Golf Del Sur á Tenerife

Ótakmarkað golf á flottum 27 holu golfvelli

Upplýsingar um ferð: 

Í október og nóvember eru tvískiptar ferðir í boði.
Sú fyrri er 11. - 25. okt. og sú seinni er 1. - 15. nóv.
Fyrsta vikan er á Golf del Sur og seinni vikan á Buenavista. Sjá nánar bókunarmöguleika undir siðunni "Tvískipt" ferð.

Myndagallerí

ATH! Tvískiptar ferðir með Buenavista eru bókanlegar hér.

Ótakmarkað golf á flottum 27 holu golfvelli.  

4* Vincci Tenerife Golf hótelið er staðsett í 10. mínútna akstri frá flugvellinum á suðurodda Tenerife eyjunnar og þaðan er ekki nema 2 mínútna  akstur á bráðskemmtilegan 27 holu  Golf del Sur golfvöllinn. Einnig er hægt að fara fótgangandi og tekur það u.þ.b. 15. - 20 mínútur.  Sjá myndir af vellinum
Vincci hótel er staðsett við strönd Atlantshafisins. Það eru 125 rúmgóð og hugguleg herbergi á hótelinu. Sameiginleg aðstaða er fín, björt og stór gestamóttaka, lítill bar, veitingasalur fyrir morgun- og kvöldverð. Sundlaug og sólbaðsaðstaða er góð og fallegt er að horfa út á sjóinn.

Til að komast á veitingastaði, bari, verslanir (supermarkað) og kvöldlíf er bara að fara yfir eina götu yfir á San Blas torgið. Allskonar barir, sportbarir og úrval veitingastaða eins og Tapas, Indverskir og Grillhouse er að finna á San Blas. Torgið er líflegt og þar eru líka nokkrar verslanir og á kvöldin er dillandi tónlist og ýmislegt um að vera.

Meðfram hótelinu niður við ströndina er göngustígur í báðar áttir og þar er fullt af veitingastöðum eins og japanskur Sushi og Teppanyaki (eldar fyrir framan ykkur), mjög sjarmerandi lítill fiskimannabær, Los Abrigos, með mörg frábær fiski veitingahús. Það vantar ekki uppá úrvalið af veitingahúsum og börum á þessu svæði, og flest allt í  göngufæri frá hótelinu.

Þar eð Golf del Sur er einn af bestu golfvöllunum á Tenerife hafa verið haldin stórmót fyrir Evrópu túrinn sem er góður mælikvarði á gæðin. Það er einstaklega fallegt á Golf del Sur og frá klúbbhúsinu er stórkostlegt útsýni yfir hluta af vellinum og út á glitrandi hafið. 
Golfvöllurinn er 27 holur með mismunandi einkennum. Sumar brautirnar eru með heilmiklu landslagi eins og gili  meðan aðrar eru flatari en þær eiga það sameiginlegt að vera umkringdar pálmum og fallegum kaktusum. Brautirnar eru breiðar, flatirnar eru stórar og í glompunum er svartur sandur sem gerir völlinn öðruvísi og framandi.
Í dag er Golf del Sur 27 holu golfvöllur hannaðar af hinum fræga golfvallahönnuði Pepe Gancedo. Það var hinsvegar Manuel Piñero sem gerði Golf del Sur eina golfvöllinn á Kanaríeyjum að þremur 9 holu völlum þegar hann bætti við þeim hluta sem kallast "links" völllur árið 2005. 
27 holunum er fullkomlega deilt á milli þessara þriggja valla. Norður, suður og links. Norður völlurinn sem er 2779 metrar (af gulum) skiptast í 2 par 3 holur, 5 par 4 holur og 2 par 5 holur.  
ATH! Fararstjórinn Sigurður Hafsteinsson er með kennslu í öllum ferðum. Nánari upplýsingar um það á staðnum
Á suður vellinum eru 2 par 3 holur, 5  par 4 holur og 2 par 5 holur. Suðurvöllurinn er 2838 metrar (af gulum). Links vellinum er skipt niður í 2 par 3 holur, 5 par 4 holur og 2 par 5 holur og er 2771 metrar (af gulum).
Golf del Sur - sjá myndband
Grein sem byrtist á kylfingi.is
Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Í október og nóvember eru tvískiptar ferðir í boði.
Sú fyrri er 11. - 25. okt. og sú seinni er 1. - 15. nóv.
Fyrsta vikan er á Golf del Sur og seinni vikan á Buenavista. Sjá nánar bókunarmöguleika undir siðunni "Tvískipt" ferð.

”Golf del Sur

Við viljum þakka fyrir ánægjulega golfferð til Tenerife í október. Golf del Sur á Tenerife er himnaríki fyrir golfara. Fallegt umhverfi, þægilegt loftslag og 27 holu mjög áhugaverður golfvöllur. Hótelið er vel staðsett við ströndina og stutt er að fara á golfvöllinn. Í göngufæri við hótelið eru nokkrir áhugaverðir veitingastaðir og skammt frá er litli fiskibæinn Los Abrigos, sem er með nokkra frábæra fiskistaði. Við viljum sérstaklega þakka Sigurði Hafsteinssyni, fararstjóra fyrir faglega og þægilega fararstjórn. Hver golfdagur var vel skipulagður og Siggi alltaf boðinn og búinn að leiðbeina fólki. Við mælum með Golf del Sur sem áhugaverðum golfdvalarstað og það kæmi okkur ekki á óvart að við ættum eftir að fara þangað aftur.

"

- Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Matthías Björnsson

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> TFS

  5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evrur

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Tengdar ferðir