fbpx Frá Róm til Barcelóna | Vita

Frá Róm til Barcelóna

Grískar eyjar og Malta

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Malta og Grískar eyjar

Frá Róm til Barcelóna
Celebrity Reflection
8. – 23. September
Fararstjóri:  Héðinn Svarfdal Björnsson 

Róm, Ítalíu –Olympía, Santorini, Mykonos, Rhodos og Aþena, Grikklandi – Valletta, Möltu – Barcelóna, Spáni.

Stutt ferðatilhögun.

Flogið beint til Rómar í morgunflugi Icelandair. Þrjár nætur í Róm með skoðunarferðum. 11. september er siglt af stað með Celebrity Reflection, fyrsti dagur á siglingu og síðan kemur hver gríski viðkomustaðurinn á fætur öðrum. Fyrst er það Olympía og síðan Aþena, Mykonos, Rhodos og Santorini áður en siglt er til Möltu. Eftir það er siglt til Barcelóna þar sem gist er í tvær nætur áður en flogið er beint heim til Íslands.


celebrity_reflection_4000x1595.jpg

Celebrity Reflection
Celebrity reflection  var smíðað 2012 og er nýjasta og ennig stærtsa skipið í Solstice klassanum. Áætlað er að það fari í endurnýjum í febrúar 2023. Skipið er 16 hæðir, 125.000 rúmlestir, um 319 metrar á lengd og með rými fyrir 3046 farþega.
Á efsta þilfari sem er það sextánda Er Solstice dekkið, þar sem hægt er að njóta útsýnisins meðan legið er á sólbekk og slakað á.
Næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Fjórtánda þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.
Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

Flugáætlun

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför  Flugvöllur  Lending
FI562 8. septenber Keflavík 08:30 Róm 15:00 
FI597 23.september Barcelóna  15:45 Keflavík 18:20

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma  Brottför
11.september Róm ( Civitavecchia) Ítalíu   17:00
12.september Á siglingu    
13.september Olympía (Katakolon) Grikklandi 07:00 16:00
14.september Aþena, Grikklandi  08:00 20:00
15.september Mykonos, Grikklandi 08:00 21:00
16.september Rhodos, Grikklandi  08:00 17:00
17.september  Santorini, Grikklandi  08:00 22:00
18.september Á siglingu    
19.september Valletta, Möltu  08:00 17:00
20.september Á siglingu    
21.september Barcelóna, Spáni  05:00  

 

Ferðatilhögun

Föstudagur 8. september    Keflavík – Róm
Flogið til Rómar í beinu flugi Icelandair kl 08:30 að morgni og lent á Leonardo da Vinci International Airport, í Róm. Þar bíður rúta eftir hópnum og ekið er á hótel í miðborg Rómar, þar sem gist er í þrjár nætur á  NH Collection Roma Centro.


celebrity_constellation_rome_vatican_st_peters_basilica_2.jpg

Laugardagur 9. september  Róm
Skoðunarferð:
 Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan.
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Förum síðan með rútunni að torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.


celebrity_constellation_rome_colosseum.jpg

Sunnudagur 10. september Róm
Skoðunarferð:
 Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum.
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.


celebrity_reflection_17.jpg

Mánudagur 11. september  Róm, Civitavecchia og Celebrity Reflection
Lagt af stað í siglinguna. Ekið af stað frá hótelinu í Róm rétt fyrir hádegi og ekið til Civitvecchia þar sem Celebrity Reflection liggur við bryggju. Celebrity Reflection leggur frá landi kl. 17:00. Gaman að skoða sig um á skipinu fram að brottför, um kvöldið er síðan borin fram dásamlegur kvöldverður og skemmtanir um kvöldið. 


celebrity_eclipse_topper.jpg

Þriðjudagur 12. september   Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


katakolon_grikkland.jpg

Miðvikudagur 13. september   Olympia ( Katakolon), Grikklandi
Hvort sem þú hefur áhuga á íþróttum, sögu, list eða nýtur þess að ganga um og njóta við sjóinn er hin notarlega Katakolon á Grikklandi. Katakolon er skammt frá hinni fornu Olympiu, þar sem Ólýmpíuleikarnir eiga uppruna sinn. Hægt er að gera bara eins og heimamenn og finna sér sæti í bænum niður við höfnina og fá sér kaffi eða kaldan drykk og njóta.


athens_statues_of_the_korai_2.jpg

Fimmtudagur 17. september   Aþena, Grikklandi
Piraeus er hafnarborg Aþenu, stærsta hafnarborg Grikklands og ein mikilvægasta höfn Miðjarðarhafsins.  Kastella hæðin með sínu mikla og fallega útsýni er í göngufæri frá skipslæginu og í borginni er merkilegt fornminjasafn, Mikrolimano, þar sem hægt er að setjast niður við fiskiréttahlaðborð fyrir eða eftir ferð um safnið.  Frá skipinu bjóðast einnig skipulagðar ferðir inn til Aþenu, þar sem Akropolis og aðrar stórbrotnar minjar bíða okkar.

 


mykonos.jpg

Föstudagur 15. september   Mykonos, Grikklandi
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst.


rhodos.jpg

Laugardagur 16. september  Rhodos, Grikklandi
Þegar komið er inn í einn af stærstu miðalda bæjum í Evrópu í gegnum Frelsishliðið verður fljótlega ljóst að í gamla bænum á Rhodos er að finna mismunandi menningarheimar en grísku áhrifin eru mest. Miðbærinn er lítill og auðvelt að ganga um og anda að sér angan Grikklands á meðan gríska tónlistin heyrist alls staðar. Grand Master höllin er vissulega hápunktur gamla bæjarins, en hún var upphaflega bisantínskt virki byggð í lok 7. aldar e.Kr. en var umbreytt í byrjun 14. aldar af riddum Jóhannesarbókar. Höllinni hefur verið breytt í safn.


santorini_greece_11.jpg

Sunnudagur 17. september  Santorini, Grikklandi
Santorini er ein þekktasta og fallegasta eyjan í Grikklandi. Útsýni er ægifagurt yfir gíginn, eyjarnar og hafið og margir listamenn hafa fengið innblástur á staðnum og sest þar að. Fjöldi verslana með fallega listmuni og handverk er að finna á eyjunni og fer enginn frá eyjunni án þess að taka með fallegan listmun eða minjagrip. Ómissandi er að setjast á veitingastað með fallegu útsýni og njóta.


celebrity_reflection_7.jpg

Mánudagur 18. september Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir til Möltu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið


Malta_Valletta_sigling_Miðjarðarhaf.jpg

Þriðjudagur 19. september  Valletta, Möltu
Í miðju Miðjarðarhafinu er þessi litla eyja sem er á siglingarleið þeirra sem fara í gegn um hafið. Valletta er höfuðborgin þar sem skipið leggst við bryggju kl. 08:00. Árið 1528 afhenti Charles V af Spáni Möltu til Riddarana af St. John. Margar áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir frá riddurunum hafa varðveist vel og gera Valletta einfaldlega stórfenglega að upplifa í dag. Þegar farið er um borgina að aðal torginu er farið fram hjá mörgum fornum byggingum og upp að St. John‘s dómkirkjunni þar sem má sjá minjar um marga af riddurunum.


celebrity_reflection_4.jpg

Miðvikudagur 20. september  Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


barcelona_2.jpg

Fimmtudagur 21. september  Barcelóna
Celebrity Reflection leggst við bryggju í Barcelóna kl. 05:00 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði þar sem rúta bíður eftir hópnum og fer með okkur í skoðunarferð um Barcelóna áður en tékkað verður inn á Hotel Catalonia Barcelona Plaza  þar sem gist verður í tvær nætur.


barcelona_3.jpg

Föstudagur 22. september  Barcelóna
Frjáls dagur í hinni yndislegu Barcelóna


sagrada_familia_barcelona.jpg

Laugardagur 23. september  Heimferð
Um hádegi er ekið út á flugvöll og flogið heim til Íslands í beinu flugi Icelandair. Áætlað flug er kl. 15:45 frá Barcelóna og lending í Keflavík áætluð kl  18:20

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og Innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FCO

    5 klst.

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun