fbpx Íslenski knattspyrnuskólinn

Íslenski knattspyrnuskólinn á Spáni 2023

Einstakt tækifæri fyrir stelpur og stráka

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Íslenski fótboltaskólinn á Spáni 2.- 9.ágúst 2023

Íslenskur einstaklingsmiðaður knattspyrnuskóli á Spáni fyrir stráka og stelpur.

Nánari upplýsingar hér 

Sjá einnig facebooksíðu skólans 

Hér má sjá Umfjöllun um skólann

Einstaklingsmiðaður fótboltaskóli á Spáni fyrir stelpur og stráka stofnaður sumarið 2016. Íslenskir, vel menntaðir, reynslumiklir toppþjálfarar, þjálfa við bestu hugsanlegu skilyrði. 
Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaðar æfingar. Ýmis einstaklings- og hópeflisdagskrá á hóteli; fyrirlestrar og afþreying.

Uppselt hefur verið í skólann frá fyrsta sumri. 
Athugið: Sér markmannsþjálfari. Einnig koma spænskir gestaþjálfarar að þjálfuninni. 

Athugið að það er takmarkaður aðgangur í skólann. Aðeins 36 útispilarar og 6 markmenn.

Gróf ferðatilhögun

Fyrir hverja og hvaða aldur:

Skólinn er bæði fyrir stelpur og stráka fædd : 2007, 2008 og 2009 og er tilvalin fermingargjöf.  Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugasama iðkendur sem vilja fá leiðsögn hjá nokkrum af bestu þjálfurum Íslands við bestu hugsanlegu aðstæður. 

Staðsetning og æfingasvæðið. 

Skólinn er staðsettur í San Pedro del Pinatar, litlum strandbæ á Suður-Spáni, sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð suður frá Alicante flugvelli.
Æft verður á Pinatar Arena æfingasvæðinu, einstaklega glæsilegri æfingaaðstöðu en þangað koma mörg bestu lið Evrópu reglulega í æfingaferðir.
Á svæðinu eru 6 FIFA grasvellir, stór líkamsrækt, skallatennisvellir, sundlaug ásamt fleiru.
Á hóteil er farið yfir undirbúning fyrir leiki og leikgreiningar. Fyrirlestrar um heilbrigt mataræði og líferni.

Þjálfarar. 

Allir þjálfarar skólans eru handhafar UEFA-A  þjálfaragráðunnar.
Viljum benda á að skólinn er með sér markmannsþjálfara.  
Spænskir gestaþjálfarar.
Spænskir unglingaþjálfarar koma og sjá um þjálfunina einn daginn. Þeir eru frá Cartagena og Valencia.  

Leikir við spænska jafnaldra.

Leikið verður við spænska jafnaldra. Undirbúningur fyrir þá leiki er á sama hátt og landsliðið hefur undirbúið sig fyrir landsleiki, með leikgreiningu. Mjög fræðandi fyrir krakkana að fara í gegnum þann undirbúning og leikirnir gefa þeim svo mikið.
Gaman að sjá hversu oft atriði sem hafa verið æfð í vikunni skila sé í leikjunum.

Gisting:
Gist er á Hótel Thalasia, mjóg góðu hóteli í San Pedro. Herbergin eru mjög góð, tveggja og þriggja manna og öll með svölum. 
Öll nauðsynleg fundaraðstaða mjög góð, en skólinn hefur aðgang að einu slíku allan tímann. 

Fæði

Fullt fæði (3 máltíðir á dag), vatn með öllum mat og á öllum æfingum.

Afþreying

Ýmsar uppákomur sem lúta að hópefli. 
Farið verður í vatnsrennibrautargarð. 
Farið verður á ströndina. 
Farið verður einu sinni í La Zenia verslunarmiðstöðina. 
Svo er ýmis úrvals afþreying fyrir iðkendur bæði á hótelinu og utan þess. 

Fararstjóri

Íslenskur fararstjóri sem þekkir aðstæður vel.

Auka möguleikar

Við viljum benda fólki á þann möguleika að upplagt er fyrir foreldra að sameina skólann fjölskyldufríi. Þannig er hægt að biðja um breytingu á heimflugi iðkanda og þannig geti viðkomandi hitt fjölskyldu sína og tekið auka viku eða vikur í fríi eftir skólann.

Kostnaður

Verð: 319.500
Staðfestingargjald kr. 40.000,- og restin greiðist 6 vikum fyrir brottför.
Greiðslufyrirkomulag er hægt að ræða við Vita Sport í síma 5704472 eða á netfangið [email protected]

Innifalið

Flug og flugvallarskattar.
Allur akstur erlendis.
Gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum.
Fullt fæði alla daga.
Vatn og djús með mat.
Aðgangur að spa og sundlaug á hóteli.
Aðgangur að líkamsrækt í íþróttamiðstöð.
Aðgangur að sundlaug í íþróttamiðstöð. 
Öll þjálfun íslenskra og spænskra þjálfara.
Vatn á öllum æfingum.
Þvottur á íþróttafatnaði daglega.
Tvenn sérmerkt æfingasett (treyja, stuttbuxur og sokkar)
Landsleikur við spænska jafnaldra.
Íslensk fararstjórn.

SJÁ NÁNARI FERÐALÝSINGU
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Verð og innifalið

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef ALC

  04:35

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun