fbpx HM Hestar Eindhoven 2023 | Vita

HM Hestar Eindhoven 2023

Glæsilegar pakkaferðir, góð gisting

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

HM íslenska hestsins 6.-14.ágúst í Oirschot (Eindhoven)

Sumarið 2023 verður "Heimsmeistaramót íslenska hestsins " haldið í Eindhoven í Hollandi. 

Vita Sport verður með ferðir á mótið.

Flogið verður til Amsterdam og Brussel og ekið þaðan til Eindhoven þar sem farþegar Vita gista á góðum hótelum. 
Eindhoven er mjög skemmtileg 220.000 manna borg í um 130 km akstursfjarlægð bæði frá Amesterdam og Brussel.   Mikið úrval verslana og góðra veitingastaða er miðbænum.

Mótið sjálft fer fram í  Oirschot, litlum skemmtilegum bæ í útjaðri Eindhoven.  Daglegar ferðir milli hótels og mótssvæðis og tekur aksturinn um 15 mín.

Tvisvar áður hefur Heimsmeistaramót verið haldið í Oirschot við mikla ánægju þeirra sem þau mót sóttu, bæði keppenda og áhorfenda enda öll framkvæmd glæsileg. 
Framkvæmdaraðilar eru þeir sömu og þeir vita hvað til þarf til að mótið verði eins glæsilegt og hægt er.  
Móttaka ; "Spekingar spjalla" verður fyrir farþega Vita þar sem léttar veitingar verða í boði og spáð verður í spilin varðandi framvindu mótsins.  

 

Gisting og samgöngur

Gist í miðborg Eindhoven á mjög góðum hótelum ; Inntel Art, Holiday Inn og Crown. 

Öll eru þetta mjög góð hótel, að okkar mati,  fá mjög góðar umsagnir á samfélagsmiðlum og eru vel  staðsett gagnvart bænum og mótinu.
Góður morgunmatur og  þráðlaust net á öllum herbergjum.
Ferðir fyrir farþega Vita eru milli hótels og mótsvæðis ( ca 15 km ).  Aksturinn tekur um 15 mín.
Góður morgunmatur og þráðlaust net á öllum herbergjum.

 

Miðar á mótið

Miðarnir á mótið eru svo staðsettir á besta stað í „Íslendingastúkunni“.

 

Spekingar spjalla

Fyrir utan hefðbundna dagskrá mótsins verður sérstök dagskrá fyrir farþega Vita Sport.  Vel valdir spekingar mæta á hótelið og spá í framvindu mótsins með farþegum okkar. Það hefur ávallt verið áhugaverð samkoma. Sú uppákoma er einungis fyrir farþega Vita Sport, sem býður upp á léttar veitingar á meðan spjallað er.

Frekari upplýsingar.

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum síma 570-4472.

ATH að verðin sem sjá má hér á netinu eiga við ef bókað er í bókunarvélinni okkar hér á síðunni, en ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst bætast 2.500 kr. bókunargjald á hvern farþega.

Innifalið í verði:

Flug og flugvallaskattar
Töskuheimild 23 kg

Akstur til / frá flugvelli á/frá hóteli erlendis
Gisting í með morgunmat.
Viku eða helgarpassi á mótið - eftir því sem við á.
“Spekingar spjalla” Móttaka og léttar veitingar.
(Ath - á aðeins við vikuferðirnar)
Ferðir milli hotels og mótsvæðis.
Íslensk fararstjórn

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið.

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef AMS

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun