Indland og Sri Lanka

Singapore - Abu Dhabi

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Hafa samband

Myndagallerí

Indland og Sri Lanka

Celebrity Constellation
14. febrúar – 6. mars
Fararstjóri Þóra Valsteinsdóttir

Singapore, Phuket,Taílandi - Colombo, Sri Lanka - Cochin, New-Mangalore, Góa og Mumbai, Indlandi - Muscat, Óman - Dubai og Abu Dhabi, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 

Stutt ferðaskýring
Ferðin hefst með því að það er flogið frá Keflavík til Oslóar með Icelandair eftir stutt stopp er flogið áfram til Singapore með millilendingu í Dubai. Í Singapore er gist í 2 nætur fyrir siglingu. Fyrsta stopp í siglingunni er í Phuket á Thailandi og eftir 2 daga á siglingu er komið til Colombo í Sri Lanka. Einn dagur á siglingu áður en komið er til Indlands en þar er komið til hafnar á 4 stöðum næstu 4 daga, sem eru Cochin, New-Mangalore, Góa og Mumbai. Eftir 2 daga á siglingu er síðan komið til Muscat í Óman og þaðan til Dubai og Abu Dhabi þar sem farið er úr skipinu þann 4. mars. Abu Dhabi skoðuð og ekið síðan til Dubai þar sem gist er í 2 nætur áður en haldið er heim á leið.

Skipið


celebrity_infinity_ship.jpg

Celebrity Constellation er í „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises. Þetta er annar hæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Aðbúnaður og herbergi bera vott um gæði og glæsileika. Skipið er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Það hefur fengið reglubundið viðhald síðan það fór jómfrúarferðina árið 2002.
Heilsulindin er með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlupa hringinn um skipið. Hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir. Aðal veitingasalur skipsins heitir Metropolian og er á tveimur hæðum. Einnig er hægt að bóka borð á spariveitingastaðnum SS United States Restaurant við sérstök tækifæri. Greiða þarf 30 dollara þjónustugjald þar. Barir eru víða um skipið, einn er sérhæfður í kampavíni, annar í martini. Þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Hér er fyrsta flokks þjónusta og ótal afþreyingarmöguleikar sem gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega.

Flugtafla

Flugnúmer Dagur Brottför kl. Koma kl.
FI 318 14.febrúar Keflavík 07:50 Osló 11:30
EK 160 14.febrúar Osló 14:10 Dubai 23:55
EK 354 15.febrúar Dubai 03:15 Singapore 14:40
EK 159  6.mars Dubai 07:45 Olsó 12:00
FI 319  6.mars Osló 13:00 Keflavík 15:05
           

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
17.febrúar Singapore   20:00
18.febrúar Á siglingu    
19.febrúar Phuket, Thailandi 07:00 17:00
20.febrúar Á siglingu    
21.febrúar Á siglingu    
22.febrúar Colombo, Sri Lanka 07:00 16:00
23.febrúar Cochin, Indlandi 12:00 21:00
24.febrúar Á siglingu    
25.febrúar Goa (Mormugao) Indlandi 07:00 17:00
26.febrúar Mumbai (Bombay), Indlandi 08:30  
27.febrúar Mumbai (Bombay), Indlandi   18:00
28.febrúar Á siglingu    
1.mars Á siglingu    
2.mars Muscat, Oman 07:00 16:00
3.mars Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum 12:00 22:00
4.mars Abu Dhabi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum 05:00  

Ferðatilhögun

Fimmtudgur 14. febrúar  Keflavík -  Singapore
Flogið með Icelandair frá Keflavík til Óslóar kl. 07:50  og lent þar kl. 11:30, síðan flogið með Emirates til Dubai og áfram og lent í Singapore kl.13:40 þann 15. febrúar.


Suður_Kinahaf.jpg

Föstudagur 15. febrúar, Singapore
Rútan kemur og sækir hópinn á flugvöllinn og er ekið beint á hótelið þar sem gist er í 2 nætur áður en haldið er í siglinguna. Hótelið sem gist er á er Park Regis


Singapore.jpg

Singapore
Singapore er lítið land nánartiltekið lítil eyja í Suðaustur-Asíu þar sem yfir 5 milljónir manns búa. Fjögur opinber tungumál eru töluð þ.e. enska, kínverska, malay og tamíl. Flestir íbúar eru búddisma trúar en einnig tíðkast líka kristintrú, Islam og hindúatrú. Eftir að landið fékk sjálfstæði hafa breytingarnar orðið gríðarlegar. Á aðeins 150 árum hefur heimsborgin Singapore orðið ein mesta hafnarviðskiptaborg heims og þekkt fyrir umskipanir. Borgin er leiðandi á ýmsum sviðum til að mynda er hún ein af fjórum leiðandi borgum heims á sviði fjármála, næst stærsta borg í heimi þegar kemur að spilavítum og fjárhættuspilum og ein af þremur stærstu borgum hvað varðar olíuhreinsun. Þetta gerir landið að einu ríkasta landi heims.
Veðurfarið er einstaklega gott og hlýtt allt árið um kring en þó rignir yfirleitt daglega en aldrei meira en klukkutíma í einu. Maturinn er mjög bragðgóður, mikið er um tískuvöruverslanir og háklassa merki. Hægt er að sigla á Singapore River og kynnast menningu „litla" Indlands, skoða Chinatown (Kínahverfið) og Geylang. Því næst að kanna Mangrove skóg, Pasir Ris Park og sjá Merlion sem er þekktasta tákn Singapore.
Að koma til Singapore er eins og að stíga inn í heim þar sem bænakall keppir við hringiðu kapítalisma, þar sem gamalmenni spila Mah-jongg  á götum úti og hvítklæddir leikmenn slá boltann á vel hirtum Cricket velli. Fjölbreyttur lífsstíll, menning og trúarbrögð þrífst þarna innan ramma vel skipulagðs samfélags. Singapore er tandurhrein nútímaborg með grænum svæðum og þarna búa um 4,6 milljónir manna, þar á meðal margir útlendingar. Á suðurhluta eyjarinnar er Singapore borg, með háreistum skrifstofubyggingum og hafnarsvæði. Af heildar landsvæði Singapore er meira en helmingur byggður, en annað samanstendur af görðum, ræktuðu  landi, plantekrum, mýrarsvæðum og skógi. Vel malbikaðir vegir tengja alla hluta eyjarinnar og Singapore borgin hefur framúrskarandi almenningssamgöngukerfi.


singapore_dreamstime.jpg

Laugardagur 16. febrúar  Singapore
Dagsferð um Singapore 
Skýjakljúfar borgarinnar eru magnaðir og við ökum m.a. framhjá Þinghúsinu, Krikket klúbbnum, Hæstarétti og Ráðhúsi borgarinnar.  Stoppum í Merlion Park og uppá útsýnispallinn við Marina Bay hótelið til að sjá hið magnaða útsýni yfir borgina, en staðurinn er þekktasta kennileiti borgarinnar. Næst sjáum við eitt elsta og merkasta musteri borgarinnar en það er Búddha hofið „Thian Hock Keng“,áður en ekið er framhjá Kínahverfinu. Ekið framhjá Kínahverfinu að hinum dásamlega garði „The Singapore Botanic Gardens“ og göngum um einn fegursta blettinn þar sem 60.000 orkídeur blómstra.  Ferðinni lýkur með göngu um indverska hverfið „Litla Indland“ en í þessu gamla borgarhveri hefur karakter og arkitekúr haldist óbreyttur í áranna rás.


singapore-skyline-exlarge-169.jpg

Sunnudagur 17. febrúar,  Singapore -  Celebrity Constellation
Tékkað út af hótelinu og ekið að höfninni þar sem Celebrity Constellation liggur við bryggju. Skipið leggur úr höfn kl. 20:00


celebrity_constellation_balcony.jpg

Mánudagur  18. febrúar - Á siglingu
Fyrsti dagur á siglingu og kjörið tækifæri til að skoða skipið og kynnast lystistemdum þess á meðan stefnan er tekin til Tailands. Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_constellation_sigling_bar

Þriðjudagur 19. febrúar - Phuket, Taílandi 
Dýrlegar strendur, pálmatré og dásamlegar víkur og vogar einkenna Phuket, sem er stærsta eyjan við Taíland. Þar er hægt að stunda vatnasport eins og siglingar, köfun og snorkl, svo fátt eitt sé nefnt. Golfáhugamenn geta fengið útrás á golfvöllum á heimsmælikvarða og náttúruunnendur notið sín við að skoða undurfagra fossa og frumskóga.


framandi_tailand_vita.jpg

Miðvikudagur og fimmtudagur 20. og 21. febrúar - Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.


celebrity_constellation_sigling_veitingastaður

Föstudagur 22. febrúar - Colombo, Sri Lanka
Gamli og nýi tíminn mætast í höfuðstað Srí Lanka. Röltið um Virkishverfið, Fort district, og virðið fyrir ykkur byggingarlist nýlendutímans og gróðursæla garða, kíkið við á hefðbundnum útimarkaði í Pettah og færið ykkur síðan yfir í nútímann á einum af flottu veitingastöðunum í Colombo eða söfnunum og sýningarsölunum. Rétt utan borgarmarkanna er að finna munaðarleysingjahæli fyrir fíla og skrautleg búddahof.


colombo_sri_lanka_sigling_staerri.jpg

Laugardagur 23. febrúar - Cochin, Indlandi 
Borgin Cochin er oft kölluð Drottning Arabíuhafs, hvorki meira né minna, enda finnst varla fegurra eða betra hafnarstæði af náttúrunnar hendi á jarðríki. Hingað hafa kryddkaupmenn og ferðalangar lagt leið sína í yfir 600 ár og því ekki að undra að hér sé margt frá mörgum menningarheimum að sjá. Göngutúr meðfram Fort Kochi ströndinni við sólsetur þegar kínversku fiskinetin ber við himin ætti enginn að sleppa frekar en að skoða kirkju St. Francis þar sem landkönnuðurinn Vasco de Gama er grafinn og Paradesi sínagoguna sem var reist fyrir 400 árum. Kathakali danssýningin er ómissandi og enginn verður svikinn af ferð á götumarkaðina þar sem hægt er að gera kjarakaup á kryddi, glansandi silki og alls kyns glingri. Matargerðarlistin er jafn fjölbreytt og byggingarlistin. Hér eru flottir evrópskir veitingastaðir og vínbarir í bland við ekta indverska veitingastaði og útimatsölustaðir við Tower-stræti.


celebrity_constellation_balcony_2.jpg

Sunnudagur 24. febrúar - 
Annar dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu, á meðan siglt er áleiðis til Indlands.


celebrity_constellation.jpg

Mánudagur 25. febrúar – Goa, Indlandi
Paradísin Goa tilheyrði áður Portúgal og pálmatrén við strendurnar sveigjast enn í suðurevrópskum takti. Það skal því engan undra að þetta minnsta, en um leið ríkasta, hérað Indlands laði að sér fjölda ferðamanna frá öllum heimshornum ár hvert. Byggingarlistin er á heimsminjaskrá, akrarnir ilma af framandi kryddjurtum og í matargerðarlistinni gætir heillandi blöndu af portúgölskum og indverskum áhrifum.


goa_indland_sigling_staerri2.jpg

Þriðjudagur 26. febrúar - og miðvikudagur 27. febrúar – Mumbai, ( Bombay) Indlandi  
Mumbai, sem áður hét Bombay, er hrífandi heimsborg með 18 milljónum íbúa þar sem öllu hrærir saman, iðandi nútímalegu mannlífi stórborgarinnar og aldagömlum hefðum heimamanna. Þetta er háborg Bollywood, litrík og heillandi miðstöð söngva, dans og dramatíkur. Hér ægir öllu saman, heimsþekktum tískuhúsum og sérverslunum, og mörkuðum og matarbásum þar sem allt frá kryddi til kebab er í boði.  


mumbai_bombay_indland_sigling_staerri.jpg

Fimmtudagur 28. febrúar og föstudagur 1.mars – Á siglingu
Næstu tveir dagar á siglingu,njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu  kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


celebrity_constellation.jpg

Laugardagur 2. mars - Muscat, Óman
Þó Muscat sé ein elsta borg Mið-Austurlanda - frá annarri öld f.Kr. - hefur hún aðeins verið aðgengileg ferðamönnum í örfáa áratugi. Þar er að finna snyrtilega og fallega almenningsgarða, langar óspilltar strendur og virkisgröf sem umlykur svæðið. Konungsríkið Óman hefur augljóslega unnið að því hörðum höndum að saga borgarinnar fái að njóta sín og tryggja öryggi borgara og ferðamanna.
Við mælum sérstaklega með kastölunum Al Jalali og Al Mirani, sem standa í fjallshlíð og sagan segir að hafi verið notaðir sem fangelsi meðan landið var undir yfirráðum Portúgala á 16. öld. Þeim hefur síðan verið breytt í söfn sem þjóðarleiðtogar og kóngafólk sækja heim. Og það er vissara að gleyma ekki myndavélinni - útsýnið frá þeim er óviðjafnanlegt.


muscat_oman.jpg

Sunnudagur 3. mars - Dubai
Þeir sem sækja Dubai og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin heim heillast gjarnan af landslaginu, sögu svæðisins og öllu því sem löndin hafa að bjóða, en svæðið verður sífellt vinsælla meðal ferðamanna sem sækja í lúxus. Mall of Emirates verslunarmiðstöðina í Dubai, en þar eru yfir 200 verslanir og innanhúss-skíðabrekka, hvort sem þú trúir því eður 


dubai_stodmynd_sigling.jpg

Mánudagur 4. mars - Abu Dhabi – Dubai
Eftir morgunverð er tékkað ú túr skipinu og rútan bíður og fer með hópinn í ferð um Abu Dhabi. Ferðin endar með hádegisverði og eftir það er ekið til Dubai. Þar sem gist er í tvær nætur áður en haldið er heim á leið. Hótelið er City Seasons Dubai 
Sheikh Zayed moskan í Abu Dhabi er stærsta moska Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna, og áttunda stærsta moska veraldar. Moskan heitir eftir Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan, stofnanda og fyrsta forseta Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Hann er einnig greftraður þar. Moskan rúmar 40 þúsund tilbeiðendur, þar af 9 þúsund í aðal bænasalnum. Tveir salir, sem rúma 1.500 manns hvor, eru aðeins ætlaðir konum. Sheikh Zayed moskan býr að tveimur heimsmetum: Þar eru stærsta teppi heims og stærsta ljósakróna heims.

Abu Dhabi er hið stærsta af furstadæmunum sjö, og nær yfir rúm 80% af landsvæði furstadæmanna. Þar er að finna rólegar strandir, vinjar í eyðimörkinni og eitthvað fjörugasta borgarlíf furstadæmanna. Það er erfitt að trúa því að öldum saman var Abu Dhabi rólegt þorp þar sem íbúarnir höfðu viðurværi sitt af fiskveiðum og perlum, en eftir tilkomu olíunnar hefur höfuðborgin orðið einhver sú ríkmannlegasta og öruggasta í heimi.


abu_dhabi.jpg

Þriðjudagur 5. mars - Dubai
Morguninn frjáls og í eftirmiðdaginn er haldið í eyðimörkina. Þessi ferð gefur þér möguleika á að upplifa gyllta sandhóla í fjórhjóladrifnum bílum og þeysa um sandöldurnar eins og að sitja í rússibana.
Stoppað er á hæsta sandhóli til að dást að sólarlaginu og taka nokkrar stórkostlegar myndir. Síðan er haldið til tjaldbúða hirðingja sem eru staðsettar í miðri eyðimörkinni. Hér getur þú prófað bæði hönnun í náttúrulegum litum sem og annan klæðnað og útbúnað sem notaður er á svæðinu. Þú getur einnig farið á bak á kameldýri og prófað að reykja vatnspípu. Til þess að skapa hið raunverulega arabíska andrúmsloft þá sýnir töfrandi magadansmær listir sínar og endað á að  borðaður er gómsætur BBQ (grillmatur).


dubai_desert_safari.jpg

Dubai
Dubai er á góðri leið með að verða mekka þeirra sem njóta sín best við að versla. Sjáðu það fyrir þér: Að morgni ferðu í Mall of Emirates - gríðarstóra verslunarmiðstöð með yfir 200 verslanir, leikhús og veitingastaði. Kannski læturðu eftir þér að fara nokkrar ferðir í innanhúss-skíðabrekkunni. Um miðjan daginn röltirðu um kryddmarkað (souk) og kaupir alls kyns krydd hvaðanæva að frá Mið-Austurlöndum, beint úr sekkjunum. Undir kvöldmat liggur leiðin á gullmarkaðinn, einn stærsta gullmarkað heims. Sennilega er best að flýta sér hægt - þú ert enn ekki farin/n að skoða fegurstu persnesku teppi sem finnast utan Íran. En hafirðu í huga að kaupa teppi skaltu kynna þér málið vel fyrir ferðina og setja þig í stellingar til að semja um verðið.


dubai_1000px.jpg

Miðvikudagur 6. mars  Dubai – heimferð
Snemma morguns er flogið frá Dubai með Emirates til Osló og síðan áfram til Íslands. Áætluð lending í keflavík er kl 15:05.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél SIN

  17

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun