fbpx Gönguferð um Montserrat | Vita

Gönguferð um Montserrat

Ásamt nágrenni Barselóna

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Gönguferð um Montserrat og friðlönd í nágrenni Barselóna

17. - 24. apríl 2023
Fararstjóri er Steinunn Harðardóttir

VITA og býður Göngu-Hrólfur bjóða aftur upp á einstaklega skemmtilega gönguferð um þrjá  þjóð- og náttúrugarða í nágrenni Barselóna því frumraunin sem var páskana 2019 tókst mjög vel. 

Hver garður býr yfir sérstæðri náttúru og miklu aðdráttarafli.
Fyrst ber að nefna hið sérstæða fjallendi Montserrat sem er aðeins 60 km. frá Barselóna. Þar teygja sig turnlaga fjallatopparnir í átt til himins og minna helst á sög en Serrat  þýðir skorið eða tennt fjall. Í fjöllunum er frægt  klaustur og kirkjan Santa Maria de Montserrat
Sant Llorenç del Munt friðlandið er spennandi landsvæði sem einkennist af grófu, grýttu og veðruðu landslagi með háum klettaveggjum og djúpum giljum og hellum. Þaðan er útsýni yfir á sérskennilegar strítur og toppa Montserrat fjallgarðsins. 
Að lokum er gengið í Montseny friðlandinu sem er á skrá UNESCO vegna einstakts lífríkis og dýralífs.

Tilhögun:

Frá flugvellinum í Barselóna er haldið beint á hótelið Cel·les Abat Marcet sem er nálægt kirkjunni í Montserrat. Þar er gist þrjár nætur. Næstu daga verður gengið um einstakt landslag þessa sérstæða svæðis, minjar skoðaðar og komið við í kirkjunni og klaustrinu. Einnig er hægt að skoða frábært listasafn sem þarna er. Þá liggur leiðin yfir í Sant Llorenç del Munt friðlandið þar sem dvalið  verður í bænum Terrassa. Auk þess að ganga á hæsta fjall svæðisins la Mola 1.104 m.y.s er farið í vínsmökkun og skoðunarferð í einstaka byggingu frá „modernistatímabilinu“ en þar gætir mikilla áhrifa frá Gaudi. Síðustu dagana er dvalið í þriðja friðlandinu Montseny og meðal annars gengið á næst hæsta tindinn Matagalls sem er 1697 m.y.s. og farið í skógargöngu í skemmtilegum beikiskógi. Eftir morgungöngu síðasta daginn er frjáls tími í Barcelona þar til farið verður með flugvallarútunni, en flugið fer klukkan 21:25. 

Verð:  260.500kr. á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug, gisting 7 nætur í tveggja manna herbergjum, allur flutningur, staðarleiðsögumaður 7 daga og íslensk fararstjórn, vínsmökkum á hótel Don Candido og skoðunarferð í Terrassa og heimsókn í sérstæða byggingu í módernskum stíl. Þrjár máltíðir á dag (hádegisnetsi) nema; komudaginn (nóttina), hádegisverður 4. dag, kvöldverður 5.dag og kvöldverður brottfarardag.

Dagur 1. Mánudagur 17. apríl. Flogið til Barcelona
Brottför frá Keflavík kl. 15:00 og komið til Barcelona kl. 21:25, áætlað að vera á áfangastað í kringum miðnætti. Hótelið Cel·les Abat Marcet  er í 720 metra hæð í Montserrat fjalllendinu. Þetta eru nútímalegar íbúðir sem eru hannaðar í sama stíl og íbúðir pílagríma gegnum aldirnar. Þaðan er einstakt útsýni til hinna sérstæðu og óvenjulegu fjall og yfir Llobregat dalinn.

Dagur 2. Þriðjudagur 18. apríl. Santi Mikaels stígurinn
Eftir morgunverð er farið í 3 - 4 tíma þægilega göngu. Haldið er eftir stíg sem kenndur er við“ Sant Miquel y les Ermites“ eða heilagn Miquel og einsetumennina. Leiðin liggur framhjá dvalarstað tveggja einsetumanna og býður upp á frábært útsýni til Miðjarðarhafsins og á einstaka fjallatoppa Montserrat. Hæst er farið í 971 metra hæð á Pla de les Tarantules, þar í lítilli byggingu er sýning sem veitir áhugaverðar upplýsingar um Montserrat svæðið. Á leiðinni til baka er gott útsýni yfir Tebes crags. Eftir gönguna gefst góður tími til að skoða klaustrið og kirkjuna með svörtu "maddonnunni", einnig er hægt að skoða fjölbreytt listasafn klaustursins, Montserrat safnið og það vel þess virði, opið frá kl. 10:00 - 17:45. Áður en  gangan hefst geta þeir sem vilja skoðað fjölbreytt listasafn klaustursins, Montserrat safnið, opið frá 10.00-17.45. (ekki innifalið) .Hádegisnesti áður en lagt er af stað, kvöldverður á hótelinu í næsta húsi (ekki innifalið). Kvöldverður á hóteilnu í næsta húsi. 

Dagur 3. Miðvikudagur 19. apríl. Toppurinn ,“Heilagur Jeroni“
Eftir morgunverð er farið í 5 - 6 tíma gönguferð (með stoppum). Leiðin liggur fyrst að  „Santa Anna hermitage“ eða kapellu heilagrar Önnu en hún er í 890 metra hæð. Síðan er haldið á  Sant Jeroni sem er 1149 m.y.s  og hæsti hluti Montserrat fjalllendisins. Þessi tindur er aðeins nokkrir fermetrar að ummáli og af honum er frábært útsýni til allra átta. Ef veður og tími leyfir verður síðan haldið á annan útsýnisstað sem nefnist  Moro. Á bakaleiðinni er farið framhjá Sant Benet hermitage eða kapellunni. Kvöldverður á hótelinu í næsta húsi

Dagur 4. Fimmtudagur 20. apríl. Gamla þjóðleiðin til Manresa
Eftir morgunverð er farangurinn fluttur á Hotel Don Cándido í bænum Terrassa, en hópnum er ekið til Rellinars sem er í Sant Llorenç del Munt náttúrugarðinum. Þar hefst fyrsta gangan á svæðinu. Markmið dagsins er að heimsækja Obac fjallgarðinn sem er mikilvægur hluti  Sant Llorenç del Munt garðsins. Haldið er eftir stígnum Camí ral de Manresa til Terrassa, gömlu þjóðleiðinni sem farin var gegnum aldirnar fram að komu bílsins. Haldið er eftir fjallshryggjunum og við blasir frábært útsýni til Pyreneafjallanna, yfir á hinn tindótta Montserrat fjallgarð og fleiri fjallasvæði. Göngunni lýkur í útjaðri Terrassa, en þaðan tökum við strætó á hótelið. Þangað komin heimsækjum við mjög sérstæða modernistabyggingu sem er í anda Gaudi og fáum þar rúmlega klukkutíma leiðsögn. Um kvöldið verður tapasmáltíð í Terrassa. (ekki innifalið í verði).

Dagur 5. Föstudagur 21. apríl. Fjallið „Mola“ og hádegisverður á toppnum
Eftir morgunmat er ekið stuttan spöl inn í Sant Llorenç del Munt garðinn og nú er markið sett á hæsta fjallið, La Mola.  Gangan hefst í  Estenalles skarðinu sem er í 873 metra hæð og henni lýkur í nágrenni við Matadepera sem er í 668 metra hæð. Haldið er í suður eftir fjallshrygg sem nefnist Pagès og stefnt á La Mola 1103 m.y.s. Á toppnum heimsækjum við klausturkirkju  og snæðum hádegisverð í litlu og skemmtilegu veitingahúsi.
La Mola er einn besti útsýnisstaður Katalóníu. Á vorin má sjá snæviskrýdd Pyreneafjöllin og jafnvel Canigou sem er þekktur tindur í Frakklandi. Það er enginn jeppavegur upp á toppinn svo öll aðföng í veitingahúsið eru flutt á ösnum og múldýrum. Eftir hádegisverðin er haldið niður að rútunni sem flytur okkur heim á hótel.  Þar brögðum við á framleiðslu  héraðsins svo sem ostum og pylsum sem og víni frá suður Katalóníu. Síðan er kvöldverður á hótelinu.

Dagur 6. Laugardagur 22. apríl. Fjallið „Matagalls“
Eftir morgunmat er farangurinn fluttur á síðasta hótelið  Sant Marçal  en hópnum verður ekið  í Montseny náttúrugarðinn og upp í  Coll Formic skarðið sem er í 1144 metra hæð. Þaðan er haldið á toppinn Matagalls sem er 1696 metra hár og sá næst hæsti á svæðinu. Við höldum eftir vesturhrygg fjallsins en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir þorpin og fjöllinn í næsta nágrenni. Það er líka sérlega falleg sýn til Pyreneafjallanna því þessi tindur er nær þeim en aðrir sem við höfum klifið.  Síðan er haldið í austur og  niður í Sant Marçal  skarðið sem er í 1106 metra hæð. Á leiðinni komum við á fallega sléttu Pregon pass  sem er í 1532 metra hæð og göngum gegnum sérstæðan beikiskóg. Gisting: Hotel Sant Marçal Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 7. Sunnudagur 23. apríl. Skógarganga „La Tordera“
La Tordera er nafnið á stærstu ánni í Katalóníu en upptök hennar eru rétt hjá  Hotel Sant Marçal, við brunninn Font Blanca . Við byrjum gönguna við hótelið og höldum með norður hlíð dalsins sem áin Tordela hefur grafið í gegnum aldirnar. Í fyrstu er gengið í gegnum einstaklega fallegan beikiskóg  en þegar komið er  yfir í suður hlíð fjallsins verður  miðjarðarhafs eik æ meira áberandi. Við förum framhjá bænum Can Font, sem er í  830m hæð. Hann gott dæmi um þá einangruðu byggð sem finna má í þessum hluta  Monseny. Áður en farið er yfir Tordera ána  þurfum við að fara fyrir klettasnösina Bovilà og fylgja dálitið varasömum slóða. Þegar við erum komin í þann hluta dalsins fara beikilundir aftur að verða áberandi. Við höldum eftir breiðum stíg að að Blanca uppsprettunni sem er rétt við hótelið og síðan heim. Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 8. Mánudagur 24. apríl, heimferðardagur
Eftir morgunmat er farið í 2 - 3 tíma göngu í nágrenni hótelsins. Gengið er eftir þægilegum moldarvegi gegnum stórfengilegt skóglendi með fjölda áhugaverðra trjátegunda. Hádegisverður á veitingastað á Saint Celoni brautarstöðinni (ekki innifalinn) áður en haldið er með lest til Barcelona. Eftir að farangurinn hefur verið settur í geymslu á lestarstöðinni getur hver og einn varið nokkrum klukkutímum í borginni. Til dæmis er hægt að heimsækja Palau de la Música eða Hospital de Sant Pau. Um klukkan 19:00 er síðan haldið með flugtúrunni á flugvöllinn og flogið heim klukkan 22:25. 
(ath, geymslugjald á lestarstöðinni og flugrútan ekki innifalin í verði (ca 6 EUR)). 

Flogið með Play í beinu flugi.

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Verð og innifalið

 • Erfiðleikastig

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef BCN

  4:20

  Kvöldflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun