fbpx Gothia Cup | Vita

Gothia Cup

Knattspyrnumót unglinga í Gautaborg

Upplýsingar um ferð: 

Næsta sumar verðum við með ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup mót sem fer fram í Gautaborg 17. - 22. júlí 2023.

Upplýsingar um mótið hér til hliðar í nánari ferðalýsingu. 

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VITA Sport í síma 570-4472 eða í tölvupósti á [email protected]

Myndagallerí

 

Sumarið 2023 mun ferðaskrifstofan VITA Sport bjóða upp á ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup mót sem fer fram í Gautaborg.
Það er miðað við að hóparnir séu úti í 7 nætur, annað hvort frá 15. - 22. júlí eða 16. - 23. júlí.

Um Gothia Cup: 
​Fullt fæði er frá kvöldverði á sunnudegi til hádegisverðar á laugardegi (3 máltíðir á dag).
Gisting í skólastofum - hafa meðferðis svefnpoka og dýnu (eða leigja dýnu, sjá neðar).
Hvert lið spilar a.m.k. 4 leiki á mótinu.
Gothia Super Card veitir frían aðgang að öllum samgöngutækjum borgarinnar, sem og góð kjör í söfn, sundlaugar og fleira.
Tveir eldri leikmenn mega leika með hverjum aldursflokki (þe. einu ári eldri).
Flokkar miðast við 1. janúar ár hvert líkt og hér heima.
​11 manna bolti í öllum aldursflokkum nema B og G13 (yngra ár í 4. flokki).

Hér má sjá heimasíðu Gothia Cup

Verð: 152.500 kr per mann í skólagistingu. 
Verð: 209.500 kr per mann í hótelgistingu*
Innifalið
: Flug, flugvallarskattar, flugvallarakstur erlendis, mótsgjöld, samgöngur, Gothia Super Card sem veitir m.a. afslátt í Liseberg Tivolígarðinn í Gautaborg, gisting, fullt fæði meðan á móti stendur (18 máltíðir), opnunarhátíðin og íslensk fararstjórn. 
* Hótelgisting miðast við að leikmenn gisti í þriggja og fjögurra manna herbergjum, en fararstjórar og þjálfarar í tveggja manna herbergjum. Verðið er jafnaðarverð úr þessu og miðast við 7 nátta ferð.

Hægt er að leigja uppábúna dýnu af mótshöldurum, hún kostar 6.500 kr á mann. 

Fararstjóri verður Helga Magnúsdóttir sem hefur gríðarlega reynslu af fararstjórn og þekkir Gothia Cup betur en flestir Íslendingar. 

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VITA Sport í síma 570-4472 eða í tölvupóst á netfangið [email protected]

 

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU
Upplýsingar um ferð: 

Næsta sumar verðum við með ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup mót sem fer fram í Gautaborg 17. - 22. júlí 2023.

Upplýsingar um mótið hér til hliðar í nánari ferðalýsingu. 

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VITA Sport í síma 570-4472 eða í tölvupósti á [email protected]

 • Gothia Cup

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef GOT

  2:45

  Næturflug

 • Gjaldmiðill

  SEK

  Sænsk króna

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun