fbpx Hjólaðu með okkur á Calpe | Vita

Hjólaðu með okkur á Calpe

Með Hjólaþjálfun

Upplýsingar um ferð: 

Bókanir fara fram hér með bókunarnúmeri 1277
María Ögn veitir allar upplýsingar um ferðina í gegnum maria@hjolathjalfun.is

Hafa samband

Myndagallerí

Út með hjólið (racerinn) í sól með eðal félagsskap og klassa fararstjórum. 

1. - 8. október 2019. 7 nátta ferð.
Fararstjórar eru María Ögn, Hafsteinn Ægir og Elvar Örn.
Sjá nánar á vefsíðu hjólaþjálfunar

Eftir gott haust á Íslandi þá er svo akkúrat að hoppa aðeins út áður en veturinn mætir. 

Ferðin er að sjálfsögðu öllum opin að koma með, sama hvort þú hafir verið að æfa með Hjólaþjálfun eða ekki!
Ferðin hentar þó ekki byrjendum í hjólreiðum, til dæmis þeir sem eru að fara í fyrstu skiptin á götuhjól, hafa ekki hjólað í smelltum hjólaskóm eða þeim sem eru að stíga upp úr sófanum rétt fyrir brottför og því er betra að æfa reglulega hjólreiðar fyrir ferðina.


loire_hjolaferd.jpg

Bókun ferðar

Bókanir fara fram á hópabókunarsíðu VITA: https://vita.is/hopabokanir með hópanúmerinu 1250
Söludeild VITA, Svana, gefur allar upplýsingar um bókanir (570-4444/svanaek@vita.is) en allar aðrar upplýsingar veitir María Ögn maria@hjolathjalfun.is eða í síma 775 9902.
Staðfestingagjald er 40þúsund en fullgreiða verður síðan ferðina um 6 vikum fyrir brottför (lok ágúst).


alicante_calpe.jpg

Hótelið  og Calpe

Hótel Diamante beach
Flott 4* hótel staðsett við ströndina í Calpe.
Calpe er gríðarlega mikið æfingasvæði hjólara, bæði almennings og atvinnuliða. Umferð og umhverfið er því vant hjólandi hópum sem skiptir miklu máli upp á öryggið og upplifun.
Hótel sem er vant því að taka á móti hjólahópum.
Læst aðstaða með öryggismyndavélum til að geyma hjólin eða hjólatöskurnar, líka ekkert mál að hafa hjólið inni á herbergi.
Góð aðstaða til að gera við og þrífa hjól.
Tveir fyrir einn aðgangur að spa
Kaldur pottur við 14° sem má bæta ísmolum úr vél sem er við hliðina til að kæla enn frekar, ferlega næs eftir góðan hjóladag.
Þvottaþjónustan er einungis fyrir hjólreiðafólk, hótelið sér um að þvo fyrir þig, hver poki af þvotti kostar € 5.00
Frítt wi-fi á mjög góðum hraða á herbergjum


diamante_beach_6.jpg

Hjóladagar

Hver dagur er settur upp með nákvæmum leiðakortum/strava/GPS, alltaf tveir til þrír möguleikar í boði hvern dag.
Vegalengdir hvern dag verða á bilinu 50 – 130km,  en skipulag hvers dags fer mikið eftir hæðahækkun leiðarinnar.
Það fá allir áskorun við hæfi, bæði hraðari hjólarar og hægari.
Hver hjóladagur mun henta mismunandi getuhópum og hægt að velja eftir fíling hvers og eins þann daginn, einungis hjólað á racer götuhjólum.
Stoppað verður á kaffihúsum og einhverja daga stoppað í lengra hádegishlé.
Við skipuleggjum hjóladaginn þannig að getuhóparnir hittist yfir daginn, þó þeir hjóli ekki saman eða jafn langt.
Lokaður facebook hópur mun sjá um að upplýsingaflæðið verði sem best til allra í hópnum, fyrir ferðina og þegar við erum úti.
Einnig er að sjálfsögðu hægt að fá aðstoð með leiðarval úti og setja það inn í Garmintæki ef fólk vill fara sjálft en ekki með hópnum.


alicante_calpe.jpg

Típísk rútína dagsins
Ding dong!
Vaknað og farið í morgunmat.
Græja sig fyrir daginn.
Hittast fyrir utan hótelið um morguninn og lagt af stað kl 9:30
Rúllað af stað í hjólatúr dagsins.
Það fer allt eftir vegalengd og leið hvern dag, hvernig dagurinn þróast varðandi, kaffihús, hádegistjill og slíkt, en það er allt kynnt á facebook síðu hópsins fyrir hvern dag, því enginn dagur verður eins.
Í lok hjólatúrsins er alveg eðall að taka spjall og smá teygjur með hópnum við sundlaugabarinn eftir daginn, mjög ljúft að vera með einn ískaldann í annarri á meðan við teygjum okkur í tærnar með hinni.
Það fer síðan allt eftir lengd hjólatúrs hvers dags hve mikið er eftir af deginum og hvernig fólk nýtir þann tíma.
Um kvöldið borðar hópurinn saman, alveg fínasti matur á hótelinu (vorum á þessu hóteli haustið 2018), en síðan er að sjálfsögðu hægt að skreppa út að borða annarstaðar ef þú vill það heldur.

Við erum að tala um að … lifa og njóta!
Svona hjólaferðir eru bestu fríin, algjör eðall.

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Bókanir fara fram hér með bókunarnúmeri 1277
María Ögn veitir allar upplýsingar um ferðina í gegnum maria@hjolathjalfun.is

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef ALC

  5,5

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun