Golfferð til Asíu

Víetnam og Kambódía

Upplýsingar um ferð: 

18. jan. til 5. feb. 2018

Sannkölluð ævintýragolfferð til Víetnam og Kambódíu. Spilað verður á geggjuðum golfvöllum, gist á flottum hótelum og fræðst um stórbrotna sögu landanna. Ferðin er algjör lúxus alla leið!

Myndagallerí

"Eins og sumir vita er ég fæddur í Hong Kong og ég hef ferðast víða um Asíu. Mér finnst að Víetnam og Kambódía gefi besta „mynd“ af Asíu sem ég hef upplifað. Ég kom heim svolítið ástfanginn af þessum löndum. Mér leið rosalega vel þarna allan tímann. Maturinn var mjög fjölbreyttur og skemmtilegur og ekkert mál að finna góð rauðvín á þokkalegu verði!"
Peter Salmon
 

Veður:  Mér var ráðlagt að skipuleggja þessa ferð í kringum þær dagsetningar sem ég hef valið því að hitinn á þessum slóðum er þægilegastur þá. Í Hoi An í Víetnam þar sem við munum gista má reikna með 22-25 gráðum á daginn og um 15- 17 gráðum á kvöldin. Þetta er að vísu í lok rigningatímabilsins. Þrátt fyrir að við megum reikna með smá rigningu og skúrum á það ekki að trufla dagskrána okkar. Hitinn í maí getur farið uppí 38 – 40 stig með háu rakatigi.  Það væri einfaldlega of heitt.

Í Kambódíu megum við reikna með mun heitara verði alveg upp í 27-30 stig á daginn en um 23 stig á kvöldin. Veðurfarslega er lang best að fara á þessum tíma í ferðina.

Siem Reap er um 300 km norð vestur af Phnom Penh.

Eins og má sjá á kortinu hér að neðan er Danang/Hoi An í miðju landi og þar er að auki um 5-6 gráðum kaldara en Ho Chi Minh sem er fyrir sunnan. Hitastig í Hanoi fyrir norðan er ekki eins þægilegt, um 15 gráður á þessum árstíma.


kort.png

 

Eins og ég sagði að ofan hafa þessi lönd svo miklu meira annað að bjóða en flott hótel og flotta golfvelli. Ef þið viljið uplifa Asíu sem besta og sannasta að mínu mati, mæli ég eindregið með þessari ferð.

BÓKUN:
Eingöngu er hægt að bóka þessa ferð á skrifstöfu VITAgolf í símar 5704458 eða golf@vita.is. Staðfestingargjald er kr.200,000 kr. á mann sem er óendurkræft eftir 7 daga frá bókun.
Ferðina þarf að fullgreiða fyrir 27. des. 2017. Ef þið óskið nánari upplýsinga, endilega hafið samband við mig á skrifstofunni s. 5704457, gsm 8980078 eða á peter@vita.is

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

18. jan. til 5. feb. 2018

Sannkölluð ævintýragolfferð til Víetnam og Kambódíu. Spilað verður á geggjuðum golfvöllum, gist á flottum hótelum og fræðst um stórbrotna sögu landanna. Ferðin er algjör lúxus alla leið!

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef íkon mynd af flugvél BKK

    7

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði