fbpx Eyjar og fornminjar Miðjarðarhafsins | Vita

Eyjar og fornminjar Miðjarðarhafsins

Ítalía, Grikkland og Tyrkland

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ítalía, Grískar eyjar og Tyrkland

Celebrity Beyond
6.- 20. október
Fararstjóri:  Gunnhildur Gunnarsdóttir 

Róm, Ítalíu – Krít, Santorini og Mykonos, Grikklandi – Istanbul og Ephesus, Tyrklandi – Aþena, Grikklandi – Napolí og Róm, Ítalíu.

Stutt ferðatilhögun.
Flogið beint til Rómar í morgunflugi Icelandair. 3 nætur í Róm með skoðunarferðum. 9. október er siglt af stað með Celebrity Beyond, fyrsti dagur á siglingu og síðan kemur hver gríska eyjan á fætur annarri. Fyrst er það Krít svo Santorini og Mykonos áður en siglt er til Tyrklands. Beyond liggur við bryggju í Istanbul yfir nótt og eftir það er farið til Ephesus og síðan er haldið til Aþenu. Þá er annar dagur á siglingu áður en komið er til Napolí og síðan aftur til Rómar. Flogið heim beint eftir siglingu.

 

Celebrity Beyond
Celebrity Beyond er þriðja og nýjasta skipið í nýjum Edge-flokki skipafélagsins og fór í jómfrúarferð sína í april 2022. Þetta nýja skip mun breyta því hvernig við ímyndum okkur siglingar með farþegaskipum, meðal annars með nýju úrvali klefa sem standa gestum til boða.
Með Celebrity Beyond eru mörkuð tímamót í því hvernig við nálgumst skipahönnun. Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérflokki og á það bæði við um tveggja hæða klefana með sundlaugum á Edge-farrýminu þar sem útsýnið er ótakmarkað, og Töfrateppið (Magic Carpet) sem líkt og hangir utan á skipinu. Gestum býðst með þessu áður óþekkt upplifun af nálægðinni við hafið og viðkomustaðina og á það jafnt við um Edge-klefana með Infinite-veröndum og sundlaugaþilfarið þar sem útsýnið yfir hafið og viðkomustaðina er engu líkt.

Flugáætlun

Flugnúmer  Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI562 6. október Keflavík 08:30 Róm 15:00
FI563 20.október Róm 16:00 Keflavík 18:45

 

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður  Brottför koma
9. október Róm (Civitavecchia) Ítalíu   17:00
10.október Á siglingu    
11.október Chania, (Souda) Krít, Grikklandi  10:00 20:00
12.október Santorini, Grikklandi  07:00 22:00
13.október Mykonos, Grikklandi 07:00 16:00
14.október Istanbúl, Tyrklandi 11:59  
15.október Istanbúl, Tyrklandi   13:00
16.október Ephesus, Tyrklandi 10:00 17:00
17.október Aþena, Grikklandi 05:30 18:00
18.október Á siglingu    
19.október Napolí, Ítalíu 07:00 18:30
20.október Róm (Civitavecchia) Ítalíu 06:00  

 

Ferðatilhögun


rome_spanish_steps.jpg

Föstudagur 6. október   Keflavík – Róm
Flogið til Rómar í beinu flugi Icelandair kl 08:30 að morgni og lent á Leonardo da Vinci International Airport, í Róm. Þar bíður rúta eftir hópnum og ekið verður inn í miðborg Rómar, þar sem gist verður í þrjár nætur á  Starshotel Metropole.


celebrity_constellation_rome_vatican_st_peters_basilica_2.jpg

Laugardagur 7. október  Róm

Skoðunarferð: Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.


celebrity_constellation_rome_colosseum.jpg

Sunnudagur 8.október  Róm

Skoðunarferð: Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar og þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.


celebrity_edge_rooftopgarden_2.jpg

Mánudagur 9. október  Celebrity Beyond
Lagt af stað í siglinguna. Ekið af stað frá hótelinu í Róm rétt fyrir hádegi og ekið til Civitvecchia þar sem Celebrity Beyond liggur við bryggju.  Celebrity Beyond leggur frá landi kl. 17:00

 


celebrity_edge_solarium_1.jpg

Þriðjudagur 10. október.  Á siglingu
Fararstjóri býður upp á kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


krit_krit_crete_chania_feneyska_hofnin.jpg

Miðvikudagur 11. október  Chania, Krít, Grikklandi
Gríska eyjan Krít er eyja full af sögu og sögnum, böðuð sólskini og um allt eru lítil þorp, rómantískir griðastaðir og fullkomnir staðir til að njóta lífsins.
Saga Krítar er einnig auðugri en margra nágranna hennar og nær 4.000 ár aftur í tímann. Reyndar er Krít eignaður heiðurinn af því að vera vagga nútíma siðmenningar. Ummerki sem styðja þá staðhæfingu má finna í höllinni í Knossos – Krítverjarnir sem þar bjuggu voru meðal hinna fyrstu sem tileinkuðu sér tísku, samkvæmi og kvenréttindi.
Skipið leggst að bryggju í Souda sem er 7km frá Chania


santorini_greece_14.jpg

Fimmtudagur  12. október Santorini, Grikklandi
Santorini er ein þekktasta og fallegasta eyjan í Grikklandi
Útsýni er ægifagurt yfir gíginn, eyjarnar og hafið og margir listamenn hafa fengið innblástur á staðnum og sest þar að. Fjöldi verslana með fallega listmuni og handverk er að finna á eyjunni og fer enginn frá eyjunni án þess að taka með fallegan listmun eða minjagrip. Ómissandi er að setjast á veitingastað með fallegu útsýni og njóta.


istock-927128448_mykonos.jpg

Föstudagur 13. október  Mykonos, Grikklandi
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst.


thessalonikia_sigling_istanbul_hagia_sophia.jpg

Laugardagur 14. og sunnudagur 15. október Istanbúl, Tyrklandi
Istanbúl er fjölmennasta borg Tyrklands, og miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf, svo borgin er eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Áætlað er að á milli 12 og 19 milljónir búi í borginni, sem þýðir að þetta er ein stærsta borg Evrópu og veraldar. Í borginni er mikill fjöldi sögulegra bygginga, spennandi listasafna og annarra safna, svo gestir eiga auðvelt með að finna sér eitthvað að skoða. Í Istanbúl er fjöldi verslanamiðstöðva, sumar þeirra gamlar og sögufrægar, en aðrar nýtískulegar. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar. Markaðurinn Mahmutpasha basar er undir berum himni, og nær frá Basarnum mikla að Egypska basarnum, sem hefur verið stærsti kryddmarkaður Istanbúl frá árinu 1660


ephesus_2.jpg

Mánudagur 16. október  Ephesus, Tyrklandi
Kusadasi er fallegur strandbær á vesturströnd Tyrklands. Þaðan er leiðin greið til hinnar fornu borgar Efesus, sem byggðist á elleftu öld fyrir Krist. Seinna gerðu Rómverjar borgina ódauðlega. Í dag er Efesus ein merkasta forna borg í heimi þar sem rómverskum byggingum hefur verið haldið við og þar endurbyggðar í sinni upprunalegu mynd. Skammt frá Efesus er einnig kapella kennd við hina Heilögu Guðsmóður.


athens_statues_of_the_korai_2.jpg

Þriðjudagur 17. október  Aþena, Grikklandi
Piraeus er hafnarborg Aþenu, stærsta hafnarborg Grikklands og ein mikilvægasta höfn Miðjarðarhafsins.  Kastella hæðin með sínu mikla og fallega útsýni er í göngufæri frá skipslæginu og í borginni er merkilegt fornminjasafn, Mikrolimano, þar sem hægt er að setjast niður við fiskiréttahlaðborð fyrir eða eftir ferð um safnið.  Frá skipinu bjóðast einnig skipulagðar ferðir inn til Aþenu, þar sem Akropolis og aðrar stórbrotnar minjar bíða okkar.


celebrity_edge_eden_lounge.jpg

Miðvikudagur 18. október Á siglingu
Dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til hinnar yndislegu Mallorca. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu fara á málverkauppboð eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru.


napoli_1.jpg

Fimmtudagur 19. október Napolí, Ítalíu
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu. Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito. Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus en það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist


celebrity_edge_rooftopgarden_1.jpg

Föstudagur 20. október Civitavecchia – heimferða
Celebrity Beyond legst við bryggju í Civitavecchia kl 06:00 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og rútan bíður við skipshlið og farið er í smá ferð á leið út á flugvöll. Flogið er beint heim til Íslands með Icelandair og áætluð brottför er kl.16:00 og lending í Keflavík kl. 18:45.

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og Innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FCO

    5 klst

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun