fbpx Glæsisigling til fimm landa | Vita

Glæsisigling til fimm landa

England,Spánn, Frakkland, Portúgal og Ítalía

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Fimm landa sýn

England,Spánn, Frakkland, Portúgal og Ítalía
21. júní  - 7. júlí

Anthem of the Seas
Fararstjóri:  Lilja Jónsdóttir

Southampton, Englandi - Lissabon, Portúgal - Barcelóna, Spáni – Nice, Frakklandi – Róm og Napolí, Ítalíu – Gibraltar og Southampton, Englandi.

Stutt ferðalýsing

Flogið í morgunflugi með Icelandair til London og ekið til Southampton þar sem gist er í tvær nætur fyrir siglingu. Farið um borð í Anthem of the Seas, siglt niður með Iberiuskaganum og til Lissabon og þaðan inn í Miðjarðarhafið til Barcelóna og áfram með suðurströnd Frakkalands til Nice. Þaðan er komið til Ítalíu, fyrst til Rómar og síðan Napolí. Stoppað í Gíbraltar áður en haldið er aftur til Southampton.

Flugtafla

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför Flugvöllur Landing
FI450 21. júní Keflavík 07:40 London Heathrow 11:55
FI 451 07. júlí London Heathrow 13:05 Keflavík 15:15

 

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
23. júní Southamptaon, Englandi   17:00
24. júní Á siglingu    
25. júní  Á siglingu    
26. juní Lissabon, Portúgal 07:00 15:00
27. júní Á siglingu    
28. júní Barcelóna, Spáni 10:00 18:30
29. júní Nice (Villafranche), Frakklandi 10:00 18:00
30. júní Róm, Ítalíu 07:00 20:00
1. júlí Napolí, Ítalíu 07:00 18:00
2. júlí Á siglingu    
3. júlí Á siglingu    
4. júlí Gíbraltar, Bretlandi  07:00 15:00
5. júlí Á siglingu    
6. júlí  Á siglingu    
7. júlí Southampton, Englandi 05:30  

anthem_of_the_seas.jpg

Anthem of the Seas
er annað skipið í svokölluðum Quantum Classa. Anthem of the Seas var sjósett í febrúar 2015 og fór í jómfrúarferðina í april 2015. Anthem of the Seas er tæplega 170.000 tonn og 347 m á  lengd og tekur rúmlega 4000 farþega.
Auk þess að vera með sundlaugardekk, leikhús og fjöldan allan af veitingastöðum og börum þá eru nýjungar eins og Rip Cord sem er fallhlífastökks hermir, Klessubílabraut og North Star sem er útsýnishylki þar sem hægt er að skoða útsýnið í um 90m hæð.
Á Anthem of the Seas eru 16 hæðir sem eru stútfullar af skemmtun. Veitingastaðir allt frá pizzastaðnum Sorrento þar sem hægt er að grípa pizzasneið allan daginn og hamborgarastaðurinn Jonny Rocket sem er Amerískur Diner, ásamt fjölda fínna veitingastaða. Barir og skemmtistaðir með lifandi tónlist og skemmtun. Bionic barinn þar sem róbótar blanda drykki að óskum hvers og eins. 


anthem_of_the_seas_cruise_5.jpg

Miðvikudagur 21. júní  Keflavík  - London
Flogið með Icelandair í morgunflugi til London frá Keflavík. Áætluð lending er kl.11:55. Rútan bíður eftir hópnum og ekið er á hótel Leonardo Hotel í Southampton Þar sem gist er tvær nætur fyrir siglinguna.  Aksturinn tekur rúma klukkustund.


sigling_yfir_hafid_southampton_england_1.jpg

Southampton
Southampton á suðurströnd Englands er lífleg hafnarborg og rík af sögu, verslunum, veitingastöðum og vínbörum. Tengsl borgarinnar við seinni heimsstyrjöldina eru sterk, ekki síst lok hennar, og hér er heimahöfn farþegaskipsins Queen Mary 2. Í dag er borgin þekktust sem háskólaborg og verslanir með afar hagstæðu verði. Margt af því skemmtilegasta að skoða leynist þó utan borgarmarkanna.


sigling_yfir_hafid_southampton_england_3.jpg

Fimmtudagur 22. júní  Southampton
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags ferð að Stonehenge sem er eitt stærsta og tilkomumesta mannvirkið staðsett í Wiltshirehéraði í Suðvestur-Englandi, Stonehenge samanstendur af risavöxnum, ílöngum, mjög hörðum sandsteini. Steinarnir standa að mestu leyti uppréttir í hring sem eru 30 m að þvermáli, og auk þess mynda þeir skeifu innan hringsins. Meðalhæð þeirra er um 4 m. Stonehenge stendur á miðju 2.000 hektara landsvæði sem nefnist Salisburysléttan.


Hiro_Anthem_anthem of the seas_royal caribbean_ skip

Föstudagur  23. júní  Southampton – Anthem of the Seas
Um hádegi er ekið að höfninni þar sem Anthem of the Seas liggur við festar. Tékkað inn og um að gera að byrja að njóta. Skipið siglir af stað út mjóan fjörðin kl. 17:00.


anthem_of_the_seas_2.jpg

Laugardagur 24. og Sunnudagur 25. júní, Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Fyrstu tvo dagana er verið að sigla suður til Lissabon í Portúgal. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


lissabon_lisboa_5.jpg

Mánudagur 26. júní, Lissabon, Portúgal
Að nálgast Lissabon af hafi, eða sunnan yfir "25. apríl brúna" og upplifa hvernig borgin breiðir út faðminn á móti komumanni, er mynd sem enginn getur gleymt sem upplifað hefur. Þá skilur maður gælunafnið sem hún fékk á öldinni sem leið - Hvíta perlan í suðri.
Íslenskir salt- og saltfisk- kaupmenn, sem þangað sóttu voru líka metnir sem þjóðhöfðingjar - mennirnir frá eyjunni norðlægu, þaðan sem besti saltfiskurinn kom - saltfiskurinn sem skyldi verða jólamáltíðin. Gilti þá einu hvað einvaldurinn og harðstjórinn Antonio de Oliveira Salazar lagði á þjóð sína af klöfum og harðræði. Hann ákvað að "Bacalao Islandia" skyldi verða á borðum ríkra og fátækra á jólum.

Sagt er að besta leiðin til að kynnast borginni sé að villast í gamla borgarhlutanum. Dásamlegt er að rölta um hin þröngu steinlögðu stræti. Ekki er verra að detta inn á Art Noveau kaffihúsin við Rossio og Praca do Commercio eða önnur þjóðsöguleg kaffihús og horfa í kring um sig á mannlífið. Skoða forna listmuni og nútímalist á söfnum á borð við Gulbenkian safnið, Nútímalistasafnið, Berardo hönnunarsafnið og öðrum víðfrægum söfnum. Hér úir og grúir af menningu, vilji maður það við hafa. Hér eru líka allskonar verslanir út um allt, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegir flóamarkaðir og sérbúðir í bland við hátískuna.


anthem_of_the_seas_cruise_3.jpg

Þriðjudagur 27. júní.  Á siglingu
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er inn í Miðjarðarhafið og norður með strönd Spánar og til Barcelóna.


sagrada_familia_barcelona.jpg

Miðvikudagur 28. júní,  Barcelóna, Spáni
Barcelona á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl


nice_strond_borg_1000x521.jpg

Fimmtudagur 29. júní  Nice, Frakklandi
Frá Barcelóna er haldið til Villefranche í Frakklandi sem er eins konar hlið hinnar einstöku Frönsku Rivieru með borgunum Monte Carlo, Cannes og Nice. Villefranche stendur við rætur tindóttra fjalla sem teygja sig niður að dimmbláum ströndum. Þar eru sólríkar baðstrendur, ferðamannastaðir sem hafa allt að bjóða, snotur þorp með rauðum þökum og stórbrotið útsýni.
Villefranche er indæl borg í sjálfu sér en hún er þó fyrst og fremst merkileg vegna þess sem er að finna í kring. Þegar maður er á annað borð kominn til Villefranche er tilvalið að heimsækja sumar betur þekktar grannborgir hennar: Cannes, Nice og Monte Carlo. Á þessum hvíldarstöðum ríka og fræga fólksins eru unaðsfagrar baðstrendur og ekki eru glæsihýsin og verslanirnar í kring síðri.


rome_spanish_steps.jpg

Föstudagur 30. júní Róm (Civitavecchia), Ítalíu  
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafla í yfirborðið á einum degi. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein.
 


napoli_3.jpg

Laugardagur  1. júlí  Napolí, Ítalíu
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.  Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus en það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.


anthem_of_the_seas_cruise_4.jpg

Sunnudagur 2. og mánudagur 3. júlí á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.

 


gibraltar_sigling_skemmtisigling_utsyni.jpg

Þriðjudagur 4. júlí  Gíbraltar, Bretland
Þó að Gíbraltar sé aðeins lítill skagi við suðurenda Costa del Sol á Spáni hefur þessi útvörður breska heimsveldisins gegnt veigamiklu sögulegu hlutverki vegna klettsins fræga því að þaðan sést yfir tvö hafsvæði og tvær heimsálfur.


anthem_of_the_seas_4.jpg

Miðvikudagur 5. og Fimmtudagur 6. júlí á siglingu
Tveir síðastu dagarnir til að njóta á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


Sigling_cruise_Anthem of the seas_royal_royal caribbean.jpg

Föstudagur  7. júlí  Southampton, Heimferð
Anthem of the Seas leggst við  bryggju í Southamton eldsmenna eða um 05:30 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og rútan bíður hópsins og ekið er að Heatrow flugvelli. Flogið heim með Icelandair kl. 13:05 og áætluð lending í Keflavík kl.  15:15

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LHR

  3 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  £

  Sterlingspund

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun