Eyjar Karíbahafsins

Með Celebrity Equinox

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband

Myndagallerí

Á skemmtiferðaskipi suður um höf 

Celebrity Equinox
24. október – 8. nóvember 2017
Fararstjóri: Laufey Jóhannsdóttir

Miami – Florida, George Town – Grand Cayman, Oranjestad – Aruba, Kralendijk – Bonaire, Willemstad – Curacao, Key West - Florida, Miami – Florida.

Ferðatilhögun:

Flogið til Orlando í beinu flugi Icelandair, gist í þrjár nætur á hótel Florida Mall í Orlando áður en ekið er til Miami. Þar er farið um borð í lúxus skemmtiferðaskipið Celebrity Equinox. Siglt er suður Karíbahaf og eftir einn dag á siglingu er komið til Grand Cayman. Eftir annan dag á siglingu er komið á Hollensku eyjarnar sem eru rétt norðan við Suður Ameríku.  Eyjarnar heita Aruba, Curacao og Bonaire og eru stundum kallaðar ABC eyjarnar. Við njótum tveggja daga á hinu glæsilega Equinox áður en komið er til Key West á Flórída og þaðan til hafnar á Miami.

Um skipið

Celebrity Equinox er eitt glæsilegasta farþegaskipið í flota Celebrity Cruises sem fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009. Norðmenn gera skipið út, en það er 12 hæðir, 122.000 lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 gesti auk áhafnar. Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut , setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa® . Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur,kaffihús, ísbúðir o.fl. og á  Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti. Veitingasalir eru glæsilegir og um allt skip eru barir, hver með sínu þema. Rúmgóðir klefa með öllum þægindum og  herbergisþjónusta  er opin allan sólarhringinn. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Equinox ógleymanlega.Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega. Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum.

Flugtímar:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 24. október Keflavík 17:10  Orlando Int. 20:55
FI 688 8. nóvember Orlando Int. 18:00 Keflavík 06:10 + 1

Siglingaleið:

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
27.október Miami,Flórída   16:00
28.október Á siglingu    
29.október George Town, Grand Cayman 07:00 16:00
30.október Á siglingu    
31.október Oranjestad, Aruba 11:00 23:00
1.nóvember Kralendijk, Bonaire 08:00 18:00
2.nóvember Willemstad, Curacao 07:00 16:00
3.nóvember Á siglingu    
4. nóvember Á siglingu    
5. nóvember Key West, Flórída 08:00 17:00
6.nóvember Miami, Flórída 07:00  

 

Þriðjudagur 24. október. Keflavík – Orlando
Flogið er til Orlando síðdegis eða kl. 17:10 og áætluð lending kl. 20:05 á Orlando International flugvellinum. Ekið með hópinn á Florida Hotel & Conference Center sem áður hét Florida Mall Hótel, þar sem gist verður í þrjár nætur fram að siglingu.


web-florida-hotel-pool-view.jpg

Miðvikudagur 25. Og fimmtudagur 26. október, Orlando
Dagarnir teknir rólega á hótelinu, frá hótelinu er innangegnt í Florida Mall, en þar eru yfir 160 verslanir. Á hótelinu er ágætis sundlaugargarður þar sem hægt er að njóta veðurblíðunnar einnig er góð líkamsræktarstöð og gott tölvuver.

Föstudagur 27. október, Orlando  - Miami.
Eftir morgunverð er ekið til Miami og tekur aksturinn liðlega 3 klst. Komið er um hádegi til Miami og farið í skip.  Upplagt að nýta sér hádegisverðarhlaðborðið áður en útsýnis er notið í útsiglingunni frá Miami. Skipið leggur úr höfn kl. 16:00


miami_1.jpg

Laugardagur 28. október,   á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldi


equinox_skip_vita_7.jpg

Sunnudagur  29. Október - George Town,Grand Cayman
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða sökkva sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar stingskötur við næsta sandrif.


karibahaf_cozumel_mexico1.jpg

Mánudagur 30. október, á siglingu.
Dagur á sjó og um að gera að njóta þess að fara í heilsulindina þar sem hægt er að láta dekra við sig, eða jafnvel að taka á því í heilsuræktinni. Alltaf mikið um að vera í verslunum, vörur á tilboðum og svo er kannski einhver bar sem ekki hefur tekist að heimsækja.

 


cel_equinox_svalir_preview.jpg

Þriðjudagur 31. október, - Oranjenstad, Aruba
Á hrífandi fagurri suðurströnd Arúba stendur höfuðstaður eyjunnar, Oranjestad. Útskornar hurðir í bland við hefðbundnar hollenskar flísar og opnar verandir á marglitum, reisulegum húsunum ljá þessum gamla hollenska höfuðstað eyjunnar einstaklega sjarmerandi blæ. Hér mættust ólíkir siðir og venjur frumbyggjanna og hollensku nýlenduherranna og til varð einstaklega heillandi samfélag. Þeir sem heimsækja eyjuna í dag geta notið þess besta úr báðum menningarheimum auk þess að njóta fegurðar strandlengjunnar, frábærra aðstæðna til köfunar og spennandi næturlífs.


paskasigling_allure_karibahaf.jpg

Miðvikudagur 1. Nóvember - Kralendijk, Bonaire
Kyrrlætið einkennir Kralendijk, höfuðborg Bonair-eyju sem tilheyrir Hollensku Attillaeyjum. Þó er litagleðin við völd í kalksteinshúsunum þar sem bleikir, appelsínugulir og lime-grænir litir kallast á. Bonaire er þekkt fyrir frábærar aðstæður til köfunar, sjávargrunnið í kringum eyjuna er einn stór vatnasportgarður, en ekki síður fyrir breiður flamingófugla, góðar gönguleiðir og eina spilavítið í Karíbahafi þar sem berfættir eru boðnir velkomnir.


bonaire.jpg

Fimmtudagur 2. nóvember - Willemstad, Curacao
Curacao er stærst eyjanna sex sem mynda Hollensku Antillaeyjar. Eyjan fékk sjálfstæði frá Hollandi árið 1954 en hollensk áhrif eru enn mjög áberandi í menningu og byggingarstíl Willemstad. Þegar olíuiðnaðurinn blómstraði á Curacao í upphafi síðustu aldar fluttu verkamenn með fjölskyldur sínar frá meira en 50 löndum til eyjunnar svo að úr varð einstaklega líflegt og fjölbreytilegt samfélag. Enginn ætti að láta tækifærið til að njóta alls þess sem fyrir augu og eyru ber á þessum einstaka áningarstað fram hjá sér fara.


curacao_karibahaf_3.jpg

Föstudagur 3. og laugardagur  4. nóvember, á siglingu
Eftir að hafa notið lífsins á þessum skemmtilegu Hollensku eyjum er siglt til baka í átt að Key West  þar sem komið er til hafnar  næsta morgun.


equinox_skip_vita_3.jpg

Sunnudagur 5. nóvember, Key West, Flórída 
Afslappað andrúmsloft, iðandi mannlíf og einstakur sjarmi einkenna þessa suðlægustu borg og eyju Bandaríkjanna. 19. aldar stemningin ríkir í gamla bænum þar sem viktoríanskar byggingar, lítil sjarmerandi hús og mikilfengleg höfðingjasetur njóta sín öll innan um trjágróðurinn.


key-west.jpg

Mánudagur 6. nóvember, Miami - Orlando, Flórída
Celebrity Equinox leggst að bryggju í Miami kl. 7 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið sem leið liggur til Orlandio þar  sem gist er í  tvær nætur. Gist verður á sama hóteli og fyrir siglingu The Florida Hotel & Conference Center. 

Þriðjudagur  7. nóvember, Orlando, Flórida
Farið er út að borða, í skemmtigarða o.fl. sem fararstjóri skipuleggur, en athugið að þetta er ekki innifalið, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.


Florida Hotel_3.jpg

Miðvikudagur  8.nóvember Orlando - Keflavík
Flogið er frá Orlando International flugvellinum kl 18:00 og áætluð lending er kl. 06:10 að morgni 9.nóvember.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa fyrir upplýsingar um hvenær ferðin fer aftur í sölu.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél MCO

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði