fbpx Frá San Francisco til Chile | Vita

Frá San Francisco til Chile

Mexíkó - Kosta Ríka - Ekvador - Perú

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Frá San Francisco til Chile

Mexíkó – Kosta Ríka – Ekvador – Perú
15. nóvember - 9. desember 2019
Celebrity Eclipse
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

San Francisco og Los Angeles, Bandaríkjunum – Cabo San Lucas, Puerto Vallarta og Huatulco, Mexíkó – Puntarenas, Kosta Ríka – Manta, Ekvador – Líma, Perú – Arica, San Antonio og Santiago, Chile.

Stutt ferðalýsing
Flogið er til San Francisco og dvalið þar í 3 nætur áður en flogið er áfram til Los Angeles. Eftir 2 nætur í borg englana ef farið um borð í glæsiskipið Celebrity Eclipse og siglt suður með vestur ströndinni fyrstu þrír viðkomustaðirnir eru í Mexíkó og síðan er komið til Kosta Ríka.
Eftir einn dag á siglingu er það Manta í Ekvador og síðan Líma í Perú. Nyrst í Chile er komið til Arica  og eftir 2 daga á siglingu er komið til San Antonio, þá er farið úr skipi og ekið til höfuðborgar Chile, Santiago þar sem gist er í þrjár nætur á hóteli í miðborginn áður en haldið er heim á leið.

Flugtafla

Dagur  Flugnúmer Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
15. nóvember FI 863 Keflavík 17:00 San Francisco 17:55
18. nóvember AS 2602 San Francisco 18:00 Los Angeles 19:30
9. desember BA 250 Santiago 16:20 London Heathrow 09:40+1
10. desember FI 451 London Heathrow 20:30 Keflavík 23:40

 

Siglingatafla 

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
20.nóvember Los Angeles, Kalifornía   16:00
21.nóvember Á siglingu    
22.nóvember  Cabo San Lucas, Mexikó 12:00 19:00
23.nóvember Puerto Vallarta, Mexikó 12:00 19:00
24.nóvember Á siglingu    
25.nóvember Huatulco, Mexikó 07:00 16:00
26.nóvember Á siglingu    
27.nóvember Caldera, Kosta Ríka 10:00 20:00
28.nóvember Á siglingu    
29.nóvember Manta, Ecuador 09:00 16:00
30.nóvember Á siglingu    
1.desember Lima, (Callao) Perú 09:00 18:00
2.desember Á siglingu    
3.desember Arica, Chile 07:00 19:30
4.desember Á siglingu    
5.desember Á siglingu    
6.desember San Antonio, Chile 06:00  

 

celebrity_eclipse.jpg         

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins. 
Skipið fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega. Skipið er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl. Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. 20 dollarar á Silk Harvest 25 dollarar á Tuscan Grill og 30 dollarar á Murano. Gjaldið er ávallt á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

san_fransisco3000x1419.jpg         

Föstudagur 15. nóvember Keflavík – San Francisco
Flogið kl 17:00 með Icelandair frá Keflavík til San Francisco. Áætluð lending í San Francisco kl. 17:55. Flugið tekur 8 klst og 55 mín. Tímamismunur er 8 klst.  Rútan bíður á flugvellinum og ekið á hótel Hilton parc 55 þar sem gist er í 3 nætur.

21706-1.jpg         

Laugardagur 16. nóvember - San Francisco
Borgin liggur á norðurodda San Francisco skagans, sem myndar San Francisco flóa. Borgarmörkin afmarkast í norðri af Golden Gate-brúnni, í vestri af  Kyrrahafinu, í austri af San Francisco-flóanum og í suðri af hinum 300m háu Twin-Peaks hólum, sem spænskir trúboðar nefndu vegna útlits síns Los Pechos de la Chola eða Brjóst indjánastelpunnar.
San Francisco er einnig þekkt fyrir samtals 42 hæðir sínar, sem eru allt að 30m háar. Þær eru gjarnan mjög brattar og eru ástæða þess að sporvagnakerfi var tekið í notkun í borginni árið 1873. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg vesturstrandar Bandaríkjanna, aðallega vegna mjög góðra náttúrulegra hafnaraðstæðna. Í og við flóann er að finna eyjarnar Treasure Island og Farallon Island að ógleymdri fyrrum fangaeyjunni Alcatraz, sem nú hýsir safn.
Skoðunarferð: Ferðin hefst á því að farið er í Alcatraz fangelsið, siglt út í eyjuna eftir að komið er til baka er sest niður og hægt að fá sér hádegisverð áður en haldið er áfram í ferð, þar sem ekið er um borgina og við sjáum helstu kennileiti eins og “Golden Gate” brúna, “The Cliff House”, veitingastað frá 19 öld, Turninn á “Telegraph Hill o.fl. Einnig komið við á “Fisherman´s Wharf og Pier 39.


italy_wineyards_6.jpg

Sunnudagur 17. nóvember - San Francisco
Heill dagur og farið út fyrir borgina ekið í Napa dalinn sem er rómaður fyrir fegurð og vínekrurnar sínar.  Heimsókn á Beringer vínekruna og farið í Beuena Vista í vínsmökkun. 

hollywood-real-estate-los-angeles-neighborhood-guide-3.jpg         

Mánudagur 18. nóvember - San Francisco, Los Angeles
Fjáls dagur þangað til að farið er út á flugvöl og flogið til Los Angeles. Flogið er með Alaska airlines kl. 18:00. Flugið tekur 1 og hálfa klst. Þegar komið er til Los Angeles bíður rútan á flugvellinum og ekur með hópinn á hótel Loews hollywood, þar sem dvalið er 2 nætur. 

160701133938-hollywood-walk-fame-exlarge-169.jpg         

Þriðjudagur 19. nóvember - Los Angeles 
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags ferð um borgina
Njótið þess að skoða allt það besta sem Los Angeles hefur upp á að bjóða, m.a. strandbæina, Beverly Hills, Hollywood og miðbæinn. Leiðin liggur um alla frægustu og vinsælustu staðina sem gera LA að því sem hún er. Má þar nefna Sunset Strip, Rodeo Drive og Hollywood þar sem við skoðum handa- og fótaför frægustu kvikmyndastjarna í heimi við Grauman‘s Chinese kvikmyndahúsið og Kodak höllina í Hollywood & Highland afþreyingarmiðstöðinni þar sem Óskarsverðlaunahátíðin fer fram ár hvert.
Eftir það eru söguslóðir LA skoðaðar, miðbærinn, Kínahverfið, matarmarkaðurinn Farmer's Market, The Grove, The Music Center, Walt Disney tónleikahöllin, Our Lady of the Angels dómkirkjan og Griffith Park stjörnuskoðunarstöðin.

celebrity_eclipse_1.jpg         

Miðvikudagur 20. nóvember -  Los Angeles, Celebrity Eclipse
Eftir að tékkað er út af hótelinu er ekið niður að höfn þar sem Celebrity Eclipse bíður og leggur frá bryggju kl. 16:00. Gott er að nota tímann eftir að tékkað er inn á skipið að fá sér síðbúin hádegisverð, finna káetuna og fylgjast með þegar skipið siglir burt frá Los Angeles.

celebrity_eclipse_4.jpg         

Fimmtudagur 21. nóvember - Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin. 

mexico_1.jpg         

Föstudagur 22. nóvember - Cabo San Lucas, Mexikó
Dagur í hinni fallegu borg Cabo San Lucas sem er syðst á Baja Kaliforniu-skaganum en skipið kemur þangað snemma morguns. Landslagið í kringum borgina er einkar fallegt og í kringum hana sést reglulega til hvala. Við hana er hægt að kafa, sigla á kajak og þá er fjöldi bara og veitingastaða í þessum litla en skemmtilega bæ. Hljómsveitin Van Halen opnaði veitingastað í bænum og einn meðlima hennar rekur hann í dag. Staðurinn heitir Cabo Wabo Cantina og er sá vinsælasti í bænum.

mexico_2.jpg         

Laugardagur 23.nóvember - Puerto Vallarta, Mexikó
Heillandi strandbær sem hefur í áratugi verið einni vinsælasti ferðamannastaður í Mexíkó. Vingjarnlegt fólk, fallegar strendur, flottar tískubúðir auk glæsilegra golfvalla.

celebrity_eclipse_9.jpg         

Sunnudagur 24. nóvember -  Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu. 

karibahaf_cozumel_mexico.jpg         

Mánudagur 25. nóvember - Huatulco, Mexíkó
Það er óhætt að segja að fullkominn samhljómur ríki á milli afþreyingar og vistkerfa náttúrunnar í Huatulco sem stendur við rætur Sierra del Sur fjallgarðsins í suðurhluta Mexíkó. Níu aðskildar víkur mynda strandlengju bæjarins og túrkisblár sjórinn er fullkominn fyrir vatnsport af öllu tagi. Fjöldi skemmtilegra verslana og matsölustaða er í bænum en þau eru þó ekki jafnmörg og strendurnar, sem eru litlar þrjátíu.  

celebrity_eclipse_2.jpg         

Þriðjudagur 26. nóvember - Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til Kosta Ríka.

costa_rica_manuel_antonio_-_national_park.jpg         

Miðvikudagur 27.nóvember - Caldera, Kosta Ríka
Komið til þessa skemmtilega bæjar í Nicoya flóanum þar sem náttúrufegurð er einstök. Ein besta strönd Mið-Ameríku til brimbrettaiðkunar og þá er dýralífið ótrúlegt, allt frá spriklandi fiski við ströndina til Jagúar dýrsins sem heimamenn kalla El Tigre. Allir verða að smakka rétt borgarinnar ceviche de corvine, sem er nýveiddur fiskur marineraður í lime-safa, lauk, papriku og heimalöguðu kryddi. Einkar ljúffengur matur.

það hefur orðið breyting á að  Celebrity Eclipse leggur að við Caldera sem er í um 30 mín fjarlægð frá Punta Arenas, þar sem það hefur orðið breyting á að skipið er of stórt til að liggja við bryggju á Puntarenas. 

celebrity_eclipse_2.jpg         

Fimmtudagur 28. nóvember - Á siglingu
Nýr dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til Manta í Ekvador og farið yfir miðbauginn. Mikið um að vera og margt hægt að skoða og gera. Líkamsræktin eða leggjast á bekk og láta dekra við sig í nuddi eða bara njóta sólarinnar á sundlaugardekkinu. Einnig hægt að vera innandyra, sitja á kaffihúsinu fara á málverkauppboð eða á einhver af þeim fjölmörgu námskeiðum sem í boði eru.

manta_equador_sigling.jpg         

Föstudagur 29. nóvember -  Manta, Ekvador
Það skal engan undra að borgin Manta sé einn vinsælasti áfangastaðurinn í Ekvador því að hér eru gullfallegar strendur og fjölbreytt afþreying af öllu tagi. Þetta er stærsta hafnarborg Ekvador, ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð landsins og vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Helsti atvinnuvegur heimamanna er túnfiskveiðar og því er ávallt nægt úrval af ljúffengum réttum úr fersku sjávarfangi á veitingastöðum borgarinnar.
Veðurfar og hagstæður öldugangur allan ársins hring, sérstaklega við San Lorenzo og Santa Marianita strendurnar, veldur því að borgin er afar vinsæl meðal brimbrettafólks og þeirra sem hafa áhuga á vatnasporti af öllu tagi. Fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á slíku er margt annað áhugavert að skoða og sjá í borginni og næsta nágrenni. 

celebrity_eclipse_7.jpg         

Laugardagur 30. nóvember - Á siglingu
Dagur á siglingu áður en komið er til Lima í Perú. Nóg er í boði jafnt úti sem innandyra á skipinu, Námskeið hvort sem er tölvu eða síma, dans kennsla. Málverka uppboð eða margs konar  kynningar. Svo skín sólin á sundlaugardekkinu. 

lima_peru_sigling.jpg         

Sunnudagur 1. desember - Lima, Callao) Perú
Á leið til Líma, höfuðborgar Perú, er fyrst lagst að bryggju í hafnarborginni Callao á vesturströndinni. Þaðan tekur við hálftíma ferðalag inn í miðborgina. Leiðin er ægifögur og eftir því sem borgin færist nær lifnar hún við í litadýrð byggingarlistarinnar, sem er arfleifð horfinna menningarheima, en ekki síður í litríkri matargerðarlist sem hefur verið haldið við í gegnum kynslóðirnar. Hér búa 9 milljónir í 43 hverfum borgarinnar og óhætt er að segja að margt sé að gera og sjá.

celebrity_eclipse_5.jpg         

Mánudagur 2. desember - Á siglingu
Enn einn notarlegur dagur á siglingu. 


arica_chile_.jpg

 
Þriðjudagur 3. desember - Arica, Chile 
Arica rís eins og vin upp úr auðninni, með eyðimörk í suðurátt en tvo dali til austurs sem eiga gróðursæld sína að launa leysingavatninu úr Andesfjöllum. Hér er gaman að skoða Colón-torg, San Marcos-dómkirkjuna, sem er byggð úr járni og sjálfur Gustave Eiffel hannaði, og þjóðminjasafnið í Azapa-dalnum sem hýsir meðal annars fornminjar frá því 10.000 árum fyrir Krist. 

celebrity_eclipse_6.jpg         

Miðvikudagur 4. og fimmtudagur 5. desember - Á siglingu
Tveir síðustu dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi,  allt sem ekki hefur verið gert en þú ert allaf að hugsa um að skella þér í. Hvort sem það er dekur í spainu eða eitthvert skemmtilegt námskeið eða fyrirlestur. Síðan eru tilboð í verslununum, sérstaklega síðustu dagana í siglingunni. 

valparaiso_chile_small.jpg         

Föstudagur 6. desember  San Antonio, Chile
Celebrity Eclipse leggst við bryggju kl. 06:00 að morgni, eftir morgunverð er farið úr skipinu og rútan bíður á bryggjunni farið er í skoðunarferð um San Antonio á leiðinni til höfuðborgarinnar Santiago. Farið er á Hotel Mercure Santiago Centro í Santiago þar sem gist er síðustu 3 næturnar

San Antonio
San Antonio er mesta hafnarborg Chile og rekja má sögu hennar aftur til 16. aldar. Hér er tilvalið að rölta eftir strandgötunni Paeso Bellamar, þar sem heimamenn selja handverk sitt, og njóta um leið útsýnisins yfir höfnina. Náttúruminjasafnið hýsir muni sem tengjast menningu frumbyggjanna, steingervinga og beinagreind af steypireyði. Rúmum 40 km suður af borginni er El Yali-friðlandið með stöðuvötn, lón og mýrlendi, þar sem sjá má svani, hegra, uglur, endur, flamingóa og fjölda annarra fugla. Grípið með ykkur nesti og njótið náttúrunnar á göngu um þetta fallega svæði.

Chile er meðal helstu víngerðarlanda heims og San Antonio-héraðið er með þeim þekktustu í landinu. Víngerðin hófst á 16. öld þegar Spánverjar lögðu landsvæðið undir sig og tók í raun ekki miklum breytingum fyrr en með tækninýjungum áttunda áratugarins. Veðurfarið er einkar hagstætt til vínræktar, svöl þoka á nóttunni og bjart yfir daginn með þurri golu seinnipartinn. Fullkomin skilyrði fyrir heilbrigðan vínvið og ljúffengar þroskaðar þrúgur. Vínið sem nú er ræktað í héraðinu er af vínvið sem fluttur var frá Evrópu fyrir rúmum hundrað árum.

San Antonio-dalur er vinsælasta og nútímalegasta víngerðarsvæði landsins. Norðar, í Casablanca-dal eru einnig víngerðir sem bjóða upp á vínsmökkun og flottir veitingastaðir. Á báðum stöðum eru framleidd hágæða vín: Pinot Voir, Sauvignon Blanc, Chardonnay og Syrah. Viña Casa Marin er ung víngerð í Malvilla, rétt norður af San Antonio. Þar vex vínviðurinn í hæðum, sem snúa til mismunandi átta, og í mismunandi jarðvegi og afraksturinn er eðal Sauvignon Blanc. Casa Marin býður ekki bara upp á skoðunarferðir um vínekrurnar og smökkun heldur líka fínustu heilsulind þar sem hægt er að fá nudd, sem er blanda af havaísku lomi lomi-nuddi og reiki, og slaka síðan á úti á veröndinni með glas af góðu víni.

Inn til landsins, í Casablanca-dal, er víngerðin Casona Veramonte. Fyrirmynd hennar eru víngerðirnar í Napa og er stærstur hluti vínsins fluttur til Bandaríkjanna. Skoðunarferðin þar hefst á vínekrunum, síðan er farið í víngerðina þar sem nokkur tonn af vínþrúgum eru pressuð dag hvern og allar græjur eru af fullkomnustu gerð, og endað á vínsmökkun. William Cole-vínekrurnar eru einnig í Casablanca-dal og þar er þetta meira upp á gamla mátann, flest verk eru unnin í höndunum. Þrúgurnar eru tíndar að morgni dags og pressaðar nokkrum mínútum síðar í víngerðinni.

Þeir sem áhuga hafa á víngerð og góðu víni ættu að nýta tækifærið og fara í skoðunarferð um héraðið og smakka á afurðunum. Það skemmir ekki fyrir að ekið er í gegnum gamla nýlendubæi þar sem heimamenn selja ávexti og grænmeti í vegarkantinum, jafn ljúffengt á bragðið og vínið sem er framleitt hér.

suður amerika_chile_83232874.jpg         

Laugardagur 7. desember - Santiago
Eftir morgunverð er hálfs dags skoðunarferð um Santiago og seinni partur dagsins er frjáls. 

suður amerika, markaður, Chile, argentina_103885466.jpg         

Sunnudagur  8. desember - Santiago
Frjáls dagur í Santiago

suður amerika_chile_70829311.jpg         

Mánudagur 9. desember -  Santiago og London 

Eftir hádegi er ekið út á flugvöll. Flogið er með British airways kl. 16:20 til London Heathrow og lending í London kl.  09:40 morguninn eftir. Flugið tekur 14 klst og 20 mín. Tímamismunur er 3 klst.

Þriðjudagur 10. desember - London til Keflavíkur
Lent á Heathrow kl. 09:40 og flogið áfram til Keflavíkur með Icelandair kl. 20:30 lending í Keflavík kl  23:40. Þar sem biðin er löng í London er boðið upp á hótel yfir daginn þar til Icelandair flugið er til Íslands um kvöldið. Hotelið er Hilton Garden Inn á London Heatrow 

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SFO

  9 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  US Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun