar strendurnar, lífríkið í tærum sjónum og einstakar aðstæður til að stunda vatnasport af öllum gerðum, allan ársins hring. Þeir sem láta sig dreyma um sól og sjó og endalausa næringu á líkama og sál eru á réttum stað. Hér er algjör óþarfi að stressa sig yfir að eyða mörgum dögum í að þjóta út um allar koppagrundir til að sjá allt það sem hægt að sjá. Það tekur aðeins nokkra klukkutíma. Þeir sem hafa unað af afþreyingu sem tengist vatni á einhvern hátt geta líka notið sín í botn. Brimbrettabrun, siglingar, köfun, snorkl, stangveiði, hjólreiðar eða bara rólegar gönguferðir, strandlegur, nudd, jóga og gufuböð eru í boði hvert sem litið er.


cabo_verde_almennt_4.jpg

Veður

Hér nýtur sólar allan ársins hring og hitinn er í kringum 20 til 30°C. Það rignir jú, einstaka sinnum, en sólin hefur yfirhöndina nær allan ársins hring. Yfir hásumarið nær hitinn um 35 gráðum.
Þeir sem hafa gaman seglbrettabruni eða öðru vatnasporti eru í sannkallaðri paradís hér því að vindurinn sem blæs að vetri gerir eyjarnar að fullkominni brettaparadís.
Þeir sem sækjast almennt eftir löngum sólardögum og volgum sjó ættu að una sér vel á Grænhöfðaeyjum. 


cabo_verde_almennt_1.jpg

Afþreying

Cabo Verde lifna við þegar kvöldar, og á það að sjálfsögðu sérstaklega við á hátíðum og háannatímum á þeim stöðum sem eru hvað vinsælastir meðal ferðamanna. Heimamenn eiga sér ríka tónlistarhefð og á háannatímum flæðir lifandi tónlist út úr öllum krókum og kimum á eyjunum. Á stærri eyjunum er næturlífið fjölbreytt og þó nokkrar skemmtilegar hátíðir eru haldnar yfir árið. 
Í Santa Maria er næga afþreyingu að finna, með diskótekum, lifandi tónlist og stöðum þar gestir geta jafnvel fengið að taka lagið. 

Matur

Matargerðin á eyjunum á sér sama uppruna og kreólamál heimamanna og er dásamleg blanda af portúgalskri og afrískri matargerðarlist. Það ætti ekki að koma á óvart að þar eru sjávarréttir í aðalhlutverki, ferskan túnfisk, vartara, skelfisk og kolkrabba er algengt að sjá á matseðlum veitingahúsa og einn vinsælasti hefðbundni rétturinn á Cabo Verde er humarrétturinn lagostada. 
Aðrir hefðbundnir réttir eru til dæmis þjóðarrétturinn cachupa, sem er pottréttur úr heilum maískornum, baunum, kassavarót og kjöti eða fisk, og canja, sem er að megninu til hrísgrjón, borin fram með gómsætri þykkri kjúklingasúpu. 
Dæmigerður morgunverður samanstendur af kúskús, gufusoðnu maísbrauði með hunangi, og kaffi úr baunum ræktuðum á eyjunum. Þeir sem vilja halda sig við eitthvað kunnuglegra fengið sér tosta mista, sem er vesturafríska útgáfan af grillaðri samloku með skinku og osti og er einnig tilvalið sem snarl síðla dags. Þurrkaðir ávextir eru einnig í miklu uppáhaldi hjá eyjaskeggjum og þá oftast bornir fram með geitaosti.
Enginn þarf að hafa áhyggjur af að þjást af þorsta því að listinn yfir hefðbundna drykki heimamanna er þó nokkuð langur, flestir þeirra eru hvort tveggja ljúffengir og áfengir og á það við allt frá rommi unnu úr sykurreyr til léttvínsins manecome. Þekktari tegundir af bjór fást á mörgum veitingahúsum og börum, en af hverju ekki að prófa staðarbjórinn Strela, fyrst þið eruð á annað borð komin alla leið hingað?

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SID

  7,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  CVE$

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun