Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem VITA er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð á milli gesta.
Ekki að undra að það sé vinsælt að heimsækja Edinborg aftur og aftur þar sem einungis tekur um 2 tíma að fljúga, hagstætt er að versla og einstaklega gaman að sækja frændur vora Skota.
Höfuðborg Skotlands
Edinborg er höfuðborg Skotlands og þar búa um 500 þúsund manns. Edinborg er auðveld borg að heimsækja og hefur hún oft á tíðum verið valin besta borg að búa í. Heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur Edinborgarkastalinn eru stolt borgarbúa. Kastalinn gnæfir einmitt hátt yfir borgina á Castle Rock. Frá kastalanum niður að Holyrood-höll liggur hin fallega gata Royal Mile. Ber gatan nafn með rentu þar sem farið var með meðlimi konungsfjölskyldunnar í hestvögnum míluvegalengd frá kastala að höllinni.
Við götuna eru fallegar byggingar, söfn, verslanir, veitingahús og bari sem gaman er að kíkja inná. Á milli gamla og nýja bæjarins er Princes Garden sem er iðar af lífi, en þar má sjá hina frægu blómaklukku.
Princes Street
Aðal verslunargata bæjarins, þar er að finna allar helstu og vinsælustu verslanir Bretlands og í götunum í kring er mikið úrval af veitingahúsum og börum og þá sérstaklega við Rose Street en þar er að finna um 50 pöbba.
Af nógu er að taka í menningarlífinu enda alltaf eitthvað í gangi í borginni og mikið úrval af söfnum og er ókeypis í flest þeirra.
Í borgarferð í Edinborg ættu finna allir að finna eitthvað við sitt hæfi, enda Skotar einstaklega vingjarnlegir og góðir heim að sækja.
Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem VITA er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð á milli gesta.
Ekki að undra að það sé vinsælt að heimsækja Edinborg aftur og aftur þar sem einungis tekur um 2 tíma að fljúga, hagstætt er að versla og einstaklega gaman að sækja frændur vora Skota.
Höfuðborg Skotlands
Edinborg er höfuðborg Skotlands og þar búa um 500 þúsund manns. Edinborg er auðveld borg að heimsækja og hefur hún oft á tíðum verið valin besta borg að búa í. Heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur Edinborgarkastalinn eru stolt borgarbúa. Kastalinn gnæfir einmitt hátt yfir borgina á Castle Rock. Frá kastalanum niður að Holyrood-höll liggur hin fallega gata Royal Mile. Ber gatan nafn með rentu þar sem farið var með meðlimi konungsfjölskyldunnar í hestvögnum míluvegalengd frá kastala að höllinni.
Við götuna eru fallegar byggingar, söfn, verslanir, veitingahús og bari sem gaman er að kíkja inná. Á milli gamla og nýja bæjarins er Princes Garden sem er iðar af lífi, en þar má sjá hina frægu blómaklukku.
Princes Street
Aðal verslunargata bæjarins, þar er að finna allar helstu og vinsælustu verslanir Bretlands og í götunum í kring er mikið úrval af veitingahúsum og börum og þá sérstaklega við Rose Street en þar er að finna um 50 pöbba.
Af nógu er að taka í menningarlífinu enda alltaf eitthvað í gangi í borginni og mikið úrval af söfnum og er ókeypis í flest þeirra.
Í borgarferð í Edinborg ættu finna allir að finna eitthvað við sitt hæfi, enda Skotar einstaklega vingjarnlegir og góðir heim að sækja.
Hér getur þú kynnt þér helstu upplýsingar fyrir ferð:
Flugvöllur:
Glasgow International Airport. Flogið er í áætlunarflugi Icelandair til Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar.
Flug:
Flugið tekur u.þ.b. 2 klukkustundir.
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg og er mest 158cm á lengd, ef flogið er á almennu farrými.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli í Glasgow og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum í Glasgow til Edinborgar er um 60 mínútna akstur. Miðað er við lámark 15 manns til að pöntuð sé rúta.
Ef færri fara, er farið með leigubíl frá Glasgow flugvelli að lestarstöðinni Queen Street og lestin tekin til Edinborgar. Hún stoppar á Waverly Station og þaðan er hægt að ganga eða taka leigubíl á hótelið.
Leigubíll frá flugvelli að Queen Street Station kostar u.þ.b.25 pund (tekur 2 til 4).
Fargjald með lestinni kostar u.þ.b. 15 pund. Þá er kostnaður sá sami og ef rútan er tekin, m.v. að 4 séu saman í leigubíl.
Leigubíll frá lestarstöðinni í Edinborg að hótelum er ekki innifalinn í því verði, og þeir sem þurfa að taka bíl gera það á eigin kostnað.
Tímamismunur:
Frá 26. október til 30. mars er Edinborg á sama tíma og Ísland, en frá 30. mars til 25. október eru Edinborg einum tíma á undan klukkunni á Íslandi.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort. Nota þarf PIN-númer á allar greiðsluvélar. Þetta á við bæði um verslanir og veitingastaði.
Samgöngur:
Hótelin sem VITA býður upp á eru mjög vel staðsett með tilliti til verslunar og þjónustu svo það er lítið um að farþegar ferðist öðruvísi um borgina en fótgangandi en að sjálfsögðu er auðvelt að ná sér í leigubíl fyrir þá sem það þurfa.
Þjórfé:
Það er hefð að gefa c.a 10% í þjórfé t.d á veitingastöðum og í leigubílum. Ekki þykir nauðsynlegt að gefa þjórfé á börum þar sem aðeins eru framreiddir drykkir en þar má oft sjá krukkur eða önnur ílát sem viðskiptavinir geta skilið eftir þjórfé hafi þeir áhuga á því.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin.
Farþegum VITA stendur til boða að bóka skoðunarferðir:
Borgarferð
Dagsetningar auglýstar innan skamms
Leggjum af stað frá hótelinu í Edinborg klukkan 09:00 að morgni í skemmtilega borgarferð um miðbæ höfuðborgar Skotlands. Verður komið við á fjölda áhugaverðra staða þar sem að spennndi sögur fylgja hverjum og einum þeirra á leið okkar um gölmu borgina yfir á Grassmarket þar sem rík saga þeirra í Edinborg drýpur af hverju strái. Höldum svo áfram yfir í nýja bæinn um hið rómantíska Dean Village með stoppi hjá the Royal Botanic Garden áður en við stöldrum við í London Street þar sem að Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld bjó er hann samdi lagið við Þjóðsöng okkar Íslendinga; Ó, guð vors lands. Þegar við erum búin í London Street höldum við aftur af stað framhjá Scott Monument, minnisvarða Sir Walter Scott, einu frægasta kennileiti Edinborgar áður en höldum í hina undirfögru Palace of Holyroodhouse til þess að upplifa frá fyrstu hendi hið sögufræga umhverfi bresku konungsfjölskyldunnari í Edinborg. Þegar við erum búin í Holyrood höldum við af stað um hina heimsfrægu Royal Mile í átt að Edinborgarkastala, þar verður fólki boðið upp á að fara á eigin vegum í kastalann og endar ferðin þar fyrir þá sem það kjósa. Annars höldum við áleiðis aftur á hótelið og er áætluð koma þangað eigi síðar en klukkan 12:00.
Brottför: kl.: 09:00
Verð: 6.900 krónur
Innifalið: Akstur og íslensk fararstjórn.
Menningar & skemmtiferð í nágrenni Edinborgar - the Forth Bridge - the Old Course - St Andrews Gin - V&A Dundee & góð stemmning
Dagsetningar auglýstar innan skamms
Leggjum af stað frá hótelinu í Edinborg klukkan 09:00 að morgni áleiðis til “the Ferry” eða Queensferry eins og bærinn heitir til að upplifa brýrnar þrjár yfir the Firth of Forth; the Queensferry Crossing, the Forth Road Bridge & the Forth Bridge, sem í dag er á World Heritage Site verndarlista UNESCO; sjón er sögu ríkari. Höldum svo áleiðis til hinnar margrómuðu og heimsfrægu St Andrews þar sem að við munum koma við hjá þeim í Kingsbarns Distillery í Gin kynningu og smökkun, spennandi upplifun og góð stemmning, frábær verslun með eitthvað skemmtilegt fyrir alla. Eftir Kingsbarn munum við aka framhjá University of St Andrews, fyrsta háskóla Skotlands stofnaðan árið 1413, til að berja hann augum og í kjölfarið koma við á the Old Course “mekka” golfsins. Eftir St Andrews stöldrum við í snæðing hjá þeim í the V&A, glæsilegu nýju hönnunarsafni þeirra í Dundee, þar ættu allir að finna eitthvað gott við sitt hæfi að borða og upplifa frábært safn og menningu þess. Að því loknu höldum við aftur á hótelið okkar í Edinborg til að vera komin þangað milli kl. 16:00 og 17.00. Brottför kl. 9:00
Lengd ferðar: 7-8 klst.
Verð: 11.900 kr.
Innifalið: Akstur, Gin kynning & smökkun í Eden Mill St Andrew og íslensk fararstjórn.
Máltíð er ekki innifalinn og greiðir hver fyrir sig á staðnum.
Það er einstaklega hagkvæmt og þægilegt er að versla í Edinborg:
Verslanir
Helstu verslunargötur í Edinborg eru Princes Street, North Bridge, George Street og Royal Mile.
Helstu verslunarmiðstöðvar í miðborginni eru Princes Mall við Princes Street, St.James Centre, sambyggt Thistle hótelinu. Harvey Nichols – ný og dýr verslun við St. Andrews Square. Argos vörulistinn býður upp á margvíslegar vörur á góðu verði og er staðsettur á North Bridge
Margar verslunarmiðstöðvar eru í úthverfum Edinborgar. t.d. Fort Kinnaird í New Craighall. Þar eru m.a. verslanir eins og Mothercare, Toys´r´us, Argos Superstore, Evans, Top Shop, Topman, Burtons, Laura Ashley, Dorothy Perkins, Adams, og margar fleiri. Allt mjög stórar verslanir og þægilegt að versla. Hægt er að taka þangað strætó nr: 30 af stoppistöð á North Bridge, opið til kl: 20:00 og 18:00 um helgar.
Ocean Terminal – Nýleg verslunarmiðstöð í Leith – Allt undir sama þaki. Upplagt að skoða nýja bryggjuhverfið í leiðinni, eða rifja upp Gullfoss árin og jafnvel kíkja á Britannia – Drottningar skipið sem nú er safn. Strætó nr: 22 á Princes Street og nr. 35 á Royal Mile.
Slater Menswear sem er stærsta herrafataverslun í heimi,hefur opnað verslun í Edinborg við George street. Verð þar er ca. 20-30% lægra en annars staðar.
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
Edinburgh and Scotland Information Centre
3 Princes Street,
Edinburgh, EH2 2QP
Sími: (00131) 845 22 55 121
Mjög vinsælt 3ja stjörnu hótel við aðal verslunargötuna í Edinborg Princes street í hjarta borgarinna. Frá veitingastað hótelsins og herbergjum sem snúa að götunni er einkar fallegt útsýni að Edinborgar kastala og lystigarðinum Princes garden. Hótel hét áður Ramada Jarvis Mount Royal.
Gestamóttaka , veitingastaður og bar eru á 2 hæð, en hægt er að taka lyftu frá jarðhæðinni. Veitingastaðurinn er vel þekktur í borginni bæði fyrir fyrirtaks mat og svo er útsýni alveg einstakt að kastalanum. Allt í kringum hótelið eru verslanir og gegnt Mount Royal er lítil verslunarmiðstöð með búðum og kaffihúsum. Ýmsir ferðamannastaðir eru í göngufæri og má þar nefna smáverslanir við George Street, pubbarnir í Rose Street og næturlífið í Grassmarket.
Tvær gerðir eru af herbergjum. „Standard herbergi snúa að bakhlið hótelsins og svo herbergi með útsýni að kastalanum, sem eru dýrari. Kastalaherbergi eru öll uppgerð og með flatskjá. Öll herbergin eru ágætlega rúmgóð með sjónvarpi, kvikmyndarásum, nettengingu og buxnapressu. Á herbergjunum er einnig hárþurrka og bakki með hraðsuðukönnu, te og kaffi.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 89 km frá Glasgow flugvelli
Miðbær: Í miðbænum
Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
Veitingastaðir
Aðgengi fyrir fatlaða
Bar
Gestamóttaka
Lyfta
Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Mjög fallegt og þægilegt hótel á frábærum stað í hjarta borgarinnar, 10 - 12 mínútur frá Princes Street og Waverly-lestarstöðinni. Hótelið var opnað árið 2016.
Í hótelinu eru 240 vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma einn eða tvo fullorðna og fjölskylduherbergi sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru nútímalegar en jafnframt hlýlegar, viður er áberandi með ljósum og grænbláum litum. Teppi eru á gólfum. Hér skortir ekkert á nútímaþægindin, alls staðar er ókeypis þráðlaus háhraðanettenging, sími, 32 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, loftkæling og kynding, lítill ísskápur, aðstaða til að laga kaffi og te, straujárn og strauborð. Öryggishólf gegn gjaldi. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka og Nirvae Botanicals baðvörur.
Hægt er að velja um morgunverð af hlaðborði eða aðeins heita rétti eða kalda og þá er sérstakur valkostur fyrir þá sem eru á hraðferð og hafa ekki tíma til að setjast niður. Á veitingastaðnum The Lantern Room er lögð áhersla á bæði staðbundna og alþjóðlega rétti, ávallt úr ferskasta hráefni í boði. Þar er afslappað andrúmsloft og það sama má segja um Lantern barinn og kaffihúsið þar sem hægt er að fá kökur jafnt sem koníak og aðra ljúffenga drykki.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, með nýjum tækjum og lóðum.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og starfsfólk aðstoðar við miðakaup og ferðaupplýsingar.
Courtyard by Marriott er nýtt hótel á frábærum stað í hjarta Edinborgar. Aðeins tekur 10 – 12 mínútur að ganga að Waverly-lestarstöðinni og það sama gildir um Princes Street verslunargötuna þar sem þekktar verslanakeðjur og sérverslanir standa í röðum. Fjöldi veitingahúsa og bara er í næsta nágrenni við hótelið og auðvelt er að komast með almenningssamgöngum að þeim kennileitum sem ekki eru í göngufæri.
Leonardo Royal Haymarket er heillandi hótel á góðum stað í hjarta þessarar sögufrægu höfuðborgar Skotlands, Edinborg. Hótelið er á rólegum stað en þó aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá öllu því helsta í iðandi borgarlífinu. Jafnframt er stutt í helstu samgöngur frá hótelinu.
Á hótelinu eru 282 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð. Þau eru innréttuð í notalegum breskum stíl. Veggirnir eru skreyttir fallegum málverkum og ljós viðarhúsgögn, fallegt gólfteppi og stillanleg lýsing gera vistarverurnar hlýlegar. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með úrvali af fjölbreyttum stöðvum, kaffivél, öryggishólf og skrifborð. Á baðherbergjum eru baðkar, sturta og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er afslappaður veitingastaður þar sem hægt er að panta klassískan enskan pöbbamat. Þar er einnig borinn fram morgunverður að hætti innfæddra (full English breakfast) ásamt fjölbreyttum valkostum af hlaðborði. Á hótelinu er einnig rólegur bar þar sem er gott að slaka á og fá sér nokkra drykki eftir matinn eða yfir daginn. Í næsta nágrenni við hótelið eru einnig fjölmargir frábærir veitingastaðir og barir sem hægt er að setjast inn á, njóta matar og drykkjar og hlaða batteríin eftir viðburðaríkan dag. Á Leonardo Royal hótelinu er herbergisþjónusta í boði sem er frábær kostur til dæmis ef gestir vilja panta mat til að njóta á herberginu sínu. Á matseðlinum eru til dæmis nokkrir girnilegir valkostir þegar kemur að eftirréttum.
Edinborgarkastalinn, Princes Street verslunargatan, dýragarðurinn og helstu ráðstefnuhallir og íþróttaleikvangar eru í næsta nágrenni við hótelið. Leonardo Royal er því er frábær kostur fyrir ferðamenn, hvort sem þeir leita að skemmtun, listum, menningu, íþróttum eða eru staddir í borginni vegna vinnu. Þeir sem hafa áhuga á að spila golf ættu svo endilega að skoða einhvern af hinum frábæru völlum sem eru í grennd við borgina.
Fjarlægðir
Miðbær: Nálægt t.d. Saint Mary's Cathedral, Usher Hall tónleikahöll og Traverse og Royal Lyceum leikhúsum
4ra stjörnu lúxushótel við Waterloo Place, sem er við endann á aðal verslunargötu Edinborgar, Princes Street. Hótelið er nýtt, en í byggingu frá árinu 1819, einstaklega fallegt og vel staðsett.
Á hótelinu er gestamóttaka og inn af henni rúmgóður bar. Veitingastaðurinn er talinn með þeim betri í borginni og er með úrvali alþjóðlegra og skoskra rétta. Verslanir, barir og stór verslunarhús eru í göngufæri , einnig helstu ferðamannastaðir borgarinnar eins og George Street, krárnar í Rose Street og næturlífið í Grassmarket. Fimm mínútna gangur er að Royal Mile, eins fallegasta gata borgarinnar og þar liggur leiðin upp í Edinborgarkastala.
Á hótel Apex Waterloo eru 187 herbergi. Þau eru fallega innréttuð í nútímalegum stíl, öll með síma, sjónvarpi með flatskjá, aðgangi að interneti, straujárni og straubretti, buxnapressu, öryggishólfi og hárþurrku, einnig bakka með hraðsuðukönnu, te og kaffi.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 89 km
Miðbær: Í miðbænum
Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
Veitingastaðir
Bar
Gestamóttaka
Heilsulind
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Crowne Plaza er fallegt hótel á frábærum stað miðsvæðis í Edinborg. Hótelið er í fallegri byggingu sem er hönnuð í georgískum stíl. Stutt í menningu og listir, verslun og sögulega áfangastaði auk þess að vera stutt frá helstu samgöngum.
Á hótelinu eru í heildina 97 herbergi sem skiptast í tveggja og fjögurra manna herbergi. Herbergin eru björt, rúmgóð og snyrtileg. Veggir eru ljósmálaðir og hönnunin er klassísk og stílhrein en um leið hafa herbergin notalegt yfirbragð. Á gólfum eru teppi. Í öllum herbergjum er internet, flatskjársjónvarp, skrifborð og teketill. Baðherbergin eru snyrtileg, með sturtu og baðkari ásamt helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er veitingastaður og bar. Veitingastaðurinn á hótelinu er á jarðhæðinni. Hann er opinn og skemmtilegur með léttri sumarstemningu allt árið um kring en hægt er að borða úti á veröndinni eða fá sér sæti á rólegum bar í anddyrinu. Hægt er að panta mat upp á herbergið ef stemningin er þannig að gestir vilja njóta máltíðar innan herbergisins.
Barinn á hótelinu er opinn daglega og þar er gott úrval af viskíi og skoskum bjórum ásamt fleiri köldum og heitum drykkjum. Þar er einnig hægt að panta léttar máltíðir.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð sem er vel búin öllu því helsta sem þarf til að halda rútínunni gangandi í fríinu. Einnig eru fjölmargir möguleikar til hreyfingar og íþróttaiðkunar í næsta nágrenni við hótelið. Hótelið er á rólegum stað í íbúðagötu en stutt er í helstu samgöngur og því er auðvelt að komast á milli staða, hvort sem förinni er heitið á flugvöllinn, lestarstöðina eða innanbæjar.
Crowne Plaza Edinburgh er góður kostur fyrir þá sem ferðast til Edinborgar, hvort sem það er vegna vinnu, til að upplifa sögu og menningu eða einfaldlega til að versla.
Apex Grassmarket Hotel Edinborg er flott hótel á frábærum stað í hjarta gamla bæjarins. Stórbrotið útsýni til kastalans, líkamsræktarstöð, góður matur og stutt í allt það helsta sem laðar ferðamenn að borginni.
Á hótelinu eru 169 herbergi sem skiptast í tveggja til fjögurra manna herbergi og fjölskylduherbergi. Hægt er að sérpanta herbergi með svölum gegn aukagjaldi. Um er að ræða lúxusgistingu með góðum rúmum og frábærri aðstöðu til afslöppunar en herbergin eru sérstaklega innréttuð svo gestum líði notalega. Herbergin eru björt og ljósmáluð en á gólfum eru teppi. Húsgögn eru úr ljósum viði en litasamsetningin í herbergjunum er falleg og býður gesti velkomna. Frítt internet er hvarvetna á hótelinu en í herbergjunum má jafnframt finna flatskjársjónvarp, teketil og öryggishólf. Baðherbergi eru flísalögð en þar er sturta og ókeypis lúxus snyrtivörur.
Veitingastaðurinn á hótelinu er mjög góður og hefur unnið til verðlauna. Þar er boðið upp á morgunmat, hádegisverð og kvöldverð. Á matseðlinum eru ólíkir en girnilegir réttir en úrvalið er mismunandi eftir árstíðum. Andrúmsloftið á veitingastaðnum er gott og útsýnið þaðan er frábært. Á hótelinu er líka góður bar þar sem einnig er hægt að panta sér snarl. Í göngufjarlægð við hótelið eru fjölmargir góðir veitingastaðir og barir. Ef gestir kjósa sér að borða á herbergi sínu er hægt að panta herbergisþjónustu. Á hótelinu er jafnframt heilsulind með innisundlaug og sánu. Einnig er þar vel búin líkamsræktarstöð.
Apex Grassmarket er frábær kostur fyrir ferðamenn með ólíkar þarfir. Hvort sem þú leitast eftir því að sökkva þér ofan í sögu og menningu borgarinnar, hoppa á milli verslana á Princes Street eða búa til minningar með fjölskyldunni hefur hótelið allt sem þarf fyrir notalega dvöl á góðum stað í borginni.
Fyrir utan skyndibitastaði eru margir góðir staðir sem hægt er að fá sér eitthvað létt í svanginn í hádeginu og einnig eru kaffiteríur í öllum stórverslunum og verslunarmiðstöðvum.
Viva Mexicó, (mexikanskur) 41 Cockburn Street.
North Bridge Brasseria ( skoskur ) 20 North Bridge
Witchery by the Castle,(skoskur) 352 Castlehill Royal Mile
Kweilin, (Kínverskur) 19-21 Dundas Street
Number One, (fínn staður með mikiðúrval af fisk og grænmetisréttum) 1 Princes Street,
Hadrian's, (Brasseria) 2 North Bridge
Giuliano's, (ítalskur) 18-19 Union St
La Tasca (tapas) 9 S Charlotte St
Maison Blue (franskur) 36 – 38 Victoria Street
Dome (grill room and bar) 14 George St New Town
La Lanterna Restaurant, (ítalskur) 83 Hanover Street
Angels and Bagpipes (skoskur) 343 High Street Royal Mile Old Town
The Great Wall, (kínverskur) 105 Lothian Road
Garibaldi´s (mexikanskur) 97 Hannover Street
Gusto (ítalskur) 135 George Street
Howies (skoskur) 10- 14 Victorian Street
The Tower (alþjóðlegur) National Muceum of Scotland, Chamber St
Iggs, (spænskur) 15 Jeffrey Street
Kama Sytra (indverskur) 105 -109 Lothian Rd
Vintners Restaurant, (Alþjóðlegur) 87 Giles Street Leith
Barir
Fjölda bara er að finna í Edinborg, bæði gömlum og nýjum og t.d. er Rose Street, sem liggur samsíða Prices Street, sannkölluð kráargata og ættu allir að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
The Last Drop, sögufræg krá við Grassmarket.
Ruthlands Pub, við endann á Princes Street.
Sirius Bar, 7 Dock Place Leith
Jekyll and Hyde, Hanover Street
Dome, George Street
Indigo Yard, West End
Madogs, George Street
Ryan´s Bar, West End
The Standing Order, George Street og Rose Street (gegnum-gangur)
The Guilford Arms, 1 West Register Street.
Finnigan Wake við Grassmarket (írskur)
Biddy Mulligans við Grassmarket (írskur)
The Three Sisters, Cowgate
Næturklúbbar
Mambo Club, Suður-amerísk tónlist.
Cavendis, er við hliðina á Mambo Club.
L´attach diskótek og pöbb í kjallarnum á Ruthlands pöbb.
Revolution, Why not og Club Mercado eru líka vinsælir staðir
Espionage, á Victoria Street – Grassmarket – sem er á mörgum hæðum með mismunandi tónlist.
Edinborgar Kastali Eitt safn út í gegn um sögu og sjálfstæði Skotlands, eins er að finna þar stríðsmynjasafn.
Opinn frá 9:30 – 18:00.
The Scottish Wisky Museum - Castle Hill Hér eru sérfræðingar sem leiða ykkur í allan sannleikann um visky framleiðsluna og gefa fólki ´´ we dram ,,á meðan á túrnum stendur. Skoðunarferðir á klukkutíma fresti (á hálfa tímanum ).
Opið frá 10:20 – 17:30 alla daga.
The Writers Museum Safn um þekktustu rithöfunda Skotlands, Robert Lewis Stephensson, Sir Walther Scott og Robert Burns. Opið mánud – laugard frá 10.00 – 17.00 og sunnud frá 12:50 – 17.00. Aðgangur ókeypis.
Gladstone Land Í gamla bænum eru allnokkrar byggingar sem tekist hefur að varðveita ótrúlega vel um aldaraðir. Eitt slíkt er Gladstone húsið sem var ríkuleg bygging vellauðugs kaupmanns . Opið mánud – laugard .10 .00– 19.00
Mary Kings Close. Ótrúlegt en satt en undir Royal Mile leynast neðanjarðarþorp sem allnokkrir bjuggu í og höfðust við. Hluti þess er enn uppistandandi og er boðið á ferð þangað niður með leiðsögn, afar skemmtileg lífsreynsla en þó ekki fyrir ófrískar konur og hjartveika. Opið 10 – 21 yfir sumartímann en skemur yfir vetrartímann.
National Museum of Scotland Þjóðmynjasafn – Skotland í þátíð og nútíð og öllu gert skil á skemmtilegan hátt. Ótrúlega skemmtilegt að heimsækja og er gott að gefa sér góðan tíma hér. Opið daglega 12.00 – 17.00 .
Museum of Childhood. Hér er að finna leikföng frá fyrri tíð og til dagsins í dag – gaman að detta þarna inn og rifja upp gömlu góðu leikföngin sem margir voru búnir að gleyma. Opið mánud – laugard frá 10.00 – 17.00 Aðgangur ókeypis.
People Story Museum Safn þar sem hægt er að fræðast um líf fólks og störf þeirra hér í Edinborg á 18 öld.
Opið frá mán – laugard 10:00 – 17:00 og sunnud 12:00 – 17:00. Aðgangur ókeypis.
Queens Gallery Hér er hægt að skoða málverk af drottningu og hennar fjölskyldu auk ýmissa djásna og fallegra postulíns muna. Opið frá 9:30 – 18.00 alla daga vikunnar.
Dinamic Earth Náttúrufræðisafn þar sem fólk upplifir ísöld, eldgos , jarðskjálfta, regskóga allt sem við kemur náttúrunni. Virkilega gaman að heimsækja. Opið mán til föst frá 10.00 – 16.00 laug – sunnud frá 10.00 – 17.00.
National Gallery Hægt að sjá hér flottustu málverk allra tíma allsstaðar að úr heiminum.
Opið alla daga frá 10:00 - 17:00. Aðgangur ókeypis.
Georgian House – Charlotte Squere Þetta er í dag heimilisiðnaðar safn og sýnir líf fólks sem bjó hér í New Town á 18 öld.
Opið frá 10.00 – 16.00 .
Royal Britania Drottningarsnekkjan Liggur við festar í Leith hafnarborg Edinborgar . Árið 1994 tilkynnti Ríkisstjórnin að snekkjunni skyldi vera lagt og komið var með hana til Leith 1997 þar sem hún er safn í dag. Opið frá 10:00 – 15:30
Kastalinn er glæsilegt tákn fyrir Edinborg og þaðan er einstakt útsýni yfir borgina. Innan veggja kastalans er elsta bygging borgarinnar. Vinsælt er að gifta sig í Kapellu heilagrar Margrétar, sem byggð var milli 1070 og 1090. Staður sem er vert að skoða!
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA