fbpx Golfferð til Ras Al Khaimah | Vita

Golfferð til Ras Al Khaimah

Ævintýraleg golfferð til Arabísku furstadæmanna 19.- 28. nóv 2021

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Fararstjóri: Peter Salmon

Ras Al Khaimah er eitt sjö sameinuðu arabísku furstadæma og er um 120 km norður af Dubai. Flugvélin mun lenda í Ras A.K. og er um 30 min. akstur á hótelið. HÉR má sjá kort af flugvellinum, hótelinu og þá 2 golfvelli sem spilaðir eru í ferðinni. 

FLUG:
Flugtími frá Keflavík til Ras A.K. er samtals 10 klst. og 40 min. (með eldsneytisstoppi í Sofíu, Búlgaríu). Brottför frá Keflavík 19. nóv kl. 08:00 og lent í Ras Al Khaimah 19. nóv kl. 22:40. Brottför frá Ras Al Khaimah 28. nóv kl. 14:45 og lent í Keflavík 28. nóv kl. 22:00 
 

HOTEL:
5* Double Tree Hilton á Marjan Island er frábær valkostur fyrir okkar kylfinga því að golfvöllurinn er ekki nema um 8 min. akstur frá hótelinu. Hótelið er með um 600 metra einkaströnd fyrir framan og býður upp á 10 mismunandi veitingastaðir og bari. Á hótelinu eru 7 sundlaugar, heilsurækt, flott spa með gufubaði og alls konar meðferðir í boði að auki. King guest herbergin okkar eru öll með svölum, sjávarútsýni, loftkælingu og öll aðstaða sem fyrsta flokks hótel býður upp á. Hótel herbergin okkar eru í hæstu byggingunni á myndunum í myndagalleríi.

GOLF:
Spilað verður golf daglega (nema komu og brottfarardag) í ferðinni á hinum glæsilega Al Hamra golfvelli sem er um 8 min. akstur frá hótelinu. Al Hamra er best þekktur fyrir að vera vel hirtur og í frábæru standi allt árið um kring. Veitingarhús klúbbsins býður upp á fyrsta flokks mat. Völlurinn sjálfur er stór skemmtilegur og hlykkjast brautirnar um fjögur samtengd lón sem sameinast óaðfinnanlega við Persaflóa. Með 5 mismunandi teiga að velja úr er auðvelt að velja lengd við hæfi.

Rástímar eru frá 8:30 alla daga og ástæðan er sú að það getur orðið ansi heitt síðdegis að spila golf á þessum slóðum. Það má reikna með að hitinn frá morgni til hádegis sé frá 17-25 gráður en eftir hádegi getur hitinn farið vel upp fyrir 30 gráður. Sólarupprás á Ras A.K. í nóv. er 06.30 og sólsetur er um 17.30. Hægt er að spila auka golf á daginn eða jafnvel „nætur“ golf um kvöldið sem kostar 150 AED með golfbíl (4,800 kr. á mann) auka og er aksturin til og frá golfvöllin ekki innifalinn.

Þann 25 nóv. verður spilað golf á Montgomerie vellinum í Dubai, einn besti golfvöllur í Dubai. Lagt verður af stað frá hótelinu kl. 09.30, áætluð koma á Montgomerie völlinn er um kl. 11.00. Góður tími gefst til að skoða stórglæsilega klúbbhúsið, golfbúðina og borða góðan hádegismat áður en við spilum golf kl.12.30.  Lagt verður aftur af stað til Ras A.K. um 18.00 leytið.

ALMENNT:
Almennar upplýsingar um Ras Al Khaimah: https://visitrasalkhaimah.com/

VERÐ:
439.000 kr á mann í tvíbýli og 499.000 kr. í eins manns herbergi.

Innifalið:
Beint flug með Icelandair   
Flutning golfsets
Gisting með morgunverði í King guest herbergi með sjávarsýn og svölum.
7 golfhringir á Al Hamra golfvellinum með golfbíl
1 golfhringur á Montgomerie golfvellinum í Dubai með golfbíl
Æfingaboltar fyrir hvern golfhring.
Allur akstur til og frá flugvelli og golfvallar.
Fararstjóri (m.v. lámark 20 manns).

Ekki innifalið: Túrista skattur AED 20 (640 kr) per herbergi hverja nótt sem er eingöngu hægt að greiða á hótelinu við brottför.

Hægt er að nota allt að 100.000 Vildapunktar Icelandair til að lækka ferðakostnað um 60.000 kr.
Staðfestingargjald er 80.000 kr. á mann og hægt er að bóka ferðina í bókunarvél VITA undir golf sérferðir

COVID:
Eins og staðan er í dag eru Arabísku furstadæmin (UAE) komin mjög langt á veg við að bólusetja sitt fólk. Við búumst ekki við öðru en Ras Al Khaimah verður góður og öruggur staður til að heimsækja í nóvember. Ef hins vegar Covid tekur sig upp aftur munum við eins og við höfum gert frá upphafi Covid endurgreiða fólki eða eiga hjá okkur inneign.

Haldinn verður góður upplýsingar fundur fyrir brottför enn ef einhverjar spurningar vakna endilega hafa samband á [email protected] eða í síma 5704459.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið á Ras Al Khaimah

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef RKT

  10,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  AED

  UAE Dirham

  Gengi

 • Rafmagn

  220V

 • Bjórverð

  45 AED

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun