fbpx Golfsigling um miðjarðarhafið | Vita

Golfsigling um miðjarðarhafið

Ævintýraleg 11 nátta golfferð með 7 daga siglingu og 6 golfhringjum í 3 löndum! 28 sept – 9 okt 2022

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ævintýraleg 11 nátta golfferð með 7 daga siglingu um Miðjarðarhafið og 6 golfhringjum í 3 löndum!

"Ég er nýkomin heim úr þessari ferð og eina sem ég get sagt er bara “VÁ!” Þetta er allra flottasta golfferð sem ég hef farið í. Að vakna alltaf á nýjum áfangastað og spila golf á 4 af top 100 golfvöllum í evrópu í 3 mismunandi löndum. Að vera um borð í einu stærsta og flottasta skemmtiferðarskipi í heimi, borða á veitingastöðum með Michelin kokkum, þetta er bara eins og draumur… aldrei vekja mig!" - Jón Þór Gylfason fararstjóri

Flogið er í beinu flugi til Rómar með Icelandair. Gisting í tvær nætur á Hotel Villa Pamphili áður en sigling hefst ásamt golfhring á Marco Simone golfvellinum þar sem Ryder cup verður haldið 2023! Einnig er gist í aðrar tvær nætur eftir að siglingu lýkur á þessu frábæra 4 stjörnu hóteli sem er mjög stutt frá miðborginni, hringleikahúsinu í Róm og Vatíkaninu. Á hótelinu eru tveir veitingarstaðir, stór sundlaug og 800 fm heilsulind. Tilvalið til að slaka á og njóta Rómar fyrir og eftir siglinguna.

Siglt er á Costa Smeralda skipinu sem er lúxus skemmtiferðaskip. Smeralda er stærsta og nýjasta skipið í Costa flotanum, byggt 2019 og er með 1550 klefum á 20 þilförum. Um borð eru 13 sundlaugar / heitir pottar, 11 veitingarstaðir, 19 barir og setustofur með lifandi tónlist. Leikhús og kvikmyndahús með alls kyns sýningum ásamt því eru fjölmargar verslanir, listasafn, heilsulind, líkamsrækt og spilavíti umborð. Viðkomustaðir skipsins eru Savona á Ítalíu, Marseille í Frakklandi, Barcelona á Spáni, Palma á Mallorca, Palermo á Síkiley og svo aftur til Rómar. Siglingarleiðin sést hér á myndinni fyrir neðan.


cruise_map.jpg

Ferðarlýsing:

DAGUR 1 - MIÐ 28. September - RÓM á Ítalíu
14:05: Koma til Rómar með Icelandair - Akstur á hótel (c.a 20 mín)
Komudrykkur og innritun á Hótel Villa Pamphili Roma
Frjálst kvöld í Róm

DAGUR 2 -  FIM 29. September
09:00 – Akstur til Marco Simone Golf and Country Club sem er Ryder cup völlurinn 2023 (c.a 40 mín) – 18 holur með golfbíl.
19:30 – Kvöldmatur á Hótel Villa Pamphili Roma á Terrace veitingarstaðnum.

DAGUR 3 - FÖS 30. september, fyrsti dagur siglingar.
Brottför frá höfninni: 19:30

11:30 – Akstur að Citvitavecchia höfninni frá Hótel Villa Pamphili Roma
18:45 – Fordrykkur á Il Cielo in una stanza, Þilfar 7
19:30 – Kvöldmatur á Ristorante Arlecchino, Þilfar 6

DAGUR 4 - LAU 1. október - SAVONA á Ítalíu
Koma: 08:30 / Brottför: 18:30

09:00 – Akstur til Golf Club Garlenda (c.a 40 mín) – 18 holur með golfbíl
18:45 – Fordrykkur á Campari Bar, Þilfar 7
19:30 – Kvöldmatur á Ristorante Teppanyaki, Þilfar 8

DAGUR 5 - SUN 2. október - MARSEILLE í Frakklandi
Koma: 09:00 / Brottför: 18:00

09:00 – Akstur til Bastide de La Salette (c.a 30 mín) – 18 holur með golfbíl.
18:45 - Fordrykkur á Bar Superba, Þilfar 7
19:30 – Kvöldmatur á Ristorante II Rugantino, Þilfar 7

DAGUR 6 - MÁN 3. október - BARCELONA á Spáni
Koma: 09:00 / Brottför: 19:00

09:00 – Akstur til Real Club de Golf El Prat (c.a 45 mín) – 18 holur með golfbíl.
18:45 – Fordrykkur á Bar Laguna, Þilfar 7
19:30 - Kvöldmatur á Ristorante Arlecchino, Þilfar 6

DAGUR 7 - ÞRI 4. október - PALMA á Mallorca
Koma: 08:00 / Brottför: 18:00

08:00 - Akstur til Golf Son Gual (c.a 30 mín) - 18 holur með golfbíl.
18:45 - Fordrykkur á Bar Superba, Þilfar 7
19:30 - Kvöldmatur á Pizzeria Pummid’Oro, Þilfar 8

DAGUR 8 - MIÐ 5. október - SIGLING...
18:45 – Fordrykkur á Campari Bar, Þilfar 7
19:30 - Kvöldmatur á Ristorante Arlecchino, Þilfar 6

DAGUR 9 - FIM 6. október - PALERMO á Síkiley
Koma: 07:00 / Brottför: 17:00

Möguleiki á golfi á 9 holu Villa Airoldi sem er um 15 mín frá höfninni, ekki innifalið.
18:45 - Ferrari smökkun Spazio Bollicine, Þilfar 8
19:30 – Kvöldmatur á Ristorante Archipelago, Þilfar 8

DAGUR 10 - FÖS 7. október - RÓM á Ítalíu
Koma: 09:00, siglingu lýkur
10:00 – Akstur til Olgiata Golf Club (c.a 40 mín) – 18 holur með golfbíl.
17:00 – Akstur á Hótel Villa Pamphili Roma
19:30 – Kvöldmatur á Hótel Villa Pamphili Roma á Terrace veitingarstaðnum.

DAGUR 11 -  LAU 8. október
Frídagur í Róm.

DAGUR 12 -  SUN 9. október
12:00 – Akstur útá flugvöll (c.a 30 mín)
15:05 – Brottför til Keflavíkur með Icelandair

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið

  • Flugupplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FCO

    4,5

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun