fbpx Golfferð til Lissabon | Vita

Golfferð til Lissabon

5* hótel við 18 holu golfvöll í fallegri náttúru

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Fararstjóri: Jón Þór Gylfason
7 nætur, 5. - 12. maí 2020

5* hótel Quinta da Marinha Resort er staðsett á frábærum stað skammt frá Cascais og Sintra og aðeins 25 km frá Lissabon. Frábær staður til að vera á og slappa af og spila golf í fallegri náttúrinni með útsýni til fjalla og stutt er á ströndina.

Quinta da Marinha er 18 holu völlur 5.870 metrar af hreinni náttúru er áskorun fyrir hvaða kylfing sem er. Eins og margir vellir á þessum slóðum er hann hannaður af Robert Trent Jones með ótrúlega flottu útsýni til sjávar og yfir til fjallana í Sintra. Handbragð Roberts Trent Jones er hægt að sjá víða á vellinum, það eru glompur eins og við má búast og eitthvað er um vatnstorfærur. Hver hola er með sýnu sniðu og mikil fjölbreyttni er í vellinum og segja menn að þörf sé á öllum leyfilegum kylfum í pokann til að vera viss um að skorið verði gott. Sjá myndband

Cascais er u.þ.b. 10 mínútur í bíl frá Quinta da Marinha. Bærinn iðar af lífi og býður upp á fjölbreytt sjávarfang á mörgum af glæsilegum veitingahúsum bæjarins. Það tekur hinsvegar u.þ.b. hálftíma að keyra til Sintra en er alveg þess virði. Sintra var um aldir eftirlætisdvalarstaður aðalsins utan við höfuðborgina og sumardvalarstaður konungsfjölskyldunnar. Staðurinn er stórkostlegur. Þar má sjá gróskumikla dali, ævintýrakastala, framandi plöntur og grýtta hæðarkolla með útsýni til sjávar.

Dagskrá:

 • 5. maí: Koma til Lissabon 12.50 og rástímar frá 15:30 þann dag - kvöldmatur á hóteli
 • 6. maí: Rástímar frá 8.17 -  kvöldmatur á hóteli
 • 7. maí: Rástímar frá 09:05
 • 8. maí: Rástímar frá 08.17 - kvöldmatur á hóteli
 • 9.maí: Rástímar frá 08.25
 • 10. maí: Frjáls dagur - Upplagt að nota daginn til að skoða Lissabon, Sintra eða fara á annan völl og spila golf.
 • 11. maí: Rástímar frá 09.05 - kvöldmatur á hóteli
 • 12. maí: Rástímar frá 08.01 - brottför frá hóteli 14.30 og brottför til Keflavíkur 17.25

Innifalið:
Beint flug með Icelandair
Flutningur golfsetts
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting á Quinta da Marinha
*Ótakmarkað golf á spiladögum með golfbíl
Morgunmatur alla daga og 4 kvöldverðir á hóteli
​​Fararstjórn

*Ótakmarkað golf: Gestir okkar geta spilað ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana en eingöngu EF rástímar eru lausir.
Viðbótar golf við 18 holur á dag er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.

Sjá nánar um Quinta da Marinha
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið

 • Flugupplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LIS

  4

  Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun