El Rompido á Spáni
Tveir ólíkir og bráðskemmtilegir golfvellir!
Myndagallerí
5* hótel með hálfu fæði. Ótakmarkað golf með golfbíl!
4* íbúðagisting þar sem allt er innifalið! Ótakmarkað golf með kerru!
Hægt er að sjá allar dagsetningar og flugtíma í bókunarvél hér til hægri.
El Rompido er í Andalucia héraði skammt frá landamærum Portúgals Það er auðvelt að njóta dvalarinnar á El Rompido á frábæru 5* hóteli í einstaklega rólegu og fögru umhverfi. Maturinn er fjölbreyttur og ljúffengur og tveir skemmtilegir 18 holu golfvellir, Suður- og Norður völlur, sem falla einstaklega vel að fallegri og óspilltri náttúrinni.
Á El Rompido er hægt að velja um tvo gististaði. Glæsilegt 5* hótel með hálfu fæði og íbúðagistingu þar sem "allt er innifalið", bæði matur og drykkir.
Hótelið er glæsilegt með smekklega innréttuðum herbergjum búin öllum nútíma þægindum. Sameiginleg aðstaða er mjög góð með flottum bar á neðstu hæðinni þar sem gaman er að hittast á kvöldin. Lítil og notaleg heilsulind er á hótelinu.
Íbúðagistingin er með 350 íbúðum, ágætlega rúmgóðum með svölum og þægilegu baðherbergi. Í byggingunni er matsalur og bar.
Til smábæjarins El Rompido er aðeins 5 mín. akstur og þar eru nokkrir veitingastaðir sem bjóða ljúffenga spánska rétti. Einnig er stutt til bæjarins Cartaya, ca. 7 mín. akstur.
Frá flugvellinum í Faro til El Rompido eru 100 km og tekur aksturinn u.þ.b. eina klukkustund. (sjá kort).
NÝTT! GOLFBÍLL er innifalinn þegar gist er á hótelinu.
El Rompido - Spánn
"El Rompido er orðinn sælureitur golfarans hvort sem forgjöfin er 9,7 eða 36,0. Nú er kominn annar 18 holu golfvöllur, Norðurvöllur sem er virkilega góður og ótrúlegt hversu þroskaður og flottur hann er nú þegar. Hótelið er frábært og mikill kostur að hafa klúbbhúsið við hliðina. Þakka fyrir frábæra ferð á El Rompido nú í vor."
- Ómar Bogason - GSF
Gististaðir
Myndagallerí
El Rompido
Glæsilegt 5* hótel
Staðsett við 2 gæða golfvelli
Rúmgóð herbergi
Ótakmarkað golf með golfbíll!
» Nánar

á mann í tvíbýli 7 daga með golfbíl
Myndagallerí
El Rompido íbúðir
Íbúðagisting þar sem allt er innifalið, matur og drykkir (á ekki við um erlenda drykki)
Ótakmarkað golf með kerru
Tveir 18 holu golfvellir
» Nánar

Á mann m.v. 2 í íbúð m/einu svefnherbergi í 7 daga
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
FAO
4,10 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Golf