Íslenski knattspyrnuskólinn

29. júlí - 5. ágúst 2018

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Íslenski fótboltaskólinn á Spáni.

Skólinn var stofnaður sumarið 2016 og var fyrsti skólinn sinnar tegundar.  Íslenskur skóli á erlendri grundu þar sem vel menntaðir íslenskir, reynslumiklir toppþjálfarar, þjálfa.  Lögð er áhersla á  einstaklingasmiðaðar æfingar við toppskilyrði á Spáni í viku.  Staðurinn er ein nýjasta knattspyrnumiðstöð á Spáni þar sem mög af toppliðum í Evrópu kemur reglulega til að æfa.

Skólinn var fyrst starfræktur sumarið 2016 og hefur slegið í gegn. Þessi tvö sumur hafa tæplega 90 ungir knattspyrnuiðkendur sótt skólann.

Ferðatilhögun
Flogið verður til Alicante seinni part sunnudags þann 29.júlí þannig að þeir iðkendur sem eru á Rey-cup nái ferðinni.
Heimflugið er 6. ágúst brottför 01:05, þ.e. eftir miðnætti 5. ágúst.

Staðsetning
Skólinn verður staðsettur í San Pedro á Suður-Spáni sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante.  Æft verður á Pinatar Arena æfingasvæðinu, einstaklega glæsilegri æfingaaðstöðu, þangað sem mörg bestu liða Evrópu koma reglulega í æfingaferðir.
Á svæðinu eru 6 FIFA grasvellir, frábær skalltennisaðstaða, líkamsrækt ofl.

Fyrir hverja og hvaða aldur
Skólinn er bæði fyrir stelpur og stráka fædd 2002, 2003 og 2004 og er tilvalin fermingargjöf.  Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugasama iðkendur sem vilja fá leiðsögn hjá nokkrum af bestu þjálfurum Íslands.

Þjálfarar
Þjálfaraliðið í skólanum er glæsilegt en allir þjálfarar skólans eru handhafar UEFA-A  þjálfaragráðunnar.  Meðal þjálfara eru Freyr Sverrisson sem hefur þjálfað yngri landslið Íslands til margra ára.  Jón Ólafur Daníelsson sem hefur þjálfað U-17 ára landslið kvenna og er nú einn af þjálfurum meistaraflokks karla hjá ÍBV.  Nihad Hasecic(Cober) sem þjálfar nú hjá Grindavík. Viljum benda á skólinn er með sér markmannsþjálfara.
Þorsteinn Magnússon er markmannsþjálfari skólans.   Þorsteinn er handhafi UEFA-A gráðu í markmannsþjálfun.  Þorsteinn hefur starfað í erlendum akademíum fyrir markverði ásamt því að hafa þjálfað markverði hjá Íslenskum landsliðum í gegnum tíðina.

Að auki verða þjálfarar frá Murcia og Cartagena til að brjóta upp æfingarnar að spænskum hætti.

Fararstjóri
Íslenskir fararstjórar fyrir stelpur og stráka.

Fyrir utan æfingarnar er hinar ýmsa afþreying.
Fyrirlestrar fyrir íþróttafólk sem vill ná langt.
Skemmtanir er lúta að hópefli.
Farið verður í vatnsrennibrautargarð.
Farið verður á ströndina.
Farið verður í La Zenia verslunarmiðstöðina.
Svo er ýmis afþreying fyrir iðkendur bæði á hótelinu og utan þess.
Eins og fyrsta árið verðs „Landsleikir“ gegn Spánverjum sem gerir frábæra ferð enn betri.
Auka möguleikar

Við viljum benda fólki á þann möguleika að upplagt er fyrir foreldra að sameina skólann fjölskyldufríi.  Þannig er hægt að biðja um breytingu á heimflugi iðkanda og geti þannig geti viðkomandi hitt fjölskyldu sína og tekið aukaviku-r í fríi eftir skólann.
Athugið að það er takamarkaður aðgangur. Aðeins 36 útispilarar og 6 markmenn.

Kostnaður
Verð í ferðina er kr 242.500 á mann í tvíbýli.
Ferðast verður með ferðaskrifstofunni Vita
Greiðslufyrirkomulag er hægt að ræða við Vita Sport í síma 5704400 eða á netfangið tonsport@vita.is

Innifalið
Flug og flugvallarskattar
Rúta frá og til Alicante flugvallar
Gisting á frábæru hóteli.
Frábær æfingaaðstaða
Fullt fæði alla daga- mjög glæsilegt hlaðborð í öll mál
Vatn og djús með mat
Vatn á allar æfingar
Tvö sett af sérmerktum æfingafatnaði
Þvottur á íþróttafatnaði daglega
Landsleikur
Afþreying
Fararstjórn

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ALC

  04:35

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  EURO

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði