fbpx Gönguferð um Pýreneafjöllin | Vita

Gönguferð um Pýreneafjöllin

Fjölbreytt umhverfi sem kemur sífellt á óvart

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Gönguferð í spænsku þjóðgörðum Pyreneafjallanna 2-9 júlí

2. - 9. júlí
Fararstjóri er Steinunn Harðardóttir

Gengið er um tvo þjóðgarða Spánar í Pýreneafjallgarðinum.  „Aigüestortes y Sant Maurici“  sem er í Katalóníu og „Ordesa y Monte Perdido“  sem er í Aragóníu.  Umhverfið er fjölbreytt og kemur sífelt á óvart. Farið verður um landslag þar sem há fjöllin rísa með hvassar eggjar yfir fagurbláum vötnum og djúpum dölum.  Gróðurfarið er einstakt, það má sjá breiður af lyngrós og  íris en inn á milli er m.a. blóðberg og ljónslappi svo fátt eitt sé nefnt.  Einnig verður gengið eftir gömlum þjóðleiðum á milli lítilla þorpa sem kúra eins og steinborgir í fjallshlíðunum. Húsin eru úr granít eða kalksteini og falla einstaklega vel inn í umhverfið.  Rauð begóníublóm í gluggasillunum setja lit á gráa veggina sem rísa sitt hvoru megin við þröngar steinlagðar göturnar. Sérkennilegir ferkantaðir kirkjuturnar bera við himininn.                                                                                                                                                    
Flogið er með næturflugi til Barselóna og síðan ekið rakleiðis til „Espot“ en stoppað á leiðinni fyrir snæðing og slakað á í bænum fyrsta daginn. Næsta dag er gengið frá „Espot“til bæjarins „Boi“ þar sem gist er tvær nætur, að lokum er ekið til „Torla“ og gist þar þrjár nætur. Síðasta morguninn um kl.11.00 er haldið til Barselóna, flogið af stað til Keflavíkur kl.18.25 og komið heim 21.05.

Fimmtudagur 2. júlí,1.-2. dagur. Ekið frá flugvellinum í Barcelona til Esport um 300 km
Lagt af stað frá Íslandi kl. 21.50 þann 2.júlí og lent í Barselona um kl.4.10 aðfaranótt 3.júlí.
Ekið  rakleiðis frá flugvellinum  til „Espot“ um 300 km, 4-5 tíma akstur. Stoppað á leiðinni fyrir dögurð.(ekki innifalið) „Espot“ er efst í „Escrita“ dalnum í 1321 (m.y.s.) í austur jaðri „Aigüestortes y Sant Maurici“ þjóðgarðsins. Gist er á tveggja stjörnu hóteli, Roya. Komið þangað rétt fyrir hádegi. Fáum væntanlega  herbergi fljótlega, eftir það er hvíldartími þar til síðdegis að farið verður í létta gönguferð um bæinn. Kvöldverður á hótelinu.

Laugardagur 4. júli, 3. dagur. Esport til Boi, hækkun ca 800m. Gengið 16 km 
Um morguninn er farangurinn fluttur til þorpsins „Boi“ en hópurinn fer með fjallatöxum, 8 manna Landróver jeppum, inn í þjóðgarðinn upp í ca 1700 m hæð að stöðuvatninu „San Maurici“. Gengið er meðfram vatninu gegnum skóg og upp í fjallaskarð sem nefnist  „Portarró Espot“  það skilur á milli  „Sant Maurici“ og „Agüestortes“ hluta þjóðgarðarins. Leiðin liggur framhjá fjallaskálanum „Estany Llong“ – og niður á sléttuna „Planell de Sant Esperit“. Í hádeginu er snæddur piknikhádegisverður sem við berum með okkur. Að lokum er  farið í fjallatöxum til „Boí“ 1263 (m.y.s) þar er gisting og kvöldverður tvær nætur á gistiheimilinu Pey.

Sunnudagur 5. júlí, 4. dagur. Milli þorpa í Boí dalnum, hækkun 250 m. Gengið 10-14 km
Gamla „Boí“ þorpið (1263 m.y.s.) er umlukið varnarmúr sem sumstaðar er enn sýnilegur. Þorpin í „Boí“ dalnum státa öll af kirkjum í rómönskum stíl frá miðöldum og eru þær taldar meðal gersema í byggingalist síns tíma, háir turnarnir höfðu mikilvægt hlutverk í vörnum þorpannna. árið 2000 voru 9 kirkjur í dalnum settar á lista UNESCO sem menningarverðmæti. Þennan dag notum við til að kynnast þessum litlu heillandi þorpum og kirkjunum. Farið er frá „Boí“ til niður til „Barruera“, (1096 m.y.s.) þaðan er gengin þriggja km. leið upp til „Durro“ (1386 m.y.s.) og síðan eftir gamalli slóð aftur heim til „Boí“.  Þeir sem vilja geta gengið 2-3 km. Í viðbót frá „Boi“ til bæjarins „Taüll“ en þar er þekktasta kirkjan í dalnum, „La Iglesia de Saint Climent“ hún var vígð 10. desember árið 1123 og í henni voru einstakar freskur. Piknik hádegisverður. Gisting og kvöldverður á Pey.

Mánudagur 6. júlí, 5. dagur. Haldið í næsta þjóðgarð Ordesa og Monte Perdído
Nú yfirgefum við „Boí“dalinn og Katalóníu og höldum með rútu til Aragóníu þar sem við skoðum „Ordesa y Monte Perdido“ þjóðgarðinn. Ferðinni er heitið til „Torla“ (1032 m.y.s.) sem er rétt við „Ordesa“dalinn. Við komum þangað um hádegisbil. Eftir hádegisverð á einhverjum af veitingastöðum „Torla“(ekki innifalinn) er haldið í skemmtilega gönguferð um nágrenni bæjarins. Í „Torla“ verður gist þrjár nætur á Hótel Bujaruelo. Kvöldverðir á hótelinu. 

Þriðjudagur 7. júlí, 6. dagur. Þorpin í Brotodalnum, hækkun 500 m. Gengið 10-12 km
Þennan dag leggjum við áherslu á að kynnast þorpunum og mannlífinu í dalnum. Við höldum upp á hæðirnar fyrir ofan þorpið „Linas de Broto.“ Þar er gott útsýni til „Ordesa“dalsins og fjallsins „Monte Perdido“ en líka yfir „Bujaruelo“dalinn og jafnvel alla leið til Frakklands. Ef veður er gott bregðum við okkur upp á fjallið „Pilupin“ sem er yfir  2000 metra hátt. Þá höldum við niður í gegnum eyðiþorpið „Yosa“ (1500 mys) en þar eru fjölmörg hálfhrunin hús og því ráðlegt að fara varlega. Leiðin liggur síðan í gegnum lítið fallegt þorp sem heitir „Oto“ og áfram til þorpsins „Broto“ þar sem við eigum stuttan stans. Frá „Broto“  göngum við síðasta spölinn heim meðfram „Ara“ánni upp til „Torla“. Piknik hádegismatur, kvöldverður á hótelinu. 

Miðvikudagur 8. júli, 7. dagur. Ordesadalurinn, hækkun 800 m. Gengið 17 km
Haldið er með áætlunarbíl inn að mörkum „Ordesa“dalsins, þaðan er farið gangandi eftir breiðum og þægilegum stíg meðfram ánni „Río Arazas“. Leiðin liggur inn í U-laga dal „Sirco de Soaso“. Í botni dalsins er fallegur foss „Cola de Caballo“ (Taglið). Þaðan er haldið til baka eftir breiðri sillu eftir veiðimannastígnum „Senda de los Cazadores“ hann er í hlíð dalsins í 1900 meta hæð, síðan eru farnir 70 metra niður eftir bröttum stíg. Þetta er skemmtileg og ævintýraleg leið. Þeir sem ekki treysta sér td. vega lofthræðslu geta gengið sömu leið til baka. Einnig kemur til greina að fara léttari leið á sama svæði.Þegar niður er komið er farið með áætlunarbíl til „Torla“ þar sem gist er síðustu nóttina. Kvöldverður á hótelinu.

Fimmtudagur 9. júlí, 8.dagur. Heimferð
Ekið frá „Torla“ til Barselóna kl. 11.00 um morguninn og stoppað á leiðinni fyrir hádegisverð.(Ekki innifalinn.)
Flogið kl 18.25 og lent í Keflavík 21.05

Innifalið: Allur fluttningur, gisting 6 nætur með morgunmat, allir kvöldverðir nema heimferðardaginn  fjórum sinnum piknik hádegisnesti, aðgangur  í miðaldakirkjur, katalónskur leiðsögumaður Miguel Ibanez, íslenskur fararstjóri Steinunn Harðardóttir. Slysatrygging á gönguferðunum.

Sjá nánar um gönguferð
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Verð og innifalið

  • Erfiðleikastig

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef BCN

    4,5

    Næturflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun