Hong Kong, Vietnam og Taiwan

14 nátta sigling

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling. Hong Kong, Vietnam og Taiwan

Celebrity Millennium   
2. – 19. mars 2018
Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir 

Hong Kong, Kína – Hanoi (Halong Bay), Hue/Danang og Ho Chi Minh, Víetnam – Kaohsiung og Hualien, Taiwan - Hong Kong, Kína

Flogið er með British Airways um hádegi frá Keflavík með stuttu stoppi í London. Komið til Hong Kong um miðjan dag þann 3. mars. Gist í eina nótt í Hong Kong fyrir siglingu. Eftir eftir einn dag á sjó er komið til Vietnam og fyrsta stopp þar er í Hanoi, þar sem skipið liggur í höfn í eina nótt.  Einnig er komið til Hue/Danang og Ho Chi Minh í Víetnam. Eftir að skilið er við Vietnam eru tveir dagar á siglingu og síðan er heimsækjum við þrjá skemmtilega staðir á Taiwan. Þessar borgir eru Kaohsiung, Hualien og Taipei. Eftir það er dagur á siglingu áður en komið er aftur til Hong Kong þar  sem gist er eina nótt í skipinu áður en halfið er heim á leið.


celebrity_millennium.jpg

Celebrity Millennium
Celebrity Millennium er í svokölluðum „Millenium" flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næsthæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.
Celebrity Millennium fór í sína jómfrúarferð árið 2000 og allt tekið í gegn árið 2016. Skipið er 91.000 lestir tæplega 300 metrar og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.
Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.
Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.
Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolitan og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á Qsine veitingastaðnum, þar sem gestir velja sér matseðilinn með Ipad.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Millennium ógleymanlega.

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfangastaður Kl.
BA 895  2. mars Keflavík 13:10 London Heathrow 16:15
BA 031  2. mars London, Heathrow 18:25 Hong Kong 14:20 +1
BA 028 18.mars Hong Kong  23:45 London Heathrow 04:55 +1
BA 894 19. mars London Heathrow 08:55 Keflavik 12:10 

 

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför 
4.mars Hong Kong, Kína   19:30
5.mars Á siglingu    
6.mars Hanoi (Halong Bay), Víetnam 07:00  
7.mars Hanoi (Halong Bay), Vietnam   16:00
8.mars Hue/Danang (Chan May), Vietnam 10:00 19:00
9.mars Á siglingu    
10.mars Ho Chi Minh (Phu My), Vietnam 07:00 19:00
11.mars Á siglingu    
12.mars Á siglingu    
13.mars Kaohsiung, Taiwan 11:00 19:00
14.mars Hualien,Taiwan 11:00 20:00
15.mars Taipei (Keelung), Taiwan 07:00 22:00
16.mars Á siglingu    
17.mars Hong Kong, Kína 07:00  
18.mars Hong Kong, Kína    

Ferðatilhögun 

Föstudagur 2.mars Keflavík – London – Hong Kong.
Flogið er með British Airways frá Keflavík kl. 13:10 og lent í London kl. 16:15. Eftir rétt rúmlega 2ja tíma stopp er haldið áfram til Hong Kong og lent þar síðan kl.14:20 næsta dag


Hong Kong_kína_asia_sigling__dreamstime.jpg

Laugardagur 3. mars  Hong Kong
Lent í Hong Kong kl. 14:20 og ekið á hótel í Hong Kong hótelið er New World Millennium sem er 5* hótel. Frjáls tími það sem eftir lifir dags.


hong_kong.jpg

Sunnudagur 4. Mars  Hong Kong – Celebrity Millennium
Eftir morgunverð er farið í ferð um Hong Kong sem endar við skipshlið. Í ferðinni er m.a. farið með toglest upp á Viktoriutind auk þess sem siglt verður um Aberdeen flóann. Ferðin endar við höfnina þar sem Celebrity Millennium liggur um kl.14:00 og tékkað inn í skipið.


Celebrity Millennium_Celebrity_ sigling_.jpg

Mánudagur 5. mars  Á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess á meðan stefnan er tekin til Vietnam.
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu.


celebrity_millennium2.jpg

Þriðjudagur og miðvikudagur 6. og 7. mars Hanoi (Halong Bay) Vietnam
Hanoi hefur í gegnum söguna verið höfuðborg Víetnam nokkrum sinnum og er það aftur núna. Borgin er upphaflega byggð í kringum Imperial Citadel sem nú er húsnæði hersins. Hanoi skiptist í fjögur aðal hverfi, Quan. Hoan Kiem hverfið er nefnt eftir vatninu í miðju þess. Þar eru flestir ferðamennirnir. Rétt norðan við vatnið er elsti hlutinn,Old Quarter, heillandi samsafn af fornum götum. Sunnan við vatnið munt þú finna nútímalegan hluta miðborgarinnar sem var áður franski hlutinn. Í norðvesturhlutanum, Ba Dinh hverfinu, er dýragarðurinn, Ho Chi Minh Mausoleum og West Lake svæðið. Halong Bay er UNESCO World Heritage svæði um 175 km vestur af Hanoi. Þetta jarðfræðilega undraland samanstendur af limestone myndunum sem rísa úr blágrænum sjónum.


halong_bay_indókína.jpg

Fimmtudagur 8. Mars  Hue/Danang (Chan My) Vietnam
Nguyen-keisaraættin setti þessa fyrrverandi höfuðborg landsins á stofn á 17. öld á bökkum Ilmvatnsár. Í dag er borgin eins og tröllaukið útisafn með musterum, pagóðum, höllum og grafhýsum. Þar er upplagt að skoða keisarakastalann, taka sér síðan ferð með báti eftir ánni og sjá grafhýsi keisaranna og Thien Mu-pagóðuna.


hue_vietnam_3.jpg

Föstudagur 9. mars  Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Ho Chi Minh sem er síðasti viðkomustaðurinn í Víetnam. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


Celebrity Millennium_Celebrity_ sigling_sportsbar.jpg

Laugardagur 10.mars  Ho Chi Minh, Vietnam
Ho Chi Minh borg hét áður Saigon og er stórborg með fjölskrúðugu mannlífi og mikilli umferð. Víða má sjá kirkjur og reisulegar byggingar frá nýlendutíma Frakka. Matarmenning, verslun og næturlíf er hreint framúrskarandi.
Á mörgum stöðum eru minnismerki sem minna á stríðið í Víetnam gegn Bandaríkjunum. Eitt magnaðasta stríðsminjasafnið er í Saigon og Cu Chi-göngin fyrir utan borgina eru ótrúlegt mannvirki. 


ho chi minh_Vietnam_sigling_Hanoi_hochiminh_square.jpg

Sunnudagur 11. og mánudagur 12. mars  Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.


celebrity_millennium.jpg

Þriðjudagur  13. mars  Kaohsiung, Taiwan
Kaohsiung á vesturströndinni er stærsta hafnarborg Taívans og önnur stærsta borg landsins og því ætti ekki að koma neinum á óvart hversu margt er þar að sjá og gera. Það er óhætt að segja að þeir sem hafa gaman af að kíkja í búðir verði ekki sviknir af ferð í Dream Mall, sem er stærsta verslunarmiðstöð Taívans og önnur stærsta í allri Asíu. Þeir sem haldnir eru ævintýraþrá eða áhuga á dýralífi ættu að fá útrás í náttúrunni á Shoushan, eða Apafjalli, í Shoushan-þjóðgarðinum á vesturströnd borgarinnar.


taipei_keelung_taiwan_4.jpg

Miðvikudagur 14. mars  Hualien, Taiwan
Frá Hualien-borg á austurhluta Taívans er upplagt að leggja í leiðangur um hið stórkostlega  19 kílómetra langa Taroko gljúfur í Taroko þjóðgarðinum. En það er ótalmargt fleira að gera og sjá í Hualien. Í borginni er fjöldi áhugaverðra staða að skoða, meðal þeirra eru The Abode of Still Thoughts, fallegar höfuðstöðvar búddískra góðgerðarsamtaka, Belbin-strandgarðurinn og Qixintan-ströndin. Þar að auki eru í boði gönguferðir og stórkostlegar gljúfurgöngur og -klifur innan borgarmarkanna.


hualien_taiwan_taroko_1.jpg

Fimmtudagur 15. mars Taipei, Taiwan
Himinháir skýjakljúfar á borð við Taipei 101 setja mikinn svip á höfuðborg Taívans, sem er sannkölluð heimsborg, en ekki síður musteri, markaðir og söfn á borð við National Palace Museum sem hýsir stórkostlegt safn kínverskra listmuna og forngripa.
Þangað til Burj-turninn reis í Dúbaí var Taipei 101 hæsta bygging í heimi. Skýjakljúfurinn þykir mikið byggingartæknilegt undur en við hönnun hans var meðal annars lögð áhersla á að hann þyldi jarðskjálfta upp á meira en 7 á Richter. Nafnið Taipei 101 er dregið af fjölda hæða í byggingunni. Það er ótrúleg og ómissandi upplifun að standa úti á næsthæsta útsýnispalli í heimi, á 89. hæðinni, en þangað er hægt að komast á undir 39 sekúndum með annarri af tveimur lyftum í byggingunni.


taipei_keelung_taiwan_6.jpg

Föstudagur 16. mars  Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu áður en komið er til Hong Kong. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að ganga um skipið.


Celebrity Infinity, Infinity, celebrity, sigling, skemmtiferðaskip, cruise, cruiseship

Laugardagur 17. mars Hong Kong
Celebrity Millennium legst við bryggju kl. 07:00 að morgni val um að njóta dagsins á skipinu eða fara inn til borgarinnar.

Sunnudagur 18. Mars Hong Kong – Heimferð
Eftir morgunverð á skipinu er farið í skoðunarferð um Lantau eyju.  Meðal annars er farið með ferju yfir Hong Kong flóa og Tai og Fishing þorpið heimsótt ásamt hinu fræga Po Lin klaustri. Kláfurinn Ngong Ping 360 flytur okkur síðan upp að risavöxnu Buddah líkneskinu. Hádegisverður í klaustrinu og ferðin endar á kvöldverði áður en farið er út á flugvöll. Flugið er kl. 23:45  áleiðis  til London.


hong_kong_giant_buddha_.jpg

Mánudagur  19.mars London – Keflavík.
Lending er í London kl. 04:55 aðfaranótt mánudagsins og haldið áfram í flugi til Keflavíkur kl.  08:55. Lending í Keflavík kl. 12:10 

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél HGK

  16 klst

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði