fbpx Feneyjar og Miðjarðarhafið | Vita

Feneyjar og Miðjarðarhafið

Ítalía, Króatía og Svartfjallaland

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Sigling frá Feneyjum um Adriahaf og Ítalíu 

Celebrity Constellation 24. september - 11. október.

Fararstjórar: Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafnsson

Milano, Feneyjar, Trieste,Brindisi, Amalfi Coast og Róm,  Ítalíu - Zadar, Split og Dubrovnik, króatíu og Kotor,Svartfjallalandi 

Stutt ferðalýsing

Flogið er til Milano á Ítalíu og ekið til Feneyja. Gist í Feneyjum í 3 nætur fyrir siglingu. Fyrsta morguninn er farið í skoðunaferð ( gönguferð) um Feneyjar.  Siglt er af stað 27. sept frá Ravenna. Siglt af stað og fyrsti viðkomustaður er  Trieste og þaðan er komið til Zadar í Króatíu. Einn dagur á siglingu áður en það er komið til  Brindisi á Ítalíu áður en farið er til  Kotor í Svartfjallalandi og síaðn til Split og Dubrovnik í Króatíu. Siglt er suður fyrir ítalíu og komið á hina rómuðu Amalfi strönd áður en haldið er til hafnar í Civitavecchia. Farið er úr skipi og á leiðinni til Rómar er ekið um fallegar sveitir og farið í vínsmökkun og léttu snarli. Komið til Rómar og tékkað inn á hótel þar sem gist er í 4 nætur áður en flogið er heim á leið 11. október  í beinu flugi Icelandair. 


celebrity_constellation-3.jpg

Celebrity Constellation
Celebrity Constellation er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, en þau eru um 90.000 lestir. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Constellation fór í sína jómfrúarferð árið 2002, er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Skipið var endurnýjað árið 2017 og áætlað að það fari í endurnýjun aftur á vormánuðum 2024.
Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persneskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.

Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolian og er á tveimur hæðum. 
Barir eru um allt skip, einn er sérhæfður í kampavíni, annar í martini og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega.

Flugtímar

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför Flugvöllur  Lending 
FI590 24. september Keflavík  08:30 Milanó 14:45
FI563 11. október  Róm 16:00 Keflavík 18:50 

Siglingatafla

Dagur Höfn Koma Brottför
27. september Feneyjar, (Ravenna) ítlaíu   17:00
28. september  Trieste, Ítalíu  08:00 18:00
29. september Zadar, Króatíu 08:00 18:00
30. september  Á siglingu    
1. október  Brindisi, Ítalíu 08:00 17:00
2. október  Kotor, Svartfjallalandi  08:00 17:00
3. október Split, Króatíu 08:00 18:00
4. október Dubrovnik, Króatíu 08:00 17:00
5. október Á siglingu    
6. október  Amalfi Ströndin (Salerno), Ítalíu  08:00 17:00
7. október  Róm (Civitavecchia),Ítalíu 06:00  

 

Dagskra og ferðatilhögun:

Þriðjudagur 24. september.      Keflavík – Milanó - Feneyjar
Flogið með beinu flugi Iceladair til Milano, ekið síðan beint til Feneyja. Komið þangað um kvöldmartarleitið og tékkað inn á Splendid Venice , kvöldverður á hóteli. Gist er í Feneyjum í þrjár nætur fyrir siglingu. 

Feneyjar eru einstakt listrænt afrek, reist á 118 litlum eyjum og virðist fljóta á risastóru lóninu, ótal síki og skurðir eru umferðaræðar hennar. Stofnendur Feneyja fyrir meira en 1.000 árum voru sæfarar og rómverskir flóttamenn og enn slær þar hjarta ítalskrar menningar auk þess sem borgin er pílagrímastaður þeirra sem eru helteknir af rómantík. Það er magnað að anda að sér líflegu andrúmsloftinu á Markúsartorgi og reika um hina heillandi sali Hertogahallarinnar – og enginn má missa af Brú andvarpanna (Ponte dei sospiri). Gaman er að rölta um steinlögð hverfi (sestieri eða „sjöttuparta“) þessarar stórfenglegu fljótandi borgar og uppgötva perlur hennar á eigin spýtur.
Líklega er Markúsardómkirkjan frægasta bygging í Feneyjum. Hún var reist á 9. öld til að hýsa jarðneskar leifar Markúsar guðspjallamanns og endurbyggð á 11. öld með miklum glæsibrag. Að innan er hún þakin fögrum mósaíkmyndum auk þess að geyma höggmyndir, helgimyndir og hestana frægu sem fluttir voru þangað eftir fjórðu krossferðina árið 1204. 


venice-feneyjar.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 25. september   Feneyjar 
Eftir morgunverð er boðið upp á  gönguferð um Feneyjar með innlendum og okkar íslenska fararstjóra. Einnig eru allir með " Public Vaporetto" miða í Feneyjum þessa daga sem verið er á staðnum. innifalið í þessum miðum eru allar almennings samgöngur innan eyjanna. 


cel_venice_architecture_5_1.jpg

Fimmtudagur  26. september  Feneyjar 
Frjáls dagur í Feneyjum. Ótrúlega gaman að vafra um og lenda í ævintýrum á þessum ótrúlegu eyjum. 


feneyjar_shutter_1.jpg

Föstudagur 27. september  Feneyjar - Ravenna - Celebrity Constellation 
Eftir morgunverð er ekið til Ravenna þar sem skipið liggur við bryggju. Aksturinn tekur um 2 og hálfa klukkustund. komið er í skip upp úr hádegi og tékkað inn.  Celebrity Constellation leggur af stað  kl. 17:00 


siena_italy_3.jpg

Laugardagur 28. september  Trieste, Ítalíu
Tríeste er hafnarborg í norðausturhluta Ítalíu við botn Adríahafs. Borgin stendur á mjórri landræmu sem teygir sig í suðaustur frá landamærum Ítalíu og Slóveníu. Aðeins 30 km sunnar eru landamæri Króatíu. Borgin er vanmetin af miklu leyti þar sem hún er  mjög falleg og með rólegt og notarlegt yfirbragð, mikill og fallegur arkitektúr. Kaffihús og veitingastaðir með einstakri sjávarsýn.


cel_zadar_paklenica_national_park_6.jpg

Sunnudagur 29. september  Zadar, Króatíu.
Zadar er ein af stærstu borgum Króatíu eða sú fimmta í röðinni.  Þetta er mjög gömul borg eins og margar þeirra á þessum slóðum. Mikið um kaffihús, veitingastaði og verslanir í þröngum götum og torgum gamla bæjarins. Adríahafið umlykur borgina og notarlegt að finna sér stað við hafið og njóta.   


celebrity_constellation_martini_bar.jpg

Mánudagur  30. september  Á sigingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess á meðan stefnan er tekin á Brindisi á Ítalíu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundalugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


rome_italy_3.jpg

Þriðjudagur 1. október  Brindisi, ítalíu
Brindisi er við Adríahafsströnd Suður-Ítalíu og mun taka á móti þér með kristaltæru vatni og sögulegu útsýni yfir borgina.  Brindisi er þekkt sem „Gáttin til austurs“ og er ein stærsta borgin í Apúlíu-héraði Ítalíu og ein virkasta viðskiptamiðstöð landsins.
Eftir sprengjuárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni eyddi borgin mörgum árum í endurreisn og hýsir nú einstaka blöndu af sögulegum og samtímaarkitektúr, þar á meðal kirkjur og kastala. Í miðbænum eru breiðgötur og göngugötur við ströndina með veitingastöðum og kaffihúsum.


kotor_svartfjallaland.jpg

Miðvikudagur  2. október  Kotor, Svartfjallalandi
Kotor  er ein elsta og frægusta borg í Svartfjallalandi. Hún stendur á strönd eins afskekktasta hluta Kotorflóa við rætur Lovcen-fjalls. Kotor er dæmigerður ferðamannastaður við Miðjarðarhaf þar sem er að finna gamlar, þröngar götur, rómantíska bari og veitingahús, litlar verslanir, forn minnismerki, kirkjur og fagrar byggingar. Fræg skáld og rithöfundar hafa sótt sér innblástur í fegurð Kotorflóa. Kotor er nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO, Menningamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og er annálaður viðkomustaður fyrir snekkjur og seglskútur hvaðanæva úr heiminum.
Enginn má missa af gamla bænum í Kotor – Kotor Stari Grad – sem er einn best varðveitti miðaldabær við Adríahaf. Umhverfis hann liggur tilkomumikill virkisveggur sem var reistur á vegum Feneyjalýðveldisins og enn gætir þar mikilla áhrifa frá feneyskri byggingarlist. Í gamla bænum er að finna minjar um byggingarlist miðalda: Kirkjur, stórar og smáar, hallir og söfn. 


split_kroatia_1.jpg

Fimmtudagur 3. október  Split, Króatíu.
Split er fallegur bær í Dalmatíuströnd Króatíu og státar af fallegum ströndum og líflegum miðbæ.
Bærinn er þekktastur fyrir hinar miklu hallarrústir í miðbænum, hallir Diocletians, sem var reist af samnefndum rómverskum keisara á 4. öld. Þar bjuggu þúsundir til forna og má sjá leifar 200 bygginga,
Innan hvítu steinveggjanna og undir höllunum eru dómkirkjur og fjölmargar verslanir, barir, kaffihús, hótel og veitingastaðir.


dubrovnik_kroatia_1.jpg

Föstudagur 4. október  Dubrovnik, Króatíu.
Borgin, sem var stofnuð fyrir 1.300 árum, liggur á syðsta odda Dalmatíuhéraðs og var um tíma helsti keppinautur Feneyja sem hafnarborg. Upplagt er að fá sér göngutúr að dóminíkanaklaustrinu og skoða einstakt safn málverka frá endurreisnartímabilinu, meðal annars eftir listmálarann Titian.


celebrity_constellation_micheals_club.jpg

Laugardagur  5. október  - Á siglingu 
Á meðan siglt er út úr Adríahafinu og suður fyrir ítalíu í átt að Amalfi ströndinni er um að gera að njóta þess sem er í boði á skipinu.Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


amalfi-coast-italy.png.png

Sunnudagur  6. október  Amalfi Ströndin, Ítalíu 
Gönguferð eftir strandgötunni í Salerno er ógleymanleg. Gamli miðbærinn iðar af lífi og þar skiptast á verslanir, kaffihús og miðaldakirkjur. Vegurinn í gegnum borgina liggur síðan áfram eftir Amalfiströndinni þar sem engu er líkara en marglit þorpin hangi utan í snarbröttum fjallshlíðunum yfir himinbláu hafinu.


italy_wineyards_1.jpg

Mánudagur 7. október  Róm 
Celebrity Constellation leggst við bryggju í Civitavecchia kl. 06:00 og þá líkur siglingunni. Eftir morgunverð er farið frá borði og þar bíður rútan og farið er í ferð um sveitirnar á leiðinni til Rómar.  Komið við á vínbúgarði og þar er boðið upp á vínsmökkun og léttar veitingar. Eftir það er síðan ekið til Rómar og á hótel Grand Palatino þar sem gist er í 4 nætur. 


rome_italy_7.jpg

Þriðjudagur  8. október.  Róm 
Gönguferð: Ferðin byrjar með gönguferð í Trastevere og Gyðingahverfið. Róm er ekki eingöngu Colosseum og Vatikanið! Borgin var einnig byggð upp af öflugu gyðinga samfélagi sem á sér þúsund ára sögu. Í þessari fróðlegu gönguferð verður gyðingahverfið eða " Jewish Ghetto" heimsótt ásamt Trastevere og saga gyðinga og uppbygging Rómar kynnt frá öðru sjónarhorni. Þessi skemmtilega ferð verður leidd af einstaklega fróðum leiðsögumanni og tilvalið að enda gönguferðina og smakka á  "Carciofo alla giudia" eða djúpsteiktum ætilþistlum.

Innifalið:

  • Frábær leiðsögn um nokkur af fallegustu svæðum Rómar 
  • Stórkostlegt útsýni frá Janiculum hæðinni
  • Sjáðu einn fallegasta gosbrunn Rómar " Fontana dell'Acqua Paola"
  • Gengið um þöng húsasund Trastevere
  • Gengið yfir "Ponte Sisto" brúnna og yfir í gyðingahverfið sem er eitt best geymda leyndarmál Rómar 
  • 3ja tíma ferð með enskumælandi og íslenskum fararstjórum.

Miðvikudagur 9. og fimmtudagur 10. október Róm
Frjálsir dagar í Róm, boðið verður upp á valkvæðar ferðir. 


rome_italy_4.jpg

Fimmtudagur 11. október  Heimferð. 
Tékkað út af hótelinu og ekið út á flugvöll,  flogið heim í beinu flugi Icelandair og áætluð brottför er kl. 16:00 og lending í Keflavík kl.  18:50. 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og Innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef MXP

    5 klst.

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

  • Rafmagn

    110 og 220 volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun