Edmonton í Kanada

Verslunarfjör og dekur

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  117.400 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 4 í herbergi með morgunverði og því sem talið er upp í ferðatilhögun. Hótel Fantasyland, 22. sept. 3 nætur.

 • Flug

Myndagallerí

Verslunarferð til Edmonton í Kanada

Flogið beint með Icelandair
5 dagsetningar í boði: 

22. - 25. september. 
6. - 9. október.
20. - 23. október. 
10. - 13. nóvember.
24. - 27. nóvember.  

Við heimsækjum West Edmonton Mall sem er stærsta verslunarmiðstöð í Norður-Ameríku! Erlendir staðarleiðsögumenn.
Edmonton er einnig mjög skemmtileg borg, mikið af grænum svæðum og skemmtilegar gönguleiðir. Menningarlífið blómstrar og hægt er að finna spennandi listasöfn og leikhús.

Ferðatilhögun

Dagur 1. Flug til Edmonton með Icelandair / Gist á hóteli í Edmonton í 3 nætur

 • Fantasyland hótelið
 • Léttur morgunverður innifalinn
 • Kaffivél, öryggishólf, hárþurrka og loftkæling í öllum vistarverum.
 • Þráðlaus nettenging, gestum að kostnaðarlausu
 • Reyklaust hótel

Kl. 19.30 – Móttaka í West Edmonton verslunarmiðstöðinni.
Verslunarferðin hefst með höfðinglegri Pina Colada móttöku að suðrænum hætti. Fulltrúi West Edmonton verslunarmiðstöðvarinnar gefur ekki bara góð verslunarráð, heldur líka óvæntan glaðning af ýmsu tagi, kort af svæðinu og afsláttarmiða upp á meira en 1.500 dollara.
Móttakan, sem er aðeins opin ykkur, fer fram á Pina Colada TOP í World Water Park vatnagarðinum.

Dagur 2. „Shop Till You Drop“ – Verslunarfjör

Verslanir opna kl. 10 í West Edmonton, stærstu verslunarmiðstöð í Norður-Ameríku, eru yfir 800 verslanir, alvöru rússíbani og heilt skip í fullri stærð.
Kl. 14.00 – VIP-móttaka hjá Coach.
Verslunin Coach tekur vel á móti okkur og býður óvæntan glaðning.  
Kl. 18.00 – Vínsmökkum um borð í Santa Maria
Einstakt tækifæri til að smakka sérvalin vín, framleidd af stakri list, frá mismunandi héruðum Kanada.
Vínsmökkunin, sem er lokuð öðrum en ykkur, fer fram um borð í Santa María, nákvæmri endurgerð af flaggskipi Kristófers Kólumbus sem hann sigldi á sinni fyrstu ferð yfir Atlantshafið til Ameríku árið 1492. 

Day 3 „Shop Till You Drop“ – Verslunarfjör

Verslanir opnaðar kl. 10
Kl. 14.00 – Láttu dekra við þig
Fótanudd. Þreyttir fætur fá langþráða hvíld í Eveline Charles Spa, þér að kostnaðarlausu. 100 dollara inneign í heilsulindardekur er innifalið í pakkanum.
Kl. 18.00 – VIP-móttaka hjá Simons
Simons-verslanakeðjan býður upp á VIP-glaðning og óvæntar uppákomur í verslun sinni.  
Simons er ein þekktasta tískuverslanakeðja Kanada og selur mörg þekktustu merki heims auk þess að framleiða fatnað undir eigin merkjum.

Dagur 4

Kl. 11.00 – Útskráning af hóteli.
Kl. 13.00 – Lagt af stað á alþjóðaflugvöllinn í Edmonton þaðan sem flogið er til Keflavíkur með Icelandair.

Góða skemmtun!

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  117.400 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann m.v. 4 í herbergi með morgunverði og því sem talið er upp í ferðatilhögun. Hótel Fantasyland, 22. sept. 3 nætur.

 • Flug
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> YEG

  6

  Eftirmiðdagsflug

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði