Í Fótspor innrásarinnar í Normandí
England og Frakkland
Myndagallerí
Í FÓTSPOR INNRÁSARINNAR Í NORMANDÍ
18. - 25. ágúst
Fararstjóri Sr. Þórhallur Heimisson
Ferðatilhögun.
Föstudagur 18. ágúst
Flug til London Heathrow flug kl. 07:40 – 11:55 og akstur til Portsmouth. Portsmouth var ein stærsta flotastöð innrásarflotans sem í júní 1944 hélt yfir Ermasundið. Á leið til Portsmouth er komið við í British War Museum. Sameiginlegur kvöldverður og samhristingur (ekki innifalið). Gist á Holiday Inn Express í Portsmoth 2 nætur.

Laugardagur 19. ágúst
Í Portsmouth heimsækjum við safn breska flotans Royal Navy Museum. þar sem skoða má herskip af öllum stærðum og gerðum frá ýmsum tímum. Þar liggur meðal annars HMS.Victory Nelsons flotaforingja sem við skoðum. Hægt er að fara í 45 mín siglingu um höfnina þar sem nýjustu skip flotans liggja.

Sunnudagur 20. ágúst
Akstur frá Portsmout til Pool þar sem farið er með Ferju ( hight speed) til Cherbourgh sömu leið og innrásarherinn 1944. Skoðaður kafbátur franska hersins í höfninni. Á leiðinni til Bayeux er komið við á Utah strönd þar sem bandaríski herinn gekk fyrstur á land á D – degi, 6. júní 1944. Gist í Bayeux á hotel Le Luxemburg sem er staðsett í hjarta Bayeux í þrjár nætur.

Mánudagur 21. ágúst
Heils dags ferð – Landganga bandaríska hersins á Omaha strönd, farið að Point du Hoc þar sem hægt er að fara inn í virki Þjóðverja og að bandaríska herkirkjugarðinum. Mesta mannfall 6. Júní var einmitt á þessum tveimur stöðum. Deginum lýkur í Arromanches í hringkvikmyndahúsi þar sem við upplifum innrásina í nærmynd. Gist í Beyeux

þriðjudagur 22. ágúst
Heils dags ferð að Mont Saint-Michel. Farið í slóð 5. hers patton. Mont Saint – Michel er einstakur staður, eyja, klaustur og kastali sem rísa eins og turn úr Lord of the rings í miðju flæðihafi. Virkiðvar grundvallað árið 709. Lengst var barist um kastalann í Hundrað ára stríðinu á 14. öld, en þá stóðst hann umsátur í 30 ár. Í frönsku byltingunni var kastalinn og klaustrið gert að fangelsi. Eyjan er á heimsminjaskrá UNESCO. Gist í Beyeux

Miðvikudagur 23. ágúst
Við byrjum daginn með því að skoða Beyeux dregillinn í Beyeux Tapestry Museum sem segir frá innrás Vilhjálms Bastarðs/Sigurvegara á Englandi 1066. Þaðan er ekið til Parísar. Síðustu tvær næturnar er gist í París á Mercure Paris Gare Montparnasse

Fimmtudagur 24. ágúst
Heimsókn í Les Invaldises fyrir hádegi, að gröf Napóleons og í safn franska hersins fyrir þau sem vilja. Frjáls dagur eftir hádegi. Farið út að borða í latínuhverfinu um kvöldið með fararstjóra. (Ekki innifalið í verði)

Föstudagur 25. ágúst
Rétt fyrir hádegi er farið út á flugvöll. Flugið er FI 545 kl. 14:05 - 15:35 lending í Keflavík.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
LHR
3 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€evra
Gengi
-
Rafmagn
220 volt