fbpx Gönguferð Krít | Vita

Gönguferð Krít

Náttúra, menning og saga

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Einstök gönguferð um náttúru Krítar

9.- 19. september
Fararstjóri er Jósep Gíslason

Verð á mann í tvíbýli - 299.500
(aukagjald í einbýli - 26.000)

Dagur 1, Keflavík – Chania - Omalos
Eftir beint leiguflug frá Keflavík er lent í Chania þar sem krítverski fararstjórinn tekur á móti hópnum.
 
Dagur 2, Sougia – Agia Irini – Omalos
Haldið frá Sougia upp til fjalla. Gengið um hið fallega Agia Irina-gil og upp á Omaloshásléttuna. Göngutími 4 tímar, hækkun 700 metrar.
 
Dagur 3, Gingilos
Haldið að Xiloskalo sem er í 1.200 metra hæð en þaðan er lagt á fjallið Gingilos sem er 2.080 m. Af toppnum er stórbrotið útsýni yfir eyjuna. Göngutími 6-7 tímar, hækkun 880 metrar.

Dagur 4, Samariagilið
Hið stórbrotna Samaria gil skoðað en gangan endar í strandþorpinu Agia Roumeli sem jafnframt er næsti gististaður. Hægt er að taka sundsprett og skola af sér göngurykið fyrir kvöldmat. Göngutími 5- 6 tímar, lækkun 1.200 metrar.

Dagur 5, Agia Romeli –Loutro
Gengið er með ströndinni frá Agia Romeli til Lutro. Leiðin liggur eftir sandfjöru og fyrir ofan klettabelti við ströndina. Á leiðinni er m.a. skoðuð ævagömul kirkja og hægt að svamla í sjónum. Göngutími 6 tímar, hækkun og lækkun um 100 metrar.

Dagur 6, Loutro - Aradenagilið
Gengið frá Loutro eftir stölluðum ökrum upp til gamla þorpsins Anapolis og að hinu dramatíska eyðiþorpi Aradena sem fór í eyði ekki alls fyrir löngu vegna nágrannaerja og blóðhefnda. Þaðan er gengið niður hið villta og spennandi Aradena-gil að Marmaraströndinni þar sem hægt er að fá sér hressingu og fara í sjóinn áður en haldið er síðasta spölinn til Loutro. Göngutími 6 tímar, hækkun og lækkun 400 metrar.
 
Dagar 7-9, Slökun í Loutro
Eftir góða göngu upp í fjöllin og um Aradena gilið koma nokkrir dagar í afslöppun á hinum dásamlega stað Loutro. Þar er hægt að sleikja sólina, fara á kajak (ekki innifalið), sigla eða ganga um næsta nágrenni svo sem yfir á Ferskvatnsströndina eða Marmaraströndina eða bara njóta lífsins í Loutro. Hádegismatur og kvöldmatur ekki innifalið þessa daga.

Dagur 10 , Chora Sfakion - Chania
Gengið til Chora Sfakion og ekið til Chania.
Snemma morguns er lagt af stað  gangandi til Hora Sfakion þaðan sem rúta ekur hópnum síðasta spölinn til Chania. Leiðin liggur  um Ferskvatnsströndina en ekki gefst ími til að stoppa lengi þar því stefnt er að því að koma  til Chania fljótlega eftir hádegi, þar verður  gist síðustu nóttina. Borgin er ævagömul og þar finnast minjar frá öllum skeiðum krítverskrar sögu. Mikið er af spennandi veitingastöðum og verslunum.
Göngutími 3 tímar, hækkun 150 metrar.

Dagur 11 Heimferð
Seinni part dags er flogið heim frá Chania.

Gistingar í ferðinni:

09 – 10.09  Chania – Arkadi

10 – 12.09  Omalos Neos Omalos

12 – 13.09  Agia Roumeli Kri Kri hotel

13 – 16.09  Loutro  Protopapas

16 – 18.09  Loutro  Kyma hotel

18 – 19.09  Chania – Arkadi hotel

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél CHQ

  5

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun