fbpx Dubai - Abu Dhabi - Ras Al Khaimah | Vita

Dubai - Abu Dhabi - Ras Al Khaimah

Beint flug með Icelandair

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Dubai, Abu Dhabi & Ras Al Khaimah

Ævintýraferð í beinu leiguflugi.
4. - 13. febrúar

Fararstjórar: Draupnir Rúnar Draupnisson og Þóra Valsteinsdóttir 

Þægilegt loftslag, flottar strendur, stórkostlegur arkitektúr, glæsihótel, dýrindis matur, flottustu verslunarmiðstöðvar í heimi, svakalegar sandöldur og ótrúlega fjölbreytt afþreying eru meðal þess sem Sameinuðu arabísku furstadæmin bjóða uppá. Einstök upplifun allt frá eyðimerkur safarí til dansandi gosbrunna við hæstu byggingu í heimi.  Upplifðu hlýja arabíska gestrisni og stoltar hefðir á þessum framandi slóðum sem mynda ógleymanlega menningu landsins.   

Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sambandsríki sjö furstadæma á suðausturhorni Arabíuskagans. Furstadæmin eru Abu Dhabi, Dubai, Ras Al Khaimah, Sharjah, Ajman, Umm al-Qaiwain og Fujairah. Abu Dhabi er höfuðborgin en í Dubai búa flestir og er landið fimmtungi minna en Ísland eða tæpir 84.000 ferkílómetrar að stærð.  Um tíu milljónir búa í landinu en voru innan við hundrað þúsund árið 1963. Landamærin eru að Óman og Sádí-Arabíu og ströndin að Persaflóa og er arabíska tungumálið og íslam opinber trúarbrögð. Loftslagið notalegt og einkennist af hlýjum þægilegum vetrum en heitum sumrum.  

Í boði eru 5 mismunandi pakkar:
9 nætur í Dubai
9 nætur í Abu Dhabi
9 nætur í Ras Al Khaimah
4 nætur í Dubai og 5 nætur í Abu Dhabi (akstur frá Dubai til Abu Dhabi er innifalinn)
4 nætur í Dubai og 5 nætur í Ras Al Khaimah (akstur frá Dubai til Ras Al Khaimah er innifalinn)

Dubai og Abu Dhabi eru vinsælustu borgirnar og hafa verið leikvöllur hinna ríku og frægu undanfarin ár með sín flottu lúxushótel, heimsklassa veitingastaði, æðislegar strendur, flottustu verslunarmiðstöðvar í heimi og fjölmarga skemmtilega menningarviðburði á meðan Ras Al Khaimah er hinn fullkomni staður til að kúpla sig út og njóta í kristaltærum sjónum á 64 kílómetra langri strandlengjunni. Lúxusinn er allsráðandi og alþjóðlegur blær einkennir landið en um leið upplifir maður áhugaverða arabíska menningu og sögu í heimsókn sinni á þessar spennandi slóðir og inn á milli má finna gamla vel varðveitta borgarhluta sem svífa með mann aftur í tímann í huganum.   

Dubai er glitrandi heimsklassaborg sem aldrei sefur og var lítið sjávarþorp fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan og er af mörgum talin ein mest spennandi borg heims. Hæsta bygging í heimi, stærsta og flottasta verslunarmiðstöð í heimi, svo mætti lengi telja og það er mikill metnaður í Dubai að hafa allt stærst, mest og best í þessari í kyngimögnuðu borg sem aldrei sefur og er paradís fyrir þá sem sækja í stórborgarlíf. Íbúarnir eru um þrjár milljónir af nærri 200 þjóðernum og er borgin ein sú dýrsta í heimi að búa í og meðal annars þekkt fyrir sínar manngerðu eyjar. Stórfenglegar byggingar, æðisleg strandlengja, líflegt og fjölbreytt skemmtanalíf og fallega eyðimörkin nálægt gera borgina spennandi heim að sækja og ein vinsælasta afþreyingin í Dubai er að versla og endalaust mikið af hágæða verslunum. Þótt flestir sæki í stuðið og orkuna sem einkennir Dubai er einnig hægt að vera í afslöppun við sundlaugina, í lygnum sjónum við ströndina, skella sér í golf eða njóta kyrrðarinnar út í eyðimörkinni.  

Meðal þekktustu kennileitanna í Dubai eru Burj Khalifa, sem er hæsta bygging í heimi með stórkostlegum dansandi gosbrunni fyrir framan, Burj Al Arab sem er af mörgum talið fallegasta hótel í heimi og Dubai Mall sem er stærsta verslunarmiðstöð í heimi. Dubai safnið, Bastakiya sem er sögulegt gamalt svæði og oft kallað Gamla Dubai. Dubai Creek og Jumeirah moskan svo eitthvað sé nefnt.  

 

Abu Dhabi er höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna og næststærsta borgin.  Íbúar þar eru um ein og hálf milljón og er borgin oft metin sem auðugasta borg í heimi en hún er miðstöð fjármála, bankastarfsemi og menningar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einnig Miðausturlöndum. Abu Dhabi furstadæmið er mun íhaldssamara heldur en Dubai og hafir þú áhuga á að upplifa ekta múslímska menningu í bland við heimsklassa alþjóðlega borg þá er þetta rétti staðurinn og einnig fyrir þá sem vilja flýja mannfjöldann í Dubai en talsvert minna  er af vestrænum ferðamönnum þar á stjá. Abu Dhabi hefur laðað að sér fjölda ferðamanna undanfarinn áratug og hefur allt sem þú þarft, státar m.a. af áhugaverðum stöðum eins og stórfenglegu Sheikh Zayed-moskunni, helsta kennileiti borgarinnar, Louvre safninu sem er stærsta listasafnið á Arabíuskaganum og Ferrari World sem er fyrsti skemmtigarðurinn í heiminum undir merkjum Ferrari svo eitthvað sé nefnt. Einnig er Abu Dhabi með fallega strandlengju, mikið úrval af verslunum og ljúffengum veitingarstöðum og stutt að skella sér í eyðimerkursafarí.  

 

Ras Al Khaimah - Viltu slökun í lúxus umhverfi eða þétta dagskrá af afþreyingu, hvort sem er þá mun Ras Al Khaimah gleðja þig. Með yfir 7.000 ára heillandi sögu og menningu er Ras Al Khaimah hin fullkomna paradís frá daglegu lífi til að slaka á í sól og notalegu veðri.  Borgin býður upp á stórkostlega 64 kílómetra strandlengju, fallegt og fjölbreytt landslag og er stutt í eyðimörkina í spennandi eyðimerkursafarí. Ras Al Khaimah er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Dubai og búa þar tæplega fjögurhundruð þúsund manns. Ras Al Khaimah býður upp á mikið úrval af afþreyingu og má finna eitthvað fyrir alla, kameldýra kapphlaup, lengstu aparólu í heimi og allt frá nuddi í afslappandi heilsulind til fjörugra vatnsíþrótta í grænbláa sjónum við Persaflóa. Glæsilegar verslunarmiðstöðvar og gómsætir veitingastaðir eru í Ras Al Khaimah og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þessu nyrsta furstadæmi Sameinuðu furstadæmanna.   

 

 

 

 

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Kynningar- myndband

 • Skoðunarferðir

 • Hagnýtar upplýsingar

 • Flogið með Icelandair

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef RKT

  10,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  AED

  UAE Dirham

  Gengi

 • Rafmagn

  220V

 • Bjórverð

  45 AED

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun