Gdansk

Lágt verðlag

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Einstök og ólík öðrum borgum Póllands. 

Beint flug með Icelandair
Helgarferðir: 

18. - 21. október
8. - 11. nóvember

Fararstjórar eru Agnieszka og Róbert.

Í Gdansk er andrúmsloftið einstakt og ólíkt öðrum borgum í Póllandi. Í raun er eins og komið sé í sér ríki þegar borgin er heimsótt. Þessi aldagamla hafnarborg hefur laðað að sér kaupmenn frá ýmsum þjóðernum sem hafa borið með sér ólíka menningarstrauma. Þessi áhrif birtast meðal annars í byggingarstíl sem ekki er hægt að segja að sé mjög pólskur. Eignarhald á borginni sjálfri hefur flakkað á milli þjóða og hefur það jafnframt mótað borgina. Síðast en ekki síst setti niðurrif seinni heimsstyrjaldarinnar sinn svip á þessa fallegu gömlu borg. Allir þessir þættir hafa myndað sérstaka stemningu sem milljónir ferðamanna koma nú til að upplifa. 

Menning
Í menningu Gdansk fléttast saman viðburðarík saga borgarinnar og trúarbrögð. Fjölmörg söfn, minnisvarðar og helgar byggingar sýna menningu borgarinnar út frá ýmsum hliðum. 
Gamla ráðhúsið og fleiri sögulegar byggingar hafa verið varðveittar í frábæru ásigkomulagi með málverkum sem voru máluð fyrir næstum 500 árum. Nýja ráðhúsið er kennileiti í sjálfu sér en það var reist við upphaf 20. aldar. Hlutverk þess var eins konar sjálfstæðismiðstöð í og eftir fyrri heimsstyrjöldina en síðar, undir merkjum Sovétríkjanna, voru þar höfuðstöðvar verkalýðsins og stúdentaklúbbur.

Nowny Port
Nowny Port vitinn var reistur fyrir meira en hundrað árum en inni í honum eru settar upp sýningar fyrir ferðamenn um vita Gdansk í gegnum aldirnar.

St. Mary's Street
St. Mary’s Street er falleg gönguleið þar sem hægt er að njóta glæsilegra sögulegra bygginga sem umvefja hina heimsþekktu St. Mary’s kirkju. Kirkjan er stærsta múrsteinskirkja í heimi og má segja að hún sé miðpunktur lista og byggingarlistar miðalda- og barokktímabilsins. Byggingu kirkjunnar lauk á síðari hluta 15. aldar. Oliwa dómkirkjan var byggð á svipuðum tíma en hún er gotnesk glæsibygging sem er nú til dags bakgrunnur fyrir eina af bestu sumartónlistarhátíðunum í bænum. Við kirkjuna er Oliwa Park þar sem eru plöntutegundir frá ýmsum heimshornum.

Dýragarðurinn
Þrátt fyrir að dýragarðurinn í Gdansk sé ekki beint sögulegur er hann sá stærsti í öllu Póllandi. Gönguferðir um Long Street og Long Market eru í raun og veru skoðunarferðir í gegnum sögu borgarinnar þar sem húsin á því svæði eru frá miðöldum.

Söfn
The Great Crane, er önnur bygging frá lokum miðalda en hún gefur innsýn í vélfræði tímabilsins á meðan Golden Gate og Green Gate standa sem fágaðir minjar frá síðari tímabilum.
Það er algjörlega þess virði að kíkja á tvö söfn í Gdansk, þjóðminjasafnið sem er eins og að upplifa borgina sjálfa og sjóminjasafnið.

Sagan
Minnst er á borgina í sögulegum skráningum frá því fyrir meira en þúsund árum þannig að Gdansk er áfangastaður með mjög ríka menningararfleifð. Ríkið var undir stjórn Pomeraníu nær allar miðaldir en á því tímabili fjölgaði íbúum mikið vegna innstreymis kaupmanna og handverksmanna sem blönduðust við hina slavnesku þjóð. 
Gdansk varð opinber hluti af pólsku landsvæði undir lok 13. aldar þrátt fyrir að þeim hafi reyndar stuttu síðar verið slátrað af nágrönnum sínum, Þjóðverjum, í landvinningum og fjöldamorðum á innfæddum. Borgin var þá undir þýskum yfirráðum svo árum skipti en varð á því tímabili miðpunktur verslunar og menningar og árið 1454 fór hún aftur undir pólskan konung. Við það fékk hún meira landsvæði, aukinn orðstír og fór að slá sína eigin mynt. 
Endurreisnin kom mótmælendum til borgarinnar og um tíma varð borgin þekkt sem eins konar athvarf fyrir ýmsar nýjar kirkjudeildir. Borgin var menningarborg landsins þar til það varð hluti af Prússlandi á 18. öld. Næstu hundrað árin varð borgin bæði fyrir hnignun og nútímavæðingu með aukinni iðnvæðingu. 
Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð Gdansk aftur sjálfsstjórnarríki sem tilheyrði Póllandi. Það fór þó ekki betur en svo að gyðingum var eytt og borgin nánast eyðilögð undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ágústmánuður ársins 1980 var viðburðaríkur í sögu borgarinnar, undirlagður af verkföllum og mótmælum undir Lech Walesa, sem varð síðar forseti Póllands. Þetta hefur verið talinn mögulegur vendipunktur í kalda stríðinu sem leiddi að lokum til falls Sovétríkjanna. 
Í dag horfir Gdansk til baka með stolti yfir síðustu áratugi og alla sína þúsund ára sögu sem hefur mótað þjóðina til að verða sú sem hún er í dag. 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél GD

  3,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði