Indland og Bútan

Ferð sem er engri lík

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  679.900 kr    * Á mann m.v. 2 í herbergi. Sjá nánar verð og innifalið.

 • Flug

Myndagallerí

Delí á Indlandi og Konungsríkið Bútan

14. – 29. október
Fararstjóri: Sr. Þórhallur Heimisson

Ævintýri á framandi slóðum Delí og nágrenni og Himalayafjalla.

Ferðin hefst í Delí á Indlandi þar sem gist verður í tvær nætur og farið í ferðir áður en flogið er til Paro í Bútan. Nú tekur við vikuferð um þetta framandi land og ævintýrin bíða við hvert fótmál. Bútan liggur hátt í hlíðum Himalaya og í ferðalýsingu kemur fram í hvaða hæð bæirnir eru sem við heimsækjum.  Frá Bútan er aftur flogið til Delí og ferðast til Agra að sjá hið undurfagra Taj Mahal. Gist í 2 nætur í Agra og ekið til hinnar leiftrandi borgar Jaipur þar sem við gistum í 2 nætur áður en haldið er aftur til Delí. Við hvílum okkur þar síðustu nóttina áður en flogið er heim til Íslands.
Upplifun og ævintýri í 2 vikur á slóðum sem fáir Íslendingar hafa farið.

Indland
Indland býður upp á ótalmargt spennandi fyrir þá sem búa yfir ríkri ævintýraþörf. Sögufrægar borgirnar, arfleifð breska heimsveldisins og hinn mikli fjölbreytileiki mannlífs og landslags sem finna má í þessu stóra landi gera það að verkum að Indland hreyfir við þeim sem heimsækja landið á allt annan hátt en aðrir viðkomustaðir gera.

Delí
Í stórborginni Delí sérðu bæði skrautlegt fólk á hraðferð, veifandi farsímum og berfætta menn hlaupa með léttivagna (e. rickshaw) í eftirdragi framhjá heilögum kúm. Við munum heimsækja stærsta kryddmarkað Asíu, Khari Baoli, þar sem skilningarvitin þurfa að hafa sig öll við að meðtaka allt það sem er á seyði. Beggja vegna vegarins eru básar þar sem er að finna strigapoka fulla af bragðmiklu kryddi, körfur fullar af angandi blómum, hnetur og þurrkaða ávexti, skær-appelsínugula bingi af túrmeriki, girnilegt gotterí, smjörolíu, og nóg af tei til að bragðbæta Indlandshaf. Þetta blandast allt saman í óviðjafnanlega sinfóníu og stundum er stutt á milli klígju og öskrandi hungurs.

Það er gaman að fylgjast með kaupsýslumönnum sem koma víða að úr Indlandi og sannreyna gæðin með því að hnusa af vörunni og ganga frá viðskiptunum með því að nikka höfðinu til hliðanna. Verslunareigendur vigta vöruna með gamla laginu, með járnlóðum á vogarskál. Á götunum bera grannvaxnir menn strigapoka sem vega meira en þeir sjálfir, hlaða þeim á handdregnar kerrur. Hvort sem þú vilt 5 grömm eða 500 kíló, færðu vöruna á hagstæðu heildsöluverði. Margir fara héðan með saffran þræði í gagnsæjum gjafaöskjum. Það er tilvalið að kynna sér kryddin sem notuð eru í masala chai kryddaða teið, og lækningamátt þeirra.

Delí er í rauninni tvær borgir – Gamla- og Nýja-Delí. Gamla-Delí var höfuðborg Indlands þegar múhameðstrúarmenn ríktu þar frá 17. til 19. aldar og þar er fjöldi moska, virkja og minnismerkja frá þeim tíma. Þegar Bretar náðu völdum í landinu fengu þeir einn virtasta  arkítekt þess tíma, Edwin Lutyens, til að teikna nýja höfuðborg frá grunni árið 1911, sunnan við Delí, og fékk hún nafnið Nýja-Delí. Segja má að Delí hafi lotið yfirráðum fulltrúa sjö mismunandi menningarheima í gegnum söguna og enn stendur ótrúlegur fjöldi minnismerkja um stjórnartíð þeirra í borginni, m.a. frá tímum Mógúlanna, Tyrkja, Persa og Breta. Mörg kennileitanna sem setja hvað mestan svip sinn á borgina eiga uppruna sinn að rekja til teikniborða þeirra síðastnefndu. Þar á meðal er Rajpath-breiðstrætið með glæsilegum íbúðarhúsum og íburðarmiklum byggingum beggja vegna alla leið að forsetahöllinni og öðrum stjórnarbyggingum við enda strætisins.

Agra
Agra er best þekkt sem borgin við Taj Mahal, eina þekktustu byggingu heims og minnisvarða um eilífa ást. Það stendur við bakka árinnar Yamuna og dag hvern koma þangað þúsundir ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Agra er einhver merkasta borg heims, andrúmsloftið afslappað, stórglæsileg byggingarlist hvert sem litið er, og mikið úrval af fallegu handverki og skartgripum. Borgin er undir miklum áhrifum frá tímum Mógúlanna, einna helst Babu, sem kom árið 1526. Áhrif Agra urðu heilmikil á tímabili, þegar Mógúlar réðu nær öllu Indlandi, og urðu mest þegar keisararnir Akbar, Shah Jehan og Jehangir réðu þar ríkjum. Á þeim tíma var Agra leiðandi á sviði lista, vísinda, viðskipta og menningar.

Jaipur
Jaipur er höfuðborg Rajasthan-ríkis, gjarnan kölluð Bleika Borgin vegna fjölda bleikra húsa í gamla bænum. Borgin stendur í uppþornuðu stöðuvatni, og er umhverfið þurrveðrasamt; í gróðurlausum hlíðum standa virki. Þessi líflega bog er staður mikilla andstæðna og veisla fyrir augað, lýsandi fyrir menningu og hefðir þessa landsvæðis. Virkin á þessu svæði eru háreist, sem orsakaðist ekki síður af sýndarmennsku en til að ógna óvininum. Hér urðu miklar orrustur milli höfðingja sem studdu dyggilega við listir. Jaipur sækir nafn sitt til stofnanda borgarinnar, hins mikla stríðsherra Sawai Jai Singh II (1693-1743), sem lagði grunninn að borginni árið 1627.  Hann var einn fárra konunga á þeim tíma sem bæði hafði glöggt auga fyrir smáatriðum og var vísindalega þenkjandi. Sem höfuðborg er Jaipur einkennandi fyrir Rajasthan, hvort heldur er varðar menningu, hefðir, samfélag, og ekki síst fólkið.

Bútan
Konungsríkið Bútan er afskekkt og einangrað land sem hvílir í faðmi Himalajafjalla, með stórveldin Indlandi í norðri og Kína í suðri. Um aldaraðir var landið algjörlega einangrað en hefur á síðustu áratugum opnast fyrir utanaðkomandi áhrifum þó að það haldi fast í allar sínar fornu hefðir. Land þrumudrekans, eins og Bútan heitir á heimamálinu, hóf ekki fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar að hleypa útlendingum inn í landið. Konungsríkið gengur í erfðir og hefur Wangchuck-ættin ríkt þar frá 1907. Frá því í mars 2008 er þar þingbundið lýðræði með tveggja flokka ríkisstjórn.

Land sem er engu líkt
Bútan er land sem kemur sífellt á óvart. Hér eru hrísgrjónin rauð á lit og chillipipar er ekki aðeins notaður sem krydd heldur sem aðalhráefnið í mat. Hér er búddisminn samofinn lífinu öllu og klaustrin jafn sjálfsagður hluti af lífinu og kjörbúðirnar í úthverfum Reykjavíkur. Eitt er þó öðruvísi og látið ykkur ekki bregða – risastórar reðurmyndir eru málaðar við útidyr margra heimila – sem verndar- og frjósemistákn. En þó að íbúarnir leggir mikla rækt við trú sína og það skíni alls staðar í gegn ber ekki að líta á Bútan sem lokað samfélag. Heimamenn eru vel að sér, vingjarnlegir, lífsglaðir og einstaklega gestrisnir.

Bútan er ekki fjölfarinn ferðamannsataður og því hefur ótrúlega fámennur hópur fengið að upplifa náttúrutöfra þessa einstaka lands þar sem hagsæld á landsvísu er mæld í hamingju en ekki miðuð við landsframleiðslu. Bundið er í lög að í það minnsta 60% landsins verði þakin skóglendi um ókomin ár. Hér gefst kostur á að upplifa undursamlega náttúru á ferð yfir fjallskörðin þar sem blómstrandi alparósirnar setja svip sinn á landslagið á vorin. Í þjóðgörðum er haldið verndarhendi yfir fjölskrúðugum gróðri og einstöku dýra- og fuglalífi og hvergi gefst betri kostur á að upplifa undur Himalajafjallanna en í gönguferðum um þessa paradís á jörð sem Bútan óneitanlega er. 

Paradís á jörðu?
Það er svo margt sem gerir það þess virði að leggja á sig ferðalag til Bútan. Í fyrsta lagi er það landslagið, þar sem snævi þaktir tindar Himalajafjallanna gnæfa yfir dimmum skógi vöxnum dölum og gljúfrum. En landslagið er oftar en ekki aðeins bakgrunnur fyrir stórfengleg musteri og klausturbyggingar sem taka að sér aðalhlutverkið. Hér er búddisminn samofinn öllu, byggingarlistinni, danshátíðunum og lífinu sjálfu. Ekki má gleyma vefnaðarlistinni, handverkinu, svakalegum bogfimikeppnum, háfjallagönguleiðum og undursamlegu dýralífi og gróði. Ef hér er ekki fundin Paradís á jörðu – hvar þá?

Flugtímar

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
AY6816 14. október Keflavík 06:45 Helsinki 07:30
AY 021 14. október Helsinki 19:15 Delí 05:25+1
KB 205 17. október Delí 12:15 Paro 15:05
KB 204 24. október Paro 09:25 Delí 11:15
AY 122 29. október Delí 09:40 Helsinki 10:40
AY 955 29. október Helsinki 15:05 Kaupmannahöfn 15:35
FI 213 29. október Kaupmannahöfn 20:10 Keflavík 22:20

Leiðarlýsing
 

Laugardagur  14. október.   Keflavík - Delí
Flogið frá Keflavík með Finnair. Brottför er kl. 06:45 og lent í Helsinki kl. 07:30. Haldið verður í skoðunarferð um Helsinki eftir lendingu þar sem skoðaðar verða þrjár mikilfenglegar kirkjur.  Stærsta gríska rétttrúnaðarkirkjan í Evrópu Uspenski dómkirkjan, Temppeliaukio kirkjan sem er ævintýralega falleg og allir verða að sjá en hún er hoggin inn í klett og Tuomikirkko dómkirkjan.  Að því loknu verður stoppað í miðbæ Helsinki við verslunarmiðstöðina Stockmann.  Upplagt að fá sér í svanginn og rölta um í verslanir áður en haldið verður til baka á flugvöllinn.
Haldið áfram til Delí með Finnair og er brottför kl. 20:15, áætluð lending í Delí kl. 05:25 næsta dag.

Sunnudagur 15. október.  Komið til  Delí - Nýja Delí
Lent snemma um morguninn eða um kl. 05:25 . Tekið á móti hópnum og ekið á hótel Le Meridien þar sem gist er í 3 nætur (frá aðfararnótt 15 - 17. október). Tími til að leggja sig og ná hvíld.  Frjáls tími fram til kl. 13, þá munum við halda að síkamusterinu og Laxmi Narayan Musterinu.  Gurudwara Bangla Sahib er mikilvægasta musteri síka í Delí. Guru Har Krishan, áttundi gúrú síka, dvaldi þar og gaf sjúkum að drekka af vatni úr tjörn innan musterisins en veiktist síðan sjálfur og lést aðeins átta ára gamall. Eftir það telja síkar á Indlandi vatnið í tjörninni heilagt. Musterið, sem í upphafi var mun minna í sniðum, var eitt af sjö slíkum sem herforinginn Sardar Bhagel Singh lét reisa árið 1783 í Delí, á valdatíma stórmógúlsins Shah Alam.
Ekið til baka á hótelið þar sem við snæðum kvöldverð.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður


indland_23.jpg

Mánudagur 16. október.  Gamla og Nýja Delí
Eftir morgunverð hefjum við ferðina á því að skoða Jama Masjid moskuna sem stórmógúllinn Shah Jahan lét reisa árið 1656. Moskan sem er ein sú stærsta og fegursta í heimi er byggð úr rauðum sandsteini og marmara og rúmar aðalbænasalurinn meira en 20.000 manns.
Eftir það er haldið í sannkallaða ævintýraferð á þríhjólavögnum á Khari Baoli kryddmarkaðinn, þann stærsta í Asíu. Hér ægir öllu saman og það er eins gott að berfættir ökumenn hjólavagnanna eru reyndir í að komast leiðar sinnar innan um jafnt jakkafataklædda athafnamenn með farsímana á lofti og kýrnar sem ráfa um göturnar. Beggja vegna götunnar standa sekkir fullir af lyktsterkum kryddum í verslunum og sölubásum undir beru lofti, breiður af ilmandi blómvöndum í bland við hrúgur af hnetum og heilu fjöllin af appelsínugulu túrmeriki, þurrkaða ávexti af öllum gerðum og unaðsleg sætindi. Svo ekki sé minnst á ótal tegundir af tei. Þetta er hrein veisla fyrir skilningarvitin. Við njótum þess að láta okkur berast með straumnum, fylgjumst með kaupmönnum sem komnir eru hingað úr öllum landshornum þefa af kryddinu til að velja það rétta til kaups og ganga svo frá samningum með því einu að nikka höfði. Kryddsalarnir leggja lóð sín á vogarskálarnar upp á gamla mátann og horaðir burðarmenn færa blýþunga sekki á handvagna sem þeir draga síðan í burtu með sér. Hér fást dýrindis saffranþræðir í bland við pipar og papriku og kryddjurtir ætlaðar til lækninga. Það skiptir ekki máli hvort verslað er í korna- eða kílóavís, þú færð ekki krydd á lægra verði.
Því næst ökum við fram hjá Rauða virkinu, Lal Quila, sem er stærsta sögulega mannvirkið í Delí. Þykkir rauðir sandsteinsveggirnir með ótal turnum og útskotum hafa staðist bæði tímans tönn og ágang náttúruaflanna. Virkið rís yfir þurrum árfarvegi, sem fyrr á tímum var ekki auðvelt að komast yfir, innan borgarmarka hinnar fornu Shahjahanabad. Virkisveggirnir ná yfir nær tvo kílómetra og eru 18 metra háir þar sem þeir snúa út að árfarveginum en 33 metrar þar sem þeir snúa að borginni.
Eftir hádegisverð liggur leið okkar að Nýju Delí þar sem við munum skoða Qutab Minar bænaturninn, sem er 72,5 metra hár og er fagurlega skreyttur og síðan að járnsúluna sem er 7 metra há og stórmerkileg fyrir þær sakir að hún var steypt í heilu lagi fyrir í það minnsta 1500 árum úr steypujárni og ryðgar ekki.  Eftir það skoðum við grafhýsi Humayuns konungs, sem er í persneskum stíl, byggt áður en Mógúlarnir náðu völdum, og hið tilkomumikla og nútímalega Lakshminarayan musteri. Þá er ekið fram hjá Indlandshliðinu, sem er minnismerki um fallna hermenn, forsetahöllinni, sem var áður aðsetur breska varakonungsins, þinghúsinu og öðrum stjórnsýslubyggingum. Hér er áhugavert að sjá hvernig byggingarstíll Viktoríutímabilsins og 20. aldarinnar blandast saman.  Ekið til baka á hótelið þar sem við snæðum kvöldverð.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður

Þriðjudagur 17. október.  Delí - Paro - Timfú
Eftir morgunverð er ekið á flugvöllinn og flogið til Paro í Bútan. Flogið er með flugfélaginu Druk Air sem er flugfélag í eigu Konungsríksins.
Brottför flugs KB 205 er kl. 12:15 og áætluð lending í Paro kl.15:05. Ekið til Timfú en þangað eru 60km.
Flugferðin til Bhutan er ævintýri líkust því að útsýnið á leiðinni einstakt ef skyggni er gott.  Erfitt er að komast betur í tæri við Himalajafjöllin. Við komuna tekur erlendur staðarleiðsögumaður á móti hópnum og haldið er beint til Timfú þar sem við fáum okkur tea áður en frjáls tími gefst til að skoða sig um í bænum.
Gist á hótel Druk í Timfú næstu 2 næturnar
Hæð yfir sjávarmáli: 2.400 metrar
Innifalið: Morgun og kvöldverður.


bhutan_butan_serferdir_serferdir_14.jpg

Miðvikudagur 18. október.  Timfú
Hefjum daginn á að skoða Landsbókasafnið, Listaskólann, hefðbundinn ríkis rekinn spítala og förum að Minningarmusterinu.  Förum síðan að Tashichodzong-kastalanum og í Handverksmiðstöðina.
Hæð yfir sjávarmáli: 2.400 metrar
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður

Fimmtudagur 19. október.  Timfú - Punakha
Að morgunverði loknum er ekið til Punakha en aksturinn tekur u.þ.b. 3 klst.  Á leið okkar munum við aka upp í Dochu-la-skarðið í 3.088 metra hæð og njóta útsýnisins yfir tinda Himalajafallgarðsins í norðvestri. Það fer þó eftir veðri hversu mikið af fjallgarðinum sést. Síðan munum við halda yfir hrísgrjónaakrana að musterinu sem kennt er við hinn guðdómlega brjálæðing, en er einnig kallað frjósemismusterið. Þá ökum við inn í Punakha-dalinn og innritum okkur á hótelið. Kvöldverður á hótelinu.
Gist á hótel RKPO Resort í Punakha í tvær nætur.
Hæð yfir sjávarmáli: 1.300 metrar
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður


bhutan_shutter_6.jpg

Föstudagur 20. október.  Punakha
Dagurinn byrjar á gönguferð sem liggur eftir fallegri leið upp að konunglega Khamsum Yuelley Namgel musterinu sem reist var í þeim tilgangi að bægja frá neikvæðum öflum og stuðla að friði, stöðugleika, sátt og samlyndi í síbreytilegum heimi. Útsýnið frá musterinu þar sem það gnæfir yfir Punakha-dalnum er stórbrotið, yfir Mo Chhu eða Móðurána, og upp til fjallstoppanna í Gasa og tindanna handan þeirra.  
Við snæðum hádegisverð á veitingastað og síðan skoðum við Punakha-kastalann, mikilfenglega byggingu á ármótum Mo Chhu og Po Chhu. Kastalinn hefur staðið af sér eldsvoða, jarðskjálfta og flóð í gegnum aldirnar. Síðdegið er frjálst og þá er upplagt að skoða mannlífið í Punakha. Kvöldverður á hótelinu.
Gist er í Punakha
Hæð yfir sjávarmáli: 1.300 metrar
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður

Laugardagur 21. október.  Punakha - Paro
Eftir morgunverð ökum við að bænum Wangdi.  Við skoðum bæinn ásamt Wangdi kastala sem er þriðji elsti kastalinn í Bhutan.  Kastalinn var byggður árið 1638 en brann illa árið 2012 en hefur nú verið endurbyggður.  Frá Wangdi höldum við áfram til Paro þar sem við munum snæða hádegisverð.  Þegar allir eru orðnir saddir liggur leiðin í Þjóðminjasafnið og Paro Dzong-virkið, sem byggt var árið 1646 af Shapdrung Ngawang Namgyal, stofnanda Bútanríkis.  Síðan verður boðið upp á tea inn á bútönskum bóndabæ og göngumferð um bæinn Paro.
Gist er á hótel Naksel Resort í Paro í 3 nætur
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður


bhutan_butan_serferdir_serferdir_24.jpg

Sunnudagur 22. október.  Paro
Í dag munum við taka útsýnisferð um Paro.  Við förum í morgungöngu að hinum áberandi helgistað og musteri Tigers Nest sem staðsett er ofarlega í dal Paro.  Musterið var fyrst reist árið 1692 utan um helli þar sem Guru Padmasambhava er sagður hafa hugleitt í þrjú ár, þrjá mánuði, þrjár vikur, þrjá daga og þrjár klukkustundir á 8. öld.  Á leið okkar til baka á hótelið munum við snæða hádegisverð og fá kynningu um svæðið.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður
 
Mánudagur 23. október.  Paro - Haa - Paro
Eftir morgunverð munum við aka til bæjarins Haa sem hefur nýlega verið opnaður fyrir ferðamenn.  Á leið okkar munum við fara yfir Pelela skarðið sem er er eitt hæsta skarð í Bútan.  Gaman er að ganga um þennan forna bæ sem innlendir sagnfræðingar halda fram að hafi að geyma mikilvægustu musterin sem kölluð eru Svarta og Hvíta musterið og voru byggð á sama tíma á 7. öld.  Snæddur verður hádegisverður áður en haldið verður til baka til Paro.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður

Þriðjudagur 24. október.  Brottför frá Paro til Delí
Eftir snemmbúinn morgunverð á hótelinu er ekið út á flugvöll, þaðan sem flogið er til Delí á Indlandi.  Brottför flugs KB 204 er kl. 09:25 og áætluð lending í Delí er kl. 11:15.  Ekið verður til borgarinnar Agra sem er í u.þ.b. 4 tíma aksturs fjarlægð frá flugvellinum en Agra er fjölsóttasti viðkomustaður Indlands og er almennt þekkt sem borgin við Taj Mahal. Við komuna til Agra munum við tékka okkur inn á hótel Double tree by Hilton þar sem við munum gista í 2 nætur.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður

Miðvikudagur 25. október.  Agra - Taj Mahal
Við tökum daginn snemma og förum í skoðunarferð að Taj Mahal.  Þetta fræga minnismerki, sem tók 22 ár að byggja, er úr hvítum marmara og undurfagurt á að líta. Shah Jehan keisari byggði Taj Mahal í minningu Mumtaz Mahal, þeirrar eiginkonu sinnar sem hann elskaði mest, og má því segja að það sé stærsta, frægasta og stórbrotnasta ástarjátning sögunnar. Enginn sem lítur Taj Mahal augum verður svikinn af þeirri reynslu.  Eftir hádegisverð á hótelinu munum við skoða hið fræga Agra Fort virki sem byggt var af Mughal Akbar keisara árið 1565 aðallega úr rauðum sandsteini. Agra Fort er mikilvægasta virki Indlands og var landinu stjórnað þaðan.  Það var heimsótt af erlendum sendiherrum, ferðamönnum og hæstu ráðamönnum sem tóku þátt í gerð miðaldasögu Indlands.
Ekið til baka á hótelið þar sem við snæðum kvöldverð.
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður


indland_taj_mahal_agra.jpg

Fimmtudagur 26. október.  Agra - Fatehpur Sikri - Jaipur
Eftir morgunverð á hótelinu munum við halda til borgarinnar Jaipur sem er um 4 og 1/2 tíma akstur frá Agra.  Á leiðinni munum við skoða borgina Fatehpur Sikri sem staðsett er um 40 km frá Agra.  Borgin var byggð af Mógúlkeisaranum Akbar árið 1569 en var yfirgefin eftir 15 ár vegna skorts á vatni.  Borgin var höfuðborg Mógúlkeisarans frá árinu 1570 - 1586 og er byggð úr rauðum sandsteini, hún sameinar bæði arkitektúr Hindua og Muslima.  Aðal inngangurinn að borginni er 53 metra hlið sem Akbar byggði árið 1601 til að minnast sigurs hans gegn Gujarat og er hliðið gallað Buland Darwaza eða Hliðið mikilfenglega.  Helstu minnisvarðar á þessu svæði eru Diwan-I-Am, Diwan-i-Khas, Panch Mahal, Jama Masjid og Panch Mahal.  Eftir að hafa skoðað borgina Fatehpur Sikri höldum við áfram til Jaipur sem er lífleg höfuðborg Rajasthan og er almennt þekkt sem bleika borgin vegna bleik málaðra bygginga í gamla bænum.  Þessi stórborg er staður villtra andstæðna og veisla fyrir augun.  Borgin dregur nafn sitt af Great Warrior King Sawai Jai Singh II sem lagði grunninn að borginni árið 1627.  Hann var einn af fáum kóngum þessa tíma sem hafði gott auga fyrir smáatriðum.
Gist er á hótelinu Jaipur Marriott næstu 2 nætur.
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður

Föstudagur 27. október.  Jaipur
Eftir morgunverð á hótelinu munum við fara að Amber kastalanum sem staðsettur er í bænum Amer 11 km frá Jaipur.  Kastalinn er helsti ferðamannastaðurinn á Jaipur svæðinu og er staðsettur hátt uppi á hæð.  Kastalinn er klassískur og rómantískur en er kannski ekki fallegur að utan en er raunveruleg paradís að innan.  Alls staðar má líta fíngerð listaverk á veggjum innandyra sem sýna veiðar og stríð liðinna tíma, einnig má sjá gimsteina og spegla fellda inn í gifs listaverkanna.  Aðal aðdráttarafl kastalans er að riðið er á fílum að inngangi kastalans sem lýsir þeim konunglegum lífstíl sem þarna var.  Síðdegis verður farið í skoðunarferð um borgina Jaipur sem mun byrja á Maharaja´s City Palace sem er fyrrverandi höll konungs, hluta af höllinni hefur verið breytt í safn en lítill hluti hallarinnar er enn notuð af konungsfjölskyldunni í Jaipur.  Vert er að nefna að á safninu er að finna vopnabúr sem konungsfjölskyldan notaði á sínum tíma.  Að lokinni skoðunarferð um fyrrverandi konungshöllina munum við skoða Jantar Mantar minnismerkin sem hefur að geyma safn af 17 stjarnfræðilegum hljóðfærum byggðum úr steini og marmara af Rajput Sawai Jai Singh konungi.  Byggingu lauk árið 1734.
Innifalið: Morgun-, hádegi og kvöldverður

Laugardagur 28. október.  Jaipur - Delí
Eftir morgunverð munum við halda til Delí með viðkomu á Somode Palace sem upphaflega var byggður sem kastali á 16. öld en breytt í flotta höll snemma á 19. öld.  Rawal Sheo Singh sem var forsætisráðherra Jaipur í nokkur ár á miðri 19. öld lét svo stækka höllina með því að bæta við svokallaða Darbar salnum.  Árið 1987 var höllinni síðan breytt í Samode Palace hotel.  Hér munum við síðan snæða hádegisverð og halda svo áfram til Delí en ferðin mun taka um 6 og 1/2 tíma.
Þegar við komum til Delí munum við aftur fara inn á hótelið Le Meridien, þar sem snæddur verður kvöldverður og gist síðustu nóttina.
Innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður

Sunnudagur 29. október.  Heimferð
Brottför með Finnair frá Delí er kl. 09:40 og lent í Helsinki kl. 10:40.  Haldið áfram með Finnair frá Helsinki til Kaupmannahafnar kl. 15:05 og lent í Kaupmannahöfn kl. 15:35.  Brottför frá Kaupmannahfön til Keflavíkur er áætluð kl. 20:10 með lendingu í Keflavík kl. 22:20.
 

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  679.900 kr    * Á mann m.v. 2 í herbergi. Sjá nánar verð og innifalið.

 • Flug
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> DEL

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  btn

  Ngultrum

  Gengi

 • Rafmagn

Sjá Kortasýn Sjá gististaði