fbpx Golfskóli á Penina í Portúgal | Vita

Golfskóli á Penina í Portúgal

Golfskóli VITAgolf á Penina Golf Resort undir stjórn Margeirs Vilhjálmssonar PGA golfkennara

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

GOLFSKÓLI VITAgolf

GOLFSKÓLI VITAGOLF á Penina Golf Resort undir stjórn Margeirs Vilhjálmssonar PGA golfkennara.

Boðið eru uppá glæsilega aðstöðu, hótel með 188 herbergi sem eru vel búin öllum þeim þægindum sem gestir geta hugsað sér. Við hótelið er stór sundlaugagarður með veitingastað og bar. 

Penina Academy völlurinn er þægilegur 9 holu völlur fyrir byrjendur í golfi.

Penina Resort er góður 9 holu golfvöllur sem er skemmtilegt að spila.

Peter Salmon var fyrstur til að leiða íslenska golf nemendur á erlenda grund eða til Portugals árið 1995. Á þeim 24 árum hafa hundruðir kylfinga stigið fyrstu skrefin í golfíþróttinni á hans vegum. Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari hefur gengið til liðs við Peter og saman setja þeir upp golfskóla með öllu því besta sem völ er á. Margir af nemum skólans koma ár eftir ár og bæta við kunnáttuna og þeir sem eru að taka sín fyrstu skref geta stoltir farið af stað á golfvöllinn eftir dvöl í golfskólanum.

UM GOLFSKÓLANN:

Í Golfskóla Vitagolf er aðaláhersla lögð á að nemendur nái góðri færni í grunnatriðum.

Grip – Stöðu – Jafnvægi. Að námskeiði loknu verði allir nemendur betri golfarar og hafa meiri ánægju og kunnáttu á golfi. Samhliða tæknilegri þjálfun fer fram bókleg fræðsla um golf, s.s. golfleikinn, golfvellina, siðareglur, framkomu á golfvelli og forgjöfina. Líkamleg og andleg þjálfun, upphitun fyrir golfhring, teygjuæfingar og létt styrktarþjálfun.

Allir nemendur frá handbók og golfskólanum er áfram haldið eftir heimkomu í upprifjunartímum í maí með Margeiri Vilhjálmssyni. Okkar markmið er að allir njóti sín sem best á golfvellinum. Við gerum þig að betri kylfingi.

Í Golfskóla Vitagolf lærirðu mikið um golf og umfram allt, á skemmtilegan máta. Það er gaman í golfi og það er gaman í Golfskóla Vitagolf.

Þeir sem eru lengra komnir geta bókað sig í einkatíma eða örkennslu, þar sem gerðar eru fínstillingar til að bæta leikinn.

Markmið golfskólans er að allir nemendurnir nái færni í grunnatriðum golfsveiflunnar, vippsins og púttsins og að þeir geti leikið golf á góðum hraða og haft gaman af. 

Sjá nánar um golfskólann
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Gott að vita - golfskóli

  • Innifalið

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef Fao

    4

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun