fbpx Dubai, Óman og Arabísku furstadæmin | Vita

Dubai, Óman og Arabísku furstadæmin

Dulúð Arabíuskagans

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling Dubai, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmin 

Jewel of the Seas 
22. feb  - 5. Mars 2020
Fararstjóri Lilja Jónsdóttir

Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmin – Khasab og Muscat, Óman  -  Abu Dhabi, Sir Bani Yas og Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmin

Stutt ferðatilhögun
Ferðin hefst  22. febrúar og flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar kl. 07:45. Eftir stutt stopp er haldið áfram til Dubai með Emirates, áætluð lending í Dubai er kl. 23:45. Þá er ekið beint á hótel. Næsti morgun er rólegur og frjáls en seinni partinn er farið í eyðimerkurferð með kvöldverði.
Þann 24. febrúar er farið í Jewel of the Seas sem liggur við bryggju í Dubai, en það siglir ekki fyrr en daginn eftir.
Siglt af stað og komið til Khasab og Muscat í Óman. Síðan er einn dagur á siglingu áður en siglt er inn flóann aftur og til Abu Dhabi og Sir Bani Yas sem er lítil eyja sem tilheyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Í Dubai er gist í þrjár nætur áður en haldið er heim á leið.

Flugið

Flug Dags Brottför kl. Áfangastaður kl
FI 204 22.febrúar Keflavík 07:45 Kaupmannahöfn 11:55
EK 152 22.febrúar Kaupmannahöfn 14:20 Dubai 23:45
EK 159 5. mars Dubai 07:45 Osló 12:00
FI 319 5. mars Osló 12:50 Keflavik 14:55

 

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður  Brottför  Koma
24.febrúar Dubaí, Arabísku furstadæmunum    
25.febrúar Dubaí, Arabísku furstadæmunum   17:00
26. febrúar Khasab, Óman 07:00 17:00
27. febrúar Muscat, Óman 09:00 19:00
28. febrúar Á siglingu    
29. febrúar Abu Dhabi, Arabísku furstadæmunum 08:00 20:00
1. mars  Sir Bani Yas, Arabísku furstadæmunum 08:00 17:00
2. mars Dubai, Arabísku furstadæmunum 06:00  

dubai_stodmynd_sigling.jpg

Laugardagur 22. febrúar   Keflavík -  Dubai
Flogið er til Kaupmannahafnar með Icelandair kl 07:40 að morgni 22. Febrúar og eftir stutt stopp er haldið áfram með  Emirates til Dubai kl. 14:20 og lending kl. 23:45 að staðartíma. Rúta kemur á flugvöllin og ekur hópnum á hótel Elite Byblos í Dubai þar sem gist er næstu tvær nætur.


dubai_sigling.jpg

Dubai
Þeir sem sækja Dubai og Sameinuðu arabísku furstadæmin heim heillast gjarnan af landslaginu, sögu svæðisins og öllu því sem löndin hafa að bjóða.
Svæðið verður sífellt vinsælla meðal ferðamanna sem sækja í lúxus. Þar er fjölmargt að skoða og ýmis afþreying í boði.
Í Mall of Emirates, verslunarmiðstöðinni í Dubai, eru yfir 200 verslanir og innanhúss-skíðabrekka, hvort sem þú trúir því eður ei.
Til að upplifa það besta sem Dubai hefur að bjóða þarf helst að fara í strandbæinn Jumeirah. Þar er að finna eitt glæsilegasta hótel veraldar - með heilar sjö stjörnur - og hina fögru Jumeirah mosku, eina af fáum moskum sem opnar eru öðrum en múslimum.


dubai_sigling_jumeirah_grand_mosque_2.jpg

Verslað í Dubai
Dubai er á góðri leið með að verða mekka þeirra sem njóta sín best við að versla. Sjáðu það fyrir þér: Að morgni ferðu í Mall of Emirates - gríðarstóra verslunarmiðstöð með yfir 200 verslanir, leikhús og veitingastaði. Kannski læturðu eftir þér að fara nokkrar ferðir í innanhúss-skíðabrekkunni. Um miðjan daginn röltirðu um kryddmarkað (souk) og kaupir alls kyns krydd hvaðanæva að frá Mið-Austurlöndum, beint úr sekkjunum. Undir kvöldmat liggur leiðin á gullmarkaðinn, einn stærsta gullmarkað heims. Sennilega er best að flýta sér hægt - þú ert enn ekki farin/n að skoða fegurstu persnesku teppi sem finnast utan Íran. En hafirðu í huga að kaupa teppi skaltu kynna þér málið vel fyrir ferðina og setja þig í stellingar til að semja um verðið.


dubai_sigling_muscat_oman_3.jpg

Bragðað á kræsingum
Fjölbreytt og merk menning Dubai kemur skemmtilega fram í mat svæðisins, sem er hræringur af því besta frá Persaflóa, Arabalöndum og Mið-Austurlöndum. Hvort sem þú horfir í verðið eður ei finnurðu veitingastaði sem gleðja jafnvel mestu matgæðinga. En hvert sem þú ferð skaltu ekki gleyma að prófa einn vinsælasta rétt Dubai - Shawarma samlokuna.

Ferðatilhögun

Sunnudagur 23. febrúar. Dubai
Morguninn frjáls og í eftirmiðdaginn er haldið í eyðimörkina. Þessi ferð gefur þér möguleika á að upplifa gyllta sandhóla í fjórhjóladrifnum bílum og þeysa um sandöldurnar eins og að sitja í rússibana.
Stoppað er á hæsta sandhóli til að dást að sólarlaginu og taka nokkrar stórkostlegar myndir. Síðan er haldið til tjaldbúða hirðingja sem eru staðsettar í miðri eyðimörkinni. Hér getur þú prófað bæði hönnun í náttúrulegum litum sem og annan klæðnað og útbúnað sem notaður er á svæðinu. Þú getur einnig farið á bak á kameldýri og prófað að reykja vatnspípu. Til þess að skapa hið raunverulega arabíska andrúmsloft þá sýnir töfrandi magadansmær listir sínar og endað á að  borðaður er gómsætur BBQ (grillmatur).


dubai_desert_safari.jpg

Mánudagur 24. febrúar. Dubai – Jewel of the Seas
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið sem leið liggur að bryggju þar sem Jewel of the Seas liggur og tékkað inn í skipið.  
Fyrstu nóttina liggur Jewel við bryggju í Dubai og hægt er að fara aftur frá borði um kvöldið ef þess er óskað. 


jewel_of_the_seas_royal_caribbean_26.jpg

Þriðjudagur 25. febrúar. Dubai – Jewel of the Seas
Frjáls dagur á skipinu eða einnig hægt að fara inn í borg.  Skipið leggur frá bryggju kl. 17:00 og siglir áleiðis til Óman.


jewel_of_the_seas_royal_caribbean_22.jpg

Miðvikudagur 26. febrúar.  Khasab, Óman
Efst á Musandam skaganum er Khasab, lítill og krúttlegur bær sem kúrir sig í grófu landslaginu. Bærinn virðist næstum vera í kremju á milli hrikalegra fjallanna. Hér er gaman að fara í kajakferð frá höfninni og skoða firði Oman, hvernig klettarnir gnæfa yfir fallegar víkur og kristalstæran hafflötinn. Mikilvægt er að skoða Khasab kastalann sem byggður var af Portúgölum á 17. öld. Inni í honum er safn sem gefur innsýn í líf Oman á þessum tíma. Síðan er gaman að skoða sig um í litlum verslunum á hefðbundnum markaðnum eða souq í miðju bæjarins. Að lokum er gott að enda daginn með afslöppun á Khasab ströndinni eða að fara í bátsferð á dhow eða seglbát og kíkja á höfrungana sem halda til á þessum slóðum.


dubai_sigling_khasab_oman_2.jpg

Fimmtudagur 27. febrúar. Muscat, Óman
Þó Muscat sé ein elsta borg Mið-Austurlanda - frá annarri öld f.Kr. - hefur hún aðeins verið aðgengileg ferðamönnum í örfáa áratugi.
Þar er að finna snyrtilega og fallega almenningsgarða, langar óspilltar strendur og virkisgröf sem umlykur svæðið. Konungsríkið Óman hefur augljóslega unnið að því hörðum höndum að saga borgarinnar fái að njóta sín og tryggja öryggi borgara og ferðamanna.
Við mælum sérstaklega með kastölunum Al Jalali og Al Mirani, sem standa í fjallshlíð og sagan segir að hafi verið notaðir sem fangelsi meðan landið var undir yfirráðum Portúgala á 16. öld.
Þeim hefur síðan verið breytt í söfn sem þjóðarleiðtogar og kóngafólk sækja heim. Og það er vissara að gleyma ekki myndavélinni - útsýnið frá þeim er óviðjafnanlegt!


dubai_sigling_muscat_oman_1.jpg

Föstudagur 28. febrúar. Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


jewel_of_the_seas_royal_caribbean_3.jpg

Laugardagur 29. febrúar. Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmin
Abu Dhabi er hið stærsta af furstadæmunum sjö, og nær yfir rúm 80% af landsvæði furstadæmanna. Þar er að finna rólegar strandir, vinjar í eyðimörkinni og eitthvað fjörugasta borgarlíf furstadæmanna. Það er erfitt að trúa því að öldum saman var Abu Dhabi rólegt þorp þar sem íbúarnir höfðu viðurværi sitt af fiskveiðum og perlum, en eftir tilkomu olíunnar hefur höfuðborgin orðið einhver sú ríkmannlegasta og öruggasta í heimi.
Til að fá smjörþef af sögu Mið-Austurlanda er gott að skoða Qasr al-Hosn höllina, elstu steinbyggingu í Abu Dhabi. Upprunalega var þar varðturn til verndar eina ferskvatnsbrunni borgarinnar, en síðar reis þar höll. Allt fram til ársins 1966 var höllin opinbert heimili leiðtoga landsins, en þá var hún gerð upp og opnuð almenningi. Höllin er almennt kölluð Hvíta Virkið, þó hvítt yfirbragðið sé tiltölulega nýtilkomið, en það er frá endurbótum sem gerðar voru á höllinni á 9. áratugnum.


dubai_sigling_abu_dhabi_turn_2.jpg

Sunnudgaur 1. mars. Sir Bani Yas, Sameinuðu arabísku furstadæmin
Sir Bani Yas er best þekkta eyjan af Eyðimerkureyjunum (e. Desert Islands) sem liggja rétt utan við strandlengju Abu Dhabi. Eyjan er stútfull af ríkidæmi Mið-Austurlanda þegar kemur að landslagi og dýralífi. Hún var gerð að þjóðgarði á 8. áratugnum og er algjör útivistarparadís. Skemmtilegt er að fara í jeppasafarí í Arabian Wildlife Park en þar gefst tækifæri til að sjá sum af þeim 10.000 dýrum sem búa á svæðinu, til dæmis gíraffa, strúta og gasellur. Einnig er gaman að kíkja á Sir Bani Yas hesthúsin en þaðan er hægt að fara í reiðtúr meðfram strandlengjunni og njóta stórbrotins útsýnis út á Persaflóa. Í Sir Bani Yas er þar að auki hægt að stíga inn í fornsöguna með því að heimsækja fornleifauppgröft á kirkju og klaustri frá 7. öld sem uppgötvaðist á svæðinu árið 1992.


dubai_sigling_sir_bani_yas_2.jpg

Mánudagur 2. mars. DubaiSameinuðu arabísku furstadæmin
Eftir morgunverð er tékkað út úr skipinu og farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina. Í þessari ferð sérð þú bæði gamla og nýja Dubai. Það verður farið á ýmsa markaði eins og krydd-, fiski-, ávaxta- og grænmetis markaði sem og gull souk (Gull markaður). Á Bastakia svæðinu sjáið þið hina hefðbundnu Wind Towers og hið gamla Rahidi Fort, sem í dag er sögulegt safn í Dubai.
Það verður stoppað til að taka myndir af Jumerirah Moskunni, sem byggingalega séð er eitt af undrum veraldrar.
Eftir ferðina er farið beint á hótel Elite Byblos þar sem gist er í 3 nætur.


dubai_sigling_abu_dhabi_turn_1.jpg

Þriðjudagur 3. og miðvikudagur 4. mars. Dubai   
Tveir dagar til að njóta í borginni. Lilja fararstjóri býður upp á skemmtilega daga.


dubai_sigling_almennt_1.jpg

Fimmtudagur 5. mars. Heimferð
Flogið með Emirates til Osló kl. 07:45  og eftir rétt um klukkustundar stopp í Osló er haldið heim til Keflavíkur með Icelandair og áætluð lending er kl. 14:55

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld.

Hafa samband
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef DXB

  10

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun