fbpx Frá Róm til Barcelóna | Vita

Frá Róm til Barcelóna

Grískar eyjar og Malta

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Malta og Grískar eyjar

Frá Róm til Barcelóna
Celebrity Equinox
11. - 25. September
Fararstjóri: Astrid Helgadóttir

Róm, Ítalíu –Olympía, Mykonos, Aþena og Santorini, Grikklandi – Ephesus, Tyrklandi, Valletta, Möltu – Barcelóna, Spáni.

Stutt ferðatilhögun.

Flogið beint til Rómar í morgunflugi Icelandair. Þrjár nætur í Róm með skoðunarferðum. 14. september er siglt af stað með Celebrity Equinox, fyrsti dagur á siglingu og síðan kemur hver gríski viðkomustaðurinn á fætur öðrum. Fyrst er það Olympía og síðan Mykonos, Aþena og þaðan er siglt til Ephesus í Tyrklandi og síðast en ekki síst gríska eyjan Santorini áður en siglt er til Möltu. Eftir það er siglt til Barcelóna þar sem gist er í eina nótt áður en flogið er beint heim til Íslands.


cel_eq_aerial_33.jpg

Celebrity Equinox 

Celebrity Equinox er í Solstice Classa hjá Celebrity Cruises sem fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009. Skipið var allt tekið í gegn 2019  Norðmenn gera skipið út, en það er 12 hæðir, 122.000 lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 gesti auk áhafnar.

Á efstu þilförunum eru skokkbraut, veitingastaður, barir og margt fleira skemmtilegt, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. 12 þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa® . Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur,kaffihús, ísbúðir o.fl. og á  Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti. Veitingasalir eru glæsilegir og um allt skip eru barir, hver með sínu þema.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar, taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.

Rúmgóðir klefa með öllum þægindum og  herbergisþjónusta  er opin allan sólarhringinn. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Equinox ógleymanlega.

Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega.
Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum

Flugáætlun

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför  Flugvöllur  Lending
FI562 11. septenber Keflavík 08:30 Róm 15:00 
FI597 25.september Barcelóna  15:45 Keflavík 18:20

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma  Brottför
14.september Róm ( Civitavecchia) Ítalíu   17:00
15.september Á siglingu    
16.september Olympía (Katakolon) Grikklandi 07:00 16:00
17.september Mykonos, Grikklandi 09:00 19:00
18.september Aþena, Grikklandi 05:00 19:00
19.september Ephesus, Tyrklandi 08:00 20:00
20.september  Santorini, Grikklandi  08:00 22:00
21.september Á siglingu    
22.september Valletta, Möltu  07:00 16:00
23.september Á siglingu    
24.september Barcelóna, Spáni  06:00  

 

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 11. september    Keflavík – Róm
Flogið til Rómar í beinu flugi Icelandair kl 08:30 að morgni og lent á Leonardo da Vinci International Airport, í Róm. Þar bíður rúta eftir hópnum og ekið er á hótel í miðborg Rómar, þar sem gist er í þrjár nætur á  Best Western hotel President  


cel_rome_vatican_st_peters_basilica_1.jpg

Fimmtudagur 12 . september  Róm
Skoðunarferð:
  Ferðin byrjar með gönguferð í Trastevere og Gyðingahverfið.
Róm er ekki eingöngu Colosseum og Vatikanið! Borgin var einnig byggð upp af öflugu gyðinga samfélagi sem á sér þúnsung ára sögu. Í þessari fróðlegu gönguferð verður gyðingahverfið eða " Jewish Ghetto" heimsótt ásamt Trastevereog saga gyðinga og uppbygging Rómar kynnt frá öðru sjónarhorni. Þessi skemmtilega ferð verður leidd af einstaklega fróðum leiðsögumanni og tilbarlið að enda gönguferðina og smakka á  "Carciofo alla giudia" eða djúpsteiktum ætilþistlum.
Innifalið:

  • Frábær leiðsögn um nokkur af fallegustu svæðum Rómar 
  • Stórkostlegt útsýni frá Janiculum hæðinni
  • Sjáðu einn fallegasta gosbrunn Rómar " Fontana dell'Acqua Paola"
  • Gengið um þöng húsasund Trastevere
  • Gengið yfir "Ponte Sisto" brúnna og yfir í gyðingahverfið sem er eitt best geymda leyndarmál Rómar 
  • 3ja tíma ferð með enskumælandi og íslenskum fararstjórum.

cel_rome_trevi_fountain_5.jpg

Föstudagur  13 . september Róm
Skoðunarferð:
 hópurinn sóttur á hótel og ekið í suður frá Róm í aðeins 45 mín og komið er upp í sveitir Rómar sem kallaðar eru "Castelli Romani" Svæðið er frægt fyrir vínframleiðslu, enda vínakrar, litlir bæir og falleg stöðuvötn sem einkenna þetta fallega svæði. Stoppar verði í bænum Frascati og gengið um gamla bæinn.
Frá Frascati verður svo ekið upp á lítinn vínbúgarð þar sem boðið verður upp á fordrykk ásamt smá snakki. Gengið verður um svæðið og saga og framleiðsla kynnt ásamt því að farið verður ofan í " Grorra" eða lítinn vínkjallara. Hægt er að njóta útsýnis yfir Róm frá Garðinum. síðan er borin fram 4ra rétta hádegisverður  
Innifalið: Rútur, vínsmökkun og hádegisverður, enskumælandi leiðsögumaður og ísl. fararstjóri.


cel_eq_lawn_club_10.jpg

Laugardagur  14. september  Róm, Civitavecchia og Celebrity Equinox 
Lagt af stað í siglinguna. Ekið af stað frá hótelinu í Róm rétt fyrir hádegi og ekið til Civitvecchia þar sem Celebrity Equinox  liggur við bryggju og leggur frá landi kl. 17:00. Gaman að skoða sig um á skipinu fram að brottför, um kvöldið er síðan borin fram dásamlegur kvöldverður og skemmtanir um kvöldið. 


celebrity_eclipse_topper.jpg

Sunnudagur  15. september   Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda, fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


katakolon_grikkland.jpg

Mánudagur 16. september   Olympia ( Katakolon), Grikklandi
Hvort sem þú hefur áhuga á íþróttum, sögu, list eða nýtur þess að ganga um og njóta við sjóinn er hin notarlega Katakolon á Grikklandi. Katakolon er skammt frá hinni fornu Olympiu, þar sem Ólýmpíuleikarnir eiga uppruna sinn. Hægt er að gera bara eins og heimamenn og finna sér sæti í bænum niður við höfnina og fá sér kaffi eða kaldan drykk og njóta.


cel_mykonos_windmills_2_ret.jpg

Þriðjudagur 17. september Mykonos, Grikklandi
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst.  

 


Perlur Grikklands_Grikkland

Miðvikudagur 18. september  Aþena, Grikklandi
Piraeus er hafnarborg Aþenu, stærsta hafnarborg Grikklands og ein mikilvægasta höfn Miðjarðarhafsins.  Kastella hæðin með sínu mikla og fallega útsýni er í göngufæri frá skipslæginu og í borginni er merkilegt fornminjasafn, Mikrolimano, þar sem hægt er að setjast niður við fiskiréttahlaðborð fyrir eða eftir ferð um safnið.  Frá skipinu bjóðast einnig skipulagðar ferðir inn til Aþenu, þar sem Akropolis og aðrar stórbrotnar minjar bíða okkar.


ephesus_tyrkland.jpg

Fimmtudagur 19. september Ephesus, (Kusadasi) Tyrklandi 
Kusadasi er fallegur strandbær á vesturströnd Tyrklands. Þaðan er leiðin greið til hinnar fornu borgar Efesus, sem byggðist á elleftu öld fyrir Krist. Seinna gerðu Rómverjar borgina ódauðlega. Í dag er Efesus ein merkasta forna borg í heimi þar sem rómverskum byggingum hefur verið haldið við og þar endurbyggðar í sinni upprunalegu mynd. Skammt frá Efesus er einnig kapella kennd við hina Heilögu Guðsmóður.


santorini_greece_11.jpg

Föstudagur 20. september  Santorini, Grikklandi
Santorini er ein þekktasta og fallegasta eyjan í Grikklandi. Útsýni er ægifagurt yfir gíginn, eyjarnar og hafið og margir listamenn hafa fengið innblástur á staðnum og sest þar að. Fjöldi verslana með fallega listmuni og handverk er að finna á eyjunni og fer enginn frá eyjunni án þess að taka með fallegan listmun eða minjagrip. Ómissandi er að setjast á veitingastað með fallegu útsýni og njóta.


equinox_skip_vita_9.jpg

Laugardagur 21. september Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir til Möltu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið
 


malta_shutter_10.jpg

Sunnudagur 22. september  Valletta, Möltu
Í miðju Miðjarðarhafinu er þessi litla eyja sem er á siglingarleið þeirra sem fara í gegn um hafið. Valletta er höfuðborgin þar sem skipið leggst við bryggju kl. 08:00. Árið 1528 afhenti Charles V af Spáni Möltu til Riddarana af St. John. Margar áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir frá riddurunum hafa varðveist vel og gera Valletta einfaldlega stórfenglega að upplifa í dag. Þegar farið er um borgina að aðal torginu er farið fram hjá mörgum fornum byggingum og upp að St. John‘s dómkirkjunni þar sem má sjá minjar um marga af riddurunum.


celebrity_reflection_4.jpg

Mánudagur 23. september  Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


barcelona_3.jpg

Þriðjudagur 24. september  Barcelóna
Celebrity Equinox  leggst við bryggju í Barcelóna kl. 06:00 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði þar sem rúta bíður eftir hópnum og fer með okkur í skoðunarferð um Barcelóna áður en tékkað verður inn á  Hotel Cataonia Plaza Catalunia  þar sem gist verður í eina nótt.


sagrada_familia_barcelona.jpg

Miðvikudagur 25. september  Heimferð
Um hádegi er ekið út á flugvöll og flogið heim til Íslands í beinu flugi Icelandair. Áætlað flug er kl. 15:45 frá Barcelóna og lending í Keflavík áætluð kl  18:20

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og Innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FCO

    5 klst.

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun