fbpx Huelva á Spáni | Vita

Huelva á Spáni

Spilað á tveimur skemmtilegum golfvöllum og gist í miðborg Huelva!

Golfferð til Huelva

13. apríl, 11 nætur.

229.900

Á mann í tvíbýli í 11 nætur m/morgunmat. Ótakmarkað golf daglega! Beint flug báðar leiðir með Icelandair og hægt að nota allt að 100.000 vildarpunkta!

24. apríl, 11 nætur.

229.900

Á mann í tvíbýli í 11 nætur m/morgunmat. Ótakmarkað golf daglega! Beint flug báðar leiðir með Icelandair og hægt að nota allt að 100.000 vildarpunkta!

Myndagallerí

ATH: Í þessum ferðum er enginn fararstjóri. Það er mjög takmarkað framboð og því upplagt fyrir litla hópa eða fólk sem þekkist vel, t.d. tvenn hjón. Kvöldverðir ásamt akstri milli hótels og golfvalla er ekki innifalið, golfkerrur eru innifaldar en golfbíll kostar 35 evrur á Buenavista og 24 evrur á La Monacilla. þessar ferðir eru hugsaðar fyrir litla hópa sem vilja vera meira á sínum eigin vegum.

Mjög hentug og hagstæð golfferð fyrir þá sem vilja gista í borg, spila golf alla daga á tveimur frábærum golfvöllum, og njóta fjölda veitingarstaða miðbæjarins á kvöldin.   

Gist er á Exe Tartessos hótelinu í Huelva og er það eitt þekktasta hótelið á svæðinu. Það var allt endurnýjað og er nú nýtískulegt, snyrtilegt og þægilegt hótel. Staðsetningin er frábær, í miðbænum. Verslanir, barir og veitingastaðir o.fl.. í göngufæri. Í hótelinu er líkamsræktarstöð og bílastæði við hótelið. Hlýleg herbergi með loftklælingu og wi-fi.

Ekki er langt að heimsækja áhugaverða staði, hvort sem það eru veitingahús, verslanir og barir í Huelva eða leikhús.  Einnig má heimsækja einn stærsta þjóðgarð s-Evrópu sem er heimkynni fjölda dýra og fugla, Dunas de Donana Nature Park (32 km) sem er á verndarlista UNESCO. Ef heppnin er með, má t.d. sjá tegundir sem eru í útrýmingarhættu, svo sem spænska keisaraörninn og íberísku gaupuna. Í næsta nágrenni við þjóðgarðinn er mjög fallegur bær þar rétt hjá sem heitir El Rocio sem rekur sögu sína aftur til 13. aldar. Bærinn likist kúrekabæ og flestar götur bæjarins eru þaktar sandi og má sjá handrið til að binda hesta. Bærinn er frægur fyrir fallegu kirkjuna Ermita de El Rocio  en einu sinni á ári  í maí/júní kemur fólk þangað í pílagrímsferð (Romeria de El Rocio), klæða sig upp og dansa Flamenco dansa til að fagna heilagri Maríu mey en  sagan segir að í byrjun 15. aldar hafi veiðimaður fundið líkneski af Maríu Mey innan í 1000 ára gömlu tré sem stóð þar sem kirkjan var síðar reist en líkneskið er geymt í kirkjunni. Í bænum eru nokkrar verslanir sem selja Flamenco föt og skó sem er mjög gaman að skoða og jafnvel kaupa.Huelva-héraðið tilheyrir spænska sjálfsstjórnarsvæðinu Andalúsíu. Borgin liggur meðfram Cádizflóa við ósa ánna Odiel og Tinto. Borgin hefur verið í byggð frá 3000 fyrir Krst. Huelva er 150.000 manna borg með öllum þeim veitingarstöðum, börum og skemmtanalífi sem henni fylgir.

Golfvellirnir sem eru í boði í þessum ferðum eru báðir mjög skemmtilegir og spennandi. Spilað er á Bellavista golf og La Monacilla sem er hannaður af Jose Maria Olazabal. 

Bellavista:
The Golf Club Bellavista golfvöllurinn er mjög vel staðsettur, aðeins 9,2 km til Huelva eða um 15-20 mín akstur. Veðurskilyrði eru þannig að hægt er að spila golf mestan hluta ársins.  Völlurinn er elsti golfvöllur í Andalúsíuhéraðinu, hannaður árið 1916 af Luis Recasens og Mr. Queipo de Llanoog er sannkallaður meðlimaklúbbur í breskum stíl.  Fallegar ekki of þröngar brautir og tiltölulega hæðótt landslag eru áskorun fyrir kylfinga á öllum stigum íþróttarinnar enda nokkrar skemmtilegar par 4 og par 5 brautir þar að finna. Í klúbbhúsinu má njóta góðra veitinga í notalegu andrúmslofti. Við klúbbhúsið eru tennis-og skvass vellir og sundlaug.

La Monacilla:
Hönnun vallarins passar fullkomlega við náttúrulega lögun landsins. La Monacilla er frábær golfáskorun fyrir leikmenn á öllum getustigum á sama tíma viðheldur völlurinn fegurð náttúrulegs skóglendis. Einkenni vallarins eru sex teigar á hverri holu, sem gerir hverjum kylfingi kleift að velja það skipulag sem hentar þeim best, má nefna að á rauðum teigum er völlurinn 5.164 metrar en af þeim allra öftustu eða svörtum teigum er völlurinn 6.886 metrar að lengd. Staðsetning brautarglompa gerir það að verkum að hver teigur passar fullkomlega við holuskipulagið sem gerir völlinn að ánægjulegri áskorun fyrir kylfinga á öllum getustigum.

Golfvellirnir báðir eru í u.þ.b 15-20 mín akstur frá hótelinu og spilað er á þessum völlum til skiptis í ferðunum. Hægt er að komast á golfvellina með leigubíl eða á bílleigubíl sem hægt er að leigja á Faro flugvelli eða í Huelva. Rástímar eru alla daga frá kl 11:00 einsog sést hér að neðan. 

Rástímar Vor 2023:

 

Sjá nánari ferðalýsingu

Golfferð til Huelva

13. apríl, 11 nætur.

229.900

Á mann í tvíbýli í 11 nætur m/morgunmat. Ótakmarkað golf daglega! Beint flug báðar leiðir með Icelandair og hægt að nota allt að 100.000 vildarpunkta!

24. apríl, 11 nætur.

229.900

Á mann í tvíbýli í 11 nætur m/morgunmat. Ótakmarkað golf daglega! Beint flug báðar leiðir með Icelandair og hægt að nota allt að 100.000 vildarpunkta!

 • Innifalið

 • Flugupplýsingar

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FAO

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun