Gothia Cup

Gothia Cup

Upplýsingar um ferð: 

Næsta sumar munum við bjóða upp á ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup sem fer fram í Gautaborg í júlí 2017.

 

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VITA Sport í síma 570-4472 eða í tölvupósti á tonsport@vita.is

Myndagallerí

Sumarið 2017 mun ferðaskrifstofan VITA bjóða upp á ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup mót sem fer fram í Gautaborg í júlí 2017.

Mótið sjálft fer fram dagana 16. - 22. júlí, fyrstu leikirnir eru þó 17. júlí. 

Um Gothia Cup: 

​Fullt fæði er frá kvöldverði á sunnudegi til hádegisverðar á laugardegi (3 máltíðir á dag)
Gisting í skólastofum - hafa meðferðis svefnpoka og dýnu
Hvert lið spilar a.m.k. 4 leiki á mótinu
Gothia Super Card veitir frían aðgang að öllum samgöngutækjum borgarinnar, sem og góð kjör í söfn, sundlaugar og fleira
Tveir eldri leikmenn mega leika með hverjum aldursflokki (þe. einu ári eldri)
Flokkar miðast við 1. janúar ár hvert líkt og hér heima

Hér má sjá heimasíðu Gothia Cup

Verð: 115.000 kr
Innifalið
: flug, skattar, mótsgjöld, Gothia Super Card, gisting í skólastofum, fullt fæði meðan á móti stendur, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 

Hægt er að leigja uppábúna bedda af mótshöldurum á 6.000 kr stykkið. 
Tilkynna þarf VITA Sport fyrir 1. febrúar ef bóka á bedda. 

Fararstjóri verður Helga Magnúsdóttir sem hefur gríðarlega reynslu af fararstjórn og þekkir Gothia Cup betur en flestir Íslendingar. 

Til að bóka þarf að senda nafnalista með kennitölum farþega og greiða í framhaldinu 25.000 kr. staðfestingargjald fyrir hvern farþega. Fullgreiða þarf ferðina eigi síðar en 1. maí 2017

 

Foreldrapakkinn:

Foreldrapakkinn er með flugi, gistingu í 5 nætur með morgunverði (fáið herbergið og morgunmat um leið og þið komið á hótelið um morguninn) og Gothia Super Card. 

Flug: 
FI384   17 júlí  KEF GOT  00:30 05:15
FI385   21 júlí  GOT KEF  06:35 07:30

Hótel: 
Quality Hotel 11
Maskingatan 11, 417 64 Göteborg, Svíþjóð

Verð: 
- á mann í tvíbýli: 97.500 kr
- á mann í einbýli: 129.500 kr
- á mann í þríbýli: 96.500 kr

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Næsta sumar munum við bjóða upp á ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup sem fer fram í Gautaborg í júlí 2017.

 

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VITA Sport í síma 570-4472 eða í tölvupósti á tonsport@vita.is

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> GOT

  2:45

  Næturflug

 • Gjaldmiðill

  SEK

  Sænsk króna

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði