fbpx Celebrity Beyond | Vita

Celebrity Beyond

Lúxus í Karíbahafi

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Lúxus í Karíbahafi

Celebrity Beyond
20.nóvember -3. desember
Fararstjóri: Kristjana Lilja Wade

Orlando og Ft. Lauderdale, Florida - George Town, Grand Cayman – Orenjestad, Aruba – Willemstad, Curacao – Falmouth, Jamaica – Ft. Lauderdale og Orlando, Flórída

Stutt ferðalýsing
Flogið til Orlando í beinu flugi Icelandair, gist í tvær nætur á hótel The Florida hotel & Conference Center í Orlando áður en ekið er til Ft. Lauderdale þar sem farið er um borð í lúxus skemmtiferðaskipið Celebrity Beyond. Siglt er suður í Karíbahafið og eftir einn dag á siglingu er komið til Grand Cayman. Eftir annan dag á siglingu er komið til Aruba og síðan til Curacao. Síðan er siglt til baka norður til Jamaica, einn dagur á siglingu áður er komið er til Ft. Lauderdale. Eftir siglingu er gist í 2 nætur á The Florida hotel & Comference Center í Orlando fyrir heimferð.

 

Skipið
Celebrity Beyond er þriðja og nýjasta skipið í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fór í jómfrúarferð sína í april 2022. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Beyond eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.

Fluglisti

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI689 20. nóvember Keflavík 17:15 Orlando Int 20:35
FI688 3. desember Orlando int. 17:45 Keflavík  06:05+1

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
22. nóvember Ft. Lauderdale, Flórída   16:00
23. nóvember Á siglingu    
24. nóvember George Town, Grand Cayman 07:00 17:00
25. nóvember  Á siglingu    
26. nóvember Orenjestad, Aruba  11:59 21:00
27. nóvember Willemstad, Curacao 07:00 17:00
28. nóvember Á siglingu    
29. nóvember Falmouth, Jamaica 07:00 16:00
30. nóvember Á siglingu    
1. desember Ft. Lauderdale 07:00  

 

Mánudagur 20. nóvember. Keflavík – Orlando
Flogið er til Orlando síðdegis eða kl. 17:15 og áætluð lending kl. 21:10 á Orlando International flugvellinum. Ekið er með hópinn á the Florida Hotel þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu.


Florida Hotel_3.jpg

Þriðjudagur 21. nóvember, Orlando
Frjáls dagur að njóta á hótelinu sem er við Florida Mall þar sem yfir 160 verslanir eru. Þar er tilvalið að gera góð kaup á Black Friday tilboðum sem eru í hámarki þessa daga. Einnig er mikið úrval veitingastaða í mollinu og allt um kring. Einnig er hægt að njóta í notalegum sundlaugargarði hótelsins.  

 

Miðvikudagur  22. Nóvember,  Orlando  - Fort Lauderdale
Eftir morgunverð er ekið til Ft. Lauderdale og tekur aksturinn liðlega 3 klst , upp úr hádegi er komið að Port Everglades og innritað í skip. Upplagt að nýta sér hádegisverðarhlaðborðið áður en útsýnis er notið í útsiglingunni. Celebrity Beyond leggur úr höfn kl.  16:00


celebrity_edge_rooftopgarden_2.jpg

Fimmtudagur 23. nóvember,   Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Gaman að skrá sig á hin ýmsu námskeið td vínsmökkun , vínpörun mat og drykk eða hvernig á að blanda besta Martini drykkinn.  Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


karibahaf_couplewater.jpg

Föstudagur 24. nóvember - George Town,Grand Cayman
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða skella sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar stingskötur við næsta sandrif.

 

Laugardagur 25. nóvember, Á siglingu.
Dagur á sjó og um að gera að njóta þess að fara í heilsulindina þar sem hægt er að láta dekra við sig, eða jafnvel að taka á því í heilsuræktinni. Njóta dagsins í fallegu umhverfi á Rooftop Garden, sem er einnig einstakt að kvöldi til eða skella sér í sólbað á Reosrt Deck. Á Magic Carpet sem hangir utan á skipinu er bara skylda að stoppa í drykk. Kvöldin eru lífleg og mikið um að vera hvort sem er að njóta á rólegum bar, fara í leikhúsið eða hlusta á góðan jazz á klúbbnum. 


karibahaf_almennt_2.jpg

Sunnudagur 26. Nóvember, Oranjedtad, Aruba
Á hrífandi fagurri suðurströnd Arúba stendur höfuðstaður eyjunnar, Oranjestad. Útskornar hurðir í bland við hefðbundnar hollenskar flísar og opnar verandir á marglitum, reisulegum húsunum ljá þessum gamla hollenska höfuðstað eyjunnar einstaklega sjarmerandi blæ. Hér mættust ólíkir siðir og venjur frumbyggjanna og hollensku nýlenduherranna og til varð einstaklega heillandi samfélag. Þeir sem heimsækja eyjuna í dag geta notið þess besta úr báðum menningarheimum auk þess að njóta fegurðar strandlengjunnar og frábærra aðstæðna til köfunar.
 


curacao_karibahaf_3.jpg

Mánudagur 27. Nóvember, Willemstad, Curacao
Curacao er stærst eyjanna sex sem mynda Hollensku Antillaeyjar. Eyjan fékk sjálfstæði frá Hollandi árið 1954 en hollensk áhrif eru enn mjög áberandi í menningu og byggingarstíl Willemstad. Þegar olíuiðnaðurinn blómstraði á Curacao í upphafi síðustu aldar fluttu verkamenn með fjölskyldur sínar frá meira en 50 löndum til eyjunnar svo að úr varð einstaklega líflegt og fjölbreytilegt samfélag. Enginn ætti að láta tækifærið til að njóta alls þess sem fyrir augu og eyru ber á þessum einstaka áningarstað fram hjá sér fara.

 

Þriðjudagur 28. nóvember, á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Jamaica. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ra rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


jamaica_karibahaf_shutterstock_1.jpg

Miðvikudagur  29. nóvember, Falmouth, Jamaica
Falmouth er sérstaklega aðlaðandi staður, en hann gegndi stóru hlutverki í þeim félagslegu breytingum sem áttu sér stað á nýlendutíma Englendinga. Í dag njóta gestir hins fallega georgíska arkitektúrs sem einkennir margar byggingar í Falmouth. Mikið er um handgerða hluti úr smiðju innfæddra sem hægt er að versla á mörkuðum auk alls kyns afþreyingar sem er í boði. Falmouth býður gestum upp á það allra besta af norðurhluta Jamíka. 

Fimmtudagur 30. Nóvember,  á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.
 


orlando_florida.jpg

Föstudagur 1. desember, Ft. Lauderdale – Orlando
Snemma að morgni leggst Celebrity Beyond að bryggju í Ft.Lauferdale. Eftir morgunverð er farið í land og bíður rúta eftir hópnum og er ekið til Orlando, tekur aksturinn um 3 klst. Tékkað inn á Florida Hotel & Conference Center þar sem gist er síðustu 2 næturnar í ferðinni.


the_florida_hotel_and_conference_garden.jpg

Laugardagur 2. desember – Orlando
Dagsins notið í Orlando. Florida Hotel & Conference Center er sambyggt Florida mall, þar sem er innangengt er í um 160 verslanir. Á hótelinu er einnig ágætis sundlaugargarður þar sem hægt að njóta góða veðursins, svo ekki sé talað um alla þá fjölmörgu skemmtigarða sem eru í Orlando.


the_florida_hotel.png

Sunnudagur 3. Desember – heimferð
Upp úr hádegi er ekið upp á flugvöll.
Flogið í beinu flugi heim til Íslands. Áætluð brottför er kl. 17:15 og lending í Keflavík  06:05 að morgni 4. desember

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef MCO

    8 klst

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    $

    Dollar

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun