fbpx Sigling, frá Evrópu til Suður Ameríku.

Frá Evrópu til Suður Ameríku

Barcelóna - Búenos Aires

Siglingunni frestað um ár

Ferðinni hefur verið frestað fram á haust 2021 og verður uppfærð á vefnum. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Siglt frá Barcelóna til Búenos Aires

Celebrity Silhouette
17. nóvember - 10. desember
Ferðinni hefur verið frestað fram á haust 2021 og verður uppfærð á vefnum.

Fararstjóri: Kristinn R. Ólafsson

Barcelóna og Cartagena, Spáni - Lanzarote og Las Palmas, Kanaríeyjum -  Río de Janero, Brasilíu og Búenos Aires, Argentínu.

Stutt ferðalýsing.
Flogið til Barcelóna með British Airways með millilendingu í London. Gist í þrjár nætur í Barcelóna áður en siglt er suður með Spáni. Fyrsti viðkomustaðurinn er Cartagena. Siglt um Gíbraltarsund til Kanaríeyja, þar sem farið er í land á Lanzarote og Tenerife. Nú tekur við sjö daga sigling með lúxus skemmtiferðaskipinu Celebrity Silhouette í suðurátt og yfir Atlantshafið til Brasilíu. Fyrst er það hin undurfagra borg Ríó de Janero og eftir tveggja daga siglingu er komið til Búenos Aires í Argentínu þar sem gist er í þrjár nætur, þar af eina nótt í skipinu. Þessa síðustu daga er farið í skemmtilegar skoðunarferðir.


Celebrity_Silhouette_cruise.jpg

Celebrity Silhoutte
Celebrity Silhouette fór í sína jómfrúarferð í júlí 2011. Celebrity Silhouette fór í algera endurnýjun í lok janúar 2020. Skipið er 122.000 rúm lestir, um 315 metrar á lengd og með rými fyrir 2850 farþega. Skipið er 12 hæðir. Á efsta þilfari er sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir möguleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille, sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest er með asískt eldhús. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 30 – 90 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Flugtafla

Flugnúmer  Dagur Brottför kl. Koma kl.
BA 895 17. nóvember Keflavík 13:40 London 16:50
BA 482 17.nóvember London 19:10 Barcelóna 22:15
BA 244 9. desember Buenos Aires 14:15 London 06:35+1
BA 894 10.desember London 08:45 Keflavík 12:00

Siglingartafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
20.nóvember Barcelóna, Spáni   17:00
21.nóvember Cartagena, Spáni 09:30 16:00
22.nóvember Á siglingu    
23.nóvember Lanzarote, Kanaríeyjum 13:00 20:00
24.nóvember Tenerife, Kanaríeyjum 07:00 16:00
25.nóvember - 1.desember Á siglingu    
 2.desember Ríó de Janero, Brasilíu 08:00 17:00
 3. - 4. desember Á siglingu    
 5.desember Búenos Aires, Argentínu  09:00  
 6.desember Búenos Aires, Argentínu    

Ferðatilhögun

Þriðjudagur 17. nóvember Keflavík – Barcelóna
Flogið með British Airways frá Keflavík kl.13:40 til London og eftir rúmlega 2ja tíma stopp er haldið áfram til Barcelóna. Lending í Barcelóna er kl. 22:15. Ekið er á hótel í Tryp Barcelona Apolo þar sem gist er í þrjár nætur.


barcelona_2.jpg

Barcelóna
Siglingin hefst í Barcelóna á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands. Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl.


barcelona_1.jpg

Miðvikudagur 18. nóvember  - Barcelóna 
Eftir morgunverð er farið í skoðunarferð. Farið er í hina frægu La Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Família (Höfuðkirkja og friðþægingarmusteri hinnar helgu fjölskyldu), þekktari sem La Sagrada Familia, er án efa frægasta verk katalónska arkitektsins Antonis Gaudí. Hún er í raun einskonar tákn Barselónuborgar. Enn er verið að byggja hana en stefnt að því að ljúka verkinu 2026, á aldarártíð arkitektsins. Við skoðum hana bæði að utan og innan. Park Güell er garður í hlíðunum ofarlega í borginni, nefndur eftir helsta bakhjarli Gaudís, katalónska auðjöfrinum Eusebi Güell. Hugmynd þeirra með garðinum var að hanna íbúðarhverfi fyrir efnafólk í upphafi 20. aldar. Það fór hinsvegar útum þúfur en eftir stendur þessi einstaki garður.


barcelona_3.jpg

Fimmtudagur 19. nóvember - Barcelóna
Dagurinn er frjáls en Kristinn R. mun bjóða upp á gönguferð um Barcelóna og Gotneska hverfið.  
 


Barcelona_rci_montjuic122f.jpg

Föstudagur 20. nóvember Barcelóna -  Celebrity Silhouette
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið niður að höfn þar sem farið er um borð í Celebrity Silhouette sem siglir frá bryggju kl.17:00.


Celebrity_Silhouette1

Laugardagur 21. nóvember - Cartagena, Spáni
Hafnarborgin Cartagena liggur á suðausturströnd Spánar, umlukin fimm hæðum sem mynda náttúrulegt hafnarstæði. Cartagena, eða Nýja-Karþagó, var höfuðvígi Karþagómanna þegar þeir réðu lögum og lofum á Spáni fyrir Krist og nefndu þeir hana því eftir höfuðborg sinni. Sagan, allt aftur til fornaldar, drýpur því af hverju strái á hafnarsvæðinu. Borgin er umlukin múrum, virkisveggir umkringja höfnina og víða má sjá rómverskar rústir. Það er heillandi og því gott að gefa sér góðan tíma til að rölta eftir þröngum götunum sem eru svo einkennandi fyrir gamla bæjarhlutann eða slaka bara á og setjast niður á einu af kaffihúsunum, börunum eða veitingastöðunum við sjávarsíðuna.


cartagena_spain_2.jpg

Sunnudagur 22. nóvember - Siglingadagur
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


celebrity-silhouette.jpg

Mánudagur 23. nóvember - Lanzarote, Kanaríeyjum
Fallegar sandstrendur, yfir 300 gosgígar og einstakt veðurfar allt árið um kring einkenna Lanzarote og því ætti engan að undra að eyjan sé verðlaunaður ferðamannastaður. Landslagið er hrjóstrugt og mótað af eldgosum sem stóðu allt fram á 19. öld. Eyjan er sérstakt náttúruverndarsvæði (e. Biosphere Reserve) UNESCO og Alþjóðaferðamálastofnunin hefur veitt yfirvöldum á eyjunni viðurkenningu fyrir sjálfbærni í samspili ferðaþjónustu og náttúruverndar. Þar að auki hefur verið lögð mikil áhersla á að varðveita sögu- og menningararfleifð eyjarinnar. Mörg af náttúruundrum Lanzarote hafa varðveist fyrir áhrif heimamannsins César Manrique, sem er þekktur listamaður og náttúruverndarsinni, og er hann sagður hafa bjargað eyjunni frá því að verða ofur-uppbyggingu að bráð. Nútímalist er í hávegum höfð á Lanzarote en matargerðarlistin er einnig í miklum blóma. Fjöldi veitingastaða er á eyjunni, allt frá fáguðum veitingahúsum til lítilla sjarmerandi matsölustaða við sjávarsíðuna og því úr nægu að velja. Hefðbundin spænsk matargerð með áherslu á ferskt sjávarfang nýtur mikilla vinsælda og Kanaríeyjavínin gera hverja máltíð fullkomna. Þá er gaman að rölta um útimarkaðina þar sem hægt er að gera góð kaup á handverksmunum og minjagripum. Hvort sem þú velur að skoða lengstu hraungöng í heimi, sötra ljúffenga kokteila á bakka eldfjallavatns, þræða listasöfnin eða slaka á við ströndina í skjóli hraunbrúnar, þá er ljóst að Lanzarote er sannkölluð ævintýraeyja.


lanzarote_spain_canaria_2.jpg

Þriðjudagur 24. nóvember - Tenerife, Kanaríeyjum
Tenerife er þekktust fyrir sól, slökun og dekur. Í höfuðborginni eru oftar en ekki alls kyns hátíðir og einnig eru dýrindis sandstrendur og skemmtilegir sjávarrétta staðir. Þegar inn í miðja eyju er komið er jafnvel hægt að finna snjó  og hraun þar sem hæsta  fjall Spánar „ Mount Teide“ er staðsett á Tenerife 3718 m yfir sjávarmáli.


tenerife_almennt_selflove_3.jpg

Miðvikudagur 25. nóvember til þriðjudags 1. desember - Siglingadagar
Sjö dagar til að njóta alls þess sem er í boði í þessu lúxus skemmtiferðaskipi. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu  eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru.
Matur og drykkur allan daginn, 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar í leikhúsinu á kvöldin.


celebrity_eclipse.jpg

Miðvikudagur 2. desember - Ríó de Janeró, Brasilíu  
Ríó er þekkt fyrir stórbrotið landslag, strandmenningu og afslappað andrúmsloft – fyrir utan þessa fjóra daga á ári þegar karnivalið tekur völdin með dúndrandi sambatónlist og fjaðraskrauti. Það eru margar leiðir til að njóta náttúrufegurðarinnar og ferð til Ríó er ekki fullkomnuð án þess að fara með fjallakláfi, eða jafnvel fótgangandi, upp á toppinn á Sugarloaf eða Corcovado í þjóðgarðinum. Útsýnið af báðum fjöllunum er stórkostlegt, yfir alla Ríó, Guanabara-flóann og Niterói-borg. Það er nauðsynlegt að kynna sér strandlífið aðeins og flestir þekkja Copacabana og Ipanema strandirnar, þar sem varla verður þverfótað fyrir fáklæddum sóldýrkendum, brimbrettafólki og mótorhjólatöffurum, en alls er úr 23 ströndum að velja. Til að kæta bragðlaukana er upplagt að tylla sér niður á Churrascaria Palace og gæða sér á hefðbundnum grillrétti af matseðli og renna honum jafnvel niður með þjóðarkokteilnum Caipirinha. Menningunni má ekki gleyma og því er tilvalið að skoða Museu Historico Nacional, þjóðminjasafnið, sem geymir fjölda fornminja og heillandi brasilískra dýrgripa. Þar má meðal annars sjá hásæti keisarans Dom Pedro II, hestvagna keisarahirðarinnar, olíumálverk og fullkomna eftirgerð af apóteki frá nýlendutímanum.


rio_de_janeiro.jpg

Fimmtudagur 3. og föstudagur 4. desember - Siglingadagar
Notum vel þessa síðustu tvo daga áður en komið er til hafnar í Búenos Aires í Argentínu. Kannski eigum við eftir að prófa sérréttastað eða smakka nýjan kokteil. Það má líkja kíkja í búðir, eða bara liggja á sundlaugarbekk og njóta þess að vera til.


celebrity_eclipse_7.jpg

Laugardagur 5. desember - Búenos Aires, Argentínu
Celebrity Silhouette leggst við bryggju í Búenos Aires kl 09:00 að morgni en farþegar yfirgefa ekki skipið endanlega fyrr en daginn eftir.  Farið er í skoðunarferð út á víðfeðma, grasi gróna Pampassléttuna, heimahaga suður-amerísku kúrekanna. Við verjum deginum á búgarði og fáum að kynnast hefðum og arfleifð Argentínubúa. Alla jafna er tekið á móti gestum með „empanadas“, sem eru litlar kjötbökur, og drykkjum og eftir það er hægt að fara á hestbak eða setjast upp í hestvagn í fylgd kúreka sem kalla ekki allt ömmu sína. Í hádeginu gæðum við okkur á girnilegu „asado“, sem er grillað kjöt, og ljúffengu argentínsku víni meðan heimamenn skemmta okkur með þjóðdönsum og söng. Eftir það fylgjumst við með kúrekunum leika listir sínar á hestbaki, sveifla slönguvað og fara í kappreiðar. Það er ótrúlegt að fylgjast með fimi þeirra og hversu góð tök þeir hafa á þessum gömlu listum kúrekanna. 
eftir ferðina er komið aftur til skips þar sem notið er síðasta kvöldsins. 


Buenos aires, argentina, suður amerika_plazas_of_buenos_aires_5.jpg

Búenos Aires
Búenos Aires er ótrúleg borg sem minnir að sumu leyti á Evrópu en þó með Suður Amerísku ívafi. Íbúarnir, sem gjarnan eru kallaðir ‚Porteños‘, eru ástríðufullir og hafa skoðanir á flestu, en eru líka ákaflega vingjarnlegir þegar gægst er undir yfirborðið. Gestir hafa gjarnan sérstaklega gaman af því að rölta innan um ys og þys borgarinnar, en þar má bæði upplifa lífið á strætunum og hinu óvæntu uppátæki sem því gjarnan fylgir. Þetta er sérstök borg, falleg á sinn sérstaka hátt, með bæði seiglu og sköpunargleði. Margir vilja meina að þetta sé borg sem ferðamenn falli flatir fyrir, dreymi svo um og flytji svo til á endanum!
Tangóinn er hugsanlega merkasta útflutningsvara Argentínu. Þjóðsögur herma að rekja megi rætur dansins til vændishúsa borgarinnar á fyrri tímum, þegar karlmenn áttu að hafa drepið tímann með dansinum á meðan þeir biðu eftir sinni tilteknu konu. Í dag má finna stílfærðar sýningar sem eru bæði skemmtilegar og áhrifaríkar, enda kallar þær bæði á mikið þrek og líkamlega hæfileika. Svo má jafnframt finna urmul staða sem bjóða upp á tækifæri til að læra tangó, t.d. í danshúsum, á kaffihúsum og sérstökum viðburðum (s.k. milongas).  Sumir eiga það víst til að verða háðir þessum lostafulla dansi og leggja metnað í að þróa sporin yfir lífsleiðina!


suður ameríka,Aregantína,Buenos Aires_6563127.jpg

Sunnudagur 6. desember - Buenos Aires, Argentínu 
Eftir morgunverð er hópurinn sóttur og farið í hálfs dags skoðunarferð um þessa frábæru borg áður en tékkað er inn á 725 Continental Hotel sem er í miðborginni en þar er gist er næstu 3 næturnar
Búenos Aíres er stórbrotin borg og tignarleg þar sem hún stendur á annars endalausri víðáttu Pampassléttunnar. Hún er sannkölluð heimsborg, gríðarstór og iðar af krafti og fjölbreyttu mannlífi. Hér ríkir einstök blanda evrópskrar og norður- og suður-amerískrar menningar. Þetta er ein mikilvægasta hafnarborg í heimi, hér býr þriðjungur þjóðarinnar og sífellt fleiri ferðamenn velja hana sem áfangastað. Andrúmsloftið heillar jafnt heimamenn sem ferðalanga og það gera líka lystigarðarnir, kaffihúsin, breiðstrætin, leikhúsin, söfnin, markaðirnir, veitingastaðirnir og byggingarnar, margar glæsilegar, aðrar einstakar eða bara venjulegar.
Ferðinni heitið að öllum helstu kennileitum borgarinnar. Við skoðum Norðurhverfin glæsilegu, Palermo með sínar fallegu byggingar og lystigarða og Recolata þar sem byggingarstíllinn er franskur og nóg er af kaffihúsum og börum. Við sjáum líka Colon Theatre, sem er með flottustu óperuhúsum heims, Plaza del Mayo, en við torgið standa ríkisstjórnarhúsið Casa Rosada, ráðhúsið Cabildo og dómkirkjan. Þá er það San Telmo hverfið þar sem aðallinn bjó fram undir aldamótin 1900 og ferðinni lýkur með því að ekið er í gegnum ítalska hverfið La Boca, sem er litskrúðugt og lifandi, og flotta hverfið Puerto Madero þar sem veitingastaðir og barir standa í röðum.


buenos_aires_argentina_2.jpg

Búenos Aires
Búenos Aires er ótrúleg borg sem minnir að sumu leyti á Evrópu en þó með Suður Amerísku ívafi. Íbúarnir, sem gjarnan eru kallaðir ‚Porteños‘, eru ástríðufullir og hafa skoðanir á flestu, en eru líka ákaflega vingjarnlegir þegar gægst er undir yfirborðið. Gestir hafa gjarnan sérstaklega gaman af því að rölta innan um ys og þys borgarinnar, en þar má bæði upplifa lífið á strætunum og hinu óvæntu uppátæki sem því gjarnan fylgir. Þetta er sérstök borg, falleg á sinn sérstaka hátt, með bæði seiglu og sköpunargleði. Margir vilja meina að þetta sé borg sem ferðamenn falli flatir fyrir, dreymi svo um og flytji svo til á endanum!
Tangóinn er hugsanlega merkasta útflutningsvara Argentínu, en þeim nautnarfulla dansi hefur jafnvel verið líkt við lóðréttar bólfarir! Þjóðsögur herma að einmitt megi rekja rætur dansins til vændishúsa borgarinnar á fyrri tímum, þegar karlmenn áttu að hafa drepið tímann með dansinum á meðan þeir biðu eftir sinni tilteknu konu. Í dag má finna stílfærðar sýningar sem eru bæði skemmtilegar og áhrifaríkar, enda kallar þær bæði á mikið þrek og líkamlega hæfileika. Svo má jafnframt finna urmul staða sem bjóða upp á tækifæri til að læra tangó, t.d. í danshúsum, á kaffihúsum og sérstökum viðburðum (s.k. milongas).  Sumir eiga það víst til að verða háðir þessum lostafulla dansi og leggja metnað í að þróa sporin yfir lífsleiðina!


buenos_aires_argentina_1.jpg

Mánudagur 7. desember - Búenos Aires
Dagurinn frjáls en um kvöldið er farið í kvöldverð og á Tango sýningu.
Næturlífið í Búenos Aíres er engu líkt og úrvalið er endalaust af hágæða afþreyingu jafnt fyrir heimamenn, sem kalla sig „porteños“, og ferðalangana sem sífellt fleiri sækja borgina heim. Við látum okkar ekki eftir liggja og skellum okkur á ótrúlega flotta tangósýningu þar sem frábærir listamenn sýna okkur þennan munúðarfulla dans og njótum á meðan ekki síður seiðandi kvöldverðar. Þetta er lífið í tangóborginni Búenos Aíres í hnotskurn. Eftir að hafa fengið fylli okkar af kræsingum fyrir augu jafnt sem maga er haldið heim á hótelið.


argentina_buenos_aires_tango_lunch_5.jpg

Þriðjudagur 8. desember - Búenos Aires
Frjáls dagur til að skoða og ganga um áður en haldið er heim á leið


buenos_aires_argentina.jpg

Miðvikudagur 9. desember - Búenos Aires og heimferð
Eftir morgunverð er tékkað út af hótelinu og farið út á flugvöll. Flogið með British Airways til London kl.14:15 áætluð lending í London er kl. 06:35 þann 10. desember.  


suður ameríka,Aregantína,Buenos Aires_6563127.jpg

Fimmtudagur 10. desember London - Keflavík
Flogið áfram með British Airways frá London kl. 08:45. Lending í Keflavík kl.12:00

Sjá nánari ferðalýsingu

Siglingunni frestað um ár

Ferðinni hefur verið frestað fram á haust 2021 og verður uppfærð á vefnum. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef BCN

  5

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun